Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.05.2007, Side 72

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.05.2007, Side 72
 sækir. Gjóskulagafræðin gæti einnig varpað skýrara ljósi á þetta atriði á vissum svæðum, ekki síst sunnanlands. Til þess þarf að greina betur 10. aldar gjósku, eins og t.d. þá sem kölluð er E 1 (Eldgjá 934 e. Kr.) og liggur yfir nokkrum kumlunum í Hrífunesi (Guð- rún Larsen og Sigurður Þórarinsson 1984, bls. 33). Ýmislegt bendir til þess að þess sé ekki langt að bíða. Geta má þess að skammt frá kumlunum í Hrífunesi, sem eru nokkuð dreifð, fannst áður óþekktur skáli um 1975. Ekki kemur fram hve langt er á milli kumlanna og skálans en geta má sér til að það hafi verið um 500 m eða þar um bil. Bærinn er að líkindum frá því snemma á landnámsöld, að því gefnu að kumlin hafi tilheyrt bænum og greining á formi bæjarins sé rétt, þó fjarlægðin kunni að þykja mikil. Hvað er langt frá bæ og hvað ekki getur verið afstætt. Um afstöðu kumla og bæja hefur verið fjallað lítillega áður (Bjarni F. Einars- son 1998, bls. 43-50). Niðurstaðan þar er að kuml hafi yfirleitt verið rétt utan túngarðs, varla lengra en 250 m frá bæ, eða hugsanlega hjá einhverri útstöð (8), svo sem seli, járngerðar- eða kola- gerðarstað (Bjarni F. Einarsson 1998, bls. 48-49). Engin ástæða er til annars en að trúa því að greftrunarsiðir frumbyggja þessa lands hafi verið býsna flóknir, ef marka má ritaðar heimildir sem við teljum að séu ekki alveg marklausar. Nefna má Eddukvæðin og rúnasteina sem dæmi (Hultgård 1996), auk hinnar merkilegu ferðasögu Ibn Fadlans frá árinu 922 e. Kr. (Vikingerne ved Volga 1981), sem dæmi um upplýsingar um flókna útfararsiði. Fram hefur komið hér að greftrunarsiðir geta verið afar mis- munandi hjá hinum ýmsu samfélögum og allt að því órökréttir þar sem viðteknum hugmyndum er snúið við eins tilfellið er t.d. með Skalava fólkið sem minnst er á hér að framan. Því er það nokkuð líklegt að við kumlin á Íslandi hafi farið fram einhverskonar athafnir tengdar hinum látna eða hinum látnu og að þessar athafnir hafi skilið eftir sig spor sem hægt er að finna, beint eða með einhverjum þeirra aðferða sem fornleifafræðinni standa til boða, hvort sem það er sporefnagreining, frjókorna- greining, yfirborðsmælingar eða ein- faldlega nákvæmur uppgröftur utan við kumlin. Lokaorð Þróun rannsókna á kumlum verður líklega ekki bara innan vébanda fornleifa- og mannfélagsfræða og sam- vinnu þeirra í millum á kennilegu- og aðferðarfræðilegu plani, heldur munu aðrar fræðigreinar svo sem sálfræði og aðrar atferlisfræðilegar greinar trúlega hafa mikil áhrif. Nærtækari dæmi eru kannski frekari þróun í náttúruvísinda- legum aðferðum, t.d. líffræðilegri mannfræði eða beinafræði og ýmsum efnafræðilegum greiningum. Einnig má nefna DNA rannsóknir, greiningu ýmissa sjúkdóma á beinagrindum eða greiningar á ættgengum einkennum. Þannig mætti t.d. greina bein á kumlateig og ýmiss fjölskyldutengsl eða skort á þeim. Áfram mætti bera saman kumlateiga í stöku sveit og aftur við kumlateiga annarstaðar af landinu. Einnig mætti greina dýrabein úr kumlum og öskuhaugum landnámsbýla með DNA greiningu og bera saman við aðra öskuhauga frá sama tíma í öðrum sveitum. Þannig væri hægt að komast að því hvort um einn stofn dýra hafi verið að ræða eða marga misjafna frá __________ 72 Kuml og samfélag (8) Heitið útstöð er hér notað yfir staði langt frá bæ, þar sem auð- lind var nýtt að stað- aldri, svo sem ver- stöðvar, jármgerðar- staðir, selstöður, egg- ver, gæsaveiðistöðvar o. s. frv.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123

x

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.
https://timarit.is/publication/1111

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.