Morgunblaðið - 10.08.1985, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 10.08.1985, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. ÁGÚST 1985 25 Andó fsmenn í Helsinki Þegar þess var minnst í Helsinki á dög- unum, að 10 ár voru iiðin frá því að æðstu menn 35 ríkja í Evrópu og Norður-Ameríku rituðu undir Helsinki-lokasamþykktina, þá var hópur andófsmanna frá kommúnista- ríkjunum í Austur-Evrópu einnig staddur í borginni. Sumir voru þar sem blaðamcnn eins og Jurí Belov. Aðrir komu til þess að berjast fyrir réttindum einstaklinga. Og enn aðrir til að minna á örlög heilla þjóða eins og Lettinn Julijs Kadelis. Af einskærri tilviljun tókst mér að fá þá Belov og Kadelis til að svara nokkrum spurningum fyrir lesendur Morgunblaðsins. Sjálfur hitti ég ekki Kadelis, en fékk frá honum þá grein, sem hér fylgir ásamt mynd fyrir milligöngu sameiginlegs kunningja. Jurí Belov vildi fá skriflegar spurningar, þar sem hann sagðist ekki tala nógu góða ensku og birtast svör hans hér. I>að var þó óþarfi, því að þessi maður, sem sat fimmtán ár og átta mánuði í Gúlaginu vegna skoð- ana sinna, Ijóðagerðar og kristinnar trúar, gat auðveldlega lýst lífsreynslu sinni í sam- tali okkar sem fram fór á ensku. Hann var rekinn frá Sovétríkjunum og sviptur borg- araréttindum 1980. Hann hefur nú atvinnu af því að skrifa í vestræn dagblöð og tímarit og vinna fyrir útvarpsstöðina Radio Free Europe. Hann sagðist hafa dvalist fimm ár á geð- veikrahæli. Síðan hafi honum allt í einu verið veitt frelsi og læknar hefðu dregið það til baka, að hann væri geðveikur. Taldi hann að það væri vestrænu stjórnmála- mönnunum Margaret Thatcher, Jimmy Carter og Helmut Schmidt að þakka, að hann væri á lífi og gæti um frjálst höfuð strokið. Hann taldi ólíklegt, að nokkrar breytingar yrðu í Sovétríkjunum, eftir að Gorbachev er orðinn leiðtogi, hann væri eins og aðrir valdamenn í „nomenklautur- unni" — hinum lokaða valdahring, sem lin- ar ekki tökin fyrr en í fulla hnefana. Bj.Bj. Vesturlandabúar vita lítið um hryllinginn í Gúlaginu — Hvað eru Alþjóðlegu mann- réttindasamtökin í Frankfurt? — Alþjóðlegu mannréttinda- samtökin í Frankfurt (The Inter- national Society for Human Rights (ISHR)) voru stofnuð árið 1972 í Frankfurt am Main í Vest- ur-Þýskalandi. Samtökin voru sett á stofn til mótvægis við önnur mannréttindasamtök, sem létu sig ekki varða mannréttindamál í kommúnistaríkjunum. Við söfnum upplýsingum um mannréttinda- brot í fjölmörgum ríkjum, en gef- um okkur einkum að ríkjum Aust- ur-Evrópu. Okkur er umhugað um þá menn, sem fangelsaðir hafa verið vegna stjórnmálaskoðana sinna og aðstoðum fjölskyldur þeirra. Þá eru unnar ítarlegar skýrslur á vegum samtakanna auk þess sem þau safna upplýsingum um fólk, sem ofsótt er vegna stjórnmála- eða trúarskoðana sinna og tölfræðilegum upplýsing- um. Félagar í samtökunum í Vest- ur-Þýskalandi eru rúmlega 2.500, en stuðnings- og velgjörðarmenn þeirra eru rúmlega 30.000 talsins. Samtökin eru rekin fyrir gjafafé og þiggja engan stuðning ríkis eða stjórnmálaflokks. Þau eru grund- komu fram 18 vitni sem hafa búið á síðustu árum í ríkjum þessum, og svöruðu spurningum alþjóðlegs kviðdóms. Málsvarar ýmissa þjóð- arbrota og staðgenglar háttsettra sovéskra embættismanna voru á meðal þeirra sem spurðir voru. Að vitnaleiðslunum loknum komust þeir sérfræðingar í mannréttinda- málum og málefnum þjóðarbrota, sem kváðu upp dóminn, að þeirri niðurstöðu, að örlög ríkja Eystra- salts væru einstök í sögunni, því að hér væri um að ræða lýðræðis- ríki, sem hefðu verið hernumin og innlimuð í krafti valds og þyrftu að sæta afarkostum nýlendu- stjórnar. Dómurinn skoraði á all- ar ríkisstjórnir heims að berjast á alþjóðlegum vettvangi, fyrir frelsi og sjálfstæði ríkja Eystrasalts. Að lokum lýsti dómurinn yfir því að yfirráð Sovétmanna yfir ríkjum þessum ógnuðu ekki aðeins friðn- um í Evrópu heldur gjörvöllum heimsfriðnum. Aðstaða Letta nú á tímum er óvenjuleg. Þeir eru meðhöndlaðir sem minnihlutahópur í heima- landi sínu og verða að hlíta boðum og bönnum Sovétmanna, ef þeim er ekki búin vist í fangelsum og vinnubúðum. Sjálfur trúi ég því ekki, að yfir- ráð Sovétmanna muni vara í 100 ár til viðbótar. Sagan sýnir að harðstjórnir verða ekki langlífar. Ég vona og bið að hin algera inn- limun Lettlands, sem Sovétmenn stefna að, muni mistakast. Að lokum vil ég láta þá ósk í ljós að íslenska þjóðin fái um aldur og ævi lifað án yfirráða Sovétmanna. Rætt við Jurí Belov brottrekinn Rússa, sem var í fimmtán ár og átta mánuði í Gúlaginu völluð á stofnskrá Sameinuðu þjóðanna, Alþjóðlega mannrétt- indasáttmálanum og fleiri alþjóð- legum samþykktum um mannrétt- indamál. Samtök okkar gefa út tímaritið „Mannréttindi" (Menschenrechte) á tveggja mánaða fresti. Þá gefum við út fjölda ritlinga, veggspjalda og fréttatilkynninga, þar sem birtar eru nýjar upplýsingar um mannréttindabrot, einkum þau sem snerta ofsóknir á hendur trúuðu fólki í ríkjum kommúnista, handtökur vegna stjórnmálaskoð- ana og ofsóknir gagnvart þeim, sem vilja flytjast úr landi. Sam- tökin hafa nú á skrá nöfn rúmlega 8000 menn, sem hafa verið ofsóttir i kommúnistaríkjunum. Þarna er um að ræða handtökur, misnotkun læknisfræðilegrar þekkingar, út- legðardóma, aðskilnað fjölskyldna og fleira. — Samtök ykkar gerðu skrá þar sem birtar eru kröfur á hend- ur þeim ríkjum, sem skrifuðu und- ir Helsinki-sáttmálann. Hvað felst í þeim kröfum? — Kröfur þessar setjum við fram, svo að enginn vafi leiki á þeim siðferðislegu og pólitísku grundvallarmannréttindum sem samtök okkar byggjast á, en þetta eru þau réttindi, sem þjóðirnar sem skrifuðu undir Helsinki-loka- samþykktina árið 1975 skuld- bundu sig til að virða. Hér er um að ræða málfrelsi, skoðana- og tjáningarfrelsi, frelsi til ferðalaga utanlands sem innan og frelsi til að stofna samtök svo sem óháð verkalýðsfélög. Að mati samtaka okkar getur ekkert réttlætt tak- mörkun á þessum réttindum. — Nú er talað um „fórnarlömb Helsinki-samþykktarinnar" í Sov- étríkjunum. Hverjir eru það? — Þegar lokasamþykktin var gerð í Helsinki fyrir tíu árum ákváðu sovéskir menntamenn, sem höfðu verið ofsóttir vegna stjórnmála- eða trúarskoðana sinna, að stofna samtök sem skyldu fylgjast með því að ákvæði samþykktarinnar væru virt. Um það bil 100 manns gengu til liðs við hreyfingu þessa, sem tók að birta upplýsingar um misnotk- un læknisfræðilegrar þekkingar í kommúnistaríkjunum, handtökur, ritskoðun, ofsóknir á hendur trúuðum og bannið við stofnun óháðra verkalýðsfélaga. Samtökin birtu rúmlega 2000 skýrslur um mannréttindabrot, þar á meðal um ofsóknir á hendur minnihluta- hópum. 79 þeirra, sem gengu til liðs við þessi samtök voru hand- teknir og dæmdir til langrar fang- elsisvistar. Þrír þeirra létust í fangelsi, 49 eru enn í haldi og nokkrir voru sviptir ríkisborgara- rétti og reknir úr landi. Alþjóð- legu mannréttindasamtökin í Frankfurt hafa birt skjöl um mál þessa fólks, fórnarlamba Hels- inki-lokasamþykktarinnar, og vilja með því leiða þá staðreynd í ljós, að Sovétstjórnin ætlaði sér aldrei að virða ákvæði samþykkt- arinnar. — Mál Juttu Gallus hefur verið kynnt hér í Helsinki. Um hvað snýst það? — Arið 1982 reyndi Jutta Gall- us að flýja frá Austur-Þýskalandi ásamt börnum sínum vegna stjórnmálaskoðana. Hún hugðist flýja í gegnum Rúmeníu til Vestur-Þýskalands. Flóttinn mis- tókst. Hún var dæmd í þriggja ára fangelsi, en börn hennar voru send á upptökuheimili ríkisins. í maí á síðasta ári tókst Vestur-Þjóðverj- um að kaupa frelsi fyrir hana og eiginmann hennar, en þá hafði hún setið í tvö ár í fangelsi. Nú sæta börnin ofsóknum og lifa í stöðugum ótta. Tvö þeirra, Claud- ia og Beate, eru neydd til þess að leika í sjónvarpsþáttum á vegum austur-þýska sjónvarpsins, sem fjalla um hið fullkomna fjöl- * skyldulíf í austur-þýska alþýðu- lýðveldinu. — Hvað um hlutskipti þeirra sem sovésk stjórnvöld neita að gefa leyfi til að flytjast úr landi? — í Sovétríkjunum búa rúmar tvær milljónir gyðinga. Hin opin- bera stefna stjórnvalda gagnvart þeim byggist á kynþáttahatri, þess vegna neyðast þeir til að flytjast úr landi. Félagsleg, póli- tísk og menningarleg réttindi þeirra eru fótum troðin í Sovét- ríkjunum. Rúmlega 500.000 sovéskir gyð- ingar vilja fá að flytjast úr landi. Þeir sækja um vegabréfsáritun hjá innanríkisráðuneytinu og eru ^ jafnóðum stimplaðir „svikarar". Þeir eru sviptir atvinnu sinni og þurfa að bíða árum saman eftir ákvörðun stjórnvalda. Margir hafa enn ekki fengið leyfi til að flytjast til ísrael. Við vitum um á að giska 300.000 manns, sem hafa verið ofsóttir af þeim sökum ein- um að hafa sótt um leyfi til að flytjast úr landi. — Nú varst þú lengi í sovéskum fangelsum, eru lýsingar þær sem borist hafa til Vesturlanda á refsi- f vist í sovéskum fangelsum ýktar? — Menn á Vesturlöndum vita aðeins um lítið af þeim hryllingi, sem viðgengst i sovéskum fangels- um. Þær lýsingar sem Solsjenitsin gaf á daglegu lífi refsifanga í Gúl- aginu eru sannar, það veit ég. Refsingarnar hafa engan veginn þróast til mannlegri hátta. Fang- arnir verða að vinna mjög mikið og þeir eru jafnan hungraðir. Margir þeirra deyja í fangabúðun- um. í búðum þessum eru menn auðmýktir á allan hátt og þeim er neitað um allt sem talist getur mannleg reisn. Þeir, sem búa ekki yfir nægilegu hugrekki eða hafa ekki stuðning af trúnni, geta ekki , lifað vistina af. — Telur þú að lítil þjóð eins og íslendingar geti gert eitthvað til að kalla fram hugarfarsbreytingu hjá stórveldi eins og Sovétríkjun- um í þá átt að Sovétstjórnin taki að virða mannréttindi? — Ég er sannfærður um að smáríki eins og ísland geta stuðl- að að því að breyta ástandi mann- réttindamála í Sovétríkjunum. Ef alþýða manna á íslandi er nógu vel upplýst mun áróður Sovét- manna ekki bera árangur þar. Að mínu viti er það mikilvægt fyrir sjálfstæði íslensku þjóðarinnar. Vegna andófsmanna í Sovétríkj- unum er það nauðsynlegt, að fólk út um allan heim fái réttar upp- lýsingar um þau mannréttinda- brot sem stjórnvöld í Sovétríkjun- um fremja. — Og að lokum? — Ég vil að lesendum Morgun- blaðsins sé það ljóst, að mannrétt- indahreyfingin í Sovétríkjunum kann að meta hvern þann siðferð- islega stuðning, sem henni er veittur og skiptir þá engu, hvort landið er stórt eða lítið. Þeir, sem vilja leggja baráttu þeirra lið, sem ofsóttir eru í Sovétríkjunum, mega gjarnan skrifa Alþjóðlegu mannréttindasamtökunum í Frankfurt og munu þá fá nánari upplýsingar um mál andófs- manna. Heimilisfangið er: The International Society for Human Rights Kaiserstrasse 72 D-6000 Frankfurt am Main. Sími: 069/236971. Jurí Belov við Finlandia-húsið í Helsinki.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.