Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.05.2007, Blaðsíða 77

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.05.2007, Blaðsíða 77
 Þetta eru ekki ný sannindi. Á síðustu árum hafa hins vegar sjónarmið þeirra sem vernda vilja hið óáþreifanlega hlotið aukin byr (2). Sjónarmið þessi felast einkum í því að hægt sé að snúa vörn í sókn með því að tala sama máli og talsmenn auðhyggju; hin huglægu verðmæti séu auðlind sem þjóðhagslega dýrt yrði að tæma. Margt mælir með þessari markaðsvæðingu ,,mjúku“ gild- anna, einkum sú staðreynd að stjórn- málamenn hljóti gjarnan pólitískt braut- argengi á þeim forsendum að þeir standi vörð um góðan rekstur ríkissjóðs og næg störf. Því sé nauðsynlegt að sýna fram á efnahagslegt gildi menningar- minja svo réttlæta megi opinber fjárútlát til verndar, viðhalds og vegsemdar þeirra. Svokallaður ,,lobbí-ismi“ gengur út á að hafa áhrif á ákvarðanatökur og áherslur stjórnmálamanna og telja tals- menn umræddra sjónarmiða að auð- veldara sé að sannfæra hin ráðandi öfl með reiknistokkinn í hönd. Það eru vissulega til aðferðir til að meta menningarminjar til fjár og er það til að mynda gert í Eyjaálfu (sjá Hooper, Kearins og Green, 2005). Siðferðislegar spurningar eru hins vegar ótal margar og til að mynda hefur mikil orðræða átt sér stað hjá andfætlingum sem fróðlegt er að skoða nánar. Í þessari stuttu umfjöllun verður gerð grein fyrir nokkrum siðferðisspurning- um sem tengjast ofangreindum álita- málum, einkum þeirri hvort siðferðis- lega sé rétt að setja verðmiða á menn- ingarminjar. Í fyrri hluta greinarinnar verður tilfelli á Nýja Sjálandi skoðað í þeirri von að varpa megi ljósi á efni rannsóknarspurningarinnar. Í seinni hluta greinarinnar er að finna vanga- veltur um hugtök eins og almannagæði og einkavörur, verð og virði, og vald og merkingu. Loks verða niðurstöður dregnar saman. Framtal menningarminja í söfnum Nýja Sjálands Fyrir rúmum áratug ákváðu þar til bær yfirvöld á Nýja-Sjálandi að sama gilti um áþreifanlegar menningarminjar og aðrar eignir opinberra aðila; færa ætti __________ 77 Er rétt að setja verðmiða á menningarminjar? Dagný Arnarsdóttir Fyrir rúmri öld drap Oscar Wilde á kaldhæðni þess að geta borið skynbragð á verð allra hluta en ekki virði neins (1). Orð þessi, sem eru í þeim þversagnastíl sem einkenndi leikrit skáldsins, hafa á seinni árum öðlast nýtt og ólíkt líf hjá gagnrýnendum auðhyggju og ótakmarkaðs hagvaxtar. Ofuráhersla á hin ,,hörðu“ gildi á kostnað hinna huglægari hefur raunar reynst dýrkeypt þegar sjónarmið menningarminja eru annars vegar; eyðing minja hefur víðast hvar haldist í hendur við efnahagslegan vöxt. (1) Á frummálinu er setningin: ,,Cynicism is knowing the price of everything and the value of nothing“ og kom hún fyrir í leik- ritinu Lady Winder- mere’s Fan eftir Oscar Wilde. Í til- vituninni, sem og allri grein þessari, verður orðið price þýtt sem verð og orðið value þýtt sem virði. (2) Hér er vísað í ákveðna matsaðferð innan hagfræðinnar sem kallast kostnað- arábatagreining. Á ensku nefnist að- ferðin cost-benefit analysis. Hún er gjarnan notuð sem hjálpartæki við á- kvarðanatökur, til dæmis hjá hinu opinbera. Heildrænt, fjárhagslegt mat er lagt á afleiðingar á- kveðinnar aðgerðar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123

x

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.
https://timarit.is/publication/1111

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.