Morgunblaðið - 03.11.1999, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 03.11.1999, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 3. NÓVEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Evrópumálin fyrirferðarmikil í umræðum um utanríkismál EVRÓPUMÁLIN settu mikinn svip á umræður á Alþingi í gær um skýrslu Halldórs Ásgrímssonai- ut- anríkisráðherra um utanríkismál. Margir þingmenn tóku til máls í um- ræðunni og bar hugsanlega aðild Is- lands að Evrópusambandinu þar margoft á góma. Tveir þingmenn stjórnarandstöðu sögðu að úttekt, sem utanríkisráðherra hyggst efna til á starfi Evrópusambandsins, væri til marks um að utanríkisráðherra hefði „tekið Evrópuvírusinn" en ljóst var hins vegar að þeir Sighvatur Björgvinsson, þingmaður Samfylk- ingar, og Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, sem notað höfðu þetta orðalag, voru ekki á eitt sáttir um hvort þetta væri jákvæð þróun. I máli ráðherrans kom fram að hann teldi fyrirhugaða stækkun ESB bera hæst á sviði Evrópumála. Sagði hann alla starfsemi ESB taka mið af henni og jafnframt að stækk- unarferlið myndi einnig hafa áhrif á EFTA-ríkin sem utan stæðu, Island, Noreg, Sviss og Liechtenstein. Halldór sagði að jafnvel þótt fyrir- huguð stækkun ESB kæmi ekki til framkvæmda á allra næstu árum væri ljóst að hún myndi hafa miklar breytingar í för með sér á innviðum ESB. Benti hann á að sameiginlegur gjaldmiðill sambandsins, evran, kemst einnig á að fullu árið 2002 og það væri því ekki seinna vænna fyrir Islendinga að búa sig undir að taka afstöðu til samskipta við mun stærra Evrópusamband. „Þó að Island hafi aldrei sótt um aðild og engin slík umsókn sé í und- irbúningi þá hefur aðild aldrei verið hafnað. Ákvarðanir samstarfsríkja okkar í EFTA á næstu árum munu áhrif á þá stöðu,“ sagði Halidór. „Eg hef því ákveðið að láta gera hlutlausa úttekt þar sem farið verður yfir starf Evrópusambandsins lið fyrir lið. Þar er hægt að draga fram hver staða Is- lands yrði án samninga, því næst hvernig EES-samningurinn, sam- starfssamningur um Schengen og Alþingi ÞINGFUNDUR hefst á Alþingi í dag kl. 13.30. Eftirfarandi mál verða þar á dagskrá: 1. Kostun þátta í Ríkisútvarp- inu. Fyrirspurn til mennta- málaráðherra. 2. Forgangur kostaðra dag- skrárliða Ríkisútvarpsins. Fyrirspurn til menntamála- ráðherra. 3. Rannsóknir á útkomu sam- ræmdra prófa. Fyrirspurn til menntamálaráðherra. 4. Aðgerðir til að vinna gegn áhrifum Ioftslagsbreytinga. Fyrirspurn til samgönguráð- herra. 5. Langtímaáætlun í jarðganga- gerð. Fyrirspurn til sam- gönguráðherra. 6. Uppbygging fjarskipta á landsbyggðinni. Fyrirspurn til samgönguráðherra. 7. Rekstur ferju í ísafjarðar- djúpi. Fyrirspurn til sam- gönguráðherra. 8. Verkefni sem sinna má á landsbyggðinni. Fyrirspurn til iðnaðarráðherra. 9. Verkefni sem unnt er að sinna á landsbyggðinni. Fyrir- spurn til fjármálaráðherra. 10. Aðild að Haag-samningi um vernd barna og ættleiðingu milli landa. Frh. fyrri uin- ræðu (atkvgr.) 11. Samningur um flutning dæmdra manna. Frh. fyrri umræðu (atkvgr.) 12. Ófrjósemisaðgerðir 1938-1975, beiðni um skýrslu. Hvort leyfð skuli. 13. Framkvæmd alþjóðlegra samninga á sviði náttúru- verndar, beiðni um skýrslu. Hvort Ieyfð skuli. ALÞINGI aðrir þeir samningar, sem gerðir hafa verið, nýtast okkur og loks hver bein áhrif yrðu ef Island væri aðild- arríki.“ Kom fram í máli utanríkisráð- herra við umræður í gær að hann vonaðist til að geta lagt þessa úttekt fyrir ríkisstjórn fyrri hluta næsta árs. Sagði hann jafnframt að hann ætti ekkert sérstaklega von á því að kostirnir yrðu eingöngu góðir, og að þeir yrðu jafnvel bara slæmir. „Það er ekki ætlunin að setja fram beinar tillögur heldur skýra stöðu okkar við breyttar aðstæður. Uttekt af þessu tagi ætti að skapa grundvöll fyrir upplýsta umræðu á næstu árum.“ Sterk staða Norðurlanda Halldór gerði evrópsk öryggis- og varnarmál að umtalsefni og sagði hann það stefnu íslenskra stjórn- valda að gera þátttöku Islendinga í vörnum landsins virkari. Kom jafn- framt fram í máli ráðherrans að í þeirri viðleitni að stuðla að faglegri umræðu hérlendis um varnarmál yrði næsta haust haldin ráðstefna um framtíð öryggismála á Norður- Atlantshafí á vegum utanríkisráðu- neytisins og Atlantshafsherstjórnar Atlantshafsbandalagsins (NATO). Það markmið ESB að efla sameig- inlega utanríkis- og öryggismála- stefnu Evrópuríkjanna bar á góma í máli Halldórs í gær, einkum í sam- hengi við þá stefnu ESB að fella Vestur-Evrópusambandið (VES) inn í ESB. Óljóst værí hins vegar hvern- ig þeim málum lyktaði og hver staða Islands sem NATO-ríkis og þátttak- anda að VES, sem stendur utan ESB, yrði. ísland hefur farið með for- mennsku í Norðurlandasamstarfi á þessu ári og sagði Halldór það hafa gefið okkur kærkomið tækifæri til aukinna áhrifa. Sagði Halldór það jafnframt til marks um sterka stöðu Norðurlanda að þrjú þeirra hefðu leitt stórar Evrópustofnanir á þessu ári, íslendingar hefðu farið fyrir Evrópuráðinu, Norðmenn gegnt for- mennsku í Öryggis- og samvinnu- stofnun Evrópu (ÓSE) og Finnar í ESB. Greindi ráðherrann ennfremur frá helstu verkefnum sem hann hefði sinnt í sex mánaða formennskutíð Is- lands í Evrópuráðinu en m.a. hefur mjög verið unnið að því að tryggja tilveru mannréttindadómstólsins. Málefni Sameinuðu þjóðanna rædd Málefni Sameinuðu þjóðanna bar hátt í ræðu utanríkisráðherra, m.a. þá umræðu sem nú fer fram á þeim vettvangi urn nauðsyn þess að ná sátt um hvernig og hvenær hið al- þjóðlega samfélag geti gripið inn í átök sem eiga sér stað innan landamæra fullvalda ríkja. Sagði Halldór þetta mjög aðkallandi verk- efni í ljósi átaka sem æ oftar eiga sér stað milli stríðandi fylkinga innan einstakra ríkja en ekki á milli ríkja. Vísaði ráðherrann þar m.a. í Kosovo- deiluna. Fram kom einnig í ræðu Halldórs að ísland sækist nú í fyrsta sinn eftir setu fyrir hönd Norðurlanda í stjórn- arnefnd Matvæla- og landbúnaðar- stofnunar (FAO). Jafnframt vakti hann athygli á því að árið 1999 er fyrsta árið sem ákvörðun ríkisstjórn- ar um aukið fé til Þróunarsamvinnu- stofnunar íslands kemur til fram- kvæmda en þó mun Island enn vera eftirbátur nágrannaríkjanna í fram- lögum til þróunarmála. Margir þingmenn tóku til máls í Morgunblaðið/Ásdís Steingrímur J. Sigfússon gerir athugasemd við ræðu Halldórs Ásgríms- sonar utanríkisráðherra í gær. umræðunni í gær og bar þar ýmis- legt á góma. Einstakir þættir í utan- ríkisstefnu stjórnvalda voru gagn- rýndir og bar mest á slíkri gagnrýni í máli þingmanna Vinstri grænna. Þannig lýsti t.a.m. Kolbrún Hall- dórsdóttir óánægju sinni með ósk ís- lenskra stjórnvalda um undanþágu á ákvæðum í Kyoto-bókun um losun gróðurhúsalofttegunda og Ögmund- ur Jónasson gagnrýndi þá tilhneig- ingu stjórnvalda að taka undir mála- tilbúnað Bandaríkjamanna á vett- vangi NATO án athugasemda, en þar var hann að vísa til aðildar ís- lands að hernaðaraðgerðum NATO í Kosovo. Evrópumálin voru þó langfyrir- ferðarmest í umræðum í gær og sagði Sighvatur Björgvinsson, þing- maður Samfylkingar, það m.a. lýsa breyttum viðhorfum utanríkisráð- herra að hann skyldi nú hefja ræðu sína á Evrópumálum. Sagði Sighvat- ur auðséð að ráðherrann hefði tekið „Evrópuvírusinn", sem væri af hinu góða, rétt væri að taka aðild að ESB á dagskrá. Væntanlega úttekt á Evrópumál- um sagði Sighvatur sérstakt fagnað- ai-efni en spurði í því sambandi hvort ekki væri rétt að leita álits t.d. Neyt- endasamtaka og verkalýðshreyfmga, sem mjög hefðu nýtt sér Evrópu- samstarf til að stuðla að bættum að- búnaði neytenda og verkalýðs hér á landi. Ræða utanríkisráðherra sögð skref í átt að ESB-aðiId Steingrímur J. Sigfússon, formað- ur Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, sagði talsverð tímamót hafa orðið í umræðu um ESB-mál á Islandi með ræðu utanríkisráðherra, hún væri afdráttarlaust skref hjá ráðherranum í þá átt að sækja um aðild að ESB. Sagði Steingrímur að ef ræður ut- anríkisráðherra væru skoðaðar aftur til ársins 1995, þegar hann tók við embætti, kæmi í ljós að í þessa átt hefði ávallt stefnt þó ráðherrann hefði reyndar aftekið hugsanlega að- ild íslands að ESB framan af ráð- herratíð sinni. Fór Steingrímur hins vegar fram á að ráðherrann talaði al- gerlega tæpitungulaust, segði ein- faldlega hreint út að sótt skyldi um aðild í stað þess að tala um að láta „kanna málið“ og gera úttekt. Kom skýrt fram í máli Steingríms að hann telur ekkert tilefni fyrir því að farið sé að ræða sérstaklega um ESB-aðild nú og spurði hann hverju sinnaskipti Halldórs sættu, hvort það væri einfaldlega staðreynd að um smitandi „Evrópuvírus" væri að ræða, sem menn hrepptu og gerðust þá eldheitir Evrópusinnar. Nauðsynlegt að fylgjast með þróuninni Tómas Ingi Olrich, þingmaður Sjálfstæðisflokks og formaður utan- ríkismálanefndar Alþingis, sagði að þrátt fyrir að þeir Sighvatur og Steingrímur túlkuðu ræðu utanríkis- ráðherrans eins þá væri þar ekkert sem gæfi til kynna að á dagskrá væri að sækja um aðild að ESB. Hins veg- ar væri lögð áhersla á það í ræðu ut- anríkisráðherra að vel verði fylgst með þróuninni, ESB væri nefnilega að þróast í átt að ríkjasamsteypu sem m.a. hefði sinn eigin gjaldmiðil og jafnvel samræmda skattastefnu. Áhrif þessarar þróunar á íslenska hagsmuni væri auðvitað auðsæ og því mikilvægt að fylgjast með. Sverrir Hermannsson, formaður Frjálslynda flokksins, sagði flokk sinn í meginatriðum sammála þeirri utanríkisstefnu sem ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðis- flokks fylgdi. Hann mælti hins vegar eindregið með því að athugað yrði hvaða kostir myndu bjóðast Islend- ingum með aðild að ESB og sagði út- tekt utanríkisráðherra í þessu efni afar gagnlega. Kom fram við umræðuna í gær að nokkrir þingmanna Samfylkingar, þ.m.t. Össur Skarphéðinsson og Sig- hvatur Björgvinsson, eru hlynntir því að sótt verði um aðild að ESB á meðan ljóst er að Vinstri grænir eru því andsnúnir. Flestir ræðumanna í gær, hvort heldur þeir komu úr Sjálfstæðisflokki, Framsóknarflokki, Frjálslynda flokknum eða Samfylk- ingu, lögðu hins vegar áherslu á að fyrst og fremst væri mikilvægt að fylgjast með þróuninni í Evrópumál- unum og lýstu margir þeirri von að áðurnefnd úttekt utanríkisráðherra gæti orðið forsenda málefnalegra umræðna í því efni. Pedup skrif- aði undir sammng 1 Taívan ÍSLENSKU fyrirtækin, sem áttu fulltrúa í viðskiptasendi- nefndinni sem fór til Taívan í síðustu viku á vegum Utflutn- ingsráðs íslands og Reykjavík- urborgar, náðu öll að skapa sér góð tengsl ytra og eitt fyrir- tækið skrifaði undir viðskipta- samning í ferðinni. Þetta kom fram í samtali Morgunblaðsins við Ingibjörgu Sólrúnu Gísla- dóttur borgarstjóra, en hún fór fyrir nefndinni. Fyrirtækið Pedup, sem er ís- lenskt fyrirtæki á sviði marg- miðlunar, skrifaði undh' samn- ing við taívanskt margmiðlun- arfyrirtæki. Að sögn Ingibjarg- ar Sólrúnar kveður samningur- inn á um það að Pedup mark- aðssetji taívanska fyrirtækið í Evrópu, en fyrirtækið framleið- ir bæði hugbúnað og tæknibún- að á sviði margmiðlunar. Ingibjörg Sólrún sagði að þó að hin íslensku fyrirtækin hafi ekki gert samninga í ferðinni hafi þau öll náð að skapa sér góð viðskiptatengsl. Fyrirtækin sem fóru í þessa ferð eru ftest lítil, eða svokölluð „sprota“fyr- irtæki eins og Ingibjörg Sólrún kallaði þau. ísland kynnt sem fjárfestingarkostnr Að sögn Ingibjargar Sólrún- ar er það sérstaklega mikilvægt fyrir lítil fyrirtæki að fara í svona ferðir saman, því þannig hafi þau stuðning hvert af öðru. Hún sagði að þegar sérstök sendinefnd færi í svona ferðir væru móttökumar aðrar en ef t.d. fyrirtækin færu ein og sér. Sífellt fleiri taívanskir ferða- menn heimsækja ísland og sagði Ingibjörg að íslenska sendinefndin hefði haldið sér- staka kynningu í Taípei, höfuð- borg landsins, þar sem m.a. hefði verið vakin athygli á ís- landi sem ferðamannalandi og sem fjárfestingarkosti. Viðskipti Islands og Taívan hafa farið vaxandi á undanförn- um árum, en á síðasta ári nam útflutningur Islendinga til Taí- van í-úmum tveimur milljörðum króna. Um 99% þess útflutn- ings eru sjávarafurðir. Ingi- björg Sólrún sagði að markað- urinn í Taívan byði upp á fjöl- breytta möguleika og því til stuðnings sagðist hún hafa hitt fulltrúa frá norska útflutnings- ráðinu, sem hefði sagt að við- skiptamöguleikarnir væru óþrjótandi. Eiganda leitað Selskópur í vörslu lögreglu LÖGREGLAN í Reykjavík hefur lagt hald á nokkuð af munum að undanförnu og er talið að sumir þeirra séu Þýfi- Meðal þess sem lagl; hefur verið hald á er uppstoppað- ur grár selskópur, kíkir af Starlux-gerð, spólurokkur, sauðíjárklippur, silfurbúin svipa, svart keyri með grænu og gulröndóttu lím- bandi og annað með bláu límbandsmerki við haldið og verðlaunapeningar fyrir hrúta. Biður lögreglan í Reykjavík þann sem kannast við gripina að hafa samband við sig.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.