Morgunblaðið - 10.08.1985, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 10.08.1985, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGAKUAUUK 10. ÁGÚST 19» Z7 Stefnismönnum vel tekið á söngferðalagi vestanhafs T ! Baldur leggur af stad í ferðina um Breiðafjörð. Morsunblaðið/Árni ^ Baldur siglir um Breiðafjörð Keykjum, 6. ájfÚNÍ. KARLAKÓRINN Stefnir í Mos- fellssveit er nú í söngferð í Banda- ríkjunum og Kanada, en kórinn og konur kórmanna flugu til Chicago þann 28. júlí sl. Ferðast var um miðvesturríkin, Illinois, Wisconsin, Minnesóta og Dakota til Winnipeg. Komið var við í ýmsum borgum á þeirri leið og fslendingabyggðum, einkum í Dakota. í Minneapolis tók Hreinn Líndal söngvari á móti kórnum og var leiðsögumaður á því svieði, en fararstjóri í ferðinni er Jónas Þór ritstjóri í Winnipeg. Kórinn kom til Winnipeg þann 1. ágúst en íslendingabyggðir i Kanada voru aðaláfangastaður söngmannanna. Þar var sungið daginn eftir á ýmsum stöðum, svo sem í Norræna húsinu í Winnipeg og víðar. Haldið var til Mikleyjar, en þar tók á móti kórnum Helgi Tómasson og ferðaðist með um nágrennið, t.d. þjóðgarðinn Heklu og víðar. Þann dag var ennfremur sungið á elliheimilinu Betel i Gimli og voru móttökur þar eftir- Hkagutritad, 28. jáli. SUNNUDAGINN 28. júlí var haldinn á Skagaströnd svokallað- ur „Landgræðsludagur fjölskyld- unnar“. Sveitarfélagið stóð þá fyrir sáningarferð í hlíðar Spákonu- fells í grennd við nýja skíðaskál- ann. Þar sáðu 60—80 sjálfboða- liðar þremur tonnum af áburði og hálfu tonni af grasfræi. Fræið gaf Landgræðsla ríkisins sem að undanförnu hefur starfað að minnilegar. Sunnudaginn 4. ágúst var sungið við islenska messu sem hófst kl. 12 á hádegi og seinna um daginn var söngskemmtun í Geysi sem er skammt frá Árborg. fslendingadagurinn var svo haldinn hátíðlegur í Gimli mánu- daginn 5. ágúst, en þar er, svo sem mörgum er kunnugt, mikið um dýrðir og mikil skrúðganga allra þátttakenda í dagskránni. Þar mátti sjá allskonar ökutæki með hestum fyrir, ennfremur eldri bíla en flestir fótgangandi, en sam- koma þessi er á hverju ári og hald- in í skemmtigarði Gimlibæjar. Kórinn kom fram með stutta dag- skrá kl. 13.00 en síðan aftur kl. 16.00 og flutti þá allt prógramm sitt. Kanadakantata, sem samin er af söngstjóranum í tilefni af ferð- inni, var flutt þarna og tókst ágætlega og fékk firna góðar und- irtektir. Ljóðið er eftir Kristján frá Djúpalæk en tónlistin er sam- in af söngstjóranum en þetta er sáningu á heiðar í nágrenni Blöndu. Kvenfélagið bauð sáningar- fólkinu upp á kaffi og pönnukök- ur i skíðaskálanum og síðar, að sáningu lokinni, var haldin grill- veisla. Enn voru það kvenfélags- konurnar sem sáu um matreiðsl- una en hráefnið til veislunnar gáfu Söluskálinn á Skagaströnd og Kaupfélagð. Var fólk mjög ánægt með daginn og talaði um allmikið verk og tekur 25 mínútur að flytja það. Heimsóknin til Kanada heppn- aðist ágætlega og ekki þarf að spyrja að því að Vestur-íslend- ingar tóku hópnum fagnandi og voru allar móttökur hlýlegar og rausnarlegar. Geta má þess að Kanadakantatan vakti sérstaka athygli, enda er söguþráður text- ans um landnámið vestan hafs og lýsir því sem landnemarnir mættu í þessu framandi landi. Haldið var heim á leið frá Winnipeg þann 6. ágúst og haldið verður suður um Minnesota og Wisconsin um bæjina Duluth, Green Bay og Milwaukee til Chic- ago. Ráðgert er að fljúga heim þann 10. ágúst. Ferðin hefir heppnast vel, verið áfallalaus og samkvæmt áætlun. Móttökur með miklum ágætum hvar sem komið var, en þó einkum er ferðafélögum eftirminnileg þátttaka í íslendingadeginum. (JVG) að sá meiru á næsta ári. Kyn- slóðabil var ekkert i sáningunni því þar störfuðu hlið við hlið sjötugir og tveggjá ára. Sunnudagskvöldið var svo haldinn stofnfundur Golfklúbbs Skagastrandar en töluverður áhugi hefur vaknað á golfi eftir að nokkrir áhugamenn fengu hingað golfkennara eina helgi fyrir stuttu. Stofnfélagar í golfklúbbnum voru 23. ÓB. __ Stykkbihólmi, 3. ágúst ÉG SKRAPP niður á bryggju því ég vissi að Baldur var að fara eina af áællunarferðum sínum. Hugmyndin var að taka þar nokkrar myndir því ég hafði heyrt að fullbókað og meira en það væri í þessari ferð, þ.e. að bflar yrðu 12 í ferðinni og fólk margt. Veður var hið ákjósanlegasta, eitt af því besta sem getur komið hér. Loj?n, hafði rignt svolítið um nóttina en nú var þokuslæðingur allur að hverfa og sjá mátti til sólar vera að brjóta sér leið í Hólminn, sem sagt eitt hið ákjós- anlegasta veður. Það var mikið um að vera þessa stuttu stund, glaðleg andlit og eftirvæntingarfull. Og svo voru þarna nokkrir að fylgja vinum til skips. Bílar komu að með pakka og farþega, en þegar tími var kominn til að leggja af stað vantaði helm- ing þeirra bifreiða sem pantað var far fyrir og heyrði ég vonbrigðin hjá skipverjum. Sagði Guðmundur skipstjóri og framkvæmdastjóri að svona kæmi eiginlega aldrei fyrir og ekki í slíkum mæli sem nú. Hefði jafnvel orðið að vísa frá því á þetta hefði verið treyst. » Vissulega er það ekki gott þegar ekki er látið vita um forföll og er það ekki brýnt nóg fyrir fólki. En ekki var þetta látið hafa áhrif á gleðina og festar voru leystar og Baldur brunaði af stað áleiðis til Flateyjar og Brjánslækjar í þessu yndislega veðri. Já, þeir misstu mikið sem urðu af þessari ferð og hinu ágæta veðri. Gamla máltæk- ið okkar að láta ekki happ úr hendi sleppa kom upp í huga minn. Breiðafjörður er virkilega heill- andi ferðamannaleið og vaxandi umferð á sumrin. Það sýnir öll þjónusta hér í ríkum mæli. Árni Landgræðsludagur á Skaga- strönd og golfklúbbur stofnaður Egilsstaðir: Brúnás hf. tekur ný verkstæðishús í notkun KgilfHUttwn, 3. ágúnt FORRÁÐAM ENN byggingafélags- ins Brúnáss hf. fognuðu því í gær ásamt gestum að fyrirtækið hefur nú byggt og tekið í notkun ný verk- stæðishús — annars vegar tré- smíðaverkstæði þar sem aðallega verða framleiddar Haga-innrétt- ingar, og hins vegar verksmiðju er framleiðir steypueiningahús, svonefnd Nýhús. Það kom fram í máli Þórhalls Eyjólfssonar, stjórnarformanns Brúnáss hf., er hin nýju hús voru formlega tekin í notkun að nýja trésmiðaverkstæðið er um 1.100 ferm. að flatarmáli og hefur bygging þess gengið mjög hratt 'fyrir sig en byggingafram- kvæmdir hófust í október- mánuði síðastliðnum. Fyrra verkstæðisrými Brúnáss hf. þrengdi orðið að vaxandi umsvif- um félagsins svo að ákveðið var að selja það og byggja ný verk- stæðishús. Egilsstaðahreppur keypti fyrrum verkstæðisrými Brúnáss hf. undir rekstur iðn- garða. Verkfræðistofa Austurlands hannaði hinar nýju verkstæðis- byggingar en Benedikt Þórðar- son annaðist raflagnateikningar. Þá sá Broddi Bjarnason um pipulögn, Jóhann V. Jóhannsson um hurðarsmíð og Sveinn Guð- mundsson um raflögn. Brúnás hf. keypti nýlega framleiðslurétt á svonefndum Haga-innréttingum og verða þær framleiddar á hinu nýja verkstæði — sem er búið mjög fullkomnum tækjum til fram- leiðslunnar. Steinsteypuverksmiðja félags- ins var tekin í notkun fyrir nokkru en þar eru framleidd svonefnd Nýhús sem hafa rutt sér til rúms á byggingamarkaðn- um víða um land. Hafist var handa um byggingu steinsteypu- verksmiðjunnar árið 1980. Gestir við opnun nýja hússins. Hið nýja verkstæðishús Brúnáss hf. Þá er það ætlun Brúnás- manna að byggja enn við hið nýja verkstæðishús — þar sem skrifstofur og glerverkstæði verða til húsa. Byggingafélagið Brúnás hf. var stofnað 1958 og voru stofn- endur 10 talsins. Þrír þeirra voru viðstaddir er nýjum verk- stæðishúsum var fagnað, Guð- mundur Magnússon, Halldór Sigurðsson og Sölvi Aðalbjarn- arson. Þeir Guðmundur og Hall- dór skipuðu fyrstu stjórn félags- ins ásamt Þórði heitnum Bene- diktssyni. Fyrsta verkefni félagsins var bygging húss Rafmagnsveitna ríkisins í Selási 8 þar sem skrifstofur RARIK hafa verið nær allt til þessa ásamt íbúð raf- magnsveitustjóra. Húsið hefur nú nýlega verið selt og mun Skattstofa Austurlands flytja þangað starfsemi sína. Brúnás hf. tók eigið trésmíða- verkstæði í notkun 1963 og þar er glerverkstæði félagsins enn til húsa. Brúnás hf. er að sögn eitt elsta verktakafyrirtæki landsins i byggingaiðnaði. óiafur Þrír þeirra voru viðstaddir er nýjum húsakynnum var fagnað, Guðmund- ur Magnússon, Halldór Sigurðsson og Stílvi Aðalbjarnarson. 4 ■e

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.