Morgunblaðið - 10.08.1985, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 10.08.1985, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. ÁGÚST 1985 3 Nýi bfllinn bankastjórans „ÉG FÉKK gamla bflinn minn árið 1955 eftir að hafa sótt um til fjár- hagsráðs, sem þá var og hét í ein 11 ár. Mér var alltaf neitað um innflutningsleyfí. Það gekk ekki betur fyrir bankastjóranum en þetta í þá daga,“ sagði Sigurður Pétur Björnsson bankastjóri Landsbankans á Húsavík og fréttaritari Morgunblaðsins þar nyrðra, í samtali við blaðamann en hann var að fjárfesta í nýjum glæsivagni eftir að hafa notast við þann gamla í 30 ár. Mercedez Benz ’85 varð fyrir valinu, en sá gamli er af gerðinni Ford Zodiac ’55. „Ég hef oft bent því fólki, sem komið hefur til bankastjórans í leit að láni vegna bilakaupa, á að það geti alveg farið betur með bifreiðir sínar og átt þær í fleiri ár. Ford- inn minn er i mjög góðu lagi ennþá, ég fór á honum til Akur- eyrar um verslunarmannahelg- ina. Hann hefur aldrei verið sprautaður og hef ég reynt að fara mjög vel með hann. Eg nota hann heldur aldrei innanbæjar. Ég hef lofað þvi að konan min fái gamla bilinn, en vandamálið er að ég á enga konu svo að ég veit ekki hvað gerist í þeim mál- unum,“ sagði Sigurður Pétur bankastjóri að lokum. Gamli og nýi tíminn. Þ-414 er glæsivagninn, sem bankastjórinn var að fjárfesU í og Þ-3414 er gamli Fordinn, sem nú er orðinn þrítugur og er enn vel gangfær. Sigurður Pétur, öðru nafni Silli bankastjóri, situr undir stýri í þeim gamla. Norðurlandameistara- titillinn í skák: Urslitakeppni um mánaða- mótin sept- ember-október SKÁKSAMBAND íslands hefur gert um það tillögu til norska skáksam- bandsins að úrslitakeppni um titil- inn skákmeistari Norðurlanda fari fram um mánaðamótin september/- október. Eins og kunnugt urðu efstir og jafnir á Norðurlandameistara- mótinu, sem haldið var í Gjövik í Noregi, þeir Helgi Ólafsson, Jóhann Hjartarson og Norðmaðurinn Simon Agdestein og þeir verða að tefla tvö- falda umferð sín á milli, hverjum beri titillinn. Skáksamband íslands býðst til að halda mótið, ef Norðmenn treysta sér ekki til þess og mun þá greiða ferðir og uppihald fyrir Agdestein. Hins vegar mun vera áhugi fyrir því í Noregi að mótið verði haldið i Gjövik. Reykjavíkurskák- mótið 1986: Työföldun á 1. verð- launum Reykjavíkurskákmótið, hið 12. i röðinni, verður haldið í Reykjavfk dagana 11.—23. febrúar 1986. Skák- samband íslands hefur skipað nefnd til að undirbúa mótið og gert er ráð fyrir að mjög há verðlaun verði í boði að þessu sinni. Er talað um að 1. verðlaun verði 12 þúsund dollarar, sem er tvöfalt hærri upphæð en upp- hæð 1. verðlauna var á síðasta Reykjavíkurskákmóti. Þorsteinn Þorsteinsson, forseti Skáksambandsins, sagði í samtali við Morgunblaðið að nú þegar hefði orðið vart mikils áhuga á mótinu, enda mætti gera ráð fyrir þvi, að þessi háu verðlaun toguðu marga sterka stórmeistara á mót- ið. Það er opið, sem þýðir að þátt- takendafjöldi er ekki takmarkað- ur við að allir keppi við alla. Hann sagði að áhugi væri á því meðal Skáksambandsmanna að bjóða 1—2 sterkustu skákmönnum Kína á mótið. Að auki má vænta þess að Bandaríkjamönnum og Sovét- mönnum verði einnig boðið að senda skákmeistara sína. JNNLENT ______Mazda 626__ BILAR MINNST RYÐGAR MINNST! Samkvæmt könnun, sem hið virta þýska tímarit STERN gekkst fyrir nýlega kom í Ijós að MAZDA 626 ryðgar minnst allra bíla, sem seldir eru í Þýskalandi. Ennfremur sýndi könnun, sem gerð var af vegaþjónustu Félags bifreiðaeigenda í Vestur-Þýskalandi að MAZDA 626 bilar minnst allra bíla í millistærðarflokki þar í landi. Eins og allir vita gera Þjóðverjar afar strangar kröfur til bíla um gæði og góða aksturseigin- leika. Það er því engin furða að MAZDA 626 ER LANG MEST SELDI JAPANSKI BÍLLINN í ÞÝSKALANDI!. Við eigum nú nokkra af þessum úrvalsbílum til afgreiðslu strax úr síðustu sendingu, á sér- lega hagstæðu verði. Sterkari en gerist og gengur Ný 8000 fm. MAZDA sölu- og þjónustumiðstöö Wabörg hf Smiðshöfða 23 sími 812 99

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.