Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.05.2007, Qupperneq 87

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.05.2007, Qupperneq 87
 marga bandamenn. Hans afkomendur urðu síðar fyrstu biskuparnir á Íslandi. Á áratugunum fyrir og eftir aldamótin 1000 bjó Grímur Svertingsson á Mos- felli. Hann var mjög áberandi höfðingi og lögsögumaður á Alþingi. Egill Skallagrímsson, tengdafaðir Gríms, bjó síðan þar á sínum efri árum. Hann lést á Mosfelli um 990 og samkvæmt frásögn í Egils sögu var hann upphaflega heygður í heiðinni gröf á Tjaldanesi, neðarlega í Mosfellsdal þar sem árnar Kaldakvísl og Suðurá mætast í mynni dalsins og renna saman til sjávar í Leiruvogi. Áratug síðar var lík Egils grafið upp og flutt að nýrri kirkju sem hafði verið byggð á Hrísbrú skömmu eftir kristnitöku árið 1000. Næstu kynslóðir sem tóku við búi af Grími og Þórdísi á Hrísbrú/Mosfelli á þriðja áratug 11. aldar, voru höfðinginn Ön- undur og sonur hans vígamaðurinn Hrafn. Eftirfarandi kafli úr Egils sögu segir frá byggingu fyrstu kirkjunnar að Mosfelli/Hrísbrú og síðar frá flutningi kirkju og kirkjugarðs á nýtt bæjarstæði, sem einnig var kallað Mosfell, um það bil 400 metrum austan við Hrísbrú. Kaflinn segir frá því að þessi flutningur hafi átt sér stað þegar Skafti prestur var viðstaddur en það segir okkur að þetta hafi gerst um miðja 12. öld. Ýmsar aðrar heimildir, svo sem Prestatal (sem er nafnaskrá íslenskra presta af merkum ættum frá 12. öld), segja frá því að Skapti hafi verið á lífi árið 1143 (Nafnaskrá íslenskra 1857, bls. 186). Skapti virðist hafa verið afkomandi Egils og hann gæti einnig hafa verið höfðingi. Sumir fræðimenn, þar á meðal Sigurður Nordal, álykta að Skapti hafi verið eigandi Mosfells og goðorðsins þar, á miðri 12. öld, þegar eftirfarandi atburðir úr Egils sögu áttu sér stað (Egils saga SkallaGrímssonar 1933, bls. vii): „Grímur að Mosfelli var skírður þá er kristni var í lög leidd á Íslandi. Hann lét þar kirkju gera. En það er sögn manna að Þórdís hafi látið flytja Egil til kirkju og er það til jartegna að síðan er kirkjan var ger að Mosfelli en ofan tekin að Hrísbrú sú kirkja er Grímur hafði gera látið þá var þar grafinn kirkjugarður. En undir altarisstaðnum þá fundust manna- bein. Þau voru miklu stærri en annarra manna bein. Þykjast menn það vita af sögn gamalla manna að mundu verið hafa bein Egils. Þar var þá Skafti prestur Þórarinsson, vitur maður. Hann tók upp hausinn Egils og setti á kirkjugarðinn. Var hausinn und- arlega mikill en hitt þótti þó meir frá líkindum hve þungur var. Hausinn var allur báróttur utan svo sem hörpuskel. Þá vildi Skafti forvitnast um þykkleik haussins. Tók hann þá handexi vel mikla og reiddi annarri hendi sem harðast og laust hamrinum á hausinn og vildi brjóta en þar sem á kom hvítnaði fyrir en ekki dalaði né sprakk, og má af slíku marka að haus sá mundi ekki auðskaddur fyrir höggum smá- mennis meðan svörður og hold fylgdi. Bein Egils voru lögð niður í utanverðum kirkjugarði að Mos- felli“ (Egils saga 1987, bls. 517). Á undanförnum árum hefur athyglin beinst að ofangreindum kafla úr Egils sögu. Niðurstöður þeirra rannsókna, sérstaklega um Pagets veiki og faralds- __________ 87 Jesse Byock et.al.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123

x

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.
https://timarit.is/publication/1111

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.