Morgunblaðið - 03.11.1999, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 03.11.1999, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR MIÐVIKUDAGUR 3. NÓVEMBER 1999 45 f LILJA JÓNSDÓTTIR + Lilja Jónsdóttir fæddist á Garð- stöðum í Vest- niannaeyjum 14. apríl 1916. Hún lést 22. október síðast- liðinn og fór útför hennar fram frá Keflavíkurkirkju 30. október. Hjartkær systir góða, þitt endað æviskeið, en elskuð minning skín, sem geisli fagur. Pví ljós frá kærleik sönnum hér lýsti þína leið, í lífsins önn og fórnum, á meðan entist dagur. lægð þín var svo sterk, alltaf svo yfirveguð. Pó svo í seinni tíð, þó sér- staklega nú í sumar og haust, að við gátum merkt það að þú varst á guðsvegum. En að hún Lilja frænka væri dáin, það var svo fjarri okk- ur. Helga systir var hjá þér fyrir tveimur vik- um og þú varst svo hress, sérstaklega í anda. Okkur langar til að minnast þín, elsku frænka. Alltaf voruð þið Ari í öllum veislum, hvort sem það var skírnar- veisla eða fermingarveisla, þið voruð svo náin ömmu og afa og okkur öll- um. Við munum sérstaklega eftir uppáhaldskökunum okkai’, krydd- kökunum hennar Lilju, þó sérstak- lega þeim sem hún bakaði handa Helgu þegar hún kom og tók fæt- urna á Lilju, sem hún hugsaði vel um, því Lilja frænka vai’ með sykur- sýki í mörg ár og það var hennar eina mein, sem allir vissu um, þó svo að það drægi hana ekki til Guðs. En nú ert þú hjá Guði og við vitum að þér líður vel þar. Elsku Ari, Sigga og Gunna, og ykkar nánustu, megi Guð vera með ykkur í ykkar sorg. Við munum minnast Lilju frænku eins og hún var, alltaf til staðar. Guð blessi ykkur. Helga, Steina, Anna, Eðvald, Jóna Ragnarsbörn. Við misstum ungar móðurfaðm á jörð, þá mikil breyting varð á barnsins högum. Litlum systrum var það lífsins reynsla hörð, og leiðir okkar skildu á bemskudögum. En drottinn leiddi aftur, á samleið systra spor, í sorg og gleði ávallt saman stóðum. Af sama kærleiksbrunni við sóttum styrk og þor, og saman nutum lífsins með ástvinum góðum. Þér ástarþakkir færi og fjölskyldan mín nú, fyrir dýrmæt gæði, er léstu í verki skína. Þig kveðjum, elsku systir, í kærleik, von og trú, við hvílubeðið hinsta og blessum minning þína. Helga systir og Lúðvík. Hún Lilja frænka er dáin. Pessi tilkynning vai’ mjög sláandi fyrir okkur og sérílagi, af því að hún var að tala við okkur þann sama dag og hún dó. Við þetta skyndilega fráfall henn- ar setur mann hljóðan og á örskots- stund renna í gegn um hugann minningar um hana. Það má segja að Lilja hafi verið eins og eitt af heimilisfólkinu heima þvi fýrst bjuggu þau Lilja og Ari í kjallaran- um heima og eftir að þau byggðu í Lyngholti 16 var alltaf mjög mikill samgangur. Það var varla haldin samkoma í fjölskyldunni að Lilja væri ekki þar með sína fjölskyldu, Ara, Gunnu og Siggu. Lilja var alltaf mjög góð við okkur og þó var hún sérstaklega góð við börnin okkar. Hún mundi alltaf eftir afmælisdögunum þeirra og færði þeim þá ávallt eitthvað fallegt. Fyrir allt þetta og samfylgdina gegnum árin viljum við þakka þér, elsku Lilja mín. Kæru Ari, Gunna, Sigga og aðrir ástvinir, við sendum ykkur innilegar samúðarkveðjur. Guð blessi ykkur öll í sorg ykkar. Elísabet, Ragnar, Eðvald og ijölskyldur. Elsku Lilja frænka, J)ú ert farin og við trúum því ekki. I þann mund sem nýtt líf fæðist hjá okkur ferð þú eins og gluggatjald, sem dregið er fyrir. Allt gekk svo vel og við erum al- veg viss um að þú varst þar, því ná- Formáli minningar- greina ÆSKILEGT er að minningar- gi-einum fylgi á sérblaði upplýs- ingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um for- eldra hans, systkini, maka og böm, skólagöngu og störf og loks hvaðan útför hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýsingar komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletrað- ur, en ekki í greinunum sjálf- um. + Okkar elskulega MYRA (MARÍA) LOKNAR, Melasíðu 4d, Akureyri, lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri fimmtu- daginn 28. október. Útför hennar fer fram frá Höfðakapellu föstu- daginn 5. nóvember kl 11.00. Gústaf Fransson, Sigrún Jónsdóttir, Ómar Fransson, Sveinbjörg Jónsdóttir og ömmubörnin. + Bálför elskulegrar móður minnar, tengda- móður, ömmu og langömmu, DORISAR MILDRED BRIEM, Sólheimum 23, Reykjavík, fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 5. nóv- ember kl. 13.30. Álfheiður Sylvia Briem, Magnús Pálsson, Helgi Briem Magnússon, Þóra Emilsdóttir, Páll Briem Magnússon, Bryndís Pétursdóttir, Iðunn Doris Magnúsdóttir, Valgarður Guðjónsson, Sæunn Sylvia Magnúsdóttir, Friðjón Hólmbertsson og barnabarnabörn. Útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, AXELS THORARENSEN, Stuðlaseli 32, Reykjavík, fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 4. nóvember kl. 13.30. Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Hjúkrunarþjónustuna Karitas, sími 551 5606. Jóhanna Thorarensen, Hannes Thorarensen, Guðrún Gunnarsdóttir, Kristín Thorarensen, Vígiundur Þorsteinsson, Axel Örn Ársælsson, Sif Stanleysdóttir, Ásdís María Ársælsdóttir, Jóhann Axel Thorarensen, Ásdís Björk Kristinsdóttir, Gunnar Thorarensen, Skúli Björn Thorarensen og barnabarnabörn. + Eiginmaður minn, faðir okkar, fósturfaðir, tengdafaðir, afi og langafi, ÞORSTEINN GUÐBJÖRNSSON, Miklubraut 62, áður til heimilis í Bólstaðarhlíð 5, Reykjavík, lést á líknardeild Landspítalans mánudaginn 25. október. Útför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Sigríður Kjartansdóttir, Steinunn Þorsteinsdóttir, Ægir Einarsson, Guðbjörn Þorsteinsson, Sigurbjörg Linda Reynisdóttir, Sveinbjörg Guðmunsdóttir, Jan Ólafsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Elskuleg dóttir mín, eiginkona, móðir okkar, tengdamóðir og amma, HJÖRDÍS GUÐMUNDSDÓTTIR, Birkigrund 60, Kópavogi, verður jarðsungin frá Digraneskirkju fimmtu- daginn 4. nóvember kl. 15.00. Geirlaug Benediktsdóttir, Kristinn Stefánsson, Guðmundur Þórður Ragnarsson, Svava Kristinsdóttir, Guðmundur Ómar Halldórsson, Birna Geirlaug Kristinsdóttir, Sveinn Kjartansson, Helena Sif Kristinsdóttir, Simon Guðlaugur Sveinsson og ömmubörn. + Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, GUNNAR GUÐMUNDSSON, Kjalarlandi 28, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Bústaðarkirkju föstu- daginn 5. nóvember kl. 13.30. Ólöf Sigríður Gísladóttir, Gíslína Gunnarsdóttir, Sigríður Gunnarsdóttir, Magnús I. Þorgeirsson, Kristín Gunnarsdóttir, Sigurjón Guðmundsson, Gunnar Gunnarsson, Brynja Þórarinsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, RÓSA KARÍTAS EYJÓLFSDÓTTIR, Brekkustíg 14, Reykjavík, verður jarðsungin frá Hafnarfjarðarkirkju fimmtudaginn 4. nóvember kl. 15.00. Sigríður Þóra Ingadóttir, Grétar Sigurðsson, Þórður Ingason, Helga Guðbjörg Sigurðardóttir, barnabörn og barnabarnabörn. 1 + Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför ástkærrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ÁSTU RAGNHEIÐAR GUÐMUNDSDÓTTUR, Vatnsholti 9c, Keflavík. Sérstakar þakkir fær starfsfólk Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja fyrir sýndan hlýhug og einstaka umönnun. Margeir Jónsson, Jóna Margeirsdóttir, Margrét Margeirsdóttir, Ásta Ragnheiður Margeirsdóttir,Guðjón Stefánsson, Margeir Margeirsson, Valur Margeirsson, Haukur Margeirsson, Guðmundur Margeirsson, Arnþór Margeirsson, Ragnar Margeirsson, Ingibjörg Reykdal, Birna Sigurðardóttir, Halldóra Ingimarsdóttir, Ingibjörg A. Frederiksen, Ingunn Yngvadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samhug og hlýju vegna andláts mannsins míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, GUÐNA ÁSGRÍMSSONAR, Torfufelli 29, Reykjavík. Hulda Ólafsdóttir, Elísabet Guðnadóttir, Jörundur Bjarnason, Ólafur Guðnason, Thelma Jóhannesdóttir, Þórey Guðnadóttir, Robert De Jong, Hulda Guðný Guðnadóttir, Vilhelm Þ. Finnsson, afabörn og langafabörn. V
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.