Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.05.2007, Page 78

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.05.2007, Page 78
 þær til eigna í fjárhagsbókhaldi ríkis, sveitarfélaga og sjóða. Með þessu var fetað í fótspor Ástrala sem höfðu þegar tekið upp slíkt kerfi. Allt skyldi talið fram, hlutir eða einingar, þar sem litið var svo á að hið varðveitta aflaði vörsluaðila varanlegar tekjur. Skil- greiningin náði einnig til áhalda eða búnaðar sem notaður væri vegna viðhalds viðkomandi hluta. Túlkun reglugerðarinnar var víðtæk og náði til forngripa, bóka og skjala, svo eitthvað sé nefnt. Innkoma menningarminja í opinbert bókhald olli talsverðu fjaðra- foki; safnamenn töldu að sér vegið og kennileg umræða um mál þetta blómstraði á meðal hagfræðinga. Að- ferðafræði sú sem nota átti við mat menningarminja þótti auk þess fram- andi. Menningarstofnanir skyldu styðj- ast við ákveðna tegund verðmats sem felst í því að rökstyðja hve hárra skaðabóta væri hægt að krefjast fyrir þjófnað eða altjón á viðkomandi hlut eða einingu (3) (The Treasury, 2002; Hooper et al., 2005). Þrátt fyrir að áratugur hafi liðið frá því að málið kom fyrst upp neita nokkur minni söfn á Nýja-Sjálandi ennþá að innleiða hinn nýja sið í ársskýrslum sínum. Ástæður safnanna fyrir því hafa hinsvegar verið af praktískum en ekki siðferðislegum toga; fyrirskipunin þjóni einvörðungu hagsmunum valdhafa og undirfjármagnaðar stofnanir hafi hvorki tíma né mannafla til að leggja út í slíka naflaskoðun á hverju ári (Hooper et al., 2005). Ein þeirra stofnana sem samvisku- samlega hefur talið fram menningar- minjar er þjóðskjalasafn Nýsjálendinga, Archives New Zealand. Aðferð safnsins er hins vegar nokkuð frábrugðin aðferð þeirra safna sem verðmeta hverja einingu fyrir sig. Forsvarsmenn þjóð- skjalasafnsins tóku hinum nýju reglum heldur fálega þegar þær gengu í gildi; ástæðurnar voru reyndar af praktískum toga enda fyllti safnkosturinn eina 77 kílómetra af hillum samtals. Loks féllust yfirvöld á þá tillögu safnsins að ritmálið yrði flokkað annars vegar eftir aldri og hins vegar eftir hilluplássi sem það fyllti. Til dæmis var lengdarmetri af skjölum frá því fyrir árið 1852 metinn á 202.400 nýsjálenska dollara á meðan metri af skjölum frá árunum 1945-1970 var metinn á 2200 nýsjálenska dollara (4). Þetta þótti mörgum Nýsjálending- um að sjálfssögðu farsakennt (Carnegie og Wolnizer, 1995) þó svo að þarlent ríkisbókhald hafi ekki gert neinar athugasemdir (Hooper et al., 2005). Kostir þess að setja verðmiða á menningarminjar Rétt er að velta fyrir sér hvað yfir- völdum gekk til með því að krefjast þessara upplýsinga frá söfnum. Nútíma rekstur gerir kröfu um aukið gagnsæi; ekki síst af hálfu þeirra sem háðir eru rekstrarfé frá öðrum. Segja má að gagnsæi skapi stjórnunarlegan aga. Kostir gagnsæis eru þó ekki ótvíræðir. David Garland (1987) álítur að í gagnsæi geti falist mikið valdaafsal; áhrif utanaðkomandi sjónarmiða aukast í réttu hlutfalli við fjárhagslegt gagnsæi. Með slíku valdaafsali getur hugsanlega dregið úr sjálfræði viðkomandi stofn- unar. Í sama streng tekur einn áhrifa- mesti heimspekingur síðustu aldar, Michael Foucault, og segir allar birt- ingarmyndir aukins eftirlits nýja tegund valdbeitingar. Hann gengur raunar lengra og telur forsendur skipulagningar eða stjórnunar vera haldbæra þekkingu __________ 78 eða valkostar, hvort sem til tekjuauka eða kostnaðar. Með því að setja verðmiða á já- kvæðar og neikvæðar afleiðingar ákveðinna aðgerða getur hið opinbera lagt mat á það hvort valkostur sé þjóðhagslega hag- kvæmur eður ei. Val- kosturinn telst hag- kvæmur ef samfélags- legur kostnaður er minni en ávinningur- inn og óhagkvæmur ef kostnaðurinn er hærri en ábatinn (sjá t.d. Ágúst Einarsson, 2004). (3) Bókhaldsstaðall sá sem mat á menning- arminjum var lagað eftir heitir FRS-3. Þar kemur fram að „sann- gjarnt virði“ fyrir hlut sem ekkert markaðs- virði þekkist fyrir fáist með aðferð sem á ensku nefnist depre- ciated replacement cost (Hooper et al., 2005). Þess má geta að margar aðferðir eru til við slíkt mat (sjá Brynhildur Davíðsdóttir 2006, bls. 137 o.áfr.). (4) Samkvæmt gengi krónunnar gagnvart nýsjálenskum dollar þann 12. nóvember 2006 jafngilda 2200 nýsjálenskir dollarar 99.000 íslenskum krónum og 202.400 nýsjálenskir dollarar 9.108.000 íslenskum krónum. Er rétt að setja verðmiða á menningarminjar?
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123

x

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.
https://timarit.is/publication/1111

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.