Morgunblaðið - 10.08.1985, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 10.08.1985, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGaRDAGUR 10. ÁGÚST 1985 45 Minning: Anna Þorláks- dóttir í Króki Fædd 31. desember 1881 Dáin 2. ágúst 1985 Hún Anna í Króki er dáin. Hvar sem maður hittir Steinsmýrar- krakka er þetta það fyrsta sem sagt er þó allir geti unnt þessu langþreytta gamalmenni, að fá þráða hvíld, en samt bregður fyrir trega í rómnum. Hún Anna í Króki átti sérstæð- an sess í huga okkar systkina og ég held allra Steinsmýrarkrakka. Hvergi var hægt að hlæja eins hjartanlega eins og í gamla eld- húsinu í Króki, þegar Anna fór á kostum. Hvergi var betra að koma en í eldhúsið til önnu, svangur og kaldur og kalinn á sál. Víst var það, að varirnar flutu ekki í gæl- um, en ef þú horfðir á hana mætt- ir þú augum, sem voru full af hlýju og samúð og þú áttir víst, að ekkert var sagt, sem særði. Sjálf- sagt höfum við krakkarnir heyrt minnst á einhverja galla í fari Önnu. Við hlustuðum bara ekki á það. Við vildum hafa hana eins og hún var og þökkuðum bara fyrir að hún var eins og hún var. Anna var yngst af sjö börnum hjónanna Þorláks Sveinssonar og Steinunnar Þorsteinsdóttur í Þykkvabæ í Landbroti. Faðir hennar dó þegar hún var mjög ung svo varla hefur æskan verið dans á rósum. Seinna eignaðist hún hálf- systur, Steinunni Þórarinsdóttur, sem varð einn af frumherjum verkalýðshreyfingarinnar í Reykjavík og í forystusveit Sókn- ar. Fimmtán ára fer Anna í vist og eftir það vinnur hún alltaf hjá öðrum. Ung kynntist hún skáldinu og tónlistarmanninum Ágústi Jóns- syni og á með honum þrjár dætur, Steinunni, Ágústu og Þórdísi, sem allar urðu vandaðar ágætiskonur. Hún fer vist úr vist, stundum er hún í skjóli bræðra sinna uns hún ílendist í Króki hjá Hávarði Jónssyni. Að því heimili steðjuðu miklir erfiðleikar og það var svo sannarlega ekki á allra færi að taka það að sér. Þarna var Anna bústýra í áratugi og vann eins og hún ætti heimilið sjálf. Hávarður var henni eftirlátur og hún réð öllu innanstokks. Alltaf var til nógur matur í Króki og Hávarður lét sér vel líka rausn Onnu, enda góðgerðarsamur sjálfur. Ég þekkti tvö systkini önnu, þau Stefán og Agnesi í Arna- drangi. Eitt áttu þau öll sameig- inlegt: einlæga samúð með öllum, sem áttu bágt, einkum umkomu- litlum börnum. Þau hafa senni- lega öll farið að heiman systkinin með léttan mal, en einhverju hef- ur fátæka ekkjan í Þykkvabæ sáð í sálir þeirra, sem mölur og ryð fékk aldrei grandað. öll náðu þau Minning: Björn Ingimar Valdimarsson Fæddur 11. nóvember 1907 Dáinn 2. ágúst 1985 Björn Ingimar Valdimarsson fæddist 11. nóvember 1907, í Norð- urgarði á Skeiðum. Foreldrar hans voru Valdimar Jónsson og Sigríður Guðmundsdóttir, og var hann næstelstur af átta systkin- um. Hinn 30. október 1943 kvænt- ist hann Sigríði Guðmundsdóttur. Þau bjuggu í Reykjavík til ársins 1944, en þá hófu þau búskap í Björnskoti á Skeiðum. Síðustu ár- in bjuggu þau á Selfossi. Þau eign- uðust tvær dætur, Steinunni Guð- rúnu, fædd 4. október 1944 og Þor- gerði, fædd 23. marz 1948. Stein- unn giftist Sigurgeiri Guðmunds- syni, áttu þau þrjá syni og átti hún einn dreng áður. Þau slitu samvistir. Ingimar var mikill og góður heimilisfaðir og hændust barna- börnin að honum. Hann var góður til vina og átti gott samband við nágranna sína. Hann var í senn mannvinur og dýravinur. Ekkert kynslóðabil var hjá honum, og var hann trúrækinn og skyldurækinn. Við Ingi ræddum mikið um trúmál og gamla tímann og líf og störf fyrr og nú. Þessar samveru- stundir voru mér mikils virði, og kem ég til með að sakna þeirra. Bið ég algóðan Guð að styrkja og hugga ástvini hans alla. Á efsta degi munum við hittast — heima hjá Guði — eins og Drottinn vor og frelsari Jesús Kristur hefir heitið okkur. Það á vel við að enda þessa stuttu kveðju á þessu hugljúfa versi í þessum fagra sálmi séra Friðriks Friðrikssonar: Vor feðratrú enn tendrar ljós í trúum hjörtum eins og fyrr, þrátt fyrir ofsókn, bál og brand hún bugast ei, en stendur kyrr. Feðranna trú, á bjargi byggð, vér bindum við þig ævitryggð. Ólafur Þórisson háum aldri, komust öll yfir átt- rætt. Anna fór til Ágústu dóttur sinn- ar í Svínadal þrotin að kröftum og þaðan á sjúkrahúsið á Selfossi þar sem hún náði því að verða 104 ára. Löngum ævidegi er lokið og ekki get ég trúað öðru en hún Anna mín eigi góða heimvon. Það var einu sinni ásetningur minn, aö fylgja henni síðasta spölinn. Atvikin haga því þannig, að af því getur ekki orðið. Þessi fáu kveðjuorð eiga að flytja þakkir frá okkur systkinun- um. Ástvinum hennar öllum send- um við hlýjar samúðarkveðjur. Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir frá Steinsmýri Anna Þorláksdóttir fæddist í Þykkvabæ í Landbroti, V-Skafta- fellssýslu. Foreldrar hennar voru Steinunn Þorsteinsdóttir og Þorlákur Sveinsson, þau hófu búskap á parti af jörðinni Þykkvabæ. Eign- uðust þau sjö börn, þau voru: Sveinn, d. 1963, 91 árs, Agnes eldri, d. 1963, 87 ára, Agnes yngri, d. 1964, 87 ára, Stefán, d. 1967, 90 ára, Þorbjörg, d. 1964, 96 ára, Þórður, d. 1968, 88 ára, og nú kveð- ur sú yngsta, Anna, d. 1985, 103 ára. Móðir þeirra, Steinunn, and- aöist 1. des. 1943, 97 ára. Eftir tíu ára sambúð missti Steinunn mann sinn frá sjö börn- um. Hún reyndi að halda uppi búi með börnum sínum við kröpp kjör. Er Anna yfirgefur móður sína fer hún í vinnumennsku á ýmsum bæjum þar í sveit. Á árunum 1904 til 1908 eignast hún þrjár dætur með Ágúst Jónssyni. Steinunni, sem nú er látin, Ágústu, húsfreyju í Svínadal í Skaftártungu, og Þór- dísi, húsfreyju í Ytra-Hrauni í Landbroti. Aðalstarf sitt vann Anna Þor- láksdóttir sem bústýra í Króki i Meðallandi hjá Hávarði Jónssyni bónda þar og sonum hans. Vann hún þar um rúmlega fjörutíu ára skeið. Meðan sveitin var fjölmenn og margar leiðir Iágu um Meðal- land var oft gestkvæmt í Króki. Var komumönnum vel fagnað og veittur hinn besti beini af húsráð- anda, sem sýndi að bústýran var vel verki farin og hugsaði vel um heimilið. Þeir Króksbræður reyndust henni sem bestu synir enda mat hún þá mikils og kallaði þá ætíð drengina sína. Anna var heilsuhraust fram eft- ir öllum aldri og eftirsótt til vinnu. En er árin færðust yfir tók heilsan að bila. Fluttist hún fyrst til dóttur sinnar og manns hennar, Eiríks Björnssonar, að Svínadal, minntist hún með þakklæti veru sinnar þar fyrir mjög góða að- hlynningu. Að lokum lá leið henn- ar á Sjúkrahús Suðurlands á Sel- fossi, þar sem hún naut þeirrar bestu umönnunar og hjúkrunar sem hægt var að veita og er mér kunnugt um að hjúkrunarfólkið dáði þessa öldruðu konu sem var svo þakklát fyrir alla þá hjúkrun sem henni var veitt og var það gagnkvæmt frá önnu og bað hún í bænum sínum Guð að blessa starfsfólkið svo og frænku sína, Eyrúnu Þorláksdóttur, er oft leit til hennar og sagði ætíð er þær kvöddust að hún bæði að heilsa öllum þeim sem spyrðu um hana. Eyrún sagði að Anna hefði haft fulla dómgreind fram til hins síð- asta og gerði hún sér ætíð fulla grein fyrir árstíðaskiptum, svo sem vor- og sumarönnum og ekki síður haust- og vetrartíma. Ekki gleymdi hún föstunni og Passíu- sálmum sem hún fór með og virt- ist kunna. Eyrún sagði: Það var göfgandi að ræða við Ónnu um líf- ið og tilveruna en það hamlaði við- ræðum að hún var næstum búin að missa heyrn siðustu árin. Ég sem þessar línur rita vil hér með færa læknum, hjúkrunar- og starfsfólki öllu á Sjúkrahúsi Suð- urlands innilegar þakkir frá ætt- ingjum önnu Þorláksdóttur fyrir frábæra hjúkrun og vinsemd henni sýnda í gegnum árin svo og þakkir Króksbræðra. Þá þakka ég Eyrúnu frænku hennar fyrir allar heimsóknirnar. Ólafur J. Sveinsson Minning: Sigurður Björns- son í Tobbakoti Það getur varla komið nokkrum á óvart, þótt gamall maður, fædd- ur aldamótaárið, kveðji þennan heim. En fyrir mér er þetta ekki alveg svona einfalt, því það er afi í Tobbakoti, sem í dag er lagður til hinstu hvílu. Hann andaðist á Dvalarheimil- inu Lundi á Hellu hinn 2. ágúst. Og þó svo hann skilji sannarlega eftir mikið tómarúm hjá sínum nánustu aðstandendum, get ég samglaðst honum afa mínum að hafa fengið hvíldina. Hann var saddur lífdaga og þráði hvíld. Ég sé hann fyrir mér, ganga um græna grundu handan við móðuna miklu, í fylgd með ömmu og Guð- jóni ömmubróður. En þau þrjú eru ein órofa þrenning í mínum bernskuminningum. Afi fæddist 28. april árið 1900 að Vestur-Búð í Þykkvabæ, og í Þykkvabænum ól hann nær allan sinn aldur, að undanskildum síð- ustu mánuðunum sem hann dvaldi á Dvalarheimilinu Lundi, og naut þar hinnar bestu umönnunar. Ekki gerði afi víðreist um ævina, enda var það fátítt um sveitadrengi f þá tið. Eina flugferð fór hann þó i, þá kominn á niræð- isaldur, dvaldi hann þá hjá mér og fjölskyldu minni, á jólum, á Þórshöfn á Langanesi. Og eitt sinn kom hann á Kirkjubæjarklaustur eftir að við fluttum hingað. Mun það vera það lengsta sem afi fór í austurátt frá heimaslóðum, enda undi hann hag sínum hvergi betur en í Þykkvabænum. Afi var félagslyndur maður, og hafði gaman af að fara á bæi og ræða viö fólk, og fylgdist hann grannt með högum sveitunga sinna. Síðast f vor ræddum við um fermingarbörnin í Þykkvabænum, og gat hann þá sagt mér nöfnin á þeim öllum. Ef minnst var á að taka i spil, lyftist á gamla manninum brúnin. Allar góðu stundirnar sem við áttum með honum geymi ég sem perlur í sjóði minninganna. Ég veit að elsku afi minn fær góðar móttökur fyrir handan, hann var góður og grandvar mað- ur. Blessuð sé minning hans. Far þú í friði, friður guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V.Br.) JXS. Tveir erlendir fyr- iriesarar á vegum líffræðifélagsins TVEIR fræðimenn, sem eni staddir hér á ráðstefnu um beitarrannsóknir, munu halda fyrirlestra á vegum Líffræðifé- lags fslands annað kvöld, mánudag, kl. 20.30 í Odda, Hugvísindahúsi HÍ, stofu 201. Dr. John Hodgson frá Bret- landi nefnir fyrirlestur sinn „Vegetation management and land use in hill and upland areas". Dr. Hodgson lauk dokt- orsprófi frá University of Leeds árið 1968 og vinnur nú við Hill Farming Research Organization í Edinborg. Rannsóknir hans hafa einkum beinst að beitarvistfræði og landnýtingu, sérstaklega á skosku heiðarlöndunum. Dr. Steve Archer frá Banda- ríkjunum nefnir fyrirlestur sinn „Crazing in the tundra“. Dr. Archer lauk doktorsprófi frá Colorado State University 1984. Hann hefur unnið að rannsóknum í Alaska, m.a. við athuganir á áhrifum beitar á plöntur, samkeppni plantna o.fl. Hann er nú aðstoðarpró- fessor við Texas AM Univers- ity. t Þökkum innilega hlýhug og samúö vlö andlát og úttör eiginmanns míns, fööur, tengdafööur og afa, KJARTANS ÓLAFSSONAR, Efstasundi 51. Steinunn Jónsdóttir, Siguröur Kjartansson, Eyrún Gunnarsdóttir, Kjartan Ó. Sigurðarson, Nina B. Siguröardóttir, Inga Siguröardóttir. I Legsteinar I granít — - marmari Optö alla daga. j /. wnmg xvova Unnarbraut 19, S«ltiamamasi, og hatgar., símar 620609 og 72818.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.