Morgunblaðið - 10.08.1985, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 10.08.1985, Blaðsíða 48
EITT KORT AliS SIAÐAR LAUGARDAGUR 10. ÁGÚST 1985 VERÐ í LAUSASÖLU 35 KR. Bflþjófur handtekinn: Hefur stol- ið 20—30 bílum frá áramótum FJÓRTÁN ára bflþjófur var handtekinn í fyrrinótt eftir að hafa stolið fjórum bflum og farið nokkuð víða um suðvesturhorn landsins. Piltur þessi er vel kunnugur lögreglunni, því hann hefur stol- ið 20—30 bílum frá áramótum. Hann er hins vegar þokkalegur bilstjóri og veldur ekki skemmd- um á bifreiðunum sem hann stel- ur, hvorki við aksturinn eða þeg- ar hann brýst inní þær. Hann leitar nefnilega alltaf bifreiða, þar sem lyklar fylgja og segist ekki þurfa að líta inn í nema 10—15 bíla til að finna einn með lyklum. Vill lögreglan brýna fyrir fólki að skilja ekki lykla eftir í bílum sínum, hvorki í ræs- um bifreiða né annars staðar, þar sem þeir eru auðfundnir. í fyrrinótt tók drengurinn fyrstu bifreiðina í Keflavík og ók henni til Reykjavíkur, þar sem hann stal annarri bifreið og hélt til Hafnarfjarðar. Þar dugðu ekki minna en tvær bifreiðir til að halda ferðinni áfram. Þeirri fyrri ók hann í suðurbæ Hafn- arfjarðar, en þeirri síðari í Vog- ana, þar sem hann skildi þá bif- reið eftir. MorgunblaðiA/Árni Sæberg Sigurður Helgason stjórnarformaður Flugleiða hf. afhendir Albert Guðmundssyni fjármálaráðherra fyrstu greiðsluna fyrir hhitabréf ríkisins á skrifstofu ráðherra í gærkvöldi. Sigurður Helgason forstjóri Flugleiða hf. fylgist með. 14 milljónir og 850þúsund gjörðu svo vel ALBERT Guðmundsson, fjármálaráðherra, ákvað í gerkvöldi að taka tilboði Flugleiða hf. í hlutabréf ríkisins í fyrirtækinu. Kaupveröið er 66 milljónir króna og borguðu Flugleiðir 14 milljónir og 850 þúsund við undirskrift. Tilboð Birkis Baldvinssonar, flugvélasala í Lúxemborg, í bréfin, sem borist hafði fyrr í vikunni, rann út í gærkvöldi. Síðdegis í gær barst tilboð frá Flugleiðum og var það þremur milljónum króna hærra en tilboð Birkis og útborgunin 2 milljónum og 250 þúsund krónum hærri. Ákvörðun um tilboð Flugleiða var tekin á stjórnar- fundi í hádeginu í gær. Flugleiðir hyggjast bjóða starfsmönnum og hluthöfum bréfin til kaups. Ekki náðist í Birki Baldvinsson í gærkvöldi, en hann tjáði blaða- manni Morgunblaðsins á fimmtudag, þegar hann hafði fengið fregnir af hugsanlegu tilboði Flugleiða, að hann myndi ekki kippa sér upp við það þótt hann fengi ekki hlutabréfin. Sjá nánar fréttir á bls. 2. EM í frjálsíþróttum: Allir bestu eru komnir ALLT fremsta frjálsíþróttafólk þeirra landa sem taka þátt í Evr- ópukeppninni í frjálsum 'þróttum á Laugardalsvelli er nú komið til Keykjavíkur, en keppnin hefst þar kl. 14 í dag. Meðal þeirra sem komu í gær var norska hlaupadrottningin Ingrid Kristiansen, og var þessi mynd tekin af henni skömmu eftir komuna til landsins, en þá brá hún sér í stutta æfingu. Kristiansen sagði við komuna að hún ætti að geta slegið vallarmet löndu sinnar, Gretu Weitz, frá árinu 1982, og nú er bara að bíða og sjá hvort henni tekst það. Horfur góðar hjá „HORFURNAK hjá okkur kartöflu bændum eru mjög góðar. Það lítur út fyrir góða uppskeru, en kannski heldur minni en í fyrra, enda gerir það ekkert til því við þurfum líklega að fara með ein 300 tonn af kartöfl- um á haugana í haust þegar nýja uppskeran kemur á markaðinn," sagði Páll Guðbrandsson, kartöflu- bóndi í Hávarðakoti, í samtali við blaðamann Morgunblaðsins. „Þurrkar háðu okkur lítilshátt- ar, en það hefur vætt svolítið að undanförnu. Við erum aðeins farnir að skoða undir grösin og höfum sent lítilsháttar á markað, Hagvirki segir upp allt að 270 manns Niðurskurður vegaáætlana og virkjanaframkvæmda ástæðan VERKTAKA- og hönnunarfyrirtækið Hagvirki hf. mun á nsstu tveimur mánuðum segja upp 200 til 250 manns af rúmlega 330 manna starfsliði sínu, en um síðustu mánaðamót var tæplega 30 af verkstjórum, tækni- og verkfræðingum fyrirtækisins sagt upp störfum. Eftir verður aðeins byggingardeild fyrirtækisins og lítil jarðvinnudeild, eða milli 60 og 70 manna starfslið. Að sögn Jóhanns Bergþórssonar, forstjóra Hagvirkis, er ástæða uppsagnanna fyrirsjáanlegur verkefnaskortur fyrirtækisins á þessu ári og því næsta. „Fyrirvaralaus niðurskurður vegaáætlana og virkjanafram- kvæmda við Blöndu og á Tungn- ársvæðinu, ásamt „bútalögmál- inu“ svokallaða hafa leitt til þess að engin verkefni eru fyrir hin stóru og afkastamiklu tæki fyrirtækisins og því eigum við ekki annarra kosta völ en að segja upp meirihluta starfs- fólksins," sagði Jóhann. Jóhann sagði að fyrirtækið hefði ekki fengið verkefni til að brúa þetta tímabil þar til virkj- en erum ennþá að vinna úr gamla kartöflufjallinu. 1 júlí var aðeins vart nætur- frosts, aðeins sá á grösunum, en næturfrostið er nokkuð sem við ekki getum ráðið við. Hættan á því er mest í norðan- og norðvestan- átt.“ unarframkvæmdir hæfust aftur með Blönduvirkjun þrátt fyrir mikla viðleitni og þótt vissulega væru verkefni til staðar sem hentuðu þeim stórvirku tækjum sem Hagvirki hefði yfir að ráða. „Samgönguráðherra hefur ekki sinnt tilboði okkar um lagningu vegarins norður, eða um önnur stór verkefni í hinum ýmsu landshlutum," sagði Jó- hann, „og íslenskir aðalverktak- ar hafa nýlega samið beint án útboðs við nokkra aðila innan Páll sagði að kartöflubændur á Suðurlandi byggjust ekki við neinni metuppskeru. „I fyrra var rífleg meðalspretta hér fyrir sunnan. Fyrir austan og norðan var sprettan hinsvegar miklu meiri en í meðalári, svo sennilega snýst dæmið við i ár,“ sagði Páll. Verktakasambandsins um fyrstu framkvæmdir í Helguvík, án nokkurra viðræðna við Hag- virki, enda þótt tækjakostur fyrirtækisins sé sá heppilegasti hérlendis fyrir slík verkefni." Þá sagði Jóhann að útboðstil- högun Vegagerðarinnar með mörg dreifð og smá verkefni væri óhagstæð fyrirtækinu, því stórvirk tæki eru dýr í flutningi og henta auk þess illa til smærri verka. Fyrirtækið gæti því ekki keppt um þessi verkefni. Fyrir- sjáanlegt væri því að meirihluti hinna stórvirku vinnuvéla fyrir- tækisins stæði ónotaður næstu eitt til tvö árin eða yrði seldur úr landi á hálfvirði eða minna. Vélakostur fyrirtækisins er metinn á yfir 500 milljónir króna á núvirði. Að sögn Jóhanns verður Hag- virki eftir sem áður með stærri verktakafyrirtækjum og áfram mun starfa meiri fjöldi verk- stjóra og tæknimanna hjá þeim en almennt gerist hjá íslenskum verktakafyr i r tækj um. Hagvirki vinnur nú að bygg- ingu fyrir Háskóla Islands og Digranesskóla í Kópavogi; verið er að hefja vinnu við Fisk- vinnsluskólann ásamt undirbún- ingi á byggingu fyrir Búseta. kartöflubændum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.