Morgunblaðið - 03.11.1999, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 03.11.1999, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR MIÐVIKUDAGUR 3. NÓVEMBER 1999 31 Loftmengun er helsta áhyggjuefnið UMHVERFIS- MAL hafa löngum verið sjálfsagður þáttur í lífi lands- manna og vissulega hefur þjóðin búið við umhverfislegar all- snægtir öldum saman og umræða um um- hverfismál tekið mið af því. Við höfum allt fram á síðustu ára- tugi eðlilega staðið í þeirri trú, að okkur sé engin hætta búin á þessu þýðingarmikla sviði. Nú blasir hins vegar við að „enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur“ á mörgum sviðum um- hverfismála og af því hefur um- ræðan undanfarna mánuði dregið dám. Höfuðborgarbúar, eins og aðrir landsmenn, hafa sínar skoðanir á fyrirhuguðum virkjunarfram- kvæmdum á hálendinu og hafa auðvitað tekið þátt í þeirri um- ræðu. En hvert er viðhorf þeirra til síns næsta nágrennis? Pað kemur í ljós í niðurstöðum könnunar sem gerð var í vor. Könnunin er hluti af gerð svokallaðrar „Staðardagskrár 21“ fyrir Reykjavík sem er umhverfisstefna og umhverfissfram- kvæmdaáætlun sveit- arfélaga byggð á sjálfbærri þróun. Hugmyndafræði Staðardagskrár gerir ráð fyrir því að al- menningur taki þátt í stefnumótun í um- hverfismálum nýrrar aldar. Niðurstöður könnunarinnar verða því notaðar til hlið- sjónar við gerð framkvæmdaáætl- unar í umhverfismálum í Reykja- vík. Könnuninni var skipt upp í fjóra meginhluta. I fyrsta hluta var fólk beðið að forgangsraða níu umhverfisatriðum sem fengin voru með forkönnun meðal borg- arstarfsmanna og fulltrúa í Graf- arvogsráði. I öðrum hluta var spurt um almenn viðhorf til um- hverfismála, í þriðja hluta um að- búnað og í fjórða og síðasta lagi var spurt um endurvinnslu og Umhverfi Könnunin gefur sterkar vísbendingar um, segir Helgi Pétursson, að al- mennt séu Reykvíking- ar ánægðir með um- hverfísmál borgarinnar. endurnýtingu. Niðurstöður könnunarinnar eru um margt mjög forvitnilegar. A 1. mynd má sjá niðurstöður forgan- gsröðunar borgarbúa á þeim þátt- um er voru oftast settir í fyrsta til fimmta sæti. Þar kemur fram að efst í huga borgarbúa er loft- mengun, en fast á hæla_ hennar kemur umferðaröryggi. I þriðja sæti er endurvinnsla og endurnýt- ing sorps. Því má færa rök fyrir því að þessi þrjú atriði séu mikil- vægustu umhverfismál Reykja- víkur samkvæmt áliti borgarbúa. I könnuninni var spurt hvort viðkomandi yrði fyrir óþægindum Helgi Pétursson Velgengni stangaveiði í straumvötnum í LOK aldar er ekki úr vegi að horfa til baka og athuga það sem hefur verið að gerast í veiðimál- um. Stórfelld breyt- ing hefur orðið á seinni hluta aldarinn- ar frá því sem var áð- ur, hvað varðar veiði- fyrirkomulag á laxi og göngusilungi og í tekjuöflun vegna þessara hlunninda. Þrátt fyrir að stangaveiði hafi haf- ist hér á landi eftir miðja seinustu öld, fyrst og fremst fyrir tilverknað enskra veiðimanna, sem hingað lögðu leið sína, komst ekki veru- legur skriður á þátttöku lands- manna í stangaveiði í ám og vötn- um hér á landi fyrr en eftir heimsstyrjöldina seinni, 1939- 1945. Stangaveiði hefur vaxið hröðum skrefum og nær það til allra þjóðfélagshópa. Er því nú svo komið að stangaveiðin er sú veiðiaðferð sem beitt er í lang- flestum straumvötnum landsins. Jafnframt komu silungsárnar með sjóbirting og sjóbleikju til sög- unnar sem skemmtilegar stanga- veiðiár, þar sem víða var áður stunduð netaveiði og ádráttur. Netalagnir týna tölunni Seinustu vatnsföllin þar sem netaveiði á laxi og göngusilungi var viðhöfð í ríkum mæli eru Hvítársvæðið í Borgarfirði, Ölf- usá og Hvítá í Arnessýslu og Þjórsá. Netaveiðin fyrir lax í Hví- tá í Borgarfirði hefur um margra ára skeið verið keypt upp með sérstökum samningi milli neta- bænda og bænda við hliðarár Hvítár, sem ráðstafa veiðinni til stangaveiðimanna. Þá hefur veru- lega dregið úr netaveiði á vatna- svæði Ölfusár frá því sem áður var og stangaveiði tekin upp í staðinn. Þá hafa allar sjávarlagnir til laxveiði verið keyptar upp með frjálsum samningum við eigendur þeirra að frumkvæði Félags um uppkaup laxalagna í sjó, sem nær til Faxaflóasvæðisins, og Norður-Atlants- hafslaxasjóðsins, sem Orri Vigfússon veitir forustu. Þá hefur laxalögn í sjó í Vopnafirði verið tek- in upp og lögð til nærliggjandi ár með sérstökum samningi. Grundvöllur lagður Fullyrða má, að grundvöll þessarar hagstæðu þróunar megi þakka setningu lax- og silungsveiði- laganna 1932. Sú fé- lagslega uppbygging með stofnun og starfsemi veiðifélaga, sem veiðilögin gerðu ráð fyrir meðal annars, er tvímælalaust lykillinn að velgengni okkar á þessu sviði. Þá er einnig vert að minna á mik- ilvægan þátt í hinni hagstæðu þróun en það er hlutur stanga- veiðifélaga og annarra klúbba stangaveiðimanna, annarra leig- utaka og umboðsmanna við sölu veiðileyfa innanlands og erlendis. Þó að Islendingar hafi fyrst og fremst haslað sér völl á sviði stangaveiði í ríkum mæli á seinni hluta þessarar aldar, eru til dæmi um langa stangaveiðihefð, eins og í ánum í Borgarfirði, sem fyrr var getið um. A seinni árum hafa út- lendir veiðimenn í vaxandi mæli lagt leið sína hingað til lands til að veiða enda aðbúnaður og aðstaða hér fyrsta flokks, að dómi þeirra sem best til þekkja í þessari grein ferðaþjónustu. Hafbeit til stangaveiði Þá hefur ýmislegt athyglisvert og spennandi verið að gerast í sambandi við ræktun og nýtingu vatnasvæða til laxveiða. Það nýmæli var tekið upp sem nefnt hefur verið „hafbeit til stanga- veiði“ og eru Rangárnar orðnar þekktastar fyrir þá aðferð, sem skilað hefur metlaxveiði á svæð- inu. I Rangánum hefur lengst af ekki verið um laxveiðihefð að ræða því að sjóbirtingur og bleikja voru þar nær allsráðandi en vottur var þar af laxi. Þeir Stangaveiði Nýta þarf betur silung- sstofna í stöðuvötnum landsins, segir Einar Hannesson, til stanga- veiði og reyndar neta- veiði, því að víða eru þeir vannýttir. fiskstofnar höfðu orðið fyrr á ár- um fyrir þungum búsifjum vegna umbrota í Heklu og má sérstak- lega nefna gosið 1947 sem hófst í mars það ár. Um 5 ára skeið hefur verið ár- viss mjög góð laxveiði í Rangán- um. Þessi velgengni byggist á ár- legri sleppingu gönguseiða af laxi í ríkum mæli í árnar og endur- heimtu fullvaxinna laxa úr sjó. Verður fróðlegt að fylgjast með framhaldinu. Tekjur af svæðinu hafa skipt tugum milljóna króna í sölu veiðileyfa og annarrar sölu á hendi ferðaþjónustu á svæðinu. Þessi árin er því laxveiðihefðin að festa rætur í Rangárþingi. Ný öld - aukin tækifæri Af framangreindu er ljóst að seinni helmingur aldarinnar hefur verið viðburðaríkur í veiðimálum. Hann hefur skilað okkur mjög góðum árangri í bættri og hag- felldri nýtingu lax- og göngusil- ungsstofna í ám landsins. Næsta verkefni, sem bíður okk- ar í upphafi næstu aldar, er að nýta betur silungsstofna í stöðu- vötnum landsins til stangaveiði og reyndar netaveiði, því að víða eru silungsstofnar vannýttir. Bæta þarf aðgengi að vötnunum og að- stöðu við þau fyrir stangaveiði- menn. í því efni er víða óplægður akur. Sú reynsla sem fengist hef- ur á þessu sviði sýnir svo að ekki verður um villst að möguleikar okkar eru miklir á þessu sviði. Höfundur er fulltrúi lyá Lands- sambandi veiðifélaga. Einar Hannesson Hlutfall atriða í 1-5 sœti Loftmengun Umferðaröryggi Flokkun ogendurvinnsla Útivistarsvæði Unigengni borgtrbda Verndun straitdlengju. Fræðsla umbvcrtismála Hijöðmengim Ný ting náttúruauðlinda' 0% 10% 20% 30% 40% 50% 60% 70% 80' vegna, loftmengunar á heimili sínu. I ljós kom að 53% aðspurðra verða fyrir engum óþægindum og samtals 24% fyrir frekar litlum og mjög litlum óþægindum. Það er því ljóst að stór hluti borgarbúa verður ekki fyrir óþægindum vegna loftmengunar á heimilum sínum en telja samt sem áður að hreinleiki lofts sé mikilvægt um- hverfismál framtíðarinnar. Hið sama má segja um hávaðamengun vegna umferðar. Helmingur að- spurðra verður ekki fyrir neinni hávaðamengun vegna umferðar á heimili sínu og samtals 28% verða fyrir mjög litlum eða frekar litlum áhrifum. Þessi tegund mengunar er að vísu bundin við mjög af- mörkuð svæði kringum stórar um- ferðaræðar. Umhverfismál virðast skipta Reykvíkinga mjög miklu máli. 93% aðspurðra svöruðu að um- hverfismál skiptu mjög miklu eða frekar miklu máli. Jafnframt svör- uðu 90% úrtaksins að það skipti miklu máli að borgaryfirvöld veittu almenningi fræðslu um um- hverfismál. Hér eru sterkar vís- bendingar um að umhverfisvitund Reykvíkinga sé sterk og þeir láti umhverfið sig miklu varða. Þegar spurt var hvort viðkomandi teldi að Reykjavíkurborg stæði framar- lega eða aftarlega í umhverfismál- um kom í ljós að tæplega helming- ur sagði höfuðborgina standa mjög eða frekar framarlega. Fimmtungur hafði ekki skoðun en einungis 5% töldu borgina standa mjög aftariega í umhverfismálum. Ofangreindar niðurstöður benda sterklega til þess að fólk sé ánægt með hvernig borgin hefur tekið á umhverfismálum undanfarin ár og áratugi og er gott veganesti í framtíðarstefnumótun sem nú er í gangi. I könnuninni var spurt hvort viðkomandi fyndist umferðarör- yggi ábótavant í sínu hverfi. I ljós kom að 55% aðspurðra töldu að umferðaröryggi væri ekkert eða frekar lítið ábótavant í sínu hverfi. Hins vegar töldu um 27% umferð- aröryggi frekar mikið ábótavant og 12% mikið ábótavant. Þessar niðurstöður eru í góðu samræmi við forgangsröðun aðspurðra þar sem umferðaröryggismál voru í öðru sæti. Því virðist svo vera að þessi málaflokkur brenni einna heitast á fólki í dag. Hér ber að geta þess að umferðaröryggis- áætlun Reykjavíkurborgar hófst árið 1997 og er markmiðið að fækka umferðarslysum um 20% fyrir aldamót. Hluti af aðgerða- áætluninni er lækkun umferðar- hraða í íbúðarhverfum í 30 km/ klst. I könnuninni var spurt hvaða hluti viðmælendur flokkuðu frá sorpi á heimili sínu. Nær allir þátttakendur sögðust flokka sitt heimilissorp að einhverju leyti, en einungis 2-3% aðspurðra sögðust ekkert flokka sorp heimilisins. Mest er flokkað af plastflöskum, áldósum og glerflöskum en þessar tegundir sorps hafa skilagjald. Mest kom á óvart hve hátt hlutfall viðmælenda sagðist flokka mjólk- urfernur (38%) og lífrænan úr- gang (19%). Hér stangast nokkuð á það magn sem kemur til SORPU og ef t.d. 38% af fólki flokka frá mjólkurfernur. Hugs- anlegt er að fólk flokki fernurnar frá á heimilinu en þær síðan endi í tunnunni á sumum heimilum. Könnun sem þessi er sú fyrsta sinnar tegundar á Islandi. Hún gefur vísbendingar um vilja al- mennings í umhverfismálum nýrr- ar aldar. Jafnframt gefur hún inn- sýn í hegðun fólks, t.d. í sorpmálum. I heild gefur könnun- in sterkar vísbendingar um að al- mennt séu Reykvíkingar ánægðir með umhverfismál borgarinnar. Könnunin gefur einnig stjórnend- um borgarinnar ábendingar um hvað mætti betur fara. Þau atriði munu verða skoðuð og könnunin almennt tekin með sem eitt af stjórntækjum stefnumótunar í umhverfismálum Reykjavíkur á næstu öld. Höfundur er borgarfulltrúi og for- maður umhverfis- og heilbrigðis- nefndar Reykjavikur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.