Morgunblaðið - 03.11.1999, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 03.11.1999, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 3. NÓVEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Leikskólinn Engjaborg í Grafarvogi: Dvalarsamningum o rG-MU/vyO' Hérna, þið getið bara passað grislingana ykkar sjálf. Nýr forstöðumaður fjármála- sviðs hjá Fræðslumiðstöð RUNÓLFUR Birgir Leifsson við- skiptafræðingur hefur verið ráðinn forstöðumaður fjármálasviðs Fræð- slumiðstöðvar Reykjavíkur. Runólfur Birgir lauk kandídatsprófí í við- skiptafræði frá Háskóla Islands árið 1984 og er að ljúka meistaraprófi frá sama skóla í byrjun næsta árs. Run- ólfur Birgir starfaði í menntamála- ráðuneytinu, sem sérfræðingur og síðar deildarstjóri, frá 1981 til 1990 og hjá Sinfóníuhljómsveit íslands frá 1990 til 1998, sem framkvæmdastjóri frá 1991. Runólfur Birgir hefur störf í ársbyrjun 2000. Dagný Leifsdóttir viðskiptafræð- ingur hefur verið ráðin deildarstjóri fjárhags- og launadeildar Fræðslu- miðstöðvar Reykjavíkur. Dagný lauk prófi í viðskiptafræði frá Há- skóla Islands árið 1986. Hún var deildarstjóri í dóms- og kirkjumála- ráðuneytinu frá 1992 til 1997 og for- stöðumaður fjarstýringar hjá Landssímanum frá 1997. Einnig hef- ur hún starfað hjá Kaupþingi, Flug- leiðum og víðar. Dagný hóf störf á Fræðslumiðstöð í byrjun október. Hákon Sigursteinsson hefur verið ráðinn deildarstjóri sálfræðideildar Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur. Hákon lauk embættisprófi í sálar- fræði frá háskólanum í Árósum árið 1996 og hefur starfað sem vinnusál- fræðingur bæði í Danmörku og á Is- landi. Hákon hefur starfað sem sál- fræðingur á Fræðslumiðstöð frá 1997 en tók við deildarstjórastarfmu um miðjan október. á amerískum rúmum í örfáa daga Queen rúm, dýnur og náttborð Nýr formaður Norræna félagsins Hlakkar til starfsins NÝLEGA var á sambandsþingi Norræna félags- ins kosinn nýr formaður félagsins. Fráfarandi for- maður er Kristín Kvaran en hinn nýi formaður er Sigurlín Sveinbjarnar- dóttir. Hún var spurð hvort breyttar áherslur yrðu í starfi félagsins í framhaldi af formanns- skiptunum. „Starfsemin er marg- skipt, annars vegar verk- efni sem okkur eru falin af Norrænu ráðherra- nefndinni, svo sem Nor- djobb, sem ganga mjög vel og hins vegar er það hin eiginlega starfsemi félagsins sem fer fram í félagsdeildum um allt land, nú verður lögð meiri áhersla á að efla deildirnar og starf þeirra. Einkum er ætlunin að finna nýj- an vettvang og ný verkefni til að efla deildirnar. A sambandsþing- inu kom t.d. fram mikill áhugi á að vinna að umhverfismálum. Pað hefur verið í lögum félagsins lengi en kannski legið nokkuð niðri síðasta áratuginn." - Var sátt um þessi formanns- skipti? „Það var kosið á milli okkar Kristínar Kvaran og ég fékk tæpa tvo þriðju atkvæða. Eg tel að ég hafi verið kosin vegna áhuga míns á að efla innra starf félagsins og félagsdeildirnar. Ég hef unnið rétt um þrjátíu ár í fé- lagsstarfi Norræna félagsins svo ég gjörþekki það og vil gjarnan leggja því lið - þótt félagið sé orðið 77 ára gamalt þá hefur það mikilvægu hlutverki að gegna inn í nýja öld. Ég vil vera með í umræðu um markmið og áhersl- ur í norrænu samstarfi í framtíð- inni og þá til lengri tíma.“ - Er mikill munur á að vera framkvæmdastjóri félagsins og aðgegna formannsstöðu? „Já, það er það en ég held að það sé tvímælalaust kostur að koma þannig að stjórn félagsins að gjörþekkja allt innra starfið. Ég er mikill vinnuþjarkur og er tilbúin að vinna mikið fyrir fé- lagið eins og ég hef reyndar gert. Þetta er ólaunað starf en ástæðan fyrir því að ég vil vinna fyrir þetta félag áfram eins og ég hef gert lengi er að ég hef mikla trú á þeim lífsgildum sem Norræna félagið stendur fyrir. Þar má nefna lýðræðið fyrst og fremst en einnig hef ég mikinn áhuga á umhverfismálum og vil sinna þeim málaflokki sérstak- lega.“ -Hvað viltu segja um sam- starf féiagsins við hinar Norður- landaþjóðirnar? „Það er mikið samstarf, haldn- ir reglulega fundir, bæði for- manna og framkvæmdastjóra. Ég hef sl. fjögur ár setið alla þessa fundi og þekki því þ_að starf vel. Norræna félagið á ís- landi fer með for- mennsku innan Sam- bands norrænu félag- anna næsta árið svo þá er mikill kostur að hinn nýi formaður sé vel kunnugur þeim málum og geti staðið vörð um þá stefnu og hagsmuni sem stjórn okkar fé- lags stendur fyrir.“ - Mun Norræna félagið gang- ast fyrir ódýrum ferðalögum áfram? „Það hefur verið svo lengi og mun verða svo áfram - í takt við breytta tíma þó. Við stöndum ►Sigurlín Sveinbjarnardóttir fæddist 3. júlí 1947 að Höfða í Fljótshlíð. Hún tók kennara- próf 1970 og BA-próf 1979 í dönsku og sálarfræði í Há- skóla Islands. Kandídatspróf í sömu fögum tók hún frá Kaupmannahafnarháskóla 1983. Nú stundar Sigurlín meistaranám í umhverfís- fræðum við Háskóla íslands. Störf hennar hingað til hafa mikið tengst norrænu sam- starfí, hún starfaði sem dönskukennari í tæp tuttugu ár, var námsstjóri í mennta- málaráðuneytinu í sjö ár og hafði þá yfírumsjón með dönskukennslu f skólum landsins. Þá var hún fram- kvæmdastjóri fyrir þúsund manna ráðstefnu sem haldin var í júní 1991, einnig var hún verkefnasljóri í Norræna húsinu í þijú ár, var fram- kvæmdastjóri í Norræna skólasetrinu og loks fram- kvæmdastjóri Norræna fé- lagsins sl. fjögur ár. Nú er Sigurlín að láta af störfum sem framkvæmdastjóri og er nýkosin formaður Norræna félagsins. Hún er gift Gylfa Gunnarssyni, löggiltum end- urskoðanda, og á þrjú upp- komin börn. ekki lengur fyrir leiguflugi eins og félagið gerði áður en leggjum því meiri áherslu á afsláttarkjör fyrir félagsmenn í öllu sem lýtur að ferðalögum á Norðurlöndum, svo sem í flugi, með ferjum og lestum, á hótelum eða öðrum gististöðum. Félagsskírteinið gildir sem afsláttarkort mjög víða og nýtt fréttablað um fyrr- nefnd afsláttarkjör verður sent félagsmönnum eftir áramót.“ - Hvað eru félagsmenn margir núna? „Þeir eru rétt tæplega þrjú þús- und og er félagatalan heidur að aukast en hitt. Sérstaklega er gaman að það er ungt fólk að bætast við. Þess má geta að í starfi félagsins er ýmislegt í boði fyrir unga fólkið, fyrir utan svonefnd ung- mennaskipti (Nor- djobb) og fleira þá hafa t.d. verið haldnar ráðstefnur, svo sem Cafe Norden, sem var norræn ráðstefna sem haldin var hér í byrjun október þar sem þemað var; Norræn poppmúsik. Sú ráð- stefna endaði á frábærum tón- leikum. Ég er mjög bjartsýn fyr- ir hönd félagsins þegar ég lít til nýrrar aldar - ég hlakka til starfsins og tel að félagið eigi mikla mögulcika." Ungt fólk að bætast í félagið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.