Morgunblaðið - 08.02.1997, Page 21

Morgunblaðið - 08.02.1997, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. FEBRÚAR 1997 21 STUTT Ung'lingiir dæmdur fyrir morð FJÓRTÁN ára breskur piltur hefur verið dæmdur í ótíma- bundna fangelsisvist fyrir að hafa barið níu ára stúlku til bana með gluggakarmi. Ástæða morðsins var sú að drengurinn óttaðist að stúlkan myndi klaga hann fyrir stjúp- föður sínum fyrir að hafa hrint sér. Hefur mál þetta vakið mikinn óhug í Bretlandi. í mál við Crichton PORTÚGALSKA flugfélagið TAP íhugar nú að fara í mál við bandaríska metsöluhöf- undinn Michael Crichton, vegna nýjustu bókar hans „Airframe". Þar skrifar höf- undurinn að lélegt viðhald portúgalsks flugfélags sé ástæða þess að flugvél hrapar um 10.000 fet. Enginn frels- ari í Fred- riksstad LÆKNAR á fæðingardeildinni í Fredriksstad sögðu í gær að ekki hefði fæðst barn á þeim tíma sem franskur spámaður hafði sagt fyrir um. Spáði Frakkinn því að Frelsarinn yrði endurborinn í Fredriks- stad kl. 7.41 - 7.45 í gær- morgun en barnið sem næst þessu komst, fæddist kl. 7.03. Leitinni að nýfæddum Frels- ara er þó ekki lokið, því spá- maðurinn útilokaði ekki að hann hefði fæðst í Svíþjóð á 59. breiddargráðu en um 20 sveitarfélög koma þar með til greina. Kafbátur í eiturlyfja- flutning EIGANDI nektarklúbbs í Miami hefur verið ákærður fyrir að vera milligöngumaður fyrir kólumbískan eiturlyíja- hring sem hefur reynt að kaupa rússneskan kjarnorku- knúinn kafbát. Átti að nota kafbátinn til að flytja eiturlyf frá Kólumbíu til Bandaríkj- anna. Sfcauel < lca/u/isuuH(i Heimili að heiman í Kaupmannahöfn „Nokkrar vikur lausar” Ennerunokkrarvikurlausarívönduöum feröamannaibúöum mlösvæöis I Kaupmannahöfn. Allar ibúöimar ern með sér baöí og eldhúsi. Haföu samband v(ð feröaskrifstofuna þína eöa In Travel Scandinavia Fredriksberggade 34 1459 Kaupmannahöfn K Slmi+45 3312 3330 • Telefax 3312 3103 ERLEIMT Ofbeldisverk og einelti vandamál í skólum og menntastofnunum Spáni „Grænt númer“ fyrir fórnarlömbin Málaga. Morgunblaðið. NEMENDUR í Andalúsíu, stærsta héraði Spánar, geta framvegis hringt í „grænt númer“ og greint frá ofbeldisverkum, einelti og öðr- um kraftbirtingarformum mann- vonskunnar, sem þeir verða fyrir af hálfu félaga sinna í skólum og menntastofnunum. Líkt og víðast annars staðar hafa kannanir leitt í ljós að nánast má telja til undantekninga að spænskir nemendur greini kennur- um sínum frá ofbeldisverkum og þjáningum þeim sem margir þeirra líða á skólatíma. Von yfirvalda er sú að nemendur jafnt sem almenn- ingur vakni til vitundar um þennan vanda með því að bjóða ókeypis aðstoð í þessu efni, sem einkennir nú um stundir umræður um skóla- mál í Vestur-Evrópu sem Banda- ríkjunum. Herferðinni er einkum beint að nemendum á aldrinum 10-16 ára. Einkunnarorðin eru: „Lifí félags- skapurinn. Niður með ofbeldið. Ekki þegja.“ Með því að hringja í „græna númerið" geta nemendur á skólaskyldualdri greint sérfræð- ingum frá líðan sinni og þeim óhæfuverkum sem þeir sæta í skól- anum og fengið ráðgjöf. Höfuð- stöðvar þessarar þjónustu eru í Sevilla, höfuðborg Andalúsíu, en forráðamenn hennar leggja áherslu á að hún sé ætluð öllum nemendum héraðsins. Kannanir sem gerðar hafa verið á umfangi þessa vanda hafa orðið til þess að yfírvöld menntamála í Andalúsíu hafa ákveðið að bregð- ast við með þessum hætti. Sam- kvæmt upplýsingum sem liggja fyrir frá 23 skólum í Sevilla telja átta prósent nemenda sig sæta ofbeldi af hálfu skólafélaga sinna. Þjást í hljóði Verra þykir þó að sömu kannan- ir hafa leitt í ljós að einungis einn af hveijum hundrað nemendum, sem verða fyrir ofbeldi eða rudda- legum yfírgangi, greinir kennurum sínum frá hryllingi skóladagsins. Einungis um sjö prósent fórnar- lambanna segja foreldrum sínum frá því ofbeldi, andlegu sem líkam- legu, sem þeir verða fyrir. „Við viljum sérstaklega vekja athygli á þessum tölfræðilegu staðreynd- um,“ sagði ráðherra menntamála í Andalúsíu, Manuel Pezzi, er starf- semi „þjónustulínunnar“ nýju var kynnt. Einkaskólarnir ekki betri Samkvæmt þeim upplýsingum sem fyrir liggja verða nemendur í spænskum einkaskólum ekki síður fyrir ofbeldi, einelti og sálrænum hryllingi af öðrum toga en þeir sem sækja skóla sem reknir eru af rík- inu. „Vandinn er ekki bundinn við ríkisskólana, nemendur í einka- skólum sæta ekki síður misþyrm- ingum en jafnaldrar þeirra sem sækja menntun sína til hins opin- bera. í einkaskólunum gætir hins vegar tregðu til að opinbera þenn- an vanda,“ sagði Pezzi. MEÐ: aflmikilli 16 ventla vél • vökvastýri • veltistýri • samlæsingum • þjófavörn • rafdrifnum rúðuvindum • rafstýrðum útispeglum • útvarpi/segulbandi með 4 hátölurum • upphituðum ffamsætum • öryggisloftpúðum fyrir ökumann og farþega í framsæti • styrktarbitum í hurðum • samlitum stuðurum. SUZUKIBÍLAR HF Skeifunni 17, 108 Reykjavík. Sími 568 51 00. $ SUZUKI

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.