Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.05.2007, Side 46

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.05.2007, Side 46
 verið skilin eftir á brennslustaðnum, verið grafin í gryfjur eða verið sett í leirker eða trékör. Í ríkmannleg kuml voru lagðir gripir, leirker með mat og drykk, auk dýra sem hafði verið fórnað, á meðan í sumum þeirra finnast aðeins leifar flíka eða eingöngu bein hins látna. Grafirnar gátu verið ósýnilegar, án nokkurra ytri merkinga, jafnt sem vel sýnilegar sem grafhaugar eða flatar á yfirborðinu með reistum steinum í kring. Flestir voru jarðaðir í kumla- teigum en stakar grafir eru einnig þekktar. Forsendurnar fyrir greftrun voru mismunandi í tíma og rúmi. Sums staðar var heimilisfólk jarðað saman, á meðan á öðrum stöðum virðast karl- menn hafa verið jarðaðir sér og konur einnig. Í einhverjum tilfellum virðast börn einnig hafa verið jörðuð saman á afmörkuðum stöðum. Grafir ungabarna finnast einnig oft í gólfum íveruhúsa. Tæplega hafa allir látnir verið jarðaðir á þann veg að auðvelt sé að finna þá og þess vegna verður að reikna með að meðferð einhverra þeirra sé framandi fyrir okkur í dag. Hugsanlegt er að lík einhverra hinna látnu hafi bara verið skilin eftir úti í skógi jafnt sem á opnum ökrum. Jafnvel lík sem voru brennd voru meðhöndluð með mismunandi hætti innbyrðis. Venjulega finnst minna en helmingur beinanna þegar mann- eskja hefur verið brennd og jörðuð. Lík þeirra sem brenndir voru hljóta þess vegna að hafa verið hluti af helgisiðum sem ekki hefur enn tekist að greina. Hugsanlega hefur hluti af brenndu beinunum og leifum líkbálsins verið dreift um nánasta umhverfi, til þess að hinn látni yrði með bókstaflegum hætti hluti af landareigninni. Skilgreining norræns átrúnaðar sem „hefðbundins lifnaðarháttar“ (s. hävd- vunna sättet att leva) felur í sér fjöl- breytileika í helgisiðum og bendir þar með til þess að hann hafi hvorki verið einsleitur né samstæður sem trú. Í stað þess ber að líta á trúna sem seríu samblandaðra siðvenja sem eru breyti- legar á milli mismunandi samfélaga en einnig á milli aldurshópa, kynja og félagslegrar stöðu. Hugsanlega ætti að líta á hin sameiginlegu skandinavísku einkenni, eins og t.d. bátsgrafir og helg örnefni, sem trúarleg tákn afmarkaðrar yfirstéttar sem hefur víðtæka tengingu um öll Norðurlönd. Spurning um tíma Þegar íslenskir höfundar 13. aldar skrifuðu texta sína hljóta þeir að hafa skilið undirstöðuatriði og ástæður frá- sagnanna sem samfelldar heildir úr eigin samtíma. En rannsóknir á einstaka yrkisefni hafa leitt í ljós að aldur þeirra getur verið mjög mismunandi. Við upphaf 13. aldar lýsir Snorri Sturluson því í Gylfaginningu hvernig sólin er dregin yfir himininn af hestunum Árvakri og Alvitra. Myndir og gripir frá bronsöld gefa vísbendingu hversu gamall þessi hugsunarháttur er en hugmyndin á sér fyrirmynd í hinum þekkta sólarvagni frá 14. öld f. Kr. Sólarvagninn fannst í mýrinni Trund- holm á Norður-Sjálandi í byrjun 20. aldar og samanstendur af sex hjóla vagni, sem festur er á gullslegna skífu úr bronsi, dregnum af hesti einnig úr bronsi. Svipaður gripur fannst í Tågaborg við Helsingjaborg. Auk þess eru til myndir af sólarskífum, sem dregnar eru af hestum, á rakhnífum og í hellaristum frá bronsöld. Myndirnar sýna að sólin var ekki síður mikilvæg í hugmyndaheimi og átrúnaði bronsaldar en járnaldar. Engu að síður var þessi __________ 46 „Mission impossible?“
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123

x

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.
https://timarit.is/publication/1111

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.