Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.05.2007, Side 69

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.05.2007, Side 69
 tengslum við eigin rannsóknir í Hólmi í Nesjum, Austur-Skaftafellssýslu (Bjarni Einarsson 1998). Strax í upphafi kumlarannsókna á Íslandi voru kumlin gjarnan kennd við nafngreinda menn eins og fram hefur komið hér að framan og svo er enn þó ekki sé alltaf við fornleifafræðingana að sakast. Heimamenn eru mun ákafari í þeim efnum, enda gjarnan vel lesnir í Landnámu og héraðssögu (m.a. Íslend- ingasögum) sinni. Haugfé var lýst lítil- lega án þess að dregnar væru ályktanir um samfélagið og tilurð þess. Engin tilraun var gerð til að draga ályktanir af gerðfræði kumla, dreifingamynstri þeirra, né eðlis þess samfélags sem skóp þau. Með skrifum Scheteligs breyttist þetta lítillega, þó aðferðafræði við rannsóknir hafi nær ekkert breyst fram að lokum 20. aldar. Yfirleitt fundust kumlin af öðrum ástæðum en leit fræðimanna, t.d. vegna framkvæmda ýmiskonar, og oft voru þau býsna illa farin þegar fræðimenn komust loks í þau. Rannsóknir voru yfirleitt fremur fljótfærnislega gerðar og aðeins hirt um að hrifsa haugféð úr kumlinu og láta það gott heita, enda var sú aðferð almennt viðurkennd á þessum tíma. Nánasta umhverfi kumlanna fékk enga athygli með tilliti til mögulegra um- merkja eftir greftrunina eða annarra athafna tengdum kumlinu og útförinni. Schetelig orðar það nokkuð vægar með því að segja: „Þess skal getið hjer, að reglubundnar rannsóknir með uppgrefti hafa þá að eins verið framkvæmdar, er ástæður voru til, og mjög hógværlega farið í þær [þ.e.a.s. dysjarnar eins og hann kallaði kumlin]...“ (Schetelig 1939, bls. 7). Í umfjöllun um kuml nr. 4-6 á Vind- ási í landi Fellsmúla í Landsveit kemur fram ákveðið hugarfar, sem Schetelig vísar trúlega til. Þar segir svo: „Vorið 1927 fundust enn mannabein um 107 m vestur frá bæjarleifum Vindáss, og voru kumlin talin tvö og 14 m á milli þeirra. Matthías Þórðarson kom á staðinn og hirti leifarnar“ (Kristján Eldjárn 1956, bls. 49. Undirstrikað af höfundi). Svokölluð hestkuml eða hrossgrafir eru býsna algeng á Íslandi og eru t.d. talin vera í u.þ.b. helming kumla í Eyjafirði. Stundum liggur hesturinn, með eða án hauss, skammt hjá kumli, oft einn eða tvo metra frá, eða stundum í sama kumli og manneskjan. Dæmi um hið fyrrnefnda eru t.d. kuml nr. 9 og 10 á stærsta kumlateig Íslands á Dalvík eða Brimnesi, sem rannsakaður var 1909 (Bruun og Jónsson 1910). Annað dæmi er kumlið á Öxnadalsheiði sem rannsakað var 1962 (Kristján Eldjárn 1966, bls. 13-18). Þar voru um 30 sm á milli manneskju og hests. Þegar hesturinn er í eigin kumli er hann nær ætíð spyrtur við annað kuml þar sem manneskja hvílir. Augljós vandi við þessa ályktun er samtíðavandamálið, þ.e.a.s. hvort alger- lega öruggt sé að hestur og manneskja hafi virkilega verið heygð samtímis. Er alltaf átt við „rétt“ kuml, eins og Kristján Eldjárn bendir á varðandi Garðsárkumlið í Öngulstaðahreppi en þar voru 12 - 15 m á milli hests og manneskju (1956, bls. 147)? Gæti ekki annað kuml átt við hestinn, kuml sem er ófundið vegna þess að ekki var leitað nægilega vel? Á Hrollaugsstöðum í Hjaltastaðahreppi í Norður-Múlasýslu voru um 3 m á milli kumls og hestkumls en engu að síður er talað um að hrossið hafi tilheyrt kumlinu (Kristján Eldjárn 1956, bls. 178). Getur hestkuml hafa verið sjálfstætt kuml með __________ 69 Bjarni F. Einarsson
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123

x

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.
https://timarit.is/publication/1111

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.