Morgunblaðið - 10.08.1985, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 10.08.1985, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLADIÐ, LAUGARDAGUR 10. ÁGÚST 1985 fclk í fréttum ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ... Góð biðröð hafði myndast klukkan 8.30 „Hinn óviðjafnanlegi plastmaÖur“ Á orðið um 1200 greiðslukort í fórum sínum Walter Cavanagh, stundum kallað- ur „hinn óviðjafnanlegi plast- maður“ á staersta safn í heimi, skv. heimildum Guinnes-bókarinnar góð- kunnu, af greiðslukortum. Cavanagh er fasteignasali og býr í Santa Clara í Kaliforníu. Hann hefur safnað kortum af þessu tagi í 15 ár og þegar hann síðast taldi voru þau um 1200. Cavan- agh hefur fengið kortin smám saman og sótt um þau á hinum ólíklegustu stöðum. Alls staðar sem hann fer sækir hann um kortaviðskipti og einnig fer hann eftir simaskránni. Hann hefur í dag viðskipti um öll Bandaríkin og einnig í Evrópu og Mexíkó. í hvert skipti sem nýtt kort berst honum í hendur þá tekur hann sig til og setur númerið á lista ef það kynni að koma fyrir að einhver stæli frá honum korti og notfærði sér það. Það yrði þó erfitt fyrir þjóf að nálgast kortin þvú þau eru lokuð í geymsluhólfum í banka. Lesendur velta eflaust fyrir sér hvað hann ætli að gera við kortin seinna meir og því svaraði hann til á þessa leið: „Eg ætla að gefa safnið mitt Smithsonian-stofnuninni í Washington DC þar sem þeim verður gleymt og þau pökkuð í kassa og geymd í einhverju geymsluhúsi. Eftir svo sem 200 ár verð- ur farið að taka upp úr kössunum og þá veltir fólk því fyrir sér hvað í ósköpun- um þessi plastkort eigi að tákna.“ im,' jc j rr að vakti athygli blaðamanns að fyrir utan verslunina Bangsa í Bankastrætinu hafði myndast biðröð klukkan 8.30 árdegis einn daginn i vikunni. Við slógum á þráðinn til eiganda verslunarinnar, Erlu, til að spyrjast fyrir um hvað ylli þess- um fjölda fólks fyrir utan. „Það var þessi árlega þriggja daga útsala hjá okkur sem var að byrja. Alveg síðan ég hóf þessar útsölur hefur biðröð myndast og ég þurft að hleypa inn í hollum. Að þessu sinni hleyptum við inn í smáskömmtum, frá níu til fjögur um daginn, en biðröðin fór að myndast klukkan 8 árdegis og var orðin nokkuð löng klukkan 8.30. Fyrstu tvær klukkustund- irnar komu í verslunina um 800 manns en þá hættum við að telja.“ — Er allt uppselt? „Búðin er eiginlega orðin tóm. Ég veiti á þessum útsölum meira en helmings afslátt en þegar þrír dagar eru liðnir fara vörurnar á sama verði og áður. Ég er hins vegar hrædd um að lítið verði eftir þegar upp verður staðið núna.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.