Morgunblaðið - 08.02.1997, Page 6

Morgunblaðið - 08.02.1997, Page 6
6 LAUGARDAGUR 8. FEBRÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/Golli Kínadagar í Perlunni 1.2Ö6 milljónir í 4 gjald- þrotum SKIPTUM er nýlega lokið í nokkr- um þrotabúum, þar sem tapaðar kröfur nema samtals um 1.266 milljónum króna króna. Sum málin eru komin nokkuð til ára sinna, til dæmis voru bú JL-hússins hf. og íslandslax hf. tekin til gjaldþrota- skipta árið 1989. KÍNADAGAR ’97 hófust í Perl- unni í gær, en þeir eru haldnir í tilefni af því að 25 ár eru liðin síðan stjórnmálasamband var tekið upp milli íslands og Kina. I gær var einmitt nýársdagur samkvæmt kínversku tímatali. Málþing var í gær um samskipti þjóðanna og síðdegis opnaði Björn Bjarnason menntamála- ráðherra vörusýningu með því að klippa á borða. Opið verður í Perlunni í dag og á morgun frá klukkan 10 til 18 og er aðgangur ókeypis. Þá býður veitingastað- urinn Perlan upp á kínverskan matseðil. Akvörðun um sameiningu innanlandsflugs Flugleiða og FN Samkeppnisstofnun skoðar samrunann SAMKEPPNISSTOFNUN hyggst gera athugun á því hvort samruni innanlandsdeildar Flugleiða og Flug- félags Norðurlands í Flugfélag Is- lands brjóti í bága við samkeppnislög á grundvelli lagagreinar þar sem flallað er um samruna fyrirtækja. Stofnuninni bárust gögn frá félögun- um áður en tiikynnt var opinberlega um samkomulagið. Guðmundur Sigurðsson, forstöðu- maður samkeppnissviðs Samkeppn- isstofnunar, segir að þama sé mark- aðsráðandi fyrirtæki að sameinast öðru fyrirtæki og því sé ástæða til þess að stofnunin taki málið til at- hugunar. Samkvæmt samkeppnislögum hefur Samkeppnisstofnun tvo mán- uði til þess að komast að niðurstöðu í málinu. Kemur ekki á óvart Gunnar Þorvaldsson, fram- kvæmdastjóri íslandsflugs, sagði að tíðindin kæmu ek'ki á óvart. Langt væri síðan fregnir hefðu borist af því fyrst að Flugleiðir hygðust gera breytingar á sínum rekstri og að- skilja innanlandsfiugið frá milli- landafluginu. „Hvað framhaldið varðar verður að geta þess að íslandsflug hefur bæði verið í samvinnu og samkeppni við þessi félög. Við vorum í sam- keppni við Flugfélag Norðurlands, einkum á leigufiugsmarkaðnum. Fé- lögin hafa hins vegar ætíð hlaupið undir bagga hvort með öðru þegar þau hafa þurft að leigja flugvélar, kaupa varahluti eða viðhaldsþjónustu hvort hjá öðru. Við höfum verið í samkeppni við Flugleiðir, aðallega leiðum til Vestmannaeyja, Egilsstaða og ísafjarðar. Samvinna er með fé- lögunum á flugleiðinni Reykjavík- Hornaíjörður og Reykjavík-Sauðár- krókur og reyndar einnig að nokkru leyti á Vestmannaeyjaleiðinni. Nú er spurningin sú hvort einhvetjar breytingar verði þar á. Hugsanlegt er að fyrirkomulagið haldist óbreytt, þ.e. að félögin ýmist vinni saman eða keppi. Einnig er hugsanlegt að lín- umar skerpist og félögin vinni enn meira saman eða fari á hinn bóginn í harðari samkeppni," sagði Gunnar. Starfsmenn Islandsflugs eru 50- -60 talsins en verða hátt í 200 hjá Flugfélagi íslands. Velta íslands- flugs á síðasta ári var 550 millj. kr. og varð hagnaður af starfseminni. Gunnar sagði að íslandsflug væri mjög vel undir það búið að takast á við samkeppni frá jafn öflugu félagi og Flugfélagi íslands. íslandsflug hefur starfað í sex ár og á þeim tíma hefur flugflotinn stækkað. „Við höfum fengið eina flugvél á hverju ári síðan starfsemin hófst. Núna rekur félagið þrjár 19 manna Dornier vélar, eina 46 manna ATR vél og fær aðra 1. apríl næstkom- andi. Við erum því með mjög öflug- an og nýtískulegan flugflota sem hentar mjög vel í samstarfi en líka í samkeppni," sagði Gunnar. Flugmenn bíða eftir upplýsingum Fundur verður um þetta mál hjá Félagi íslenskra atvinnuflugmanna 11. febrúar næstkomandi. Kristján Egilsson, formaður félagsins, segir að viðbrögðin séu fremur lítil á þessu stigi málsins því nú sé beðið eftir nánari upplýsingum um það. „Ég á von á því að við fáum mun gleggri upplýsingar um þetta eftir helgina en það er ljóst að þessi fram- vinda hefur áhrif á nokkurn fjölda okkar félagsmanna. Stéttarfélagið I er til þess að gæta hagsmuna þeirra og það munum við gera. Menn hafa náttúrulega áhyggjur af sinni af- komu í sambandi við þetta,“ sagði Kristján. Þóra Sen, framkvæmdastjóri Flugfreyjufélags íslands, sagði að viðbragða félagsins væri að vænta á næstu dögum. j íslandslax - 509 milljónir Bú fiskeldisstöðvarinnar íslands- lax hf. í Grindavík var tekið til skipta í nóvember árið 1989. Veð- kröfur í búið námu tæpum 470 milljónum króna og forgangskröfur rúmlega 12,1 milljón og greiddust þessar kröfur að fullu. Almennar kröfur námu hins vegar tæpum 560 milljónum króna og upp í þær gat þrotabúið greitt tæplega 51 milljón, eða um 9%. Eftir standa því 509 milljónir króna, sem ekki verða greiddar. Atlantsflug - 327 milljónir Félag í meirihlutaeigu útgefenda DV tekur við útgáfu Alþýðublaðsins Úrslitatilraun til að tryggja útgáfu blaðsins SKRIFAÐ undir samning um útgáfu Alþýðublaðsins í gær. Til vinstri á myndinni eru Þröstur Ólafsson og Sighvatur Björgvins- son fulltrúar Alþýðuflokksins og Alprents en til hægri eru Sveinn R. Eyjólfsson og Eyjólfur Sveinsson fulltrúar Alþýðublaðsútgáf- unnar og Fijálsrar fjölmiðlunar. Skiptum lauk í búi Atlantsflugs hf. í síðasta mánuði, íjórum árum eftir að búið var tekið til gjaldþrota- skipta. Forgangskröfur í búið námu samtals rúmum 47,2 milljónum króna og af þeim greiddust aðeins 2,3%, eða rúmlega ein milljón. Upp í almennar kröfur greiddist ekki neitt, en þær námu tæplega 271 milljón. Eftir standa því um 327 milljónir króna, sem ekki verða greiddar. JL-húsið - 314,5 milljónir Tæp átta ár liðu frá því að skipta- ráðandinn í Reykjavík kvað upp úrskurð um að bú JL-hússins skyldi tekið til gjaldþrotaskipta og þar til skiptum lauk. Samkvæmt úthlutun- argerð úr þrotabúinu greiddust tæplega 4,9 milljónir upp í lýstar forgangskröfur, sem námu rúmlega 6,4 milljónum og fengust því rúm- lega 76% af forgangskröfum greiddar. Ekkert greiddist hins veg- ar upp í lýstar almennar kröfur, að fjárhæð tæplega 313 milljónir króna. Eftir standa því 314,5 milljónir króna, sem ekki verða greiddar. Kjötbúðin Borg - 116 milljónir í síðasta mánuði lauk skiptum í þrotabúi vegna einkafirmans Kjöt- búðarinnar Borgar á Laugavegi. Allar veðkröfur greiddust, samtals rúmar 19 milljónir og forgangskröf- ur einnig, en þær námu rúmri millj- ón. Upp í samþykktar almennar kröfur, sem námu tæplega 178 milljónum króna, gi-eiddust rúmlega 62 milljónir króna, eða rúm 35%. Eftir standa því um 116 milljónir króna, sem ekki verða greiddar. ALÞÝÐUBLAÐSÚTGÁFAN ehf. sem er í meirihlutaeigu Fijálsrar fjölmiðlunar hf. hefur tekið að sér útgáfu Alþýðublaðsins í níu mán- uði, frá næsta mánudegi að telja. Samningur félagsins við Alþýðu- flokkinn og Alprent hf. sem gefíð hefur út Alþýðublaðið, var undirrit- aður í gær. Markmið samningsaðila er að gera úrslitatilraun til að tryggja útgáfugrundvöll Alþýðu- blaðsins. Alþýðublaðsútgáfan ehf. er í meirihlutaeigu Frjálsrar fjölmiðlun- ar hf. sem gefur út DV og á þátt í útgáfu ýmissa annara blaða eins og Degi-Tímanum og Viðskipta- blaðinu, en einnig eru menn úr for- ystu Alþýðuflokksins meðal hlut- hafa. Stjóm félagsins skipa Sveinn R. Eyjólfsson, Eyjólfur Sveinsson og Sighvatur Björgvinsson formað- ur Alþýðuflokksins. Alþýðublaðsút- gáfan er gamalt félag sem tók að sér útgáfu Alþýðublaðsins með samningi við Alþýðuflokkinn fyrir 25 árum, í formannstíð Gylfa Þ. Gíslasonar. Félagið var þá í eigu sömu aðila og nú. „Stóð það sam- starf í tvö ár, frá mars 1972 til mars 1974, og þótti þetta tímabil einkennast af góðu gengi blaðsins og vandræðalausum rekstri," segir í fréttatilkynningu um útgáfusamn- inginn nú. Eyjólfur Sveinsson útgáfustjóri DV segir að á undanfömu virðist hafa komið fram mikill áhugi á að halda áfram útgáfu Alþýðublaðsins. „Við höfum áhuga á að gera úrslita- tilraun til að gefa blaðið út,“ segir Eyjólfur. Leggur hann áherslu á að þetta sé tilraun sem gerð verði upp í lok ársins. Ef hún heppnist muni aðrir fjölmiðlar sem tengjast Fijálsri fjölmiðlun njóta góðs af vegna samnýtingar tækja, starfs- fólks og fleiri atriða. Jafnframt tel- ur hann þetta líklegustu leiðina til að tryggja áframhaldandi útgáfu Alþýðublaðsins. Sighvatur Björgvinsson, formað- ur Alþýðuflokksins, segir að fram- haldið eftir 10. nóvember, þegar þessum samningi ljúki, fari eftir því hvemig blaðið gangi. „Við getum þá kallað blaðið til okkar aftur og staðið í sömu spomm og nú. En ef vel gengur þá verður haldið áfram með útgáfuna í þessu formi,“ segir hann. Styður Alþýðuflokkinn í samkomulaginu sem gert var í gær felst m.a. að fylgt verði svip- aðri ritstjórnarstefnu og verið hefur í Alþýðublaðinu, þar sem lögð er áhersla á beinskeytta og gagnrýna fréttastefnu og pólitíska greiningu þjóðfélagslegra álitamála í anda jafnaðarstefnunnar, segir í fréttatil- kynningu. Ritstjóri verður ráðinn í samráði við Alþýðuflokkinn og verður gengið frá ráðningu hans á næstu dögum. Spurður að því hvor aðilinn muni ráða ritstjómarstefnu segir Eyjólfur að það muni ritstjór- inn augljóslega gera og vitnar að öðru leyti í það sem fram kemur hér að framan um ritstjómarstefnu blaðsins. Sighvatur svarar sömu spurningu með því að vísa til þess að í samningnum væri bundið að blaðið styðji áfram stefnu Alþýðu- flokksins. Síðan verði ráðinn rit- stjóri sem menn treysti til að fram- fylgja því. Að sögn Eyjólfs tekur Alþýðu- blaðsútgáfan að sér rekstur Alþýðu- blaðsins flokknum að kostnaðar- lausu. Fær útgáfan afnot af tækjum og aðstöðu fyrri útgáfu, annarri en j húsnæði. Blaðið flytur í Brautar- holt 1 um helgina en ísafoldarprent- * smiðja sem prentað hefur blaðið og j prentar áfram er í sömu húsa- lengju. Sighvatur og Eyjólfur búast við að starfsfólk Alþýðublaðsins muni halda áfram, fyrir utan rit- stjórann. Sæmundur Guðvinsson hefur ritstýrt blaðinu síðustu vik- urnar. Á of fáum höndum Guðmundur Árni Stefánsson, þingmaður Alþýðuflokksins, fagnar i því að Alþýðublaðið komi áfram út og telur samninginn við Alþýðu- blaðsútgáfuna ehf. ásættanlega niðurstöðu. Hann segist þó ekki geta leynt þeim skoðunum sínum að fjölmiðlar væru komnir á of fáar hendur hér á landi. Fijáls fjölmiðlun, sem á meiri- hlutann í Alþýðublaðsútgáfunni, . gefur út tvö önnur dagblöð og á hluti í ýmsum útgáfufyrirtækjum og tengist auk þess Stöð 2 eignar- j böndum. „Við göngum til samninga * við sjálfsætt félag, Alþýðublaðsút- gáfuna ehf., sem gaf út Álþýðublað- ið um tveggja ára skeið þegar ég var annar ritstjóra þess,“ segir Sig- hvatur þegar hann er spurður að því hvort samþjöppun eignarhalds á fjölmiðlun hefði valdið honum áhyggjum við þessa samninga. „Ég i get því dæmt um það af eigin reynslu að það samstarf gekk af- | skaplega vel og ég ef enga trú á örðu en að þetta gangi vel núna,“ segir hann. j

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.