Morgunblaðið - 10.08.1985, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 10.08.1985, Blaðsíða 23
f í stuttu máli Úgandæ Skora á skæru- liða að gefa sig fram Kmmpala, Úguida, 9. ágúsL AP. KmbæUismenn herstjórnar- innar, sem nýlega tók völdin í Úganda, hafa sent út áskorun til sksruliöa í noróurhéniöum landsins um að gefa sig fram; ella geti þeir átt von á hörðum viðbrögðum stjórnvalda, að því er útvarpið í Úganda sagði í dag, föstudag. Útvarpið gat þess ekki nán- ar, hvaða skæruliðaflokka þarna væri átt við eða hversu fjölmennir þeir væru, en áður hafði nýja stjórnin greint frá því, að hermenn, sem tryggir væru fyrrverandi forseta, Milt- on Obote, hefðu hafið liðsafnað i Lira-héraði, eftir að forsetan- um var steypt af stóli. Louise Brooks látin Kochcster, New Vorh, 9. ágúsL AP. IX)UISE Brooks, sem þekkt var fyrir leik sinn í þöglum myndum, lcst í gaer á heimili sínu, 78 ára að aldri. Brooks hóf leikferil sinn árið 1925, en hafði áður starfað sem dansari. 1 lok áratugarins fór hún til Evrópu og lék undir stjórn þýska kvikmyndaleik- stjórans G.W. Pabst. Eftir að hún sneri aftur til Hollywood lék hún aðeins minni háttar hlutverk. Indland: Skæruliðar fella sex manns Nýjw Delhi, Indlsndi. 9. ágúsL AP. Skæruliðar í Norðaustur- Indlandi myrtu a.m.k. sex manns, þ.á m. fyrrverandi fjár- málaráðherra Namipur-ríkis, að sögn indversku fréttastofunnar UNI. Tveir til viðbótar hlutu al- varleg sár. Skæruliðarnir eru frá Naga- landi, sem liggur að Namipur, og berjast fyrir, að sjálfstætt ríki verði stofnað í Nagalandi. Skallalyf til lokaprófunar Kalsmszoo, Michigan, 9. ágúsL AP. LYF, sem kynni að geta orðið að liði við að lækna skalla, er nú til lokaprófunar, samkvæmt upplýs- ingum bandariska lyfjaframleið- andans Upjohn Co. Talsmaður fyrirtækisins, Peter Maas, sagði nýlega, að vonir stæðu til, að Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna veitti þegar á þessu ári leyfi til sölu lyfsins samkvæmt lyfseðli. Vísar ásökun- um á bug Tel Afhr, 9. ágÚHt. AP. SHIMON Peres forsætisráð- herra hefur vísað á bug staðhæf- ingum um, að fsrael sjái skæru- liðum í Nicaragua fyrir vopnum og þjálfun, að því er aðstoðar- maður ráðherrans sagði í dag, föstudag. Daniei Ortega, forseti Nicar- agua, hélt þessu fram í viðtali, sem birtist í ísraelska blaðinu Haaretz í gær. 31-,1'hA ril JUIWAtUtAwi.irt.i .ifiifA-uiw'j-i-i'mc MÖRGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. ÁGÚST 1985 Peres býður sjálfstjórn á Vesturbakkanum Tel Atít, 9. ájrúst AP. SHIMON PERES, forsætisráð- herra ísraels, sagði í gær að ísrael- ar hygðust bjóða Palestínu- mönnum sjálfstjórn á Vesturbakk- anum, ef teknar yrðu upp friðarvið- ræður við Jórdaníu. „Það er samkomulag á milli stjórnarmeðlima um að gera sameiginlegt tilboð, sem við munum leggja fram þegar sest verður að samningaborðinu," sagði Peres í ræðu sem hann flutti við útskrift hjá herskóla einum í gær. „Það er tilboð um sjálfstjórn þeirra sem búa á Vesturbakkanum og er það fyrsta skref af okkar hálfu til að leysa deilurnar." Fréttaskýrendur telja að til- boð Peresar muni hljóða upp á sjálfstjórn á flestum sviðum, en muni ekki leyfa hermönnum araba að fara um svæðið og að ísraelar muni fara með örygg- ismál á svæðinu. f ræðunni ítrekaði Peres einn- ig tilmæli sín um að deiluaðilar kæmu að samningaborðinu, án þess að fara fram á að kröfur þeirra yrðu samþykktar áður en fundurinn hæfist. Peres hefur samþykkt tvo af fulltrúum Jórdaníu í viðræðun- um, þrátt fyrir að þeir séu bendl- aðir við frelsisher Palestínu- manna, PLO, en gaf í skyn að hann, sem og aðrir leiðtogar í ísrael, myndi ekki líða að PLO fengi að stjórna hermdaraðgerð- um sínum frá bækistöðvum í Jórdaníu. Shimon Peres laugardag frá kl. 13 til 17 Viö kynnum fjóra OPEL bíla á bílasýning- unni í BÍLVANGSSALNUM á laugar- daginn: OPEL KAPETT, sem valinn hefur veriö sem bíll ársins 1985. OPEL ASCONA, sem fullnægir flestum knöfum bílaáhugamannsins, OPEL WEKORIX bílinn sem sker sig hvarvetna úr, og OPEL COWSA. smábílinn sem allir falla fyrir. OPEL bílarnir eru samnefnari þess besta í þýskri hðnnun. Traustir og liprir í akstri og einstaklega þægilegir fyrir ökumann og farþega. Þú kynnist þessum bilum á Opelsýning- unni aö Höföabakka 9. Ef þú átt góöan notaöan bíl erum viö vísir til aö vilja kippa honum upp í einn nýjan og spegilgljáandi OPEL, til aö auövelda þér viöskiptin. Greiösluskilmálarnir hjá okkur eru líka sveigjanlegri en gengur og gerist. r BÍLVANGUR sf HÖFÐABAKKA 9 SÍMI 687300

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.