Morgunblaðið - 08.02.1997, Page 17

Morgunblaðið - 08.02.1997, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT LAUGARDAGUR 8. FEBRÚAR 1997 17 Vissi fyr- irfram um ódæðið í Oklahoma VINUR Timothy McVeigh, sem sakaður er um að hafa sprengt upp alríkisbyggingu í Oklahoma- borg í apríl 1995 og vald- ið dauða 168 manna, vissi um tilræðið fyrirfram. Kemur þetta fram í játn- ingu, sem Michael Fortier og Lori, kona hans, hafa gefið. Segja þau, að McVeigh hafi sagt þeim frá fyrirætlan sinni og samstarfs- manns síns, Terry Nichols, og hefði hann vonað, að hermdar- verkið ýtti undir einhvers kon- ar uppreisn í Bandaríkjunum gegn alríkisstjórninni. Kemur þetta fram í fréttum CBS-sjón- varpsstöðvarinnar en saksókn- arar vilja ekkert um málið segja. Réttarhöldin yfir McVeigh hefjast 31. mars nk. Fólki rænt í Japan TALIÐ er, að norður-kóreskir útsendarar hafi rænt níu jap- önskum borgurum á síðustu áratugum og flutt þá til Norð- ur-Kóreu. Kemur þetta fram í yfirlýsingu japanskra stjórn- valda vegna fyrirspurnar á þingi um hvarf japanskrar stúlku fyrir 20 árum, þá 13 ára gamallar. N-Kóreumaður, sem flýði til S-Kóreu, fullyrðir, að henni hafi verið rænt. Vill lækka ferðakostnað ELIZABETH Bretlands- drottning hefur auglýst eftir fróðum manni um ferðalög í því skyni að lækka ferða- kostnað fjölskyldunnar en hann er nú rúmlega einn millj- arður íslenskra króna á ári. í auglýsingunni, sem birtist í ýmsum blöðum, eru árslaunin sögð hálf fjórða milljón kr. auk hlunninda en starfið mun aðallega felast í því að kom- ast að sem bestum samning- um fyrir hönd fjölskyldunnar. Meðal annars er fyrirhugað, að hátignirnar ferðist með venjulegum lestum þegar svo ber undir og drottningin reið raunar á vaðið að þessu leyti þegar hún fór með venjulegu áætlunarflugi til Nýja Sjá- lands 1995. Samdrátt- ur í Japan MIKILL samdráttur er í smá- söluverslun í Japan og gerir það ekki efnahagshorfurnar á þessu ári betri. Er ástæðan sögð meðal annars hækkun á söluskatti 1. apríl en þá fer hann úr 3% í 5%. Að auki verð- ur ýmsum frádráttarliðum til skatts fækkað. Er búist við raunverulegum samdrætti á tímabilinu apríl-júní en ein- hvetjum hagvexti eftir það. Er því spáð, að hagvöxtur á árinu verði 1,9% eða sá minnsti í fjóra áratugi. McVeigh Reuter X, SgjMh Z- jj É ” 1 > ■. Mjá 1 Fergie stal senunni HIÐ árlega óperuball var haldið í Vín í Austurríki í fyrrakvöld að viðstöddum 5.000 gestum en óhætt er að segja, að hertogaynj- an af Jórvik, Sarah Ferguson eða Fergie, hafi stolið senunni. Það var auðjöfurinn og bygginga- verktakinn Richard Lugner, sem bauð henni eða öllu heldur keypti hana til að koma en sagt er, að hann hafi greitt henni 3,5 millj- ónir ísl. kr. fyrir innlitið. Hér eru þau Lugner-hjónin, Richard og Christine, með Fergie fyrir fram- an Lugner-verslunarmiðstöðina. Vandaðu valið Civic 1 .4 Si 90 hestöfl Kr. 1.479.000, Civic 1 .4 Si, 3 dyra 90 hestöfl, sóllúga auRab. Kr. 1.349.000,- Civic 1 .6 VTi 160 hestöfl, 15" óifelgur, 2 loftpúðar.og sóllúga Kr. 1.850.000,- Civic 1 .4 Si, 5 dyra 90 hestöfl, 2 loftpúðar Kr. 1.448.000,- Accord 2.0 LSi Sjólfskiptur, ABS og 2 loftpúöar Kr. 2.185.000,- Shutlle 2.2 LSi, 7 manna Sjólfskiptur, ABS og 2 loftpúðar Kr. 2.750.000,- Honda Civic 1.5 LSi VTEC með 115 hestafla sparakstursvél (4,8 1/100 km) Bjóðum öll hefðbundin bílalán til allt að 84 mánaða og tökurn notaða bíla uppí Umboösaöilar: AkureyrL Höldur hf. • Egilsstaöir: Bíla- og Búvélasalan • Akranes: Bílver sf. VATNAGARÐAR 24 S: 568 9900

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.