Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.05.2007, Qupperneq 51

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.05.2007, Qupperneq 51
 tímabilinu á 9. og 10. öld hélt blöndun- in áfram, þó greina megi heiðin mót- mæli gegn henni í táknum eins og þórshamrinum. Á seinni hluta 10. aldar og á þeirri elleftu meðtóku skandi- navískir ríkisþegnar kristna trú en á sama tíma má skýrt sjá að heiðnar dýraskreytingar voru áfram notaðar í kristnu samhengi. Þegar kirkjan festist í sessi sem stofnun, þó með rómönskum áherslum upprunnum frá meginlandi Evrópu, lifðu sögurnar um hina fornu guði og hetjur áfram. Söguritararnir eins og Saxo Grammaticus og Ís- lendingurinn Snorri Sturluson reyndu báðir með ólíkum hætti að sameina heiðna og kristna siði þegar á 13. öld og kynntu þar með Skandinavíu sem hluta af hinni kristnu Evrópu og sögu hennar. Sé litið til þess hversu langt aftur í tíma hægt er að greina leifar kristnu skandi- navísku trúarinnar, er erfitt að úrskurða hvað er heiðið og hvað er kristið í miðaldatextunum. Hvort heldur sem er, þá sköpuðu 13. aldar höfundarnir nýja en blandaða mynd af trú sem sjálf var einungis framhald breytinga sem áður höfðu átt sér stað. Rómverskur bastarður Ekki er til svar við spurningunni um aldur og uppruna norræns átrúnaðar. Sumir þættir hennar eru mjög gamlir en hægt er að rekja þá allt aftur á eldri bronsöld (1700-1100 f. Kr.), á meðan aðrir eru svo ungir að þeir eru jafn- gamlir kristnu trúboði á 9. öld e. Kr. Trúarsiðir, jafnt sem heimsmyndir, breytast í tímans rás vegna blöndunar þeirra við aðra menningarheima. Áhrif- in frá rómverska ríkinu hafa einkum og sér í lagi verið afgerandi fyrir ytri og innri einkenni norrænnar trúar, í það minnsta eins og þau birtast í fornleifum frá yngri járnöld eða sem kristin tákn í íslenskum miðaldabókmenntum. Hugmyndin um að norrænn átrúnaður standi fyrir gamlan og óbreytanlegan sið á jaðri Evrópu stenst ekki. Í staðinn hefur hún verið í stöðugri breytingu og túlkuð að nýju í gegnum framandi fyrirmyndir. Þessi niðurstaða veitir jafnframt yfirsýn yfir það hvernig nor- ræni átrúnaðurinn hefur verið túlkaður á síðari tímum. Fram að þeim tíma sem rómantíkin ruddi sér til rúms á 19. öld var litið svo á að norrænu guðirnir væru sambærilegir þeim klassísku í Grikk- landi og Rómaveldi en það er hliðstætt þeirri þýðingu sem rómversk áhrif höfðu á eldri járnöld í raun. Þjóðernis- rómantíkin á 19. og 20. öld, sem lagði mikla áherslu á norræn séreinkenni, hefur aftur á móti lítið sameiginlegt með rannsóknum í dag. Forn eða upp- runalegur norrænn átrúnaður hefur aldrei verið til, vegna þess hve róm- versku áhrifin voru sterk. Hæglega mætti halda því fram að hernaður nor- rænna víkinga og heiðindómur þeirra hafi jafnvel verið óhugsandi án tilkomu Rómaríkis. Heimildaskrá Andrén, A. (1997). Mellan ting och text. En introduktion till de historiska arkeologierna. Stokkhólmur: Brutus Östlings Bokförlag Symposium. Andrén, A., Jennbert, K. & Raudvere, C. (ritstj.). (2004). Ordning mot kaos. Studier av nordisk förkristen kosmologi. Vägar till Midgård 4. Lundur: Nordic Academic Press. Andrén, A. & Carelli, P. (ritstj.). (2006). Odens öga. Mellan makter och __________ 51 Anders Andrén
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123

x

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.
https://timarit.is/publication/1111

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.