Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.05.2007, Side 48

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.05.2007, Side 48
 ingu. Breytingin snýst ekki um óvirk lán, heldur virkt val og endursköpun framandi fyrirmynda. Líta verður á þetta virka val sem þátt í skipulagi þar sem mismunandi félagslegir hópar taka til sín ýmis konar framandi menningar- lega þætti og laga að sínum. Stað- bundnu umbreytingarnar leiða af sér nýja menningarlega þætti – eins konar blendinga eða jafnvel bastarða. Forn- norrænir trúarsiðir eru þess vegna fullir af bastörðum, líkt og allir aðrir menn- ingarheimar. Sameiginlegir þættir í trúarlegum siðum íbúa Norður-Evrópu benda til endurtekinnar samblöndunar skandi- navískra, samískra, finnskra, baltneskra og slavneskra menningarheima. Sam- skipti á milli fólks á meginlandi Evrópu og í löndunum við Miðjarðarhaf hafa jafnvel haft afgerandi áhrif til breytinga á hinum norræna átrúnaði. Skandinavar höfðu augljós tengsl við íbúa þessara svæða strax á bronsöld og vel má vera að hugmyndir um hið forna hlutverk sólarinnar hafi verið undir áhrifum frá eystri hluta Miðjarðarhafssvæðisins einnig. Árhundruðum fyrir tímatal okkar, einkenndist meginland Evrópu af keltneskum fornríkjum með stórum víggirtum borgum. Á keltneskum svæðum voru sérstakar ferkantaðar girðingar notaðar fyrir stórar trúarlegar máltíðir en svona girðingar fundust nýlega í Kärragård í Suður-Hallandi. Fundurinn sýnir að jafnvel Skandinavía og sú trú sem þar var iðkuð varð fyrir áhrifum af hinum keltneska menningar- heimi. Að öðru leyti var það rómverska ríkið sem var mikilvægasta fyrirmynd skandinavísks átrúnaðar og þeirrar trúar sem þekkt er úr íslensku fornbók- menntunum. Vegna ránsferða við upp- haf tímatals okkar til staða innan keltnesku fornríkjanna á meginlandi Evrópu lá heimsveldið allt í einu mjög nálægt skandinavísku umráðasvæði. Nálægðin við Rómaveldi birtist í róm- verskum gripum sem verða áberandi í Skandinavíu fyrstu öldina eftir Krists- burð en bein samskipti á milli þessara svæða verða ekki almenn fyrr en eftir Markomannstríðið á 2. öld. Líklega ferðuðust rómverskir verslunarmenn og erindrekar til suðurhluta Skandinavíu á 3. og 4. öld, en á sama tíma hófu Skandinavar að ganga á mála hjá rómverska hernum. Samfundir þessara menningarheima urðu til þess að rómverskar fyrirmyndir blönduðust, í breyttu formi þó, hinum staðbundnu í Suður-Skandinavíu, þrátt fyrir fjarlægð á milli landamæra þeirra. Eitt sérlega greinilegt dæmi um þessa rómversku blöndun er rúnaletrið. Rúnir urðu til úr latneska stafrófinu við lok 2. aldar eða um aldamótin 200 í Suður-Skandinavíu. Rúnirnar hafa sama grunnform og hljóðgildi og latnesku fyrirmyndirnar en um leið mynda þær eitthvað nýtt. Það sem greinir þær frá latnesku bók- stöfunum er að rúnirnar búa bæði yfir hljóðgildi og hugtaki. Rúnunum er raðað í eigin röð og notkun þeirra er allt önnur en latneska stafrófsins. Sá sem bjó rúnirnar til skapaði þar með rómversk-skandinavískan blending. Rúnirnar tengjast einstaka sinnum skandinavískum skáldskap og dýra- skreyti sem var sérstakur stíll þar sem skýrar, jafnt sem óskýrar, dýramyndir fléttuðust hver um aðra. Fyrirmyndir þessara tjáningarforma má eflaust rekja til Rómaveldis. Dýraskrautið, sem rekja má aftur til 4. og 5. aldar, virðist hafa orðið fyrir áhrifum skreytistíls og dýramynda sem venjulega má tengja við rómverska herinn í umdæmum __________ 48 „Mission impossible?“
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123

x

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.
https://timarit.is/publication/1111

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.