Morgunblaðið - 10.08.1985, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 10.08.1985, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. ÁGÚST 1985 15 Mjór er mikils vísir Rocky: Harðger eins og nafnið bendir til, en hastur. ________Bflar__________ Guöbrandur Gíslason DAIHATSU Rocky er nýgræðingur á jeppamarkaðnum. Daihatsu- verksmiðjurnar japönsku hafa eigi að síður framleitt bfla í hartnær átta áratugi, þannig að mikil reynsla býr að baki jeppanum þótt nýr sé. Daihatsu hefur getið sér gott orð sem framleiðandi smárra og sparneytinna bifreiða, og hafa bflar þeirra notið talsverðra vin- sælda hér á landi nú síðustu árin eftir að bensínverðið varð enn fáránlegra en nokkru sinni fyrr. Stefnu sinni trúir framleiða Daihatsu jeppa sem eru litlir og sparneytnir. Hér sannast mál- tækið að margur sé knár þótt hann sé smár. Tvær stærðir af Daihatsu Rocky eru á boðstólum. Er sá styttri nefndur Shortbody, sem þýða mætti Stubbur, en sá lengri Longbody, sem þýðir eig- inlega Sláni, en er þó rangnefni, því þótt Sláni sé 31 cm lengri en Stubbur er hann hvergi nærri jafnlangur stærri jeppum, held- ur ívið styttri en t.d. Toyota Land-Cruiser II, sem er stysti jeppinn sem framleiddur er af Toyota. Sá bíll sem ég fékk til reynsluaksturs var af lengri gerðinni og var hann búinn öll- um þeim aukahlutum em þann bíl mega prýða, meðal annars bestu hljómflutningstækjum sem ég hef kynnst í jeppa. Ann- ars eru Rocky-jepparnir mjög vel búnir frá verksmiðjunnar hendi, m.a. með vökvastýri, hit- uðum afturrúðum, miðstöð aftur Daihatsu Rocky EX Longbody Turbodísill FJÖGURRA farþega jeppi með þrennum dyrum, óskiptri aftur- hurð, sem er á hliðarhjörum. Lengd: 4,04 metrar (3,72 Short- body) breidd 1,58 m, hæð 1,91 m (1,84 Shortbody). Þyngd 1455 kg. Snúningsradíus 5,8 m. Vél: Turbodísill. Rúmtak: 2.765 m3 Hestöfl 72 við 3.600 snúninga á mínútu. Beinskiptur, flmm gíra, vökvastýri. Verð með ryðvörn og skráningu ca. kr. 940.000. Styttri gerðin af Daihatsu Rocky kostar frá 715 þús. krónum með tveggja lítra, 85 DlN-hestafla bensínvél og upp í 825 þúsund með Turbó- dísil. Ódýrasta gerðin af lengri bílnum kostar 823 þúsund. Um- boðið er Brimborg hf. Ármúla 23, 108 Reykjavík, sími (91)-81733. í, hitablæstri á hliðarrúður frammí o.s.frv. I lengri bílnum er að auki eftirfarandi búnaður: veltistýri, afturrúðuþurrka, sprautur á aðalljós, driflæsing (70% læsing að aftan) og raf- stýrð fjöðrun, stillanleg inn- anfrá: mjúk, í meðallagi og stíf. Daihatsu Rocky er snotur bíll að sjá, að minnsta kosti lengri gerðin, og virðist vandaður að allri gerð eins og kaupendur eru farnir að venjast með japanska jeppa. Hann er teppalagður í hólf og gólf og sætin eru með tauáklæði. Sæti ökumanns er með fjöðrun. Heldur fannst mér þröngt undir stýri þótt sætið væri fært eins langt aftur og hægt er, en það er ótviræður kostur að geta stillt stýrið eftir þörfum. Fóta- og höfuðrými fyrir farþega aftur í er þokka- legt, en þröngt er um þrjá þar, enda billinn mjór, aðeins rúm- lega einn og hálfur metri á breidd. Farangursrými er all- gott, og þar sem afturendi bíls- ins opnast allur með einu hand- taki er vandalaust að hlaða hann og hægt er að leggja niður aftur- sætið ef þðrf krefur. Yfirbygg- ingin virðist stíf og hvorki brak né bresti að heyra í henni né í mælaborðinu. Útsýni úr bílnum er gott. Mælaborðið er án íburð- ar, en þó er þar að finna alla nauðsynlegustu mæla, auk halla- mælis og vatnshitamælis. Þar er einnig að finna ein sex varúð- arljós sem segja ökumanni ef eitthvað fer úrskeiðis í vél bíls- ins, bremsum eða hjólabúnaði. Bremsurnar eru góðar, en þó fannst mér þær ekki læsa öllum hjólum alltaf samtimis. Miðstöðin er vel virk, og blást- urinn á hliðarrúðurnar fljótvirk- ur, en hávær er hún. Sömu sögu er að segja um dísilvélina. Hún er mjög hávær, og má segja að þegar maðurinn er kominn á nokkurn hraða úti á þjóðvegum, heyrist varla mannsins mál fyrir hávaða inni í bílnum. Þó er þar ekki vélinni einni um að kenna, heldur nauðar og blístrar með- fram framrúðunum. Þetta er galli á annars vönduðum bíl. Þá en torfærutröll. Það fer ekki á milli mála að bíllinn er mjög góður í torfærum. Hjólhafið er stutt, gripið gott og seiglan mik- il. Þá getur það verið kostur í torfærum hvað jeppinn er mjór. Hinsvegar finnst mér hann full- stífur í venjulegum bæjarakstri, og hastur er hann. Það má vera að ég hafi ekki kunnað á þessar þrjár stillingar á fjöðrun, sem boðið er upp á, en mér var lífsins ómögulegt að finna nokkurn mun á þeim. Þá er erfitt að aka á þessum holóttu malarvegum, ... farangursrýmið er betra en gengur og gerist er hann óþéttur meðfram læs- ingunum báðum megin. Gírskiptingin er góð og ná- kvæm, og er bíllinn mjög lágt gíraður sem kemur sér vel í tor- færum, en þar er þessi nýgræð- ingur í essinu sínu. Vélin er ekki bara hávær, hún er seig og af- kastamikil. Og þar sem þetta er dísill, er eldsneytiskostnaður i lágmarki. Það er augljóst af öllum bún- aði Daihatsu Rocky að framleið- endur hans hafa ætlað sér að hanna bifreið með aldrifi sem myndi sóma sér vel ekki siður sem hversdagsbíll á malbikinu sem allsstaðar verða fyrir manni úti á landi. Fjöðrunin er stutt og bíllinn á það til að hoppa og skoppa á holum ef honum er ekið hratt og getur þá verið erfitt að halda honum á vegi. í hnotskurn Daihatsu Rocky er nýr á jeppamarkaðnum og því um marga hluti forvitnilegur. Hann er vel búinn og vistlegur, en vél- in er hávær. Rocky er fullhastur og ber að aka honum með fyllstu aðgát á slæmum vegum. Hann er sterkur og stífur og vel fallinn til torfæruaksturs. FIAT 45 fær nýja vél FIAT hefur hannað nýja bens- ínvél sem senn verður sett í UNO 45-bílana, sem mikið hafa selst hér á landi undanfarin ár. Vélin nýja er 1000 rúmsentimetrar og hefur sömu hestaflatölu og fyrri vélin, sem áður var í FIAT 127, en hún hefur meiri seiglu og er að auki 15% sparneytnari en gamla vélin. Aðrar breytingar verða væntanlega gerðar á UNO 45, en hann var á síðasta ári næst mest seldi smábillinn í Evrópu, næstur á eftir Volks- wagen Golf. Nýjungar frá BMW EFTIR að Mercedes Benz hóf að framleiða 190-gerðina hefur heldur dregið úr sölu á BMW 300-línunni, að minnsta kosti í Þýskalandi. BMW hyggur nú á nýja sókn á markaðnum fyrir smáa bíla og hraðskreiða með 325i, en sú bifreið er knúin 171 hestafli og tveggja og hálfs lítra vél. Þá mun BMW kynna fyrstu bifreið sína sem búin er aldrifi á næsta ári og verður það líka 300-týpa. Audi og Ford Sierra hafa til þessa verið allsráðandi á heimamarkaði fyrir bíla með al- drifi, og nú vill BMW fá sneið af kökunni líka. Þessir bílar verða báðir sýndir á bílasýningunni í Frankfurt í september í haust ásamt 300-bíl með dísilhreyfli.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.