Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.05.2007, Síða 34

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.05.2007, Síða 34
 drepa birnina – það er ámóta afstaða og gefur að líta í gulli og grópavirki töskunnar litlu frá Sutton Hoo, en þó er þar kominn vargur í ból bjarnar (mynd 8). Þótt myndefnið með andstæðum skepnum sitt til hvorrar handar mann- eskju eigi rætur í sígildri myndbyggingu (Böhner 1991, bls. 702, o.áfr.), þá er hér eins og á kingunum áðurnefndum um yfirfærða og umbreytta merkingu að ræða þegar kemur að myndfræði járnaldar. Gefa þessar tvær uppstillingar mynd af upprunalegri vígslu berserks, eða bjarnhams annars vegar, og úlf- héðins eða úlfhams hins vegar? Jafngilti það að hermaður varð að drepa og innbyrða dýrafylgju sína, björn, úlf eða villigölt með hliðsjón af ákveðnum siðareglum, til að sameinast dýrinu og vinna skaphöfn þess og styrk? Í orrustu hafa þessir bjarn-, úlf- og svínhamir verið skelfilegir andstæðingar, því að mönnum mátti vera ljóst hvílíkan trölldómskraft þeir höfðu að geyma (12). Það er óhugsandi að björninn hafi gegnt þýðingarlitlu hlutverki í heims- mynd norrænna manna. Hann tengist órofa böndum helstu hetjum og her- mönnum Óðins sjálfs. Skortur á eftir- myndum hans í myndlistinni og í stíl- færðri framsetningu um alla járnöld og víkingaöld er svo átakanlegur að naum- ast verður önnur skýring fundin en að björninn, hvort heldur í dýralíki eða mannsmynd, hafi verið svo bannhelgur og borinn þvílík óttablandin virðing fyrir honum að vart hafi mátt gera mynd af honum. Endir Bjarnhamur, úlfhéðinn og svínhamurinn eru birtingarmyndir þrenns konar bar- daga, sem dýrin sjálf standa sem táknmynd fyrir. Björn er einmana, sjálfstætt og konunglegt dýr, sem býr yfir ofboðslegu afli og göfuglyndri framkomu ef því er að skipta, en getur í reiði brotið allt og alla sem koma nálægt honum. Úlfur aftur á móti fer alltaf í flokki með sterka samkennd, hann er útsjónarsamur og í grunninn blóðþyrstur. Berserkir og úlfhéðnar eru því fulltrúar tvenns konar bardagamáta á víkingaöld og yngri járnöld. Ber- serkurinn berst einn og getur sér orðstír með vopnfimi og hugrekki, hann heldur sig yfir það hafinn að leggja til atlögu við óvopnaðan eða auman andstæðing, og þar af leiðandi stendur hann í samanburði andstætt úlfhéðni, sem voru herflokkar víkingaaldar, sem fóru eldi og brandi um allt og alla. Ef unnt er að líta á björninn sem göfugan andstæðing, mætti líta á úlfinn sem hrottalegan og lúmskan. Að ógleymdu svíninu, sem er skepna mikils megnug og villt, en það tengdist eins og áður segir orrustu; svínfylking stendur fyrir oddmyndaða skipan með einum hermanni fremst, því næst tveir og svo koll af kolli, sem myndar svínstrýni að því að talið er. Í fornsögum virðist svínshamur aðallega tengjast skjóli og vernd, með svipuðum hætti og svínshjálmur átti að veita vernd í orrustu (Davidson 1978, bls. 138, o.áfr.). Úlfhéðinn, bjarnhamur og svínhamur eru fjarri lagi fyrirbæri sem einskorða sig við Norðurlönd, heldur hefur miklu víðari útbreiðslu í germanskri menningu fornaldar, en á því svæði eru nafn- myndirnar enn í notkun (Müller 1967; 1968). Hópar karlmanna sem börðust í trylltu ástandi og mynduðu eigin stétt hermanna, sem jafnvel stóð utan við lög Af mönnum og dýrum og þess konar skepnum __________ 34 (12) Í Hrólfs sögu kraka er sagt frá því að Böðvar Bjarki lætur Hött drekka bjarnar- blóð og éta hjarta úr birni. Skv. Näsström táknar þetta fórn og um leið vígslu ber- serkja (2002, bls. 74).
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123

x

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.
https://timarit.is/publication/1111

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.