Morgunblaðið - 03.11.1999, Page 57

Morgunblaðið - 03.11.1999, Page 57
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. NÓVEMBER 1999 57:^ FÓLK í FRÉTTUM Það krefst áræðís að vaða vel upp fyrir mitti í ískaldri jökulá. Þjálfun í að rata og lesa á kort er lykilatriði í allri útivist. Það er vissara að vera ekki iofthrædd- Hver segir svo að unglingar kunni ur þegar síga á 15 metra fram af þver- ekki að meta skyr? hníptum hamri. Ævintýrahelgi í Þórsmörk Klífa skriður, skríða kletta... SKÁTAFÉLÖGIN í Garðabæ, Kópavogi og Hafnarfirði og hjálparsveitir skáta héldu dróttskátamót í Þórsmörk 22.-24. október. Mótið var liður í samstarfí Bandalags ís- lenskra skáta og Slysavarnafélagsins Landsbjargar og sérstakur styrktaraðili þess var Tóbaksvarnanefnd. Mótið heppn- aðist sérslaklega vel enda lék veðrið við skátana og Þórsmörk skartaði sínu feg- ursta. Dagskráin fór fram víða um svæðið, allt frá Gígjökli og inn að Básum. Á föstudag- skvöldinu var skemmtilegur næturleikur sem reyndi á þekkingu í ýmsum skáta- íþróttum. Á laugardeginum var leikinn póstalcikur sem reyndi á margt það sem björgunarsveitir og dróttskátar glíma við. Við Gigjökul fengu dróttskátarnir Ieiðsögn um notkun mannbrodda og ísklifur, róið var á eintijáningi á jökullóninu og við göngubrúna þjálfuðust skátarnir í skyndi- hjálp. Við Langadal var vaðið yfir Krossá og svifið yfir hana til baka í svifbraut. Eftir að skátamir höfðu fengið hita í kroppinn fengu þeir leiðsögn í kortalestri, að rata og í meðferð talstöðva. Inni við Bása fengu dróttskátarnir að síga niður 15 metra klett og klífa í klettum undir handleiðslu sérfróðra klettaklifrara. Um kvöldið var fjörug kvöldvaka með tilheyrandi söngvum, gríni og glensi. Á sunnudeginum var síðan metamót þar sem dróttskátasveitimar kepptu innbyrðis í ýmsum óhefðbundnum íþróttagreinum. Aðstandendur mótsins vilja gera þetta mót að árvissum viðburði og bjóða drótt- skátum víðar af landinu til þátttöku og stuðla þannig að því að dróttskátastarfíð verði ævintýralegra og að dróttskátar kynnist vel starfsháttum björgunarsveita. O-IM-L-Y FYRIR ÞIG 4. NDV O-NLY Kringlan S. 5533344 VIÐ INN3ANG NYJU KRIN3LUNNAR Á

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.