Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.05.2007, Qupperneq 25

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.05.2007, Qupperneq 25
 Maðurinn var herra yfir dýrunum. Í guðfræði og heimspeki miðalda og endurreisnar var náttúran sköpuð til að þjóna þörfum mannanna, og ef ekki í raun, þá a.m.k. í siðfræðilegu og fagur- fræðilegu tilliti gegndu dýrin því hlut- verki. Dýr voru notuð sem hliðstæð dæmi í siðfræðilegum dæmisögum, hvort heldur var í trúarlegum eða veraldlegum tilgangi í heimssýn mið- alda (Ferguson 1961, bls. 8 o.áfr.; Flores 2000, bls. x o.áfr.). Þrátt fyrir vísindabyltinguna, þegar maðurinn var líffræðilega talinn með í dýraríkinu, er náttúruskilningur Vestur- landa ekki síður mannmiðlægur, þ.e. miðast út frá því að maðurinn sé miðpunktur sköpunarverksins en dýrin sem áður fyrr í grundvallaratriðum frábrugðin manninum. Litið er á dýr ýmist sem „ofnýtt“, „í útrýmingar- hættu“, „vernduð“ eður „þess virði að vernda þau“, þ.e.a.s. skilyrðislaust undirgefin ofurvaldi mannsins. Maður- inn er aftur á móti álitinn dýr með sérstöðu, sem á að þakka ofurvald sitt að verið gefið frá náttúrunnar hendi andlega og menningarlega yfirburði. Út frá röklegum hugsanagangi er þannig vandamálum undirorpið að skilja menningu eins og þá forkristnu, þar sem bilið milli dýra og manna er að því er virðist fljótandi (Tapper 1994,bls. 48; Ingold 1994). Jafnframt er merkilegt að trúin á hamskipti, og þar með á tvískipt samband milli manna og dýra, skuli vera langlíf í þjóðtrú víða um Evrópu, þar sem vísað er til hennar fram yfir 1800 og allt til upphafs 20. aldar (Davidson 1978; Ginzburg 1983; Raudvere 2001, bls. 107; Price 2002, bls. 376 o.áfr.). Myndræn list norræn á 6. og 7. öld sýnir fólk í dýrshami sem úlfa, gelti og ránfugla. Þessi samsetning dýrategunda er síðan endurtekin í skreytilistinni og lifir góðu lífi í mannanöfnunum. Öll eru dýrin villidýr; eiginleg valds- og bardagadýr – úlfar og geltir – tengjast skýrum böndum stríðsmenningu yfir- stéttar á járnöld. Örninn tengist líka frá fyrstu myntsláttu því sem er talið er vera Óðinn á tindi valds síns – á mörkum tveggja tilverustiga. Óðinn er æðstur ása, ekki af því að hann er hermaður, heldur fremstur seiðmanna. Hann veldur seiðnum og þar með hamskiptunum (sjá t.d. Hedeager 1999; Price 2002; Solli 2002). Eins og kunnugt er lýsing Snorra eftirfarandi: „Óðinn skipti hömum. Lá þá búkrinn sem sofinn eða dauðr, en hann var þá fugl eða dýr, fiskr eða ormr og fór á einni svipstund á fjarlæg lönd at sínum erendum eða annarra manna“ (Ynglinga saga 7). Víða í norrænum textum birtist Óðinn sem annar en hann er sjálfur; hann brúar bilið millum manns og dýrs og millum karls og konu. Lýsing Snorra af honum er hliðstæð frummyndinni um sjaman (Lindow 2003) og myndfræðin styður þýðingu dýrafylgjanna – fuglsins, ormsins og hins mikla dýrs (Hedeager 1999). Hugmyndin um mannsanda, sem getur farið um í dýrshami, fer eins og eldur í sinu um norræna texta: hugr, fylgja og hamr. Hugr, andi eða sál, getur yfirgefið líkamann, annað hvort sem mannsmynd eður dýr (Davidson 1978). Maðurinn hefur þó ekki nokkra stjórn á þessum hug, sem einnig má kalla „hugsun“, ósk eða þrá eða jafnvel skaphöfn, sem greinilega vísar til norrænnar sálutrúar sem felur í sér að hver maður hafi fleiri en eina „sál“. Hugr gefur sjálfan sig til kynna aðeins Lotte Hedeager __________ 25
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123

x

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.
https://timarit.is/publication/1111

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.