Morgunblaðið - 10.08.1985, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 10.08.1985, Blaðsíða 5
5 iqQRGUNPLADID, LAUQARPAGUIUq. ÁGtJST,^ Morgunblaðid/Þorkell Einar Ingimundarson hefur fengið aftur bjórinn, sem tek;nn var af honum i Keflavíkurflugvelli. Einar fær bjórinn: Kristján fær opinbera áminningu fyrir óhlýðni í starfi KRISTJÁNI Péturssyni deildar- stjóra í tollgæslunni á Keflavíkur- flugvelli hefur verið veitt opinber áminning fyrir að hafa tekið bjór- kassa af flugfarþega á vellinum fyrr í þessari viku. Þá hefur ríkissaksóknari komist að þeirri niðurstöðu að ekki sé ástæða til frekari aðgerða í kærumáli Krist- jáns gegn Einari Ingimundarsyni aðstoðarverslunarstjóra, sem Kristján tók bjórkassann af. Hefur verið fyrirskipað að Einar fái bjór sinn aftur. Það var lögreglustjórinn á Keflavíkurflugvelli, sem að höfðu samráði við varnarmála- skrifstofu utanríkisráðuneytis- ins veitti Kristjáni áminninguna fyrir að óhlýðnast lögmætum fyrirmælum yfirboðara sinna. Er þar átt við reglugerð fjármálaráðuneytisins um und- anþágu fyrir ferðamenn til að flytja áfengan bjór með sér inn í landið. í áminningunni er tekið fram, að í stjórnarskránni séu skýr ákvæði um hvernig leysa beri ágreining um stjórnvalds- boð. Þetta er í annað skipti sem ríkissaksóknari vísar frá kæru frá Kristjáni Péturssyni vegna meints ólöglegs innflutnings á bjór. Kristján sagðist í gær enn þeirrar skoðunar, að umrædd reglugerð stangaðist á við áfeng- islöggjöfina í landinu. „Lögin hljóta að vera rétthærri en reglugerðin," sagði hann. „Ég mun að sjálfsögðu gera þá kröfu að áminningin verði tekin til baka en mig langar að vita hvað gerist ef ég framfyigi settum lögum og stöðva til dæmis inn- flutning Flugleiða á kjötmeti og hráum eggjum. Fæ ég þá nýja áminningu eða má ég búast við brottrekstri úr starfi?“ spurði Kristján. Samkvæmt. lögum um réttindi og skyldur opinberra starfs- manna getur óhlýðni við boð eða bann yfirmanns varðað frávikn- ingu úr starfi, annaðhvort um stundarsakir eða fyrir fullt og allt. í almennum hegningarlög- um er ákvæði um að það sé refsi- vert ef opinber starfsmaður synjar, eða lætur farast fyrir af ásettu ráði, að gera það sem hon- um er boðið á löglegan hátt. Fimm í gæsluvarð- haldi vegna inn- brota og þjófnaða — þar af einn í þrjá mánuði vegna síbrota FJÓRIR ungir menn og ein kona sitja nú í gæsluvarðhaldi grunuð um innbrot í mannlausar íbúðir og þjófnaði úr þeim. Að minnsta kosti þrjú innbrotanna voru framin um verslunarmannahelgina. Þá var stol- ið miklum verðmætum úr mannlaus- um íbúðum — silfurmunum, skart- gripum, frímerkjum, hljóm- flutningstækjum og fleiru, skv. upp- lýsingum Rannsóknarlögreglu ríkis- ins. Tveir mannanna voru hand- teknir aðfaranótt miðvikudagsins og úrskurðaðir í gæsluvarðhald í sakadómi Reykjavíkur á fimmtu- daginn. Annar, sem er síbrota- maður, var úrskurðaður í gæslu- varðhald í allt að þrjá mánuði, en hinn í fjórtán daga. Á miðvikudag voru svo handteknir tveir menn til viðbótar, grunaðir um aðild að innbrotunum, og í gærmorgun var handtekin stúlka í tengslum við málið. Hún var úrskurðuð í allt að tveggja vikna gæsluvarðhald i sakadómi í gær og sömuleiðis ann- ar pilturinn en þriðji úrskurður- inn í gær hljóðaði upp á sjö daga gæsluvarðhald. Rannsóknarlögregla ríkisins hefur ítrekað haft afskipti af þessu fólki og eins fíkniefnalög- reglan í Reykjavík. Ekki hefur verið staðfest að um skipulagðan þjófaflokk sé að ræða, né að þýfið hafi átt að nota til að fjármagna fíkniefnakaup. Engin eiturvín til sölu í ÁTVR TIL ÞESSA hefur eiturefnið diethyl- englykol fundist í 24 vestur-þýskum víntegundum. í Áfengis- og tóbaks- verslun ríkisins eru seldar 28 vest- ur-þýskar víntegundir, en enginn þeirra er á lista yfir eitruð vín sem Morgunblaðinu hefur borist frá sendiráði Vestur-Þýskalands og á fréttaskeytum AP. Lothar Zube, talsmaður vestur- þýska sendiráðsins, sagði aðspurð- ur að starfsmenn sendiráðsins fylgdust grannt með því hvort vín blönduð diethylenglykol væru til sölu í ÁTVR og myndu þeir láta vita samstundis, ef slíkt tilfelli vitnaðist. HONDA Kynnum hinn nýja Honda Civic Shuttle — Fjórhjóladrifna bílinn Tæknilegar upplýsingar: Hestöfl vélar: 85 Din/600 RPM Tog KR. (Torque) 12.8 kg/m — 3500 RPM Vél: 4 cyl OHC 12 ventla „Crossflow" Lægsti punktur: 17.7 cm. Hinn rúmgóöi Civic Shuttle fæst nú fjórhjóladrifinn. Þaö er margt sem kemur þér á óvart í þessum bíl. Auöveld skipting úr framhjóla- í fjórhjóladrif. 6 gíra, meö „Super-Low“ gír og margt fleira. Verö 559200 Gengl Yens 0.16826 ® cn SHUTTLE Á ÍSLANDI, VATNAGÖRDUM 24. S: 3S772 - 39460

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.