Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.05.2007, Qupperneq 10

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.05.2007, Qupperneq 10
 Um vald húsfreyja á Íslandi á fyrri tíð __________ 10 Ljósmóðirin, sem á fornar rætur í einka- sviðinu, verður óhjákvæmilega einnig hluti af opinberu hagkerfi þegar hún er orðin opinber starfsmaður. Þessar fáu ábendingar geta skýrt, hvernig venjulegar skilgreiningar og athuganir hafa tilhneigingu til að brengla mynd þeirra afla sem ráðandi eru, ef þeim er beitt á önnur sam- félagsmynstur en okkar. Því er það engan veginn öruggt að þau verkefni, sem samkvæmt okkar skilgreiningu tilheyra einkasviði eða hagstýringu heimilanna, hafi verið án valds og virðingar. Í því sambandi er erfitt að hugsa sér nokkuð meira ráðandi en húsmóður til sveita, sem skammtar soltnum mat, vel vitandi að langur gangur var til matar á næsta bæ. Þar á ofan er það mjög óvíst, hvort menn hafi fyrrum ætlað því, sem við nefnum „hið opinbera“, slíkan sess virðingar og nú ber raun vitni. Auk meira eða minna opinberra sagnaskrifa var á Íslandi óvenjulega rík, almenn sagnahefð, sögur og ævintýri, sem gerir mögulegt að kynnast, hvernig fólkið í landinu skynjaði sjálft sig í margháttuðum atvikum á æviferlinum. Heimildir af þessum toga hafa því með tilliti til þessa verulegt sannleiksgildi og gefa innsýn í hegðunarmynstur al- mennings án þess að skyggnst sé í réttarfarsbækur sýslumanna, jarðeigna- registur konungs, að ógleymdum kenn- ingabundnum hugsunum kirkjunnar manna. Kjarni almennrar sagnahefðar er einkum varðveittur í tengslum við reynd hversdagslegra atvika. Með því að kynna sér í nærmynd sagnir almenn- ings má einmitt greina, hve mikilvægu hlutverki konur gegndu við búrekstur og félagslega. Í þessum heimildum – sem er að rekja til og varðveittar eru af fólkinu í landinu – koma hvað eftir annað fyrir tvær gerðir valdshafa: Bóndinn og hús- freyjan. Í hinu mjög svo kyrrstæða bændasamfélagi á Íslandi má greina, hve sagnalegur áhugi hverrar kynslóðar endurspeglaði samtímann í fortíðinni og öfugt. Mjög áberandi í þessu mynstri eru valdamiklar húsfreyjur. Bændurnir voru vissulega einnig valdmiklir en yfir þeim er tæpast sami skörungsskapur og húsfreyjunum og yfirbragð þeirra er jafnvel ögn góðlátlegra. Á íslensku eru mörg orðtök, sem lýsa því, að konan sé í senn bæði bóndinn og húsfreyjan á bænum og ráði því öllu um búreksturinn. Þetta á vissulega við, þegar konan átti býlið, en í langflestum tilfellum er með slíkum orðtökum vísað til kvenna, giftum bændum, sem sjálfar báru af í dugnaði og ráðsmennsku. Þetta bendir til þess, að slíkir kvenforkar hafi síður en svo verið fátíðir og staðfestir, að valdi á sveitabýlum var tvískipt. Stjórnun á búrekstri sveitabýla, sem voru grunneiningar hins gamla íslenska sveitasamfélags, krafðist þess vegna aðkomu tveggja valdshafa, bóndans og húsfreyjunnar eða oftast eiginmanns og eiginkonu. Þegar kona tók við forstöðu á sveitabýli, var venjulega sagt, að hún fengi búrlyklana og tæki við bús- forráðum. Í Íslendingasögu frá miðri 13. öld er samtímafrásögn, er lýsir, hvernig lyklavöld eru táknræn fyrir valdastöðu konunnar. Atvikið átti sér stað á höfuðbóli, þar sem konan hvatti til hefnda eftir föður sinn og bræður, sem fallið höfðu í mikilli orrustu. Eigin- maðurinn var friðsemdarmaður og var ekki áfram um hefndirnar. Hún hótaði þá að skilja við manninn, ef ekki ræki með hefndirnar. Að síðustu ögraði hún
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123

x

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.
https://timarit.is/publication/1111

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.