Morgunblaðið - 03.11.1999, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 03.11.1999, Blaðsíða 38
* 38 MIÐVIKUDAGUR 3. NÓVEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Minningargreinar Meðal annarra orða Eftir Njörð P. Njarðvík TIL HVERS eru minning- argreinar? Svarið ætti kannski að liggja í augum uppi: Til að minnast látinn- ar manneskju. Af hverju eru slíkar greinar birtar í víðlesu dagblaði eins og Morgunblaðinu? Væntan- lega til þess að gera þjóðinni grein fyrir þeirri manneskju sem horfin er, hvað hún hefur látið af sér leiða, hvers virði hún hefur verið öðrum. Þessar hugleiðingar hafa vaknað vegna þess að mér þykir sem minn- ingargreinar hafi breytt nokkuð um svip, jafnvel eðli. Sá siður er forn að minnast lát- inna og tengist kirkjulegum útför- um, þar sem fjölskylda, ættingjar, kunnningjar, vinir og samstarfsfólk kemur til hinstu kveðju. Presturinn flytur þá svokallaða líkræðu, lýsir hinum látna, rifjar upp æviatriði og feril og gerir ef til vill tilraun til að meta hann sem manneskju. Þarna eru samankomnir þeir sem þekkja til þeirra sem kvaddir eru, og oftast margir miklu betur en presturinn sem ræðuna flytur. Erlendis er víða algengt að aðrir tali en prest- urinn, en það gerist nær aldrei hér. Fyrr á öldum bar stundum svo við að þeir fengju einnig óblítt orð í eyra, sem höfðu verið hinum látna andsnúnir með einhverjum hætti. Nú eru slíkar athafnir með kurteisi og tillitssemi og ævinlega dregið fram hið jákvæða í fari hins látna. Hitt er látið kyrrt liggja. Líkræða er ekki hlutlæg, heldur huglæg, og oft tilfinningaþrungin, jafnvel væmin. Stundum notar presturinn tækifærið til trúboðs, stöku sinnum svo mjög að kirkjugestum þykir nóg um og finnst sem hinn látni sé orðinn hálfgert aukaatriði. Með fjölmennum þjóðum er einungis fárra ein- staklinga getið í dag- blöðum, þeirra sem með einhverjum eftirminnilegum hætti hafa orðið kunnir með þjóð sinni, hafa lagt fram einhvern skerf til þjóðlífsins sem um munar. En með fámennri þjóð eins og okkar er þessu öðruvísi farið. Flestra er minnst með grein í Morgunblaðinu á útfarardaginn, hvort sem þeir eru þjóðkunnir eða einungis þekktir í tUtölulega þröngum hópi ættar, vina og samstarfsmanna. Munurinn hefur verið sá að hinir þjóðkunnu eru kvaddir með mörgum greinum sem teygja sig yfir heila opnu í blaðinu og jafnvel meir. Oft eru þær greinar þó hver annarri líkar, og stundum hugsar maður til hvers þessi greinafjöldi sé eiginlega. Það er helst því líkt sem menn líti svo að á þeim hvfli ákveðin kvöð að skrifa um samstarfsmann, ella muni talið að einhvers konar ósætti hafi ríkt. Þvílík skylduskrif eru því miður oft innihaldslítil. Tilgangur minningargreinar er trúlega fyrst og fremst mannlýs- ing. Og hún er ekki vandalaust verk. Aftur á móti ber æ oftar svo við að minningargreinar fjalla allt eins um þann sem skrifai’. Hver kannast ekki við: „Kynni okkar NN hófust þannig að...“ Og svo er þess- um samskiptum lýst og getur þá greinarhöfundur sjálfur orðið all fyrirferðarmikill. Auðvitað er ekk- ert á móti því að samskiptum sé lýst, en eiginlega ættu menn að forðast að vera mjög sjálfhverfir í slíkum skrifum. Sú breyting hefur einnig orðið á minningargreinum, að nú virðist þykja sjálfsagt að nánir ættmenni skrifi. Menn skrifa um systkin, for- eldra, afa og ömmu, - jafnvel um börnin sín. Og fyrir kemur einnig að heilar opnur birtast um korna- börn sem ekki eru meira en svo vöknuð til einstaklingslífs, hvað þá að þau hafi getað markað nokkur spor nema í hjörtu ættingja sinna. Eg er ekki að gera lítið úr sorg. Eg veit af eigin reynslu hversu sárt það er að missa barn og barnabam. En sú sorg er persónuleg, einkamál. Hana þarf ekki að bera á torg, - og hún kemur í rauninni ekki öðrum við. Ef það er tilgangur minningar- greina að meta þann sem horfinn er, þá hljótum við að skilja að við getum ekki lagt mat á okkar allra nánustu. Við erum bundin þeim svo fóstum böndum, að það er nánast ógerningur að koma við einhverju öðru en persónulegum tilfinningum. Við megum ekki verða svo sjálf- hverf að við hættum að gera grein- armun á einkamálum okkar og þeim þáttum lífsins sem eiga að koma íýrir almenningssjónir. Það er einnig fróðlegt að skoða tilvitnanir í minning- argreinum. Oftast nær er gripið til ljóða. Það er eðli- legt af því að ljóð eru tjáning til- finninga öðrum þræði, og búa sömuleiðis oft yfir þeim galdri sem nær inn úr tilfinningum og hugsun inn á óræð svið skynjunar og inn- sæis. Þar stöndum við frammi fyrir glímunni við hinstu rök, sem leita svo oft ósjálfrátt á okkur við fráfall einhvers sem er okkur kær. Við lestur slíkra greina hér í blaðinu sést greinilega að vinsælasta skáld þjóðarinnar er Valdimar Briem. Eða réttara sagt eitt ljóða hans. Það er skiljanlegt þar sem þetta ljóð er saknaðarljóð, hinsta kveðja - sem þrungin er þakklæti. En þegar það birtist nær daglega og stund- um allt að fimm sinnum í sama blaðinu, þá fer það næstum því að verða ónothæft. Sá er vandinn við tilvitnanir, að þær verða að segja eitthvað sérstakt, og þegar hið sama er sagt æ ofan í æ, þá fer óhjákvæmilega svo að það missir marks, verður einhvern veginn merkingarsnautt. Það er hættan við sífelldar endurtekningar. Ekki á ég von á því að svona pistill breyti ein- hverju. En mig langar þó að vekja athygli á þess- um þáttum minningargreina, af því að þær eru í eðli sínu vandasamt viðfangsefni. Þegar vel tekst til, nálgast þær að vera listgrein. Þeg- ar þær eru í senn hversdagslegar °g byggjast á persónulegum til- finningatengslum eingöngu, þá segja þær öðrum í raun ekkert. Höfundur er prófessor í íslenskum bókmenntum við Háskóla Islands. Enn um stað- setninguLista- háskóla Islands í GREIN í Morgun- blaðinu 26. október sl. kemur rektor Listahá- skóla Islands sér hjá að skýra ástæður þess að hann telji betra að staðsetja listaháskóla í Kvosinni í Reykjavík eða við Hafnarfjarðar- höfn en í því húsi sem Listaháskólanum hefur þegar verið ætlað í Laugamesi. Það eina sem fram kemur í j greininni er að þessi af- staða tengist þeim hug- myndum sem rektor og stjóm hafa um hlut- verk skólans sem kennslustofnun og þjónustustofnun við almenning. Jú, jú. En hvaða hugmyndir em Listir Engar skynsamlegar skýringar, segir Bjarni Daníelsson, hafa verið gefnar af forsvars- mönnum skólans. þetta? Hvað er það í kennslustarfi skólans sem hægara er að sinna í Tollhúsinu í Reykjavík en í húsi Listaháskólans í Laugamesi? Og hvers konar „þjónustustofnun við almenning“ er það sem rektor og stjóm Listaháskólans vflja heldur starfrækja á hafnarbakkanum í Hafnarfirði? Ef verja á fjármun- um hins opinbera tfl að gera úttekt á þessum möguleikum, eins og rektor greinir frá, þá liggja væntanlega ein- hver rök að baki. Er hægt að fá að vita hvaða rök þetta em? í lok greinar sinnar undirstrikar rektor mikflvægi þess að mál- efni Listaháskólans séu í heiðri höfð og þeim sé lagt lið svo þau nái fram að ganga. Undir þetta geta allir tekið. Listaháskóli Is- lands er að formi tfl sjálfseignar- stofnun, en eðli málsins samkvæmt er hann sameign þjóðarinnar. Þvi er eðlilegt og nauðsynlegt að um upp- byggingu og starf skólans fari fram opinber og opinská umræða og að forsvarsmenn skólans taki þátt í þeirri umræðu af ábyrgð og hrein- skilni. Aðeins á þann hátt getur op- inber umræða um Listaháskóla Is- lands orðið málefnaleg. Það er einmitt þarna sem hnífur- inn stendur í kúnni þegar kemur að þessu máli um nýja staðsetningu Listaháskólans. Sú umræða getur ekki orðið málefnaleg meðan engar skynsamlegar skýringar eru gefnar af hálfu forsvarsmanna skólans. Þangað tfl kemur þetta fyrir eins og órökstudd hugdetta, en ekki mál- efni sem hægt er að hafa í heiðri eða leggja lið. Höfundur er óperustjóri og fyrrver- andi skólastjóri Myndlisla- og hand- fðaskóla íslands. Bjarni Daníelsson Gœðavam Gjafavara — malar- og kaffistell. Allir vcröflokkar. . Heimsfrægir hönnuðir m.d. Gianni Versace. VERSLUNIN Lnugíivegi 52, s. 562 4244. Náttúruverndarsinnar hafa góðan málstað að verja HEIMIR Harðarson, nemi í landafræði, ritar grein í Morgunblaðið sl. laugardag, 30. október. Þar sem hann tjáir skoð- anir sínar á íslenskum náttúruvemdarsinnum, sem eru að hans mati afturhaldssamir í meira lagi -jafnvel svo, að ekk- ert bíði þjóðarinnar ann- að en að skríða aftur inn í torfkofana verði farið að hugmyndum þeirra í atvinnu- og virkjanamál- um. I máli Heimis kem- ur fram að hann telur undirritaða fara fremst í flokki afturhaldssinnanna og nefnir máli sínu til stuðnings ummæli, höfð eftir mér í Degi þ. 23. október sl. Hann lætur reyndar í ljósi þá von að Virkjanir Gera þarf rammaáætl- un um virkjanakosti, segir Kolbrún Hall- dórsdóttir, þar sem metnir verða allir þeir virkjanakostir sem nú eru til umræðu. ekki sé rétt eftir mér haft og hef ég reyndar gert grein fyrir þvi í grein í Degi (28.10.99) hvemig blaðamaður tekur orð mín úr samhengi, svo hugs- unin brenglast og bögglast þannig að ekki verður við hana kannast. En mér er bæði ljúft og skylt að fara yfir inn- takið í þeim hugmyndum, sem nú eru í brennidepli í virkjanamálum og nátt- úruvernd þó ekki væri nema til að hrekja (enn einu sinni) þann þráláta sleggjudóm að náttúruvernd sé það sama og afturhald. Inntak náttúruverndar er fólgið í 1. grein laga um náttúruvernd, en hún er á þessa leið: Tilgangur þessara laga er að stuðla að samskiptum manns og umhverfis þannig að hvorki spillist líf eða land né mengist sjór, vatn eða andrúmsloft. Lögin eiga að tryggja eftfr fóngum þróun íslenskrar náttúra eftir eigin lögmálum, en verndun þess sem þar er sérstætt eða sögulegt. Lögin eiga að auðvelda um- gengni og kynni þjóðar- innar af náttúru lands- ins og menningarminj- um og stuðla að vemd og nýtingu auðlinda á grundvelli sjálfbærrar þróunar. Þetta er nú málstaðurinn, sem nátt- úruverndarsinnar eru dæmdir fyrir að verja. Metum alla kostina Hvað varðar grund- vallaratriði þeirra deilu- mála, sem nú eru uppi varðandi orkuöflun fyr- ir risaálbræðslu á Reyðarfirði, þá hafa kastljós réttilega beinst að því að Fljótsdalsvirkjun, sem ætlað er að sjá fyrsta áfanga álversins fyrir orku er ekki nægilega stór til að standa undir því hlutverki. Hugmyndin er að viðbótarorka komi frá jarða- varmavirkjun í Bjarnarflagi. Nátt- úruverndarsinnar og ég þar á meðal, hafa lýst þeirri skoðun að nær væri að halda áfram að virkja í Kröflu, heldur en að hefja framkvæmdir við nýja virkjun í Bjarnarflagi. Um þetta atriði var rangt eftfr mér haft í Degi og um þetta eram við Heimir Harðarson sammála. Það sama gildir almennt í stefnu okkar, sem höfum talað gegn fyrirhugaðri Fljótsdals- virkjun. Við teljum skynsamlegra að halda áfram að virkja á stöðum, sem þegar er búið að raska heldur en að leggja til atlögu við ný og nánast ósnert svæði. Það hefur aldrei komið fram í máli mínu að ég sé á móti virkjunum (og þar með öllum fram- föram), basta. Þó era ýmsir iðnir við að gera mér upp þá skoðun og nú síðast Heimir Harðarson. Fyrir hinu hef ég talað að farið sé að öllu með gát og fullri meðvitund þegar hrófla á við landi á þeim nótum, sem virkj- anaframkvæmdir útheimta. Þess vegna er krafan um að lög séu haldin jafn hávær og raun ber vitni. Krafan um að ekki séu sniðgengnar þær leikreglur, sem Alþingi hefur sam- þykkt, samþykktir okkar á alþjóða- vettvangi gera ráð fyrir og meiri hluti þjóðarinnar er fylgjandi. Kraf- an um að náttúran sé metin sem sú auðlind sem hún er. Þannig telja náttúruverndarsinnar það lífsnauð- syn, ef okkur á að takast að lifa í anda náttúraverndarlaganna, að gerð sé rammaáætlun um virkjana- kosti þar sem metnir verði ALLIR þeir virkjanakostir sem nú era til umræðu en ekki era hafnar fram- kvæmdir við, þar á meðal Fljótsdals- virkjun. Ef byrjað verður á Fljóts- dalsvirkjun verður svo miklu auð- veldara að halda áfram og fara í Kárahnjúkavirkjun og svo Arnar- dalsvirkjun og svo ... og svo ... þang- að til ekkert er eftir af landi sem flokka má sem ósnortin víðerni. Tökum tappana úr eyrunum Afturhald og náttúravernd eiga ekkert sameiginlegt. Það er á miklum misskilningi byggt að halda slíku fram og þó ég geri ekki þá kröfu til Heimis Harðarsonar að hann sjái hlutina í sama ljósi og ég, þá bið ég hann að hlusta á málflutning minn með opnum huga og af fordómaleysi. Mér virðist við a.m.k. eiga sameigin- lega þá þrá að gæði lífsins meðal þjóðarinnar geti vaxið og dafnað. Okkur greinir einungis á um leiðfr að því marki (þó ég treysti því að hann meðhöndli sorpið sitt á vistvænan hátt eins og ég geri). Heimir kýs að sjá bogna konu á grasafjalli þegai' ég tala um auðlegðina sem er fólgin í grösunum okkar og jurtunum, þegar ég sé rannsóknarstofur, vísindamenn, hugmyndasmiði, lyfjafi'æðinga, grasalækna, líffræðinga, snyrtivöra- framleiðslu, nuddolíuframleiðslu, heilsuvernd, náttúralækningastofn- anir, menntasetur og stórstígar fram- farir í fjölbreyttu atvinnulífí á Aust- fjörðum. Heimir kýs líka að sjá íyrfr sér torfkofa þegar ég tala um auð- legðina sem er fólgin í vernduðu landi og vistvænni ferðamennsku, þegar ég sé þjóðgarða, ævintýraferðir, grasa- fræðinga, örverafræðinga, jarðfræð- inga, dýrafræðinga, leiðsögumenn, göngugarpa, spekinga, sagnamenn, kvæðamenn og aðra listamenn þjóð- arinnar, unnendm- alls þess sem lifir og hrærist í náttúra Islands. Svona sjáum við hlutina á ólíkum forsend- um. Leiðin að lausn þess vanda er fólgin í því að taka tappana úr eyrun- um og tala saman af sanngimi. Þannig getum við greitt úr missiln- ingi og forðast misklíð. Hættum svo að líta á deilumálin á þann veg að annar verði að sigra en hinn að tapa. Reynum að nálgast ólík sjónarmið af varfærni, af samúð og með virðingu fyiir landinu og þjóðinni. Höfundur er alþingismaður. Kolbrún Halldórsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.