Morgunblaðið - 10.08.1985, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 10.08.1985, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. ÁGÚST 1985 13 minnileg lexía og stórkostlegt að fá að koma fram á þessum helgu stöðum; raunar hljóp ég til eig- inmanns míns til að segja honum tíðindin eftir að Ingólfur hafði tjáð mér að við kæmum fram í Markúsarkirkjunni í Feneyjum, Santa Croce í Flórens, kirkju heil- ags Franz í Assisi og kirkju Ign- aziusar í Róm. Slíkt hlotnast ekki öllum,“ sagði Jacqueline. „Þetta var sannur Bach“ Peter-Christoph Runge, hinn þýzki einsöngvari, sem einnig var fenginn til liðs við kórinn, lýsti einnig mikilli ánægju. „Flutningur H-moll messu Bachs verður mér eftirminnilegur. Það er hversdags- legur viðburður að flytja Bach í Þýzkalandi - við Þjóðverjar flytj- um hann með heilanum, ef svo má að orði komast, án tilfinningar en Pólýfón undir stjórn Ingólfs með hjartanu; af innlifun sem því mið- ur hefur gleymst svo mörgum. Þetta var sannur Bach. Það hefur verið stórkostlegt að vera þátttak- andi í þessu,“ sagði Runge. Jón Þorsteinsson, sem starfar við hollensku óperuna, var fenginn til að syngja tenórinn. „Tónlist Bachs er trúarleg upplifun og flutningur verksins verður að koma frá hjartanu. Þetta kenndi Ingólfur Guðbrandsson mér, raun- ar ekki bara mér heldur öllum sem hafa starfað í Pólýfónkórnum og unnið með honum. Ingólfur upplif- ir Bach mjög sterkt og þessi inn- lifun í flutningi verksins hreif og heiliaði hina einsöngvarana. Runge sagðist einmitt aldrei hafa tekið þátt í flutningi á verki Bachs með þessari innlifun, né orðið fyrir sterkari áhrifum," sagði Jón Þorsteinsson í stuttu spjalli. „Ég held að í ferðinni hafi flutn- ingur verksins risið hæst í Mark- úsarkirkjunni — kórinn var alveg stórkostlegur að ég tali nú ekki um kammersveitina, en raunar hefur ferðin — flutningur H-moll messunnar í Róm, Assisi og Flór- ens verið stórkostleg og viðtökurn- ar frábærar," sagði Jón. „Samfellt ævintýri“ Ingólfur Guðbrandsson, stjórn- andi Pólýfónkórsins, var ánægður með hvernig til hafði tekist. „Ég held að öllum sem þátt hafa tekið í þessari söngferð um Ítalíu finn- ist hún hápunktur ævi sinnar. Þetta hefur verið samfellt ævin- týri. Við sungum í páfagarði og fengum persónulega blessun hans heilagleika. Komum fram í mestu helgidómum veraldar; í Róm, Ass- isi, Flórens og Feneyjum og flutt- um tónlist, sem ristir dýpra en flest annað sem mannshugurinn hefur skapað. Þetta verður öllum ógleymanlegt," sagði Ingólfur. „Það hefur verið ánægjulegt að heyra viðurkenningu tónlistar- fólks á heimsmælikvarða; fólks eins og til að mynda Giuseppe Ju- har, einsöngvaranna í ferðinni og heyra jafn reyndan og þekktan söngvara og Runge lýsa því yfir í áheyrn allra að hann hafi ekki heyrt jafn hreinan og ekta Bach- stíl áður. Hefur Runge þó verið þátttakandi í flutningi á mörgum Bach-verkum, sem gefin hafa ver- ið út á hljómplötum. Það hefur vakið athygli og undrun útlend- inga, að tónlist skuli geta náð slíkri hæð á íslandi, þar sem tón- listarhefð hefur vart verið sköpuð enn. Það fer vart á milli mála eftir þær móttökur og viðurkenningu, sem kórinn hefur hlotið fyrir flutning H-moll messunnar, að honum munu bjóðast mörg stór tækifæri í framtíðinni og raunar er Giuseppe Juhar, sá kunni hljómsveitarstjóri, reiðubúinn til áframhaldandi samstarfs. En hvort grundvöllur verður fyrir slíku verður framtíðin að skera úr um. Að baki flutningi H-moll mess- unnar liggur mikil vinna, fyrst og fremst vinna, en einnig dálítið af hæfileikum. Eftir tónleikaför Pólýfónkórsins til Ítalíu árið 1977 hefur árlega verið fært í tal að kórinn komi fram á ný í þessu landi söngsins. Undirbúningur að förinni nú hófst síðastliðið haust. Kórfélagar við kringhikastarann í ráöhúsinu í Flórens. Vinna — agi Gífurleg vinna liggur að baki ferðinni til Ítalíu. Að mati Hjálm- týs Hjálmtýssonar liggur góður árangur fyrst og fremst í vinnu og aga. „Undirstaðan fyrir þeim góða hljóm, sem ég held að kórinn hafi náð og jafnast á við það besta i heiminum, er gífurleg vinna, æf- ingar og strangur agi. Þetta á ekki síst við í ferðinni; hinar hörðu og ströngu æfingar, sem við sífellt vorum á, lögðu grunn að góðum árangri. Til þess að skapa góðan kór, eins og Pólýfónkórinn er, þarf aga rétt eins og íþróttamaðurinn þarf aga til að ná árangri,“ sagði Hjálmtýr. „Og nú njótum við árangursins — að koma fram á þessum helgu stöðum er ólýsanleg tilfinning, maður er hálfagndofa nú að lok- inni ferð,“ bætti Hjálmtýr við. „Þetta hefur verið erfið ferð en frábær — raunar tel ég ganga kraftaverki næst hve vel gekk,“ sagði Jóhanna Gunnarsdóttir Möller. „Hreint ótrúleg vinna ligg- ur að baki og á tímum virtist þetta allt svo vonlaust. Flutningurinn í Assisi er mér minnisstæðastur — það var yndislegt að syngja í kirkju heilags Franz,“ sagði Jó- hann. í leit að bel canto Friðrik Eiríksson hefur verið í Pólýfónkórnum í aldarfjórðung og er nú formaður kórsins. „Allt frá því ég var strákur heima á Hesti í Borgarfirði og lá á maganum fyrir framan „His master’s Voice" og hlustaði á Carusso, Tito Scipa og fleiri, hefur þráin eftir „bel canto“ — fögrum söng, að túlka fagran söng, verið mér sem ástríða. Allir sem einn lögðu sig fram við að gera þessa ferð um Ítalíu, land söngsins, glæsilega. Þetta hefur verið stórkostlegt, að koma fram á helgustu stöðum Ítalíu, í Rómaborg, Assisi, Flórens og Fen- eyjum. Hvað sjálfan mig varðar, þá var hápunkturinn í kirkju heil- ags Franz í Assisi. Líklega hljóm- aði söngurinn best þar. Og mót- tökurnar hafa farið fram úr björt- ustu vonum, hafa í einu orði sagt verið stórkostlegar og lofsamlegir dómar hafa og yljað. Ég held ég hælist ekki um of þó ég segi, að flutningur H-moll messu Bachs hafi verið stórútflutningur á tón- listarmenningu íslendinga," sagði Friðrik Eiríksson. „Ég á að baki aldarfjórðungs starf í Pólýfónkórnum og notið til þess dyggs stuðnings konu minn- ar, Sigríðar Þorvaldsdóttur. Þetta hafa verið eftirminnileg ár. Við höfum sífellt verið að takast á við stærri og viðameiri verkefni. Margir eftirminnilegir tónleikar eru að baki, margar eftirminni- legar ferðir. Að baki liggur gífur- leg vinna, strangar æfingar, því menn halda ekki rödd sinni nema æfa helst daglega og gildir jafnt um kórfélaga sem stórsöngvara sögunnar. Nú ætla ég að draga mig í hlé og eftir allt erfiðið er mér efst í huga þakklæti, þakklæti fyrir að hafa fengið tækifæri að vera með í leit að bel canto, fögr- um söng — og fundið hann,“ sagði Friðrik Eiríksson. Við hófum að æfa verkið á vegum Sinfóníuhljómsveitar íslands til flutnings á 300 ára afmælisdegi Bachs, þann 21. mars síðastliðinn. H-moll messan eins og hæsti tindur H-moll messan varð fyrir valinu vegna þess að hún gnæfir eins og hæsti tindur upp úr öllum verkum barokktímans. Messan er svo kröfuhörð í flutningi að hún er óvíða flutt, nema helst af atvinnu- kórum heimsborganna. Tónlist Bachs, að fráskildum Branden- borgarkonsertinum og nokkrum verkum fyrir einleikshljóðfæri, er ekki mikið flutt á Italíu. Raunar frétti ég að við verkfall hefði legið hjá söngfólki þegar ákveðið var að flytja H-moll messuna í Flórens á listahátíð þar. Ástæðan er hversu langt og krefjandi verkið er í flutningi — á köflum næstum ósyngjandi fyrir mannsröddina og ekki er öllum gefin sú þolinmæði sem þarf til flutnings messunnar. í febrúar sl. var ákveðið að flytja verkið á Ítalíu, en var raun- ar ekki tímabært og byggðist á bjartsýninni einni. Allt fram á síðustu stundu, þar til nokkrum dögum fyrir brottför, leit út fyrir að hætta yrði við ferðina vegna fjárskorts og er sá vandi ekki að fullu leystur. Kórinn hefur steypt sér í miklar skuldir, þrátt fyrir rausnarleg framlög nokkurra ein- staklinga og fyrirtækja. En það sem reið baggamuninn er að riki og borg ákváðu að hlaupa undir bagga með okkur,“ sagði Ingólfur Guðbrandsson. Einsöngvararnir — frá vinstri Peter Christoph Runge, Jón Þorsteinsson, Hilke Helling og Jacqueline Fugelle. Ingóifur Guðbrandsson, stjórnandinn á flutningi H-moll messunnar ásamt þremur dætrum sínum, sem þátt tóku í flutningi H-moll messunnar. Frá vinstri Rut, Inga Rós og Eva Mjöll. Lando Conti, borgarstjóri Flórens, afliendir Ingólfi Guðbrandssyni gjafir frá borginni. Á leiðinni til Feneyja — félagar snæða nesti í blíðunni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.