Morgunblaðið - 10.08.1985, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 10.08.1985, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐID, LAUGARDAGUR 10. ÁGÚST 1980 Kerlingarfjöll. Nafnið sjálft á fjallaþyrp- ingunni á miðhálendi íslands, suðvestur _________undir Hofsjökli, tengja vafalaust flestir íslendingar við skíða- íþróttina, enda hefur skíðaskóli verið rekinn þar í tæplega aldarfjórðung. Vistin á öræfum eykur fjör og styrkir þrótt... Skíðaskólinn í Kerlingarfjöllum heimsóttur Morgunblaðið/Magnús Gottfreðsson Forkmr i eMhúanu. KríHa og Svava eidhúsueknar aA stórfum. Móbergsdrangurinn ^erling Fjöllin draga nafn sitt af mikl- um og dökkum móbergsdrangi sem Kerling heitir og stendur í fjallaklasanum vestanverðum. Tindar Kerlingarfjalla eru 800—1500 m háir og skáli skíða- skólans þar er í 720 metra hæð. Landslag er geysifjölbreytt, fjöllin eru safn fjölda tinda, nípa og röðla, en inn á milli eru dalkvosir, gljúfragil og botnar. Jarðhiti er mikill í fjöllum Kerlingar, mestur í Hveradölum en einnig í Botna- fjöllum austanverðum og í Hvera- botni suðaustan undir Mæni. I góðu skyggni sést af hæstu fjalls- tindum til sjávar, bæði við landiö sunnan- og norðanvert. Griðastaður trölla Til eru þjóðsögur er benda til þess að Kerlingarfjöll hafi verið lítt könnuð fyrr á öldum, enda álitin prýðisgott hæli fyrir úti- legumenn, tröll og forynjur. Mannaferðir þar voru afar fátíðar; ekki var farið í fjárleitir þangað fyrr en eftir miðja 19. öld. Þor- valdur Thoroddsen kannaði Kerl- ingarfjöll fyrstur manna og gaf nokkrum fjöllum þar nöfn. Frá Reykjavik til Kerlingar- fjalla er um fjögurra tfma akstur. Sumarið 1961 voru tvö skíðanám- skeið haldin þar og þar með var tónninn gefinn því næsta sumar var þeim fjölgað í sex. Bækistöðvar skólans eru i Ás- garði, fallegum hvammi við Ás- garðsá sem er þar nýsloppin úr mikilúðlegu gili. Húsakynni skólans í aðalskálanum er svefnpláss fyrir 28 manns, en einnig eru fimm smáskálar á svæðinu sem nefndir eru „nípur“ og rúma þeir 8—13 manns hver. Við Ásgarðsá, nokkru neðar skólanum, er rafstöð er fær afl sitt úr ánni. Til Kerlingarfjalla geta menn ferðast óháð skíðaskól- anum því að þar eru tjaldstæði og getur fólk sem ekki er skráð á námskeið fengið fæði, skíðabúnað, aðgang að lyftum og aðra fyrir- greiðslu hjá skólanum. Nokkurra kilómetra leið er frá skálunum upp í skíðabrekkurnar. Lyftur eru fimm talsins, 200—800 m á lengd. Skíðaskólinn hefur til umráða þrjá jeppa og tvær rútur er flytja nemendur á svæðið. Tvenns konar námskeið Námskeið eru tvenns konar. Annars vegar er boðið upp á helg- arnámskeið er standa frá föstu- degi fram á sunnudag — um versl- r \\ X \ fi / /1 L 1 —P^wM *; ■ í wk ■HB Innlifun. Haukur Sigurösson tekur sóló. unarmannahelgi þó fram á mánu- dag. Hins vegar 5 eða 6 daga nám- skeið. Venjulega er stigið á skíðin þegar fyrsta kvöldið og nemendum þá skipt í hópa eftir getu. Frá og með öðrum degi er farið á skíði um miðjan morgun, en hlé gert á kennslu um tvöleytið. Nemendum skólans er gefinn kostur á göngu- ferðum undir leiðsögn kennara, t.d. í Hveradali þar sem hverir og leirpyttir sjóða og vella, eða á Snækoll, hæsta tind Kerlingar- fjalla, 1478 metra háan. Á siðkvöldum skemmta gestir sér siðan við söng og dans. Valdimar tekinn tali Blaðamaður Morgunblaðsins brá sér í Kerlingarfjöll til að berja þar augum rómaða náttúrufegurð og kynnast starfsemi skíðaskólans þar. Rekstur hans hófu félagarnir Valdimar Örnólfsson og Eirfkur Haraldsson fyrir rúmlega 24 ár- um, en fljótlega bættust Sigurður Guðmundsson, Jónas Kjerúlf, Þorvarður örnólfsson, Magnús Karlsson, Jakob Albertsson og Einar Eyfells við. Það var mikið um að vera í eld- húsinu er svanga ferðalanga bar að garði og matarilmur sem lofaði góðu barst um húsakynnin. Valdi- mar Örnólfsson var tekinn tali meðan beðið var eftir matnum. „Þetta ævintýri hófst sumarið ’61. Þá var tekinn á leigu skáli Ferða- félags tslands. Aðbúnaður var næsta ólíkur því sem nú gerist, þetta var fjallalíf með litlum þæg- indum og toglyfta var aðeins ein. 1 skálanum var svo þröngt að alltaf þurfti að kjósa 3 til að færa hinum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.