Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.05.2007, Page 71

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.05.2007, Page 71
 eru. Ekki má gleyma því að ekki er hægt að útiloka að bæir séu hreinlega ófundnir þar sem kuml virðast í dag vera langt frá bæjum. Um Hólms- kumlið sagði Kristján Eldjárn: „Eftirtektarvert er, að kuml þetta var allfjarri bæjum“ (1956, bls. 187). Þegar gagnger leit varð gerð að hugsanlegum skála árið 1996, fannst bæjarstæði um 250 m frá kumlinu. Sjálfur skálinn fannst svo sumarið 2002 og var fullgrafinn síðastliðið sumar (Bjarni F. Einarsson 2006). Ein hugmynd Adolfs er orðuð svo: „Perhaps the burials on boundaries were put down there to mark the property of the first settlers“ (2004a, bls. 16). Ef við höfum þá staðreynd í huga að íslensk kuml eru gjarnan býsna einföld að gerð og lágreist, er ólíklegt að þau hafi haft það hlutverk að vera landamerki. Landamerki áttu að sjást og til þess þurft þau að vera greinileg í umhverfinu. Annars virka þau ekki. Það má þó ekki gleyma því að næstum öll kuml voru gerð til að sýnast í ákveðnu samhengi, t.d. til að auðvelda mönnum að halda minningu viðkomandi á lofti með heimsóknum eða öðrum athöfnum. Því má ætla að sýniþörfin, eða minnisvarðagildið, hafi þó verið mismikil eftir því hvers átti að minnast og hver móttakandinn var. Með stærð og gerð kumlanna í huga eru það að líkindum hinir nánustu sem kumlin kölluðust á við. Þá aðila þurfti ekki að upplýsa um landamerki. Aðrir móttakendur voru ekki sjálfgefnir í landnámssamfélag- inu, t.d. vegna þess að langt gat verið til næstu nágranna og engin önnur sjálfgefin tengsl á milli einstakra landnámsbæja. Hafi þörfin á sýni- legum landamerkjum þrátt fyrir allt verið til staðar í upphafi landnámsins gátu önnur mannvirki hafa þjónað þeirri þörf. Vafasamt hlýtur að teljast að hinstu hvílustaðir ástvina hafi verið látnir þjóna tilgangi landamerkja. Þannig urðu þeir lengra „að heiman“ og erfiðari að heimsækja. Erfitt er að heimfæra slíkar hugmyndir, sem Adolf kynnir, upp á bændasamfélög víkingaaldar, þó þær virki í brons- aldarsamfélagi, þaðan sem hugmyndir Adolfs koma að líkindum að ein- hverju leyti. Í niðurlagi greinar sinnar segir Adolf: „The potential of this material is far from being exhausted. For instance, it appears that the population found in the near burials is quite different from those found far away from farms“ (2004, bls. 16. Undirstrikað af höfundi). Þetta er afar merkileg fullyrðing, en því miður hefur engin skýring komið á henni enn. Það verður því að líta á hugmyndir Adolfs sem frumgerð að módeli, sem ekki er hægt að taka alvarlega enn. Vonandi skýrist þetta síðar meir og vonandi verður biðin eftir nánari rannsóknarniðurstöðum ekki löng. Ein leiðin til að nálgast þennan efnivið er með aðferðum „contextual“ fornleifa- fræðinnar, eða síðferlihyggjunnar (e. postprosessual archaeology), sem losar rannsakandann eilítið við ó- sveigjanlega gagnagrunna og gefur færi á að rannsaka hið einstaka í efniviðnum. Aldursgreiningaraðferðir þær sem notaðar hafa verið við aldursgreiningu kumla fram að þessu leyfa því miður ekki að hægt sé að skipa kumlum niður í mismunandi aldurshópa. Ítarleg C-l4 greining ætti þó að geta komið að gagni, ekki síst þegar fram í __________ 71 Bjarni F. Einarsson
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123

x

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.
https://timarit.is/publication/1111

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.