Morgunblaðið - 03.11.1999, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 03.11.1999, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN MIÐVIKUDAGUR 3. NÓVEMBER 1999 35^ Nýting lífrænna úr- gangsefna til uppgræðslu SPURNINGIN um samband manns og náttúru er áleitin á okkar dögum. Ekki að undra nú við alda- og árþúsundamót þegar maðurinn stendur frammi fyrir nýjum áskorunum. Samband okkar við náttúruna er ákvarðandi um fram- tíð siðmenningar okk- ar. Það er því vel við hæfi að eitt af fyrstu verkefnum sem hrundið var af stað sl. vor undir merkjum Reykjavíkur, menn- ingarborgar Evrópu árið 2000 var verkefni á sviði um- hverfismála. Verkefnið hefur hlotið heitið SKIL 21 og byggist á nýt- ingu lífrænna úrgangsefna sem til falla í atvinnurekstri til upp- gi'æðslu og ræktunar örfoka lands. Línulegur efnabúskapur SKIL 21 er unnið í anda sjálf- bærrar þróunar en hugtak þetta er ein meginstoð í umræðu um um- hverfismál hvarvetna í heiminum í dag. Til að glæða hugtakið merk- ingu er freistandi að spyrja: fyrst svo mikil áhersla er lögð á sjálf- bæra þróun í heiminum í dag hvað er það í þróun samfélagsins sem hingað til hefur ekki verið sjálf- bært? Frá dögum iðnbyltingarinnar hefur magnbundinn vöxtur verið mikils metinn í hagkerfi mannsins. Meira hefur verið álitið betra. Efnabúskapur hag- kerfisins er línulegur; hann hefur upphaf og endi. Tekið er af auð- lindum jarðar, gæði þeirra nýtt í hagkerf- inu og úrgangi skilað út í umhverfið. í vist- kerfi jarðar er efnabú- skapur hins vegar í stöðugri hringrás. Úrgangur frá einni tegund eða lífsformi verður jafnharðan efna- og orkuspretta fyrir aðrar tegundir og önnur lífsform. Því má segja að hin línu- lega aðferð iðnaðar- samfélagsins við meðhöndlun úrg- angs sé ósjálfbær. Gæði jarðar minnka og úrgangur hleðst upp. Því er ljóst að ef við ætlum að halda áfram að njóta ávaxta neyslusamfé- lagsins þurfum við að temja okkur efnabúskap sem tekur mið af efna- búskap náttúrunnar. Sjálfbær þró- un er því í raun hin hversdagslega speki um að ganga ekki á höfuðstól- inn heldur lifa af og nýta afrakstur- inn. Af pappír í framkvæmd Afdrif lífrænna efna eru mikil- væg frá sjónarhóli sjálfbærrar þró- unar. Samkvæmt skýrslu umhverf- isráðuneytisins frá 1997, „Sjálfbær þróun í íslensku samfélagi" skortir ekki opinbera stefnumörkun hér- lendis varðandi meðferð og notkun þessara efna. Það sem á skortir er hins vegar að koma framkvæmda- Umhverfisverkefni SKIL 21 er unnið í anda sjálfbærrar þróunar, en Jóna Fanney Frið- riksdóttir segir þetta hugtak vera eina megin- stoð í umræðu um um- hverfísmál hvarvetna í heiminum í dag. áætlun ríkisstjórnarinnar af pappír yfir á framkvæmdastig. Til þess búa ríki og sveit yfir tilteknum stjórntækjum t.a.m. í formi laga, reglugerða og gjaldskráa. Og engra undanbragða er auðið því innan skamms munu Islendingar þurfa að lúta tilskipun Evrópu- sambandsins sem kveður á um flokkun lífrænna úrgangsefna frá efnum sem eru urðuð. Fram- kvæmdaáætlun yfii-valda ein og sér dugir þó skammt því samfélagið þarf að samhæfa krafta sína ef vel á að vera. Fræðsla ér því forsenda góðs árangurs á öllum stigum þessa málaflokks því að segja má að flokkun sorps sé spurning um neysluvenjur og lífsstíl. Atvinnulífið skrefi á undan Af jákvæðum undirtektum í garð umhverfisverkefnisins SKIL 21 að Jóna Fanney Friðriksdóttir Batnandi tímar SÍÐASTLIÐINN fimmtudag skrifar í Morgunblaðið kennari að nafni Magnús Þorkelsson. Margt er gott að mínu áliti í grein hans, en þó eru nokkur atriði sem falla mér ekki í geð. Til dæmis þetta: Heldur Magnús því virkilega fram, að einu áhrif reykingabanns snerti þann hóp sem reykir og vill halda því áfram? Nú eða orða spurninguna þannig: er bann ekki áhrifaríkt í neinu tilfelli? Mér finnst nefnilega að Magnús sé að meina, að vegna þess að áhrif reykingabanns virki ekki á alla sem vilja reykja (eða geta ekki hætt), þá sé bann gagns- laust. Við þurfum í upphafi að gera okkur ljóst, hvernig ástand var í þessum málum fyrir svona þrjátíu árum. Því nefni ég nú það tímabil, að þá var ég hættur að reykja, byrj- aður að berjast gegn reykingum og því tala ég nú frá eigin persónu, að þá voru ansi fáir sem stóðu með manni, og umfram allt þekking á beinum og óbeinum áhrifum miklu minni. Mikið liggur manni oft við gráti, þegar maður hugsar til þeirra fjölmörgu jafnaldra sinna, karla og kvenna og sumra miklu yngri sem liðið hafa miklar þjáning- ar og flestir dáið af völdum sjúk- dóma sem nú er fullyrt að stafað hafi af afleiðingum reykinga. Þá var ástand þannig, svo eitt dæmi sé tekið, að á fundum reyktu allir sem vildu og enginn lét sér detta í hug að reyna að banna. Reyndar gekk þetta nú óbreytt fram á níunda áratuginn. Nú þekk- ist hvergi reykt á fundum. Þá, og lengi fram um áttunda tuginn, sást varla sá bíll á götu, sem ekki var einhver reykjandi í. Sést tæpast núorðið, nú eru sérstaklega auglýstir reyklausir notaðir bílar. Hver vinnustaðurinn af öðrum hef- ur tekið upp reykingabann meðal starfsmanna og oftast að því er virðist án verulegrar andstöðu þeirra, minn vinnu- staður, RR, var þar meðal þeiri'a fyrstu. Nú er næstum föst krafa í öllum atvinnu- auglýsingum, að um- sækjandi sé reyklaus. Athuga þarf það í sam- bandi við orð Magnús- ar, að við sem ekki reykjum höfum óskað eftir þessum reglum um bann við reyking- um á vinnustað og ki-afist aðstoðar löggjafans til, ekki til að fjandskap- ast við vinnufélaga okkar; sko, hreint ekki, heldur bæði okkur sjálfum og ekki síður þeim til góðs. Og hvort sem nú er réttlætanlegt að við komumst upp með að þvinga þá með þessum hætti, hvers vegna ættu þeir frekar að komast upp Reykingar Eg held varla hægt að hugsa upp verri glæp, segir Helgi Ormsson, en kúga fólk með reyking- um á heimilinu. með að þvinga okkur? Það að vinna á reyklausum vinnustað hlýtur til dæmis að vera stöðug hvatning til þeirra sem vilja hætta, bara vegna betri líðunar og svo þessar hömlur og stöðugu erfið- leikar. Það minnir á í umræðum um það, hvort mikið er að marka magn þess tóbaks sem selt hefur verið á seinni árum, að reykingavenjur hafa breyst mikið. Þá man maður eftir að fólk reykti sigarettuna upp, eldurinn bókstaflega hvarf inn milli varanna. Nú þegar maður kemur að þeim sífækkandi stöðum þar sem fólk reykir, eru allstaðar fullir bakkar af hálfum sígarettum, þetta gefur mjög ranga mynd af því magni sem selst og svo aftur hvað er reykt. Þessar reglur hafa sannariega leitt tfi þess að mikið hefur dregið úr reykingum, miklu meira en látið hefur verið uppi og því til sanninda skulum við skoða það sem ég sagði um fundi og aðrar samkomur fólks. Við erfidrykkjur, fermingar og aðr- ar fjölskyldusamkomur, var oftast helmingur fólksins reykjandi og mökkur í húsinu. Nú sést ekki manneskja reykja utan einstaka að laumast fram við dyr. Hvar er þá allt fólkið sem enn reykir fyrst það er ekki lengur inn- an fjöldans? Allir í felum að reykja, helmingur íslendinga? Því trúi ég ekki. Eins og ástand var hér áður, get- um við svo sannarlega verið stolt í dag. Þá var föst regla að senda börn eftir sígarettum og tóbaki, hvort sem nú var til nágranna eða í búðir og þótti engum tiltökumál. Fyrir rúmlega tuttugu árum stoppuðu tveir kunningjar mínir hjá mér og kom annar yfir í minn bfl og á eftir honum sonur hans sjö ára og langaði til að fá að skoða nýja bflinn minn að innan. Eftir smástund vantaði pabbann sígarettu og sendir drenginn yfir í hinn bílinn, þegar hann kemur með eina sígarettu í hendinni vantar eld og pabbinn sendir drenginn sinn aftur og hann kemur og nú með log- andi í sígarettunni. Einn dreng þekkti ég sem var gjarnan hjá ömmu sinni á daginn þegar hann var lítill. Amraan átti kunningja sem stundum komu að heimsækja hana og þá fól hún litla drengnum að sjá svo um, að alltaf væru til síg- arettur fyrir gestina og ef þryti, þá ætti hann að taka hjá sér aura og sendast eftir sígarettum og eld- spýtum. Nú vil ég biðja fólk að staldra að- eins við þessi dæmi: Barnið sem sent er til nágrannans eftir sígar- ettu fyrir mömmu sína, litla dreng- inn sem hleypur eftir logandi sígar- Helgi Ormsson dæma er ljóst að atvinnulífið í land- inu er reiðubúið að hefja flokkun sorps í ríkari mæli en hingað til. Tólf fyrirtæki á höfuðborgarsvæð- inu gerðust í vor stofnaðilar að SKIL 21 og hafa fleiri fylgt í kjöl- farið. Með aðild að SKIL 21 skuldb- inda fyrirtæki sig til að fylgja ein- földum staðli um flokkun sorps og er lífrænu úrgangsefnunum sem til falla haldið aðgreindurn frá öðrum úrgangi og beint í jarðgerð. Jarð- gerð er ferli þar sem aðstæðum er stýrt þannig að niðurbrot efnanna gengur fljótt og örugglega fyrir sig. Afurð þessarar vinnslu (molta) er að áferð, útliti og eðli lík frjósömum jarðvegi og er gagnsemi hennar við uppgræðslu lands ótvíræð. Mörg fyrirtæki í landinu hafa flokkað sinn úrgang um árabil. Með þátt- töku í SKIL 21 stígur atvinnulífið þó skrefi lengra og stuðlar ekki ein- ungis að því að draga úr urðun sorps heldur samtímis að ræktun og fegrun lítt gi-óinna svæða í ná- grenni höfuðborgarinnar sem skarta mun titlinum menningar- borg Evrópu á næsta ári. Verkefnið Skil 21 heldur því i ettu fyrir pabba sinn og drénginn sem falinn er sá trúnaður að sjá um vörslu og útvegun á tóbaksvörum fyrir gesti ömmu sinnar. Við gæt- um sjálfsagt bent á mörg dæmi ekki áhrifaminni en skulum velta þessum ögn fyrir okkur. Aðeins það að vera með tóbak í lófanum er mikill og sterkur áhrifavaldur, lykt- in af tóbaki höfðar mjög til manns og freistar og ekki minnst þeirra sem eru óvanir því auk þeirra sál- rænu áhrifa sem það hefur á lítil börn að umgangast tóbak sem sjálf- sagðan hlut og skynja hvað það skiptir miklu máli fyrir pabba og mömmu. Hefur viðhorf ekki breyst á þessu sviði? Er glæpur alltaf glæpur? Spyi’ Magnús. Hvað er þá verið að meina, framningu þess glæps að skemma sig sjálfan á að reykja, eða þann verknað að valda öðrum óþægind- um. Þarna er um tvo óskylda þætti að ræða sem þó skarast. Foreldr- arnir sem reyktu á heimilinu og litlu börnin sem þjáðust fyrstu ár lífsins af eyi’nabólgum og öðrum krankleika, varð oft að gera að- gerðir til að reyna að láta þeim líða betur auk lyfjagjafa, fyrir lítil, ný- fædd börn. Ég held varla hægt að hugsa upp verri glæp en kúga fólk með reyk- ingum á heimilinu. Ég held einmitt að hugsunarhátturinn hafi breyst og þá er von að málið haldi áfram að vinnast. Höfundur er margra barna faðir og afi. heiðri hringrás efna í náttúrunni í raun eru fá viðfangsefni á sviði um- hverfismála sem hafa eins mikinn umhverfisávinning í för með sér og það að beina lífrænum úrgangsefn- um á þennan hátt í fai-veg sem er landinu okkar til gagns. Árlega horfum við á milljónir tonna af jarð- vegi á haf út. Auðnir, sem áður voru gróðri klæddar blasa hvarvetna við og rofabörð minna okkur á að jarð- vegs- og gróðureyðing heldur stöð- ugt áfram. Möguleikar hérlendis til að nýta næringarríkan jarðvegs- bæti (moltu) til uppgræðslu eru því óþrjótandi. Nýting lífrænna efna hefur verið hluti af menning*«L mannkyns frá fornu fari. Með fram- kvæmd umhverfisverkefnisins SKIL 21 er því síður en svo verið að finna upp hjólið. Umgengni okkar við náttúruna hefur hins vegar aldrei í mannkynssögunni skipt eins miklu máli og nú þegar maður- inn hefur jafn sterka krafta á valdi sínu. Við höfum það í hendi okkar hvort lífræn efni eru látin renna í sjó fram og grafin djúpt í jörðu þar sem þau geta valdið umhverfis- spjöllum eða hvort við nýtum þau þar sem þeirra er brýn þörf landimf til heilla. Með þátttöku í SKIL 21 vinna fyrirtæki í landinu markvisst að því að minnka úrgang og um leið efla uppgræðslu landsins. Þar með stuðla þau að og gefa fordæmi um skref í átt að sjálfbærri þróun í ís- lensku samfélagi. Fyrir þessa já- kvæðu viðleitni til umhverfismála og hins mikla menningarauka sem af hlýst á atvinnulífið heiður skil- inn. Höfundur er fyrrv. framkvæmda- stjóri Gróðurs fyrir fólk í Landnámi Ingólfs og verkefnisstjóri SKIL 21. „Enginn lœtnr sér dettu í hus.aðé&sémeðannoö mitteigið(‘ Sérfræðingurinn, Jiirn Petersen, verður til viðtals dagana 4.-7. nóvember nk. Persónuleg þjónusta í lullum trúnaði. Apollo Hárstúdíó Hringbraut 119 • 107 Reykjavík. Sími. 552 2099 • Fax; 562 2037 fAi’Ol.LO.-t jjm Pantii Pantið* tímanlega og sumarbnstaðaskilti úr tré Axel Björnsson S: 897 3550 565 3553
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.