Morgunblaðið - 08.02.1997, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 08.02.1997, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. FEBRÚAR 1997 27 NEYTENDUR íslenskir sauðaostar komnir á markaðinn ÍSLENSKIR sauðaostar eru komnir á markaðinn. Ostarnir eru fram- leiddir í Mjólkursamlaginu í Búðar- dal úr sauðamjólk frá Hvanneyri. Framleiðsla sauðaostanna er rannsóknaverkefni sem Bændaskól- inn á Hvanneyri, Mjólkursamlagið í Búðardal og Osta- og smjörsalan standa saman að, að frumkvæði Sveins Hallgrímssonar kennara við Bændaskólann. Á Hvanneyri var gerð tilraun með fráfærur síðastliðið sumar og ærnar mjólkaðar. Mjólkin, alls um 1.000 lítrar, var lögð inn í Mjólkursamlagið í Búðardal og þar hafa verið gerðir ostar úr henni, alls um 480 kg. Osta- og smjörsalan dreifir sauðaostinum í sérverslanir næstu daga. Feta og Yrja Sigurður Rúnar Friðjónsson mjólkursamlagsstjóri í Búðardal segir að ostagerðin hafí gengið vel undir stjórn Jóhannesar Hauks Haukssonar ostameistara. Framleiddar eru tvær gerðir osta, Feta og Yija, en samlag- ið framleiðir báðar þessar ostateg- undir einnig úr kúamjólk. Sigurður Morgunblaðið/Ásdís Myllan og Brauðgerð Kr. Jónssonar í samstarf FORSVARSMENN Myllunnar og Brauðgerðar Kr. Jónssonar á Akur- eyri hafa gert með sér samning sem felst í framleiðsluleyfi á heimilis- brauði en það brauð hefur verið framleitt hjá Myllunni síðan í sum- ar. Að sögn Björns Jónssonar mark- aðsstjóra Myllunnar er líklegt að framhald verði á samstarfi fyrir- tækjanna en nú þegar framleiðir Myllan hvítlauks- og rúllutertu- brauð fyrir Brauðgerð Kr. Jónsson- ar. „Það var óhagkvæmt fyrir þá að fjárfesta í vélum sem til þarf í þennan bakstur svo við framleiðum þessar tegundir fyrir þá en undir þeirra nafni." Björn telur að samstarf af þessu tagi þýði að hægt sé að dreifa sömu vörutegundinni víða um land. Brauðgerð Kr. Jónssonar dreifir sínum vörum allt frá Blönduósi og austur á Hornafjörð og Myllan er með stórt dreifingarsvæði líka. Nýtt Rúnar segir að Feta sé grískur ostur sem upphaflega hafi verið gerður úr sauðamjólk. Yija er náskyld franska gráðostinum og hún var einnig upp- haflega gerð úr sauðamjólk, fýrir 200-300 árum. Samlagsstjórinn er ánægður með árangurinn í báðum tilvikum, segir að sauðaostarnir séu sterkari en sömu ostar úr kúamjólk og með dæmigerðu sauðamjólkur- bragði. „Við erum spenntir að heyra viðbrögð neytenda," segir hann. Sauðaosturinn verður 25-30% dýrari en sami ostur úr kúamjólk. Heim á búin? Áhugi er fyrir því að halda þessari tilraun áfram, að sögn Sveins. Sigurð- ur Rúnar segir að annað hvort þurfi að fá marga bændur til að mjólka æmar til þess að skapa grundvöll fyrir ostaframleiðslunni í Búðaðardal, eða færa ostagerðina heim á bæina eins og þekkt sé víða um Evrópu. Morgunblaðið/Þorkell BRAGÐAÐ á sauðaosti, Óskar Gunnarsson, Sveinn Hallgríms- son, Jóhannes Haukur Hauksson og Sigurður Rúnar Friðjónsson. Morgunblaðið/Ásdís Þrír réttir frá 1944 SLÁTURFÉLAG Suðurlands hefur sett á markað þijá nýja rétti undir vörumerki 1944. Nýju réttirnir eru Chow Mein, sem er austurlenskur réttur með nautakjöti og ekta kín- verskum núðlum og grænmetis- iasagna með spergilkáli, sveppum og þriggja osta sósu. Síðasti rétturinn er íslensk kjötsúpa með grænmeti. FEBRUAR Skilafrestur skattframtals rmnur út 10.febrúar Leiðbeiningabæklingur með skattframtali hefur að geyma nauðsynlegar upplýsingar um framtalsgerðina. Kynntu þér bæklinginn vel - og útfylling framtalsins verður auðveldari en þig grunar. Rétt útfyllt skattframtal tryggir þér rétta skattlagningu. WMiM WMB. WBIB. WMM WiMIM SMíM Vvb minnum sérstaklega á breytingu sem gerð er vegna skönnunar og vélrœnnar skráningar Ef fjárhæðir eru handskrifaðar þarf að skrifa skýrt og greinilega og gæta þess vandlega að hver tölustafur sé í viðeigandi reit. Eyðublöð liggja frammi hjá skattstjórum og umboðsmönnum þeirra og í bönkum í Reykjavík, bankaútibúum og sparisjóðum. Skattframtalinu á að skila til skattstjóra í viðkomandi umdæmi og mundu að taka afrit af framtalinu áður en því er skilað. Ef þú þarft að fá staðfest Ijósrit skaltu biðja um það um leið og framtalinu er skilað. • -» 0 r » 0 ► 'áv- '' ■ ^ X í0'"j " 3'-’" ^ •*i’ • ' •-s'T'lL ' Þá er minnt á mikilvægi þess að varðveita launaseðla. Ef þörf krefur eru þeir sönnun fyrir því að staðgreiðsla hafi verið dregin af launum. Sk^aöu forðastu aVag RSK RIKISSKATTSTJORI
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.