Morgunblaðið - 03.11.1999, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 03.11.1999, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. NÓVEMBER 1999 17 AKUREYRI Umræður um nektardansstaði í bæjarstjórn Akureyrar Ekki góð viðbót við skemmtanalífið ÞRJÁR nefndir á vegum Akureyr- arbæjar, jafnréttisnefnd, félags- málaráð og áfengis- og vímuvarnar- nefnd, standa sameiginlega að fundi um nektardansstaði á Akrueyri annan laugardag, 13. nóvember. Miklar umræður hafa verið um þessa staði á Akureyri að undan- fórnu og í gær náði hún inn í sal bæjarstjómar Akureyrar. Nýlega fengu bæjaryfirvöld er- indi frá norðandeild Stéttarfélags íslenskra félagsráðgjafa þar sem spurt var hvernig bregðast ætti við því ástandi sem skapast hefur eftir að farið var að reka þrjá nektar- skemmtistaði í bænum og þá skor- aði fundur á vegum jafnréttisnefnd- ar á bæjaryfirvöld að banna rekstur slíkra staða. Oktavía Jóhannesdóttir bæjar- fulltrúi Akureyrarlista kvaðst hafa áhyggjur af því ástandi sem skapast hefur í kjölfar þess að þrír nektar- dansstaðir væru reknir í bænum. Haldið hefði verið fram að Akureyr- ingar ættu heimsmet í rekstri slíkra staða miðað við höfðatölu og sagðist Oktavía ekki stolt af heimsmeti af því tagi. „Þetta er ekki góð viðbót í skemmtanalífi bæjarins," sagði hún. Fagnaði umræðu Ásgeir Magnússon, formaður bæjarráðs, fagnaði því að málið væri til umræðu og vakin hefði ver- ið athygli á ýmsum neikvæðum þáttum sem fylgdu þessari stai-f- semi. Hann taldi að um óæskilega viðbót í skemmtanalífi bæjarins væri að ræða, að minnsta kosti í þeim mæli sem orðið væri. Guðmundur Ómar Guðmundsson, Framsóknarflokki, sagði ábyrgðina liggja hjá Alþingi sem ekki hefði treyst sér til að setja skýrar reglur um þessa starfsemi á sínum tíma. Dansarar væru undanþegnir at- vinnuleyfi og þá væri sennilega ekki greiddur skattur af þessari starf- semi í öllum tilvikum. Óæskileg þróun Ásta Sigurðardóttir, Fram- sóknarflokki, sagði mikil bágindi fylgja þessari starfsemi, það ætti við um þá sem rækju staði af þessu tagi, þá sem sæktu þá, að ekki væri talað um þá sem hefðu nektardans að atvinnu sinni. Ki-istján Þór Júlíusson bæjar- stjóri sagði að um óæskilega þróun væri að ræða að flestra mati, en grundvallarspurningin snerist um hvers konar samfélag það væri sem hefði þörf fyrir þessa þjónustu. Verktaki ekki staðið í skilum með gatnagerðargjöld Gjöldin falla á íbúana GATNAGERÐARGJÖLD tæplega 15 íbúa við Skessugil og víðar í Gilja- hverfi hafa gjaldfallið á kaupendur húsa þar sem byggingarverktaki hefur ekki staðið í skilum með af- borganir. Þrír íbúanna vöktu máls á þessari stöðu í viðtalstíma bæjarfull- trúa og var málið rætt á fundi bæjar- stjórnar Akureyrar í gær. Bæjarlög- maður kannar nú hvort og þá með hvaða hætti málinu verði vísað til efnahagsbrotadeildar lögreglunnar. Skuldar 7-8 milljónir Baldur Dýrfjörð bæjarlögmaður Akureyrarbæjar sagði að umræddur verktaki væri í vanskilum með gatnagerðargjöld að upphæð um 7-8 milljónir ki’óna. Hann hefði tekið að sér gagnvart kaupendum íbúðanna að greiða gjöldin, en ekki staðið í skilum í um tvö ár. Guðmundur Ómar Guðmundsson, bæjarfúlltrúi Framsóknarflokks, sagði að svo virtist sem verktaki þessi hefði sérstaka fyrirgreiðslu hjá Akureyi’arbæ varðandi frest á gjöld- um og eins gæti hann fengið ótak- markað af lóðum þrátt fyrir þessa fortíð. Guðmundur taldi að farið hefði verið út fyrir reglur sem í gildi eru í þessu máli. Kristján Þór Júlíusson bæjarstjóri sagði að um mistök væri að ræða kæmi í ljós að verktakinn nyti ein- hverra sérstakra fyrirgreiðslna hjá Akureyrarbæ og benti á að honum hefði verið ýtt út úr hópi bjóðenda vegna viðbyggingar við Lundarskóla í fyrrahaust. Hann sagði að forsvars- menn bæjarins væru tilbúnir að fella niður vexti og kostnað sem hlaðist hafi á skuldina, en ekki væri unnt að afskrifa höfuðstól skuldarinnar. Sigurhæðir - Hús skáldsins Jón Erlendsson gestur á ljóðakvöldi JÓN Erlendsson, starfsmaður Vegagerðarinnar, verður gestur á ljóðakvöldi á Sigurhæðum - Húsi skáldsins í kvöld, miðviku- dagskvöldið 3. nóvember. Hann hefur á siðustu árum birst sem athyglisvert skáld, vann m.a. til verðlauna í ljóðasamkeppni Dags og Menor fyrir nokkrum árum. Eftir hann hefur enn ekki komið út bók, en hann á sitthvað óprentað og mun flylja áheyr- endum það á ljóðakvöldinu. Þá hefur hann nokkuð fengist við þýðingar og ekki ráðist á garð- inn þar sem hann er lægstur, en hann er langt kominn með nýja þýðingu á Pétri Gaut eftir Hen- rik Ibsen. Á ljóðaskrá kvöldsins ætlar Erlingur Sigurðarson, forstöðu- maður Sigurhæða, einnig að minnast skáldsins Jóhannesar úr Kötlum með því að fara með brot úr ljóðum hans, en á morg- un, 4. nóvmeber, verður öld liðin frá fæðingu hans. Jóhannes var afar mikilvirkt skáld, opinber ferill hans spannaði nær hálfa öld. Hús skáldsins er opið frá kl. 20 til 22 á miðvikudagskvöldum, en flutningur ljóðaskrárinnar hefst kl. 20.30 og tekur um þrjá stundarfjórðunga. Þar fyrir ut- an er tekið á móti hópum í sam- ráði við forstöðumann. Morgunblaðið/Kristján Fulltrúar L-lista og Framsóknarflokks lögðu fram bókun á fundi ITA vegna umrnæla formanns í bæjarstjórn Minnihlutinn hefur mál- frelsi og tillögurétt NÓI Bjömsson fulltrúi L-lista og Þórarinn E. Sveinsson fulltrúi Framsóknai-flokks í Iþrótta- og tómstundaráði Akureyrarbæjar lögðu fram harðorða bókun á fundi ITA í gær, vegna ummæla Þórarins B. Jónssonar formanns ITA og bæj- arfulltrúa á fundi bæjarstjórnar í síðasta mánuði. Þar taldi formaður ITA að bókun eða fyrirspurn sem Nói og Þórai’inn lögðu fram á fundi ITA 12. október vegna erindis Ki'i- stjáns Þórs Júlíussonar bæjarstjóra um sameiningu Þórs og KA, vera „þessum mönnum frekar til minkunnar". Á fundi ÍTA 12. október sl. svar- aði bæjarstjóri fyrirspurnum vegna málsins en þeir Nói og Þórarinn spurðu hvort það væri vilji meiri- hluta bæjarstjórnar að knýja íþróttafélögin Þór og KA til þessa samstarfs. Einnig hvort félögunum yi'ði refsað ef ekki yrði af því sam- starfi sem bæjarstjóri tali fyrir. Einnig spurðu Nói og Þórarinn um frekari fjárveitingar til ÍTA til að hvetja til betri árangurs í íþróttum og um frekari fjárveitingar til reksturs íþróttafélaganna á næstu fjárhagsáætlun. Einnig var spurt hvort fyrirspum bæjarstjóra boðaði það að hætta eigi að hafa samráð við ITA og ÍBA um málefni íþróttahreyfingarinnar og að þeim eigi hér eftir að sinna beint frá skrifstofu bæjarstjóra. Kristján Þór svaraði fyrirspurn- um Nóa og Þórarins og í bókun ITA kemur fram að bæjarstjóri hafi svarað því neitandi að knýja ætti fé- lögin til samstarfs, eða refsa þeim fjárhagslega ef ekki yi'ði af sam- starfi þeirra. Þá standi ekki til að sinna málaflokknum beint frá skrif- stofu bæjarstjóra. Varðandi spurn- ingar um fjárveitingar var í bókun- inni vísað til umræðna á fundinum. Hagur félaganna í liuga Formaður ÍTA lét bóka á þessum fundi að bæjarstjóri hafi haft sam- band við sig áður en hann hafði samband við fulltrúa íþróttafélajg- anna og kynnti honum málið. „Eg veit að bæjarstjóri fór í gang með þessa umræðu við formenn félag- anna með hag félaganna í huga og íþróttahreyfingarinnar í bænum,“ segir í bókun formanns ITA. I bókun Nóa og Þórarins sem lögð var fram á fundi ITA í gær, vegna ummæla formanns ÍTA á fundi bæjarstjórnar 19. október, kemur m.a. fram að formaður ITA hafi ekki tekið svo stórt upp í sig á fundi ITA þegar bókun þeirra var lögð fram. Þeir spm’ðu því hvers vegna ekki hafi verið hægt að svara fyrirspurnum á málefnalegan hátt og hvað það hafi verið sem fór svona fyrir brjóstið á formanni ÍTA. Svona gerir maður ekki „Getur verið að formaður ÍTA hafi ekkert vitað um gjörðir bæjar- stjóra, þrátt fyrir bókun sína á sama fundi? Og til að reyna að fela innan flokks vandamál og sárindi „réðst“ formaður ÍTA á fyrirspyrj- endur með „skítkasti" þar sem þeir voru ekki á staðnum til þess að svara fyrir sig,“ segir í bókun Nóa og Þórarins. I lok hennar segir: „Ágæti formaður ITA Þórarinn B. Jónsson. Svona gerir maður ekki. Þessi vinnubrögð eru þér sem for- manni ITA ekki sæmandi. Ef þú veist það ekki nú þegar ágæti for- maður, þá hefur minnihlutinn, skip- aður Nóa Björnssyni og Þórarni E. Sveinssyni, bæði málfrelsi og til- lögurétt á fundum ITA.“ Kólnandi veður fyrir norðan HELDUR er nú farið að kólna á Norðurlandi, enda komið fram í nóvember. En það er ekki bara mannfólkið sem þarf þá að klæða sig betur, því dýrunum getur líka orðið kalt. Danielle Palade á Akureyri, sem var á ferð með tíkina sína Goldie í miðbænum í gær, sá ástæðu til að klæða hana í hlýja kápu, enda frekar kalt í veðri. Danielle, sem á 10 mexíkóska dverghunda af Chihu- ahua-kyni, saumar sjálf flíkurnar á hunda sína og sagði að þeir kynnu vel við sig í fötum. í gær var hitastigið nálægt frostmarki á Akureyri og heldur kaldara niður við jörð. Handteknir með hass FJORIR menn voru handteknir skammt norðan Akureyrar í fyrra- dag, en þeir voru á leið út úr bæn- um. í fórum þeirra fundust um 40 grömm af hassi. Við yfirheyrslur könnuðust þrír mannanna við að eiga efnið, en einum fjórmenning- anna var sleppt strax þar sem hann var málinu óviðkomandi. Mennirnir viðurkenndu að hafa selt lítinn hluta efnisins. Starfsmaður ráðinn á skrifstofu Þroskahjálpar Veitir for- eldrum fatl- aðra barna stuðning ÞROSKAHJÁLP á Norðurlandi eystra hefur ráðið Lilju Ragnars- dóttur starfsmann á skrifstofu sína í Kaupangi við Mýrarveg á Akureyri. Starfsmaður félagsins er stuðnings- aðili foreldra fatlaðra barna og ann- arra aðstandenda þeirra og veitir þeim ráðgjöf. Þjónusta hans stend- ur öllum foreldrum fatlaðra til boða. Ef þess er óskað getur starfs- maðurinn bent ungum foreldrum á foreldra sem hafa reynslu af um- önnun fatlaðs bai-ns og sett þá í samband við félagið, eins og segii- í fréttatilkynningu Þroskahjálpar. Hann sér um að hafa til taks upp- lýsingar um réttindi og þá þjónustu sem stendur til boða, útvegar lög og reglugerðir, fræðsluefni er varðar málefnið, upplýsingar um fundi og fleira. Starfsmaður félagsins setur sig í samband við alla þá aðila sem þjóna fötluðum, fjölskyldudeild að Glerár- götu 26, svæðisráð um málefni fatl- aða, fæðingardeild, barnadeild og heilsusgæslu og leggur sitt af mörk- um til þess að kerfið vinni sem best saman og veiti foreldrum fatlaðra og fótluðum sem besta þjónustu. Þá skal starfsmaður aðstoða skjólstæð- inga sína við að leita réttar síns í kerfinu og hann getur verið fulltrúi foreldra í nefndum og á fundum að beiðni stjórnar og skal hann þá koma upplýsingum til foreldra með fundahöldum eða bréfleiðis. Forstöðumaður N ey ðarhnunnar Gerist ekki aftur ÞÓRHALLUR Ólafsson, for- stöðumaðm’ Neyðarlínunnar, segir mannleg mistök hafa vald- ið því að boðun slökkviliðs- manna á Grenivík misfórst þeg- ar eldur kom upp í íbúðarhúsi þar á laugardagskvöld. Hann segir mistök af þessu tagi afar sjaldgæf og búið sé að gera ráðstafanir til að þetta endurtaki sig ekki. Honum þyki leitt að þetta skyldi hafa gerst og er ánægður með að ekki skyldi hafa hlotist skaði af.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.