Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.05.2007, Qupperneq 67

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.05.2007, Qupperneq 67
 við spurningum dönsku fornleifa- nefndarinnar er fjöldi hauga og kumla mun meiri en í yfirliti Finns eða um 200 talsins (Frásögur um fornaldarleifar 1983; Adolf Friðriksson 1994, bls. 77). Þar ægir einnig saman ungu og nýju, samgönguminjum og náttúrumynd- unum. Samkvæmt Jóni Ólafssyni Grunn- víkingi, höfðu menn grafið í nokkra hauga í leit að haugfé um 1656. Voru það gjarnan lærðir menn sem voru trúlega að svala forvitni sinni en ekki að leita fjársjóða. Dæmi um uppgrefti í slíka hauga eru Kormákshaugur í Miðfirði, Húnavatnssýslu og Gull- haugur í Tröllatungu, Steingrímsfirði, Strandasýslu (Jón Ólafsson 1815, bls. 168, 170). Einn af þeim einstaklingum sem skipulega tóku að grafa í kuml og hauga á 19. öld á Íslandi var Snæbjörn Kristjánsson hreppstjóri í Hergilsey. Um áhuga sinn á viðfangsefninu vitnar hann í ömmu sína sem segir: „»en ekki er fráleitt«, sagði hún, »að við nákvæma eftirtekt kunni að sjást fyrir dysjum, þar sem að hálfu leyti er uppblásið«“ (Snæ- björn Kristjánsson 1930, bls. 148). Svo fórust henni orð í munn þegar hann átti tal við hana á unga aldri um löngun sína til að grafa í hauga. Þegar yfir lauk reyndist hann vera einn athafnasamasti kumlagrafari landsins. Fræðileg nálgun var ekki mikið að angra Snæbjörn, frekar en aðra fornfræðinga á þessum tíma. Hann fylgdi gamalli hefð sem var að tæma aðeins innihaldið í kumlunum en láta allt annað vera svo sem jarðlagaskipan, teikningar, ytri gerð kumlanna og nánasta umhverfi þeirra. Snæbjörn var fæddur 1854. Hann lét draum sinn rætast um 1885-87 og var svo við gröft á kumlum fram yfir aldamótin 1900. Hann gróf gjarnan í fallegustu dysina að eigin sögn, hvað svo sem það kann að þýða. Undarlegt nokk er að í dag eru kuml aðeins talin vera á fimm stöðum í Barðastrandarsýslu, í Berufirði (í raun fjórir staðir og gróf Snæbjörn þar), á Skerðingsstöðum, á Brjánslæk, í Breiðuvík og í Vatnsdal. Snæbjörn kom við sögu sumra þessara staða, auk fjölmargra annarra staða sem ekki eru taldir öruggir kumlastaðir í dag (Kristján Eldjárn 1956, bls. 84-89; 2000, bls. 109-119). Líklega gerði Snæbjörn ekki greinarmun á kumlum, dysjum og kristnum gröfum, frekar en fyrirrennarar hans. Heitin kuml og dys voru reyndar notuð sem samheiti lengi vel, eins og þýðing á grein eftir Håkan Schetelig ber með sér, en hún birtist árið 1939. Að henni verður vikið síðar. Fyrstu fræðilegu rannsóknirnar og/ eða lýsingarnar á kumlum á Íslandi byrja í lok 19. aldar með rannsóknum þeirra Kristians Kålunds (1882), Sig- urðar Vigfússonar (1881a-b, 1882), Daniels Bruuns (1899, 1903) og Daniels Bruuns og Finns Magnússonar (1910). Kristian Kålund birti ritgerð um kumlin árið 1882. Var fjöldi kumlastaða á landinu þá aðeins 25 og fjöldi einstakra kumla svipaður. Þetta var trúlega fyrsta heilsteypta yfirlitið yfir íslensk kuml, þ.e.a.s. örugg kuml. Næsta heildræna yfirlit birtist svo ekki aftur fyrr en í dr. ritgerð Kristjáns Eldjárns árið 1956, sem einnig verður vikið að síðar (6). Håkan Schetelig varð fyrstur manna til að draga menningarsögulegar og félagslegar ályktanir út frá kumlum í ritgerð sem upphaflega kom út á norsku árið 1937 en birtist svo þýdd í Árbók Hins íslenska fornleifafélags árið 1939. __________ 67 Bjarni F. Einarsson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123

x

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.
https://timarit.is/publication/1111

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.