Morgunblaðið - 10.08.1985, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 10.08.1985, Blaðsíða 22
22 MUKUUNBLAÐIÐ, LAUGAKUAUUR 10. AUUSl ia85 Nicaragua: Bandaríkjamennirnir komnir til E1 Castillo Managua, Nicaragua, 9. ágúst AP. BANDARÍSKA friðarhópnum, sem baldið var gíslum af skæruliðum í Nicaragua á miðvikudag, en leystur var úr haldi í gær, kom til bæjarins El Castillo seint í gærkvöld. Bandaríkjamennirnir 29, sem haldið var föngum ásamt 18 blaða- mönnum, ýmist heimamönnum eða erlendis frá, staðfestu að þeim hefði verið rænt, en sögðu að ræn- ingjar þeirra hefðu ekki verið fé- lagar í skæruliðahreyfingunni ARDE, eða lýðræðislega bylt- ingarflokknum, eins og haldið var í fyrstu. Talsmaður friðarhópsins sagði í samtali við fréttamenn að ræn- ingjarnir hefðu sagst vera í sjálfstæðum hópi, sem berst gegn kommúnisma. Talið var í fyrstu að hópurinn hefði verið fluttur til Costa Rica, en talsmaðurinn sagði að þeim hefði verið haldið um borð í báti á ánni San Juan, sem skilur að Costa Rica og Nicaragua. Hóp- urinn kom svo allur til E1 Castillo heill á húfi. í dag heldur hann svo áfram til San Carlos, sem er við Nicaragua-vatnið, við mynni San Juan. Sprengingin, sem grandaði Rainbow Warrior: Rannsókn á meintri aðild frönsku leyniþjónustunnar Suva, Fiji-eyjum, 9. ígúaL AP. DAVID LANGE, forsætisráðherra Nýja Sjálands, sagði á fundi með blaAamönnum í Suva, höfuAborg Fiji-eyja, aA engar sannanir væru fyrir því, að erlend stjórnvöld eða stofnanir á þeirra vegum hefðu stað- ið fyrir því að skip Greenpeace- samtakanna, R&inbow Warrior, var sprengt í loft upp í höfninni í Auck- land á Nýja-Sjálandi í síðasta mán- uði. „Auðvitað gæti verið um slíka aðild að ræða, en um það höfum við enga vitneskju," sagði Lange. Fyrirspurn var beint til ráð- herrans um þetta efni vegna fregna frá París um að Mitterrand Frakklandsforseti hefði fyrirskip- að opinbera rannsókn á því hvað hæft væri í sögusögnum um að nú- verandi eða fyrrverandi starfs- menn frönsku leyniþjónustunnar hefðu staðið fyrir sprengingunni. Greenpeace-samtökin hafa margsinnis haft uppi mótmæli gegn kjarnorkutilraunum Frakka í Suður-Kyrrahafi og m.a. sent skip á vettvang til að trufla til- raunirnar. Tveir Frakkar, karl og kona, sitja í varðhaldi í Auckland. Þau HER LÍBANA, sem studdur er af ísraelum, fjarlægði í dag vegatálma sem komið höfðu f veg fyrir að norskir hermenn úr úr friðargæslu- sveitum Sameinuðu þjóðanna kæm- ust leiðar sinnar í suðurhluta Líban- ons. Norsku hermennirnir höfðu ekki komist út af fimm km stóru verndarsvæði sínu, en sveitin er aðskilin hinum 10 sveitunum á vegum SÞ. Vegatálmarnir voru settir upp á miðvikudag og töldu norsku her- mennirnir að um væri að ræða eru ákærð fyrir að hafa átt aðild að sprengingunni, sem grandaði Rainbow Warrior. hefnd fyrir ákvörðun þeirra um að leyfa ekki vopnuðum hermönnum frá Suður-Líbanon að fara um verndarsvæði þeirra. Norðmennirnir hafa ekki leyft vopnuðum mönnum að ferðast um svæði sitt frá 1978, nema ísrael- um, eftir 1982. Einnig hafa Suð- ur-Líbanir fengið að fara vopnaðir um svæðið, ef þeir hafa verið í fylgd með ísraelum. Nokkrir þeirra reyndu að fara um svæðið fyrir stuttu án fylgdar ísraela og meinuðu Norðmennirnir her- mönnunum að fara um svæðið. Vegatálmar fjar- lægðir í Líbanon Tel A.ó, 1. ácúsL AP. Leiði Vladimirs Vysotsky. Þúsundir streymdu að leiði Vysotskys ÞÚSUNDIR Sovétmanna komu saman við leiði Vladimirs Vysotsky í síðustu viku til að minnast þess að fimm ár eru liðin frá dauða Íeik- arans, skáldsins og andófsmanns- ins, sem lést úr hjartaslagi árið 1980, 42 ára að aldri. Við leiðið voru sett hundruð litskrúðugra blómvanda og söng- ur Vysotskys hljómaði úr litlum kassettutækjum, sem lögð höfðu verið á gröfina. Ljóð Vysotskys voru ekki vel liðin af sovéskum yfirvöldum þegar hann var á lífi, en hann fékk þó á sínum tíma leyfi til að fara úr landi og kvænast franskri konu, Marina Vlady. Einnig fékk hann nokkr- um sinnum leyfi til að ferðast erlendis og flytja söngva sína, en ljóð hans voru aldrei gefin út í Sovétríkjunum á meðan hann var á lífi. Vysotsky var þekktur fyrir leik sinn bæði í kvikmyndum og á sviði í Taganka-leikhúsinu. Hann var virkur meðlimur í neð- anjarðarhreyfingunni í Sovét- ríkjunum og þrátt fyrir að ljóð hans fengjust ekki gefin út með leyfi stjórnvalda, var söngvum hans dreift um landsbyggðina á heimatilbúnum hljómplötum. Þegar Vysotsky lést, þann 24. júlí 1980, komu um 100.000 manns saman við Taganka- leikhúsið til mótmæla og til að minnast hans, án þess að til- kynnt hefði verið um samkom- una. Stjórnvöld viðurkenna ekki Vysotsky sem hetju almennings, en eftir dauða hans varð ljóst hve mikilla vinsælda hann naut og voru þá nokkur hinna hóg- værari ljóða hans gefin út opin- berlega. Einnig voru nokkrir söngva hans gefnir út á hljóm- plötu hjá opinberu hljóm- plötuútgáfunni, Melodiya. Vinsældir hans hafa ekki dvínað á þessum fimm árum sem liðin eru frá því hann lést og á hverju ári koma þúsundir manna saman til að minnast hans og ræða þann boðskap sem hann flutti. Einn aðdáenda hans mælti fyrir munn allra er hann sagði: „{ söngvum sínum um daglegt líf í Sovétríkjunum mælti hann fyrir hönd okkar allra. Hann var sannur Rússi í sálu og hjarta." AP-mynd. Kvöldkjóll frá París í tískuhúsum Parísar er nú verið að sýna haust- og vetrartískuna fyrir þetta ár og hér er einn kvöldkjóllinn, hannaður af Jean-Louis Sherrer. Kjóllinn er nánast eins og indverskur sari, úr silki og siffon. Efnið er blátt, fjólublátt og rjómagult, þakið litlum blómum. Ekki fylgdi sögunni hve mikið kjóllinn kostar. Danir að hefja bílaframleiðslu SVO gæti farið, að fyrsti danski bíllinn, sem framleiddur er í fjöldaframleiðslu, kæmi af færibandinu í verksmiðju fyrir utan Vi- borg á Jótlandi eftir u.þ.b. eitt og hálft ár, aö því er frá er sagt í danska blaðinu Aktuelt í gær, fimmtudag. Á miðvikudag tókst aðstand- endum bílsins, sem hlotið hefur nafnið „Logicar", að safna hluta- fjárloforðum fyrir um 55 milljónir danskra króna (u.þ.b. 220 millj. ísl. kr.) aðeins degi eftir að þeir héldu lokaðan kynningarfund með um 150 fjárfestingaraðilum. Þetta hefur í för með sér, að árið 1988 verða framleiddar um 3.000 Logicar-bifreiðar. En fyrstu bilarnir ættu að komast á götuna ekki seinna en i febrúarmánuði 1987, sögðu aðstandendurnir á kynningarfundinum. Logicar-menn eru bjartsýnir eftir fundinn með fésýsluaðilun- um og Viborg hefur þegar tekið frá lóð undir verksmiðjubygging- una. Alls munu um 110 manns fá vinnu við framleiðsluna, þegar hún verður komin i fullan gang árið 1988, og þá verða afköstin 12 bílar á dag. Hönnuður bílsins er Jakob Jen- sen, sem m.a. hefur teiknað fram- leiðsluvörur Bang & Olofsen um árabil, en ætlunin er að sækja sér- fræðiþjónustu til kunnáttufólks í öðrum löndum. Logicar verður bensíndrifinn og gerður úr glertrefjaefnum. Ætl- unin er að framleiða bílinn i fjór- um útgáfum. Hin ódýrasta þeirra, sem verður pallbill, mun kosta um 72.000 d.kr. fyrir utan virðisauka- skatt, en dýrasta gerðin, sjö manna skutbill, mun kosta tæpar 200.000 d.kr. með virðisaukaskatti. Framleiðendur danska bflsins Logicar héldu lokaðan kynningarfund með fjárfestingaraðilum og tókst að safna nægum hlutafjárloforðum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.