Morgunblaðið - 08.02.1997, Síða 53

Morgunblaðið - 08.02.1997, Síða 53
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. FEBRÚAR 1997 53 IDAG Arnað heilla GULLBRÚÐKAUP. í dag, laugardaginn 8. febrúar, eiga fímmtíu ára hjúskapar- afmæli hjónin María Konráðsdóttir og Guðjón H. Björnsson, garðyrkjumaður, Hveragerði og hjónin Stella Konráðsdóttir og Guðmundur Þ. Björnsson, mál- ari, Reykjavík. María og Stella sem eru systur og Guðjón og Guðmundur sem eru bræður voru gefín saman af Áma Sigurðssyni í Fríkirkjunni í Reykjavík. Hjónin María og Guðjón eiga 5 börn, 16 barnabörn og 2 barnabarnabörn og hjónin Stella og Guð- mundur eiga 5 börn, 13 barnabörn og 1 bamabarnabam. BRIDS llmsjón Guómundur l’áll Arnarson MARGIR spilarar nota tvö- falt kerfi af yfirfærslum eftir opnun á einu og tveimur gröndum. Tilgangurinn er ekki augljós í fyrstu, en á þennan hátt er hægt að gera ýmsan gagnlegan greinar- mun á spilum svarhandar. Suður gefur; allir á hættu. Vest'ir Norður ♦ DG f KG1097 ♦ 7 ♦ 98762 Austur ♦ ♦ 532 f 10874 f Á86 IIIIH ♦ 432 ♦ KDG98 111111 ♦ 106 ♦ 103 DG54 Suður ♦ ÁK96 f D5 ♦ Á5432 + ÁK Vestur Norður Austur Suður - 2 grönd Pass 3 tíglar * Pass 3 hjörtu Pass 4 hjörtu Pass 6 hjörtu Pass Pass Pass yfirfærsla í hjarta Þegar norður fer þá leið að yfirfæra í hjarta á þriðja þrepi og lyfta síðan í flögur, er hann að gefa makker und- ir fótinn með slemmu. Það má deila um það hvort norð- ur eigi fyrir slemmuáskorun með þessi spil, en aðferðin er góð. Ef norður hefði ein- ungis áhuga á geimsögn, myndi hann segja ijóra tígla, sem er einnig yfirfærsla í hjarta og síðan passa svarið á fjórum hjörtum. Sex hjörtu er afleitur samningur, en vinnst þó eins og legan er. Útspilið er tígulkóngur, sem suður drepur og tekur ÁK í laufi. Trompar síðan tígul í borði og lauf heima með drottn- ingu. Spilar svo trompi. Vestur gefur einu sinni, en tekur næst á hjartaás og spilar hátígli: Norður ♦ DG f GIO ♦ - ♦ 98 Vestur Austur ♦ 53 ♦ 10874 f 8 ♦ DG9 II ♦ 4 ♦ - ♦ - ♦ D Suður ♦ ÁK96 f - ♦ 54 ♦ - Þótt sagnhafí sé með íjóra efetu í spaðanum, hefur hann ekki samgang til að taka slag- ina. En það er í lagi, því aust- ur getur ekki valdað báða svörtu litina. í stöðunni að ofan spilar vestur tígii, sem norður trompar. Austur frest- ar vandanum með því að und- irtrompa, en lendir í þvingun í næsta slag þegar sagnhafi spilar síðasta hjartanu. GULLBRÚÐKAUP. í dag, laugardaginn 8. febrúar eiga fimmtíu ára hjúskaparafmæli hjónin Ruth Vita Gunnlaugsson, f. Hansen og Guðmundur Halldór Gunnlaugsson, fyrrverandi deildarsljóri hjá flug- málastjórn, Móavegi 11, Njarðvík. Þau eiga 3 börn, 9 barnabörn og 5 barnabarnabörn. Hjónin dvelja nú í Flórída, Bandaríkjunum. rrr|ÁRA afmæli. í dag, I Vrlaugardaginn 8. febrúar, er sjötugur Haf- steinn Guðjónsson, fram- kvæmdastjóri Vélsmiðju Jens Arnasonar, til heim- ilis í Miðleiti 7, Reykjavík. Eiginkona hans er Ingi- björg Jónsdóttir. Þau hjónin verða að heiman á afmælisdaginn. MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót o.fl. lesendum sínum að kostnaðar- lausu. Tilkynningar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir sunnudagsblað. Sam- þykki afmælisbarns þarf að fylgja afmæ- listilkynningum og eða nafn ábyrgðíir- manns og sínianúmer. Fólk getur hringt í síma 569-1100, sent í bréf- síma 569-1329 eða sent á netfangið: gusta@mbl.is. Einnig er hægt að skrifa: Dagbók Morgunblaðsins, Kringlunni 1, 103 Reykjavík HOGNIHREKKVISI Nxst höjdum u/Sokhuri/íS tálbtitur.'* STJÖRNUSPA * VATNSBERI Afmælisbarn dagsins: Þú ert metnaðargjarn og leggur mikið á þig til að ná settu marki. Hrútur (21. mars - 19. apríl) Þú gerir meiriháttar innkaup jér í hag. Þú ert áhugasam- ur um ákveðið verkefni, en í kvöld gerir þú ættingja greiða. Naut (20. apríl - 20. maí) tpj^ Þú ert önnum kafinn þessa dagana og sækir kraft í úti- veru um helgar. Nú er tíminn að breyta til á heimilinu. Tvíburar (21.maí-20.júní) Dagurinn er þér að skapi og miklar líkur á að þú kynnist áhugaverðu fólki og skemmtir þér konunglega. Krabbi (21. júnl — 22. júlí) Þú ert kappsfullur um að koma hugmynd í fram- kvæmd og er það fremur útgeislun þín en sjálfstæði sem opnar nýjar dyr fyrir þér. Ljón (23.júll- 22. ágúst) Þér gengur vel í vinnunni en átt í erfiðleikum fjárhags- lega. Þú og ástvinur þinn þurfið að ná samkomulagi um sameiginlegt áhugamál. Meyja (23. ágúst - 22. september) Þú færð mikla ánægju af að sinna listrænu áhugamáli. Þó ættir þú að lyfta þér upp og skella þér út á lífið. Vog (23. sept. - 22. október) Lítill skoðanaágreiningur gæti orðið að stórmáli ef þú eða vinur þinn eruð of bráð- látir. Reyndu að sitja á þér. Sporódreki (23. okt. -21. nóvember) Vertu ekki of aðgangsharður við þína nánustu. Reyndu frekar að komast að sam- komulagi við þá. Bogmaóur (22. nóv. - 21.desember) Þér hættir til að sökkva þér í dagdrauma, sem hindra afköst þín. Reyndu að halda einbeitingunni. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þetta er góður dagur til samningagerðar, en varaðu þig á smáa letrinu. Kvöldið verður erilsamt. Vatnsberi (20.janúar-18.febrúar) t$t, Eyddu ekki um efni fram þó þú farir í smáferðalag. Yfir- maður þinn er þér velviljaður um þessar mundir. Fiskar (19. febrúar - 20. mars) Þó þér gangi fjárhagslega ekki allt í haginn máttu vel við una f rómantíkinni. Kvöldverður við kertaljós er vel við hæfi. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi byggjast ekki á traustum grunni vísindalegra staðreynda. Reiki-, heilunar- og sjálfstyrkingarnámskeið Hvaðfá þátttakendur út ^ úr slíkum námskeiðum? * Lœra að nýta sér orku til að lœkna sig (meðfæddur eiginleiki hjá öllum) ogleða koma sér í orkulegt og tilfinningalegt jafnvœgi. Lœra að breyta hugarorkunni á jákvæðan og uppbyggilegan hátt, í staðinn fyrirað breyta henni til niðurrifs. *- Læra að hjálpa öðrum til þess sama. Námskeið í Reykjavík I2.-I4.feb. 1. stig kvöldnámskeið 18.-20. feb. 2. stig kvöldnámskeið 22.-23.feb. I. stighelgarnámskeið Upplýsingar og skráning í síma 553 3934 kl. 10-12 virka daga. Guðrún Óladóttir, reikimeistari. 1907-1997 Verkamannafélagið Hlíf sendir félagsmönnum sínum og velunnurum bestu kveðjur og þakkir fyrir gjafir og árnaðaróskir í tilefni af 90 ára afmæli félagsins. Þið gerðuð okkur afmælið ógleymanlegt. Megi framtíð ykkar vera björt og hamingjurík. Lifið heil! Sigurður T. Sigurðsson, formaður Hlífar. h f OPIÐ r laugardag . og sunnudag^kr" O * i kl. 11-17 Hagkvœm innkaup og fróbœr stemmina í Kolaportinu Um hverja helgi koma 20-30.000 gestir í Kolaportið til að gera hagkvæm innkaup og upplifa skemmtilega markaðsstemmningu. Mannlífið er fjörugt og hvergi betra tækifæri til að hitta kunningjana. Á matvælamarkaðinum er matvara á góðu verði og verðið á fatnaðinum, skartgripunum, leikföngunum og gjafavörunni slær út flestar útsölur. Ekki má gleyma kompudótinu sem svo gaman er að gramsa í og finna akkúrat það sem leitað hefur verið að í tuttugu ár og ljúka ferðinni svo í Kaffí Porti með gómsætri rjómabollu. KOLAPORTIÐ MARKAÐSTORG

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.