Morgunblaðið - 03.11.1999, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 03.11.1999, Blaðsíða 28
28 MIÐVIJCUDAGUR 3. NÓVEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ Náttúruljóð LISTIR Jökulgii undir Torfajökli - af Brennisteinsöldu. BÆKUR Ljósmyndir LAND Eftir Pál Stefánsson. Hönnun: Páll Stefánsson og Snæfríð Thorsteins. Litgreiningar: Prentmyndastofan hf. Prentað í Singapúr. Útgefandi: Iceland Review, 1999.120 bls. Á ÞEIM sautján árum sem liðin eru frá því að Páll Stefánsson lauk ljósmyndanámi í Svíþjóð og var ráðinn að Iceland Review-útgáf- unni hefur hann breytt ásýnd ís- lenskrar landslagsljósmyndunar. I tímaritum Iceland Review fékk Páll strax vettvang sem ljós- myndara dreymir um. Vettvang til að birta myndir sínar reglulega í vandaðri prentun, með fastan les- endahóp sem veitir ljósmyndaran- um aðhald með því að hafa skoð- anir á því hvernig hann vinnur. Þannig hefur hann haft sitt gallerí og við höfum getað fylgst með lit- ríkum litmyndaferli hans í gegnum ótölulegan fjölda birtra ljósmynda. En besta leiðin til að njóta ljós- mynda finnst mér vera bókarform- ið. Og Páll hefur á ferlinum sent frá sér fjórar bækur í samvinnu við Iceland Review, bækur sem hafa allar verið unnar af metnaði og myndunum búinn búningur sem þeim sæmir. Fyrsta bók Páls, Light, kom út 1986. Þá ísland, 1991, Panorama, 1996, og þessi nýja bók nefnist Land. Það er aðdáunarvert hvað ljósmyndaranum hefur tekist að , gera bækurnar ólíkar, útlits- og Ijósmyndalega, en samt viðhaldið markvissri stíllegri þróun. Ef litið er yfir eldri bækurnar má segja að Light sé bók hins unga og kapp- sama sem finnst hann þurfa að sanna sig með glæsilegum mynd- um, sýna áhrifamikil tökin á lit- brigðum, myndbyggingu og skiln- ing á ljósi. Island er síðan stór bók og myndmörg. Þar er gengið á safn gæðaljósmynda sem hlaðist hafa upp hjá ljósmyndaranum, sem sýnir nú meiri fjölbreytileika í tækni; fer vítt og breitt um landið og sýnir margbreytilega ásjónu þess. I Panorama er, eins og heitið gefur til kynna, alfarið unnið með víðar myndir sem teknar eru á stórar filmur og öll áferðin sérlega glæsileg. Athyglisvert er að sjá hvernig ljósmyndarinn getur skipt um filmuformat og á stuttum tíma náð á því meistaralegum tökum; unnið með gjörólík lögmál í mynd- byggingu frá hinu hefðbundna 35 mm formati sem hann hafði ein- beitt sér að áður. Hin nýja bók Páls, Land, er ótvíræður hápunktur á ferli hans. Hér birtist verk eftir ljósmyndara sem þarf ekkert að vera að sanna sig lengur en leggur metnað sinn allan í nálgun við sex eftirlætis- svæði sín; Norður-Þingeyjarsýslu, Vatnajökul, Landmannalaugar, Vestfirði, Snæfellsnes og Langasjó og Laka. Margar myndanna í bók- inni, en þær eru 60 talsins, eru einfaldari en menn hafa oft átt að venjast frá hendi Páls; hann fer nær formum landsins og tekst á snjallan hátt að fanga kjama stað- anna innan myndrammans. Hrika- leiki berangurs og kraftar auð- nanna tala hér afar sterkum rómi. Nekt landsins og andstæður em túlkaðar með sparlegri notkun lita. Kaflamir sex eru allir áhrifa- miklir og nálgunin við landið í þeim áþekk, þótt svæðin sem sýnd era séu æði ólík. Landmanna- laugakaflinn inniheldur margar perlur, sem og sá frá Vestfjörðum, en mest á óvart koma þó myndim- ar frá Langasjó og Laka, enda er það svæði sem fáir fara um og hef- ur verið illa kynnt með ljósmynd- um þótt óvíða séu fegurri og áhrifameiri svæði á landinu. Með einfaldri en hreinni hönnun á bókinni gengur vel upp að blanda saman ólíkum myndform- um; ferköntuðum myndum, 35mm myndum og panórama, og sköpuð er heild sem er hnitmiðaðri en í fyrri bókunum. Það er algengt að Ijósmyndarar finni sér ákveðið myndaformat, myndavélategund eða filmustærð sem þeir læra svo vel á að þeir hætta að leita og láta nægja að fullkomna sig í notkun þeirra tækja sem þeir þekkja svo vel. Þannig er því ekki farið með Pál. Hann virðist vera sfleitandi að ferskum aðferðum til að nálgast landið. Ljósmyndari sem vill kom- ast á toppinn og síðan halda sig þar, eins og Páll hefur gert um árabil, heldur áfram í leit sinni og slakar aldrei á; hann heldur áfram að reyna að dýpka skilning sinn á myndefninu og á tækjunum sem koma sýninni á myndefnið til skila. Mælikvarðinn á árangurinn er síð- an alltaf sá hinn sami, myndramm- inn og það sem við sjáum innan hans. I tilviki Páls er þessi skiln- ingur á myndbyggingunni og tær- leiki hennar sérstakur. Ég dáist til dæmis að þeim tökum sem hann hefur á panórama-formatinu. Vissulega hæfir þetta myndafonn landslagi vel, í sínu lárétta eðli, en það er erfitt og flókið að byggja upp innan þess spennu, dýpt og víddir. Á þvi hefur Páll fundið snjallar lausnir. Flestum hættir til að byggja út frá miðjunni, hafa ekki þá „víðsýni" að ná að notfæra sér víðmyndina til fullnustu. Páll byggir iðulega upp ólíka og and- stæða heima innan þessa víða ramma, eitt gerist yst til vinstri og annað hægra megin, og tengist samt, eins og í ljósmynd af reið- mönnum við Löngusátu, eða í ann- arri frá Ingólfsfirði á Ströndum. Að taka svona ljósmyndir, sem virðast ofur einfaldar við fyrstu sýn en eru samt þrungnar galdri, krefst mikillar þjálfunar og agaðs auga. Með þessari nýju bók tryggir Páll Stefánsson enn og aftur stöðu sína sem einn af okkar alfremstu ljósmyndm-um; ljósmyndari með afgerandi persónulegan stfl í landslagsljósmyndun sem fjölmar- gir dást að og sumir reyna að stæla. Kannski má líta svo á að Páll sé ný tegund af þjóðskáldi, skáld sem yrkir óð til landsins með sínum sérstæðu og óneitan- lega afar fallegu ljósmyndum. Rétt eins og rómantísku skáldin vöktu þjóðina til vitundar um náttúrana, og svo aftur málarar eins og Þórarinn B., Ásgrímur og Kjarval með myndum sínum; þá er það nú hlutverk náttúruljósmyndarans að sýna umheiminum hina fögru og síhvikulu ásýnd lands og náttúru; og undirbyggja skilning okkar á því hvaða gersemar við eigum í þessu landi. Einar Falur Ingólfsson Ein af myndunum á sýningu Hörpu Björnsdóttur í listasalnum Man á Skólavörðustíg. Sjón- rænt endur- varp MYNDLIST Listasalnrinn M a n VATNSLITAMYNDIR HARPABJÖRNSDÓTTIR Opið virka daga frá 10-18. Sunnudaga 14-18. Til 7. nóvember. Aðgangur ókeypis. LISTASALURINN Man er nýtt fyrir- bæri á Skólavörðustígnum, þótt þar séu íleiri listhús og fer fjölgandi. En um er að ræða fataverslun á hæð, listasal í kjallara líkt og hjá Sævari Karii, en eitthvað stærri og engu síður vistlegan. Þá hefur eigandi verslunarinnar, Þorbjörg Daníelsdóttir, drjúga reynslu af rekstri listasalar þar sem hún sá um FIM-salinn á Garðastræti, meðan hann var og hét. Mun fyrir sumt hafa saknað andrúmsins sem þar sveif yfir vötnum og umgengni við listafólk, var þó ekki alveg sátt við reksturinn og vildi gera miklu meira fyrir salinn og félagið en hún hafði svigrúm til. Það er því ástæða til að fylgjast vel með þessu framtaki sem í senn er til komið fyrir áhuga og atorku, því hér er framkvæmda- og hugsjónakona á ferð sem ekki leggur árar í bát þótt aldur fær- ist yfir né á móti blási. Er fyrir sumt eins k'onar hliðstæða fagurkerans Helga Ein- arssonar að Sporðagrunni 7, sem hvergi eirði fram á síðasta dag nema hann hefði eitthvað fyrir stafni sem glatt gæti auga sitt og annarra, og um skeið rak listhúsið Loftið, neðar og fremst í götunni. Rýnirinn var ekki á landinu þegar list- húsið opnaði og fyrsta sýningin fór því eðlilega hjá, en nú sýnir þar málarinn og grafiklistamaðurinn Harpa Björnsdóttir, sem er vel kunn stærð í íslenzku listlífi og víða hefur komið við í félagsmálum lista- manna. Á sýningunni eru 19 vatnslita- myndir, sem allar eru unnar á síðasta ári og eru myndirnar sjónrænt endurvarp úr umhverfi og upplifun listamannsins. „Allt sem við sjáum verður eign okkar í sjón- rænum skilningi og við getum tekið þá sýn fram hvenær sem við viljum, umbreytt henni, smíðað hana í hvert það form sem við viljum. Hinn sjónræni eignaréttur er miklu meira virði en hinn efnislegi eignar- éttur, því hann lifir með einstaklingnum til æviloka, ekkert fær honum grandað og enginn tekið hann frá honum“, eins og seg- ir í skrá og óhætt er að undirstrika með rauðu. Það er afar þekkilegur og sterkur svipur yfir sýningunni og þær njóta sín svo vel í salnum að hann er eins og sniðinn fyr- ir þær, tel ég mig ekki hafa séð jafn sam- stillta og sterka sýningu frá hendi Hörpu. Einkum er það áberandi hve formin í myndunum eru samþjappaðri, litaheildirn- ar safaríkari og staðsetning þeirra á mynd- fletinum yfirvegaðri. Svona á þetta einmitt að þróast hjá skapandi listamanni sem treystir á mátt sinn og megin, er sjálfs síns herra. I stuttu máli afar samstillt og lifandi sýning sem talar sjálf sínu máli. Harpa er myndskáld, frásegjandi, notar pentskúfinn líkt og rithöfundurinn blýantinn eða lykla- borðið, og myndir hennar þarfnast síður utanaðkomandi lesturs eða leiðsagnar til að hefja sig til flugs. Bragi Ásgeirsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.