Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.05.2007, Qupperneq 59

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.05.2007, Qupperneq 59
 A. Flemming (1973, bls. 179) og J. Tainter (1978, bls. 129) telja að sú vinna sem lögð var í hvert kuml sé vísbending um félagslega stöðu hins látna. Því hærri sem hún var því meiri vinna var lögð í kumlið eða þær athafnir sem tengdust greftruninni. Dæmi um slíka vinnu er t.d. haugar með mikið minnisvarðagildi (sæ. monumentalitet). En það er ekki endilega heildarorkan, eða vinnumagnið, sem lögð er í verkið sem er áhugaverð, heldur samhengið á milli hennar og þeirrar orku sem samfélagið býr yfir og hvernig hún dreifist eða skiptist í tíma. A. Bennet er fylgjandi þessari skýringu en bætir við að formið á kumlum sé afar mikilvægt. „Det påtagligaste resultatet av kombinations- analysen av basgruppens gravar är sambandet i gravarna mellan yttre utformning och kön samt social ställning“ (1987, bls. 159). Þetta á fyrst og fremst við grafir frá eldri járnöld. Bennet telur að breytileiki í haugfé og formi grafa beri að túlka sem mun á annars vegar hugmyndum fólks um dauðann og hins vegar á félagslegri uppbyggingu samfélaga. Hún tekur m.ö.o. upp hugmyndir Binfords um að gröfin sé birtingarmynd félagslegra aðstæðna. M. Shanks og C. Tilley eru alger- lega ósammála Binford og öðrum fylgismönnum Nýju fornleifafræðinnar. Þeir hafna þeirri hugmynd að hægt sé að lesa félagsleg ferli beint úr athöfnum tengdum greftrun og að greftrunarsiðir virki sem sameinandi atriði fyrir hið félagslega kerfi. Þessu hafna þeir m.a. vegna þess að Nýju fornleifafræðinni mistekst að útskýra innihaldið og samhengið í greftrunarsiðunum. Sam- kvæmt Shanks og Tilley sýna athafnir tengdar greftrun ekki bara hið félagslega kerfi, þær umbreyta því einnig og afskræma (1982, bls. 152). Þeir segja: „We wish to argue that ritual activities form an active part of the social construction of reality within social formations and may be conceived as a particular form of the ideological legitimation of the social order, serving sectional interests of particular groups“- (Shanks og Tilley 1982, bls. 130). Samskiptin við mannfélagsfræðina urðu þess valdandi að innan fornleifa- fræðinnar var farið að líta svo á að áþreifanlegar minjar, bæði fornleifar og forngripir, báru ekki aðeins með sér upplýsingar um tímatal, tegundafræði eða menningartengsl. Þær báru einnig með sér félagslegar upplýsingar. Grafir voru ekki bara samansafn gripa sem hægt var að tegundagreina, aldursgreina og greina til uppruna. Þær fólu einnig í sér upplýsingar um trúarlegar hug- myndir og félagslegt skipulag. Segja má að þessar gælur við mannfélagsfræðina hafi dregið fram þá staðreynd mun skýrar en áður að á bak við forngripina og fornleifarnar voru manneskjur og tengsl þeirra í millum (Tainter 1978, bls. 106). Hér hafa verið nefndir nokkrir mikilvægir þættir mannfélagsfræðinnar sem áhrif hafa haft á fornleifafræðina í áranna rás, svo sem það að tengja efniviðinn við manneskjur. Fornleifa- fræðin hefur að auki þegið mikið af fræðiheitum sínum frá mannfélags- fræðinni og hugsanlega hefur mann- félagsfræðin einnig haft ákveðin áhrif á aðferðafræði uppgrafta. T.d. grófu menn hér áður fyrr aðeins innan úr __________ 59 Bjarni F. Einarsson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123

x

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.
https://timarit.is/publication/1111

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.