Morgunblaðið - 10.08.1985, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 10.08.1985, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. ÁGÚST 1985 VEIÐIÞATTUR Batnandi veiði í Vopnafirði kemur fiskifræðingum ekki á óvart I»að hefur vart farið fram hjá áhugamönnum um veiðiskap, að laxveiðiárnar í Vopnafirði eru að rétta úr kútnum á nýjan leik eftir mörg ár og mögur. I*essi staðreynd hefur ekki komið fiskifræðingum Veiðimálastofnunarinnar á óvart, síst af öllum Árna Helgasyni, sem hefur verið með umfangsmiklar rannsóknir á seiðastofnum í Selá og Vesturdalsá síðustu árin. Gef- um Árna orðið: „Þetta byrjaði árið 1980. Þau seiði sem þá klöktust gengu til sjávar í fyrra. Þetta var sterkur stofn og þegar ég lagði seiða- gildru um og upp úr miðjum júní, náði .ég 1.200 seiðum á niðurleið. Það var mikil ganga út og þó náði ég aðeins endanum á göngunni. Þessi fiskur er að skila sér núna sem smálax. Þessi seiði merkti ég öll, en síðast þeg- ar ég vissi höfðu aðeins tveir merktir smálaxar veiðst og segir það e.t.v. eitthvað um styrk seiðaárgangsins. í sumar veiddi ég svo og merkti 3.500 seiði á leið til sjávar. Það var aftur mikil ganga út og seiðaveiðarnar þessi tvö sumur eru staðfesting á því að uppsveifla er nú í seiðastofn- unum. Næsta sumar má því bú- ast við góðri veiði á þessum sióð- Minkar deyja ekki ráðalausir, o nei Þó stangaveiðimenn verði ef til vill lítt varir þegar vindar og veður grugga veiðivötn þeirra, er ekki sömu sögu að segja af keppinautn- um, minknum. Hann bjargar sér og fer létt með, kappveiðir og raðar aflanum jafn vel enn fallegar á bakkann heldur en veiðimaðurinn sjálfur myndi gera. Einn af tíð- < indamönnum Morgunblaðsins var á Arnarvatnsheiði fyrir skömmu og var ástand veiðivatna þannig, að vindar höfðu pískað upp leir og drullu í botni þeirra þannig að þau voru súkkulaðibrún. Af þeim sök- um var veiði lítil eða engin, því f ofanálag höfðu verið kuldar. Einn daginn fóru félagarnir inn með Arnarvatni Litla, allt að Arfavatnslæk, sem fellur í ann- an enda vatnsins. Kemur lækur þessi úr Neðra Arfavatni og er hann bæði vatnslítill og stuttur. í honum miðjum er lítið lón sem st-engur rennur út í og er stund- um veiði þar að fá og þangað var förinni m.a. heitið. En er þangað kom, var ástandið sýnilega ekk- ert skárra, lækurinn var svo skolaður að vart sá í botn á grynningum við landsteina. Er þeir nálguðust lónið litla sáu þeir félagar mink skjótast og er þeir komu að læknum, stakk sá litli sér í lónið og kafaði. Það liðu vart tíu sekúndur og þá sáu fé- lagarnir litla hausinn kíkja upp úr úti í miðju lóni. Hélt hinn mórauði hnoðri litlum silungi f kjaftinum og hafði gott tak á sporðinum. Ekki í vandræðum sá litli. Félagarnir reyndu allt mögulegt og ómögulegt bæði f lóninu og víðar, en ekkert gekk, við þau skilyrði sem þarna voru, var betra að vera minkur. Úr því að minkar eru hér um- talsefnið, þá látum við fylgja með þessa sögu sem er ekki margra daga gömul. Veiðimaður kom að Efri Skrauta í Leirvogsá og var degi tekið að halla. Aðeins um tveir tímar voru eftir af veiðitímanum og höfðu hvorki veiðimaður þessi né félagar hans í ánni fengið einn einasta lax. Renndi hann maðki í hylinn og nær samstundis hljóp fallegur 6 pundari á maðkinn og renndi honum niður, en veiðimaður renndi laxinum á land. Laxinn lagði hann á grasbala fyrir miðj- um hyl, gerði síðan klárt fyrir næsta rennsli. Svo til strax fór annar lax að rjála við maðkinn, en þá varð veiðimanni litið niður með bakkanum. Sátu þá ekki einir fimm minkar um laxinn og voru farnir að pára í bráðina. Voru þetta fjórir yrðlingar og einn fullorðinn minkur. Veiði- maðurinn brá við hart, þaut upp úr ánni og hóf eftirför. Barst leikurinn um alla brekku og þó minkarnir væru fótfráir, munaði oft mjóu að sumir þeirra geisp- uðu þarna golunni. Á endanum sluppu þeir allir, en veiðimaður hvarf aftur að hylnum blásandi eins og hvalur, renndi maðkinum og setti strax f hinn laxinn, 5 pundara. Þetta var orðið harla gott, og skömmu síðar hitti hann félaga sína. Þeir höfðu fengið hvor sinn laxinn á lokamínútun- um, einn 12 punda. um ef ekkert óvænt kemur upp á, tveggja ára lax sem gekk ti) sjávar í fyrra og eins árs fiskur úr sjó sem gekk út nú í sumar. Niðurstöður þessar lofa góðu þó best sé að fullyrða sem minnst fyrr en sumarið er liðið.“ Áfram heldur Árni: „Ég hef fylgst nokkuð grannt með seiða- málum í Vopnafirði. Ég byrjaði þarna með sleppiverkefni og vildi vinna með samanburðar- hópa ef þannig mætti að orði komast, bæði eldisseiði og nátt- úrulega klakin seiði. Það hefur eitt og annað forvitnilegt komið út úr athugunum á eldisseiðun- um. í júní í fyrra sleppti ég t.d. 10.000 örmerktum gönguseiðum í lónið sem Vesturdalsá rennur út í. Svo leið og beið og enginn ör- merktur lax kom í stangaraflann sem þó hefur verið góður. Þá hugkvæmdist mér að draga fyrir í lóninu og þar fékk ég 30 laxa. 26 þeirra voru merktir, þeir höfðu þá skilað sér þrátt fyrir allt, en eftir er að sjá hvort þeir ganga upp úr lóninu þar sem þeim var sleppt sem seiðum f fyrra. 1982 og ’83 voru svona sleppingar einnig, en heimtur engar. Þá datt mér ekki í hug að draga á í lóninu. E.t.v. voru þar þá merktir laxar á ferð.“ Lokaorð Helga voru á þá leið, að stangaveiðimenn mættu vita það, að aftur væri að koma betri tíð með blóm í haga í vopnfirsk- um veiðiám. „Menn geta aftur farið að huga að því að fara í veiðitúr í Vopnafjörð, laxastofn- arnir eru að taka vel við sér á ný.“ * Ótryggt handtak Víðast hvar í landinu hefur laxveiðin verið góð í sumar þrátt fyrir að sums staðar hafi vatnsleysi og bjartviðri gert veiðar erfiðar viðfangs. Meðfylgjandi mynd er frá Norðurá, nánar tiltekið Skarðshamrafljóti. Þarna munaði mjóu að laxinn væni héldi lífi, veiðimaður hafði náð sporðtaki á honum, en eitthvað var það ótryggt handtak, því laxinn skynjaði það og braust um. Náði hann að komast í ána á ný, en veiðimanninum til happs hafði flugan örugga festu og nokkru síðar lá laxinn á bakkanum. Rétt og röng meðferð á afla ÞAÐ er æði algengt að sjá veið- menn fara verr með afla sinn held- ur en efni standa til og það kemur þeim sjálfum auðvitað í koll, því sé illa farið með aflann þá standa menn uppi með verra hráefni. Lax- ar eru látnir liggja í sól kannski tímum saman meðan kappsfullir veiðigarpar flengja áfram hyljina og svo er fisknum stungið hálf- skorpnuðum í poka. Eða að honum er stungið í plastslönguna strax, blóðmiklum og síðan rennur blóð- ið í pokann. Utgáfurnar eru marg- ar, en hér verður rakið í stuttu máli hvernig best er að meðhöndla nýveiddan lax eða silung. Það er mælt með því að fiskur- inn sé blóðgaður strax og honum hefur verið landað. Óhætt er að segja að það er afar fátítt að íslenskir laxveiðimenn geri slíkt, en fyrir kemur að maður sér sil- ungsveiðimenn gera svo. Þetta lýtur líklega að fagurfræðinni, mörgum veiðimönnum er mikið i mun að hinn nýveiddi fiskur haldi fegurð sinni sem lengst svo þeir geti sýnt félögum sínum og dáðst að sjálfir. Þegar búið er að blóðga laxinn er mælt með því að honum sé komið fyrir i plastslöngu. Gæta ber að laxinum hafi blætt út áð- ur, því það fer verr með fiskinn ef hann liggur í blóðvatni sinu í plastinu. Næsta skrefið er aug- ljóst, að koma hinum nýveidda laxfiski sem fyrst í frysti, en kæla hann sem best þangað til það er mögulegt. Við flest veiði- hús eru kæligeymslur eða sér- staklega einangraðir kassar. Frammi við silungsvötn er þetta oft erfiðara, sums staðar má notast við uppsprettuvatn, ann- ars staðar verður að gera ráð- stafanir. Sjálfsagt er að gera strax að silungi og salta í sárin ef veiðitúrinn stendur yfir leng- ur en í einn sólarhring. Silungur skemmist ótrúlega fljótt, sér- staklega bleikjan. „Erum mjög hress- ir með aðsóknina“ — segir Árni Pétursson, umsjónar maður tjaldstæöisins í Laugardal „ÞÚ KEMUR ekki beint á heppi- legum tíma,“ sagði Árni Pétursson, annar umsjónarmaður tjaldstæðis borgarinnar í Laugardal, er blaða- maður Morgunblaðsins bankaði upp á sl. laugardag. „Verið er að gera við vatnsleiðslur í Laugarnesi og höfum við því ekkert kalt vatn á meðan, en það stendur til bóta von bráðar. Við erum mjög hressir með að- sóknina það sem af er sumri. Und- anfarin ár hefur verið hæg en stanslaus aukning. Aðsóknin datt niður eftir að Gullfoss var seldur, en hefur nú aukist aftur með til- komu Smyrils og síðar Norrænu. I júní var aukningin 15% miðað við sama mánuð í fyrra og í júlí sýnist mér verða um 8% aukning frá því í júlí í fyrra. Erlendir ferðamenn eru u.þ.b. 95% af þeim sem hér gista og eru þeir allt frá kornabömum upp í Árni Pétursson, annar umsjónar- manna tjaldstæðisins í Laugardal. háaldraða. Þjóðverjarnir eru flestir hér. Einnig koma stórir hópar frá Austurríki. Síðan eru Bretar, Frakkar, Svisslendingar og Hollendingar einnig duglegir við þetta. Fólkið, sem hér gistir, kemur fyrst og fremst hingað til að ferðast og njóta náttúrunnar. Yfirleitt er allt dottið hér í dúna- logn klukkan 22.00 á kvöldin og er fólkið þá komið á ról klukkan 6.00 á morgnana. Umgengni hjá öllum þessum fjölda er til fyrirmyndar og mættum við íslendingar læra af því,“ sagði Árni. Hann sagði að aðalvandamálið væri að ef rigndi, væri enginn staður til að þurrka fötin af sér. Hins vegar stendur aðstaðan til bóta því uppi eru hugmyndir um að byggja 150 fm húsnæði þar sem snyrting og öll hreinlætisaðstaða myndi koma til með að verða. „Ég þarf ekki oft að kalla á lög- reglu en þó hefur það komið fyrir. T-d- í gær þurfti ég á hjálp að halda því íslenskir unglingar utan svæðisins vildu koma inn til að skemmta sér.“ Árni sagði að þetta sumar væri hið þrettánda síðan hann byrjaði og skiptist hann á vöktum við Kristján Sigfússon, sem einnig er búinn að vera í þrettán ár sem umsjónarmaður tjaldstæðisins. „Starfið er ákaflega áhugavert. Ferðamennirnir virðast vera mjög ánægðir og við sjáum hér sömu andlitin ár eftir ár. Um síðustu helgi voru u.þ.b. 400 manns á tjaldstæðinu í 200 tjöldum. Við er- um auðvitað mjög kátir eftir að hafa haft svona yndislegt veður eins og verið hefur í sumar því undanfarin sumur höfum við næstum drukknað í rigningunni hér sunnanlands," sagði Árni að lokum. Verið að hita vatnið f morgunkaffið. MorgunbiaöiJ/Þorkeii

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.