Morgunblaðið - 03.11.1999, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 03.11.1999, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR MIÐVIKUDAGUR 3. NÓVEMBER 1999 4A ÞORSTEINN GUÐBJÖRNSSON + Þorsteinn Guð- björnsson fædd- ist á Rauðsgili í Hálsasveit í Borgar- firði 6. apríl 1919. Hann lést á líknar- deild Landspítalans 25. október síðast- liðinn. Foreldrar hans voru hjónin Guðbjörn Oddsson, bóndi á Rauðsgili, f. 8. október 1880, d. 28. apríl 1959, og Steinunn Þorsteins- dóttir, f. 25. 1887, d. 7. febrúar 1973. Guðbjörn var sonur Odds Þorleifssonar, bónda á Gullbera- staðaseli í Lundarreykjadal, síð- ar Hvammi í Skorradal og Dag- verðamesi í sömu sveit, og konu hans Steinunnar Filipusdóttur. Steinunn var dóttir Þorsteins Magnússonar, bónda á Húsafelli í Hálsasveit í Borgarfirði, og konu hans Ástríðar Þorsteinsdóttur. Systkini Þorsteins em: Ástríður, húsfreyja í Reykjavík, f. 26. sept- ember 1920, Steinunn, húsfreyja í Reykavík, f. 12. nóvember 1921, Oddur, bóndi á Rauðsgili, f. 20. desember 1922, d. 1. desember 1990, Ing- ólfur Tryggvi, verk- stjóri, búsettur á Ak- ureyri, f. 18. nóvember 1925, Kristín, húsfreyja í Reykjavík, f. 28. mars 1929, Ingibjörg hús- freyja í Saline í Michigan í Banda- ríkjunum. Eftirlifandi eigin- kona Þorsteins er Sigríður Kjartans- dóttir, f. 15. febrúar 1926 í Reykjavík. Sig- ríður er dóttir Kjartans Júlíusar Magnússonar, bónda á Hraðast- öðum í Mosfellssveit, f. 4. júlí 1891, d. 3. október 1980, og Guðbjargar Guðjónsdóttur, á Ljótarstöðum í A-Landeyja- hreppi í Rangárvallasýslu. Börn Þorsteins og Sigríðar em : 1) Steinunn, hjúkrunarfræðingur, f. 3. júlí 1954, í sambúð með Ægi Einarssyni. Sonur hennar er Sverrir Guðjónsson, f. 28. sept- ember 1973, og hefur hún einnig alið upp bróðurson sinn, Sigur- björn. 2) Guðbjöm, vélfræðingur, Elsku pabbi minn. Nú er ég sit hér og festi á blað nokkrar línur til þín, eru liðnir nokkrir dagar frá því að þú kvaddir þennan heim. Andlát þitt bar nokk- uð snöggt að og fyrirvarinn var mjög lítill þrátt fyrir það að vitað væri að hverju stefndi. Það var bara daginn fyrir and- látið sem þú varst sóttur af spít- alanum og farið með þig heim. Það ríkti mildl eftirvænting hjá þér að komast heim, því að þið mamma voruð að skipta um húsnæði og Guðbjörn bróðir og aðrir fjöl- skyldumeðlimir ásamt þér eins og kraftar þínir entust höfðu verið að standsetja íbúðina, en tveimur dög- um fyrir flutninginn ert þú fluttur á spítalann þannig að þú áttir eftir að sjá hvernig til hefði tekist og hvern- ig hlutunum hefði verið komið fyrir. Þú varst búinn að spyrja mig svo oft um ýmislegt sem tengdist flutn- ingunum, að það var mér sérstök ánægja að fá að keyra þig um íbúð- ina í hjólastólnum og fá að heyra hvað þér fyndist og fá leiðbeiningar frá þér, hvemig gera mætti við og laga, þannig að útkoman yrði sem best. Þú varst alltaf svo viljugur að leiðbeina mér og kenna. Sorg mín og söknuður minn er svo mikill að því fá engin orð lýst. Eg er búin að gráta svo mikið bæði í einrúmi og svo má enginn sýna mér hluttekningu þá er ég farin að gráta. Ég hef verið að spyrja mig og velta því fyrir mér hvort það væri virkilega hægt að elska ein- hvem svona mikið eins og ég hef elskað þig. Það er víst hægt en ég bara gerði mér ekki grein fyrir því fyrr en eftir að þú kvaddir þetta jarðríki. Ég hef þig ekki lengur til þess að tala við og ég á ekki lengur von á þér í heimsókn, því þú leist svo oft inn því þú áttir bara „leið framhjá1* og við spjölluðum og þú áttir það til að segja mér frá draumum þínum og hugi-enning- um. Ég hef alla tíð vitað að þú elsk- aðir mig og vildir mér allt hið besta í lífinu, og þú hefur svo oft veitt mér mikinn styrk. En þrátt fyrir að sorg mín sé mikil, er ég sátt við að þú skulir vera búinn að kveðja. Sjúkdóm þann er bar þig ofurliði ert þú búinn að hafa í tíu ár. Líðan- in he'fur verið misgóð en síðastliðið ár hefur verið þér og mömmu mjög erfitt. Kvalirnar hafa verið miklar, það hefur gengið misvel að ná tökum á þeim, en þú áttir gott sumar og til- tölulega verkjalítið, og þakkar maður það. En síðastliðnir tveir mánuðir voru mjög slæmir, þú hafðir mikla ógleði og mikla verki. Svo mikla stundum að ég leið fyrir að horfa upp á þig en aldrei heyrði maður þig kvarta, sagðir kannski þegar þú varst mjög slæmur: „Þetta er nú ekki vel gott,“ og lést þig hafa það. Elsku pabbi, minningarnar streyma í gegnum huga minn allt frá því að ég var smástelpa og fram til dagsins í dag. Mig langar til þess að fá að þakka þér fyrir að vera dóttir þín og hafa fengið að njóta elsku þinnar og umhyggju í öll þessi ár. Mér finnst ég hafa verið heppin að hafa fengið að eiga þig fyrir pabba og að hafa fengið að njóta visku þinnar og ráða. Þú varst svo ósérhlífinn og alltaf tilbúinn að gera öðrum greiða, ef þú gast komið því við, enda voru þeir margir sem notið hafa greiðvikni þinnar og þess hve handlaginn þú varst. Það var alveg sama hvað þú tókst þér fyrir hendur, þú gast smíðað eða gert við nánast alla hluti hvort heldur þú þurftir að smíða úr jámi eða tré, gera við bíla, leggja pípulagnir, parket, mála eða eitt- hvað annað, allt gast þú gert bæði smátt og stórt og alltaf var frágangur þinn á öllu því sem þú tókst þér fyrir hendur til fyinr- myndar og óaðfinnanlegur. Þær voru ófáar stundirnar sem þu áttir „úti í skúr“, sérstaklega eftir að þú hættir að vinna. Þar gast þú dundað þér tímunum saman við að dytta að hlutum eða rífa í sundur hluti sem vora orðnir ónýtir, því að engu mátti henda og öllu var safnað sem heillegt var ef ske kynni að hægt væri að nota eitthvað af þeim seinna, því þér fannst óþarfi að vera alltaf að kaupa nýtt ef hægt væri að nýta það sem til var. Þetta er réttlætanlegt sjónarmið út af fyrir sig en ekki voru aðrir fjöl- skyldumeðlimir nú alltaf ánægðir með þetta viðhorf þitt, en þú lést ekki segjast og þar við sat, og ekk- ert meira um það að segja. Mig langar til þess að þakka þér fyrir alla hjálpina sem þú hefur veitt mér, bæði fyrir allt það sem þú hefur unnið í höndunum fyrir mig, smíðað og lagað, og ekki síst það hve vel þú hefur reynst mér og drengjunum mínum, þeim Sverri og Sigurbirni. Þú hefur verið þeim eins og besti faðir, leiðbeint þeim og kennt að nota hin ýmsu tól og tæki, lesið fyrir þá og sagt þeim margar sögur og frásagnir og farið víða með þá s.s. í réttir, að veiða og oft með Sverri þegar þú varst að smíða sumarbústaðinn í Þingvalla- sveitinni. Þar áttuð þið tveir marg- ar góðar stundir saman. Þú sóttir þá oft á barnaheimilið þegar þeir voru litlir og hafðir þá með þér þangað sem þú varst að fara hverju sinni. Ég vil sérstaklega fá að þakka þér hve vel þú hefur hugsað um og hve mikla umhyggju þú hefur borið f. 28. janúar 1959, kvæntur I. Gunnhildi Árnadóttur, f. 16. júní 1962, d. 29. nóvember 1987, son- ur þeirra er Sigurbjörn, f. 29. nóvember 1987. Kvæntur II Sig- urbjörgu Lindu Reynisdóttur. Börn þeirra eru Elsa María, f. 3. mars 1990, d. 4. ágúst 1995, Pétur Gauti, f. 10. september 1996 og Oddur Ingi, f. 8. janúar 1999. Auk þess á Guðbjöm dótturina Stellu Maríu, f. 27. desember 1977, dæt- ur hennar eru Gunnhildur Líf, f. 6. nóvember 1995, og Elísabet Biita, f. 28. febrúar 1999. Dóttir Sigríðar er Sveinbjörg S. Guð- mundsdóttir bankastarfsmaður, f. 5. maí 1949, gift Jan Ólafssyni vinnslustjóra. Synir þeirra era: Þorsteinn, f. 27. september 1973, og Arnar Jan, f. 25. mars 1988.. Þorsteinn stundaði nám við Héraðsskólann í Reykholti vetur- inn 1938-39, fluttist síðan til Reykjavíkur, lærði blikksmiði hjá Blikksmiðjunni Gretti. Síðar hóf hann nám í pípulögnum hjá Sig- hvati Einarssyni, tók sveinspróf árið 1960, fékk meistararéttindi í pípulögnum 1963. Hann starfaði hjá Jónasi Valdimarssyni pípu- lagningameistara til ársins 1972, er hann hóf störf hjá Alþingi fyrst sem umsjónarmaður og síðar hús- vörður þar til að hann lét af störf- umfyrir aldurs sakir árið 1990. títför Þorsteins hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. fyrir Sverri mínum alla tíð, og þá sérstaklega hin síðari ár á erfiðum stundum í lífi hans. Það fæ ég seint þakkað og ég veit að það sama gild- ir um Sverri og söknuður hans er einnig mjög mikill. Á milli hans og þín eins og á milli mín og þín hafa verið svo sterk bönd. Elsku besti pabbi minn, ég kveð þig að sinni, minningamar um þig mun ég geyma í hjarta mínu um ókomna tíð, og þakklæti mitt til þín er mikið. Ég vona að þér líði betur, ég vona að þér líði vel á nýjum stað og að þú sért laus úr viðjum verkja og vanlíðanar. Ég sakna þín, og það gera Sverrir og Sigurbjöm líka. Mig langar til þess að biðja góð- an Guð að vernda okkur ástvini þína og styrkja á þessari erfiðu stundu, á meðan við erum að takast á við þessar erfiðu tilfinningar og alla tíð. Hvíl þú í friði. Þín dóttir, Steinunn. Þótt mér sé það vel ljóst að Þor- steinn vildi ekki að skrifuð væru um hann eftirmæli eða haft hátt um minningu hans get ég ekki annað en sent nokkur kveðjuorð til að þakka nærri fimm áratuga vináttu og alla þá hjálpsemi og tryggð sem ég átti alltaf að mæta af hans hálfu. Fáir af kunningjum mínum hafa eins oft litið inn á heimili mitt síðan ég fluttist í Hlíðahverfið hér í Reykjavík og Þorsteinn. Við vorum báðir búsettir hér í hverfinu síðustu áratugina og báðir vorum við Borg- firðingar. Kynni okkar Þorsteins hófust ekki fyrr en við vorum báðir fluttir af okkar æskustöðvum hingað til Reykjavíkur. Segja má að vinátta okkar hafi staðið í nær fimm ára- tugi. Eins og samgöngur voru fyrir miðja öldina voru samskipti milli fólks í sveitunum mun minni fyrir 50-60 árum en síðar varð þegar bif- reiðar voru komnar á flest sveita- heimili. Ég hafði verið samtíða Oddi, bróður hans, um tvo vetur á Reykholtsskóla. Nú er sá ágæti fé- lagi fyrir nokkrum árum fallinn frá af sama sjúkdómi og Þorsteinn átti í baráttu við síðustu árin, og varð að lúta í lægra haldi fyrir eins og flest- ir. Þorsteinn var orðinn 80 ára gamall svo segja má að hann hafi sýnt mikið viðnám í sjúkleika sín- um. Þorsteinn var þjóðhagi og var nokkurn veginn sama hvaða hand- verksstörf hann stundaði. Allt slíkt lék í höndum hans. Fyrstu tvo ára- tugina sem Þorsteinn var hér í Reykjavík starfaði hann við pípu- lagningar. Var hann orðinn meist- ari í þeirri iðngi-ein. Um fimmtugt var hann orðinn mjög bakveikur og átti erfitt með að starfa við pípulagnir. Hann réðst því til starfa hjá Alþingi og varð fljótlega hús- vörður Aiþingishússins. Hvar sem hann starfaði var orð haft á dugnaði hans og vandvirkni og átti hann jafnan vináttu að fagna hjá sam- starfsfólki sínu. í huga okkar vina og kunningja Þorsteins ber kannske hæst í minn- ingunni um hann hin einstaka hjálpsemi og gi-eiðasemi hans. Oft var kallað í hann á heimili mitt ef eitthvað þurfti að lagfæra. Var leit- að til hans bæði á kvöldin og helgi- dögum. Slíkt var alltaf sjálfsagt frá hans hendi. Ekki minnist ég þess að pyngja mín léttist neitt þótt oft færi langur tími í slíkar viðgerðir. Þessa sömu sögu hafa margir aðrir sagt mér af samskiptum sínum við hann. Allir minnast hjálpsemi hans og hversu fljótur og úrræðagóður hann var þegar vanda bar að hönd- um á heimili þeirra. Þótt Þorsteinn virtist við fyrstu kynni nokkuð alvörugefinn maður var hann í kunningjahópi manna skemmtilegastur. Hann gat stund- um verið nokkuð glettinn en slíkt var allt í góðu hófi og aðeins til að lífga upp samræðurnar og gera samverustundina ánægjulegri. í samskiptum við samferðafólk sitt var hann annars fremur hæggerð- ur í framkomu og manna þægileg- astur. Ég býst við að þeir séu fáir sem ekki eiga góðar minningar af samskiptum sínum við hann. Þorsteinn var í móðurætt af hinni kunnu Húsafellsætt. Niðjar þeirrar ættar era þekkt dugnaðar- og hagleiksfólk sem ekki hefur allt- af farið þær slóðir sem troðnar eru af öðrum. Er þessi ættbálkur orð- inn æði fjölmennur. Nýlega komu út tvö hefti af Húsafellsætt. Segja má að séra Snorri á Húsafelli hafi skilað góðum arfi af mannfólki. I föðurætt var Þorsteinn af Bergsætt sem þekkt er um Suðurland og víð- ar. Marga af kostum þessara merku ættbálka var að finna i pers- ónuleika Þorsteins. Þorsteinn var mjög góður fjöl- skyldu- og heimilisfaðir. Heimili þeiraa hjóna hans og Sigríðar bar þess glögg merki að_ þar ríkti snyrtimennska og vakað var yfir því að allir hlutir á heimilinu væru í lagi. Þó verður okkur mörgum af kunningjum hans minnisstæðastur bílskúrinn hans. Þetta var smiðja Þórsteins. Vantaði mann einhvern varahlut eða viðgerð á bíl eða ein- hverju heimilistæki voru þau vandamál venjulega leyst í bíl- skúrnum hans. í þessum bílskúr voru mörg vandamál samferða- manna hans leyst. Þau hjónin höfðu nýlega keypt sér íbúð hér í Hlíða- hverfinu og voru að flytja sig um set þegar Þorsteinn varð að fara á sjúkrahús. I síðasta samtali okkar þegar hann dvaldi á sjúkrahúsinu sagði hann mér að hann vænti þess að komast eitthvað heim aftur. Hann ætti eftir að mála gluggana. Að vinna að því að prýða og lagfæra heimili sitt var hans síðasta áhuga- mál sem hann vonaðist til að koma í framkvæmd áður en hann félli frá. Þetta sýndi mjög hugarfar og markmið hans, þótt honum tækist ekki í þetta sinn að koma þessu í framkvæmd. Allir verða að lúta ör- lögunum. Síðustu árin háði Þorsteinn harða baráttu við þann illvíga sjúk- dóm sem hann varð að lokum að lúta í lægra haldi fyrir. Hann tók þessu af miklu æðruleysi og hafði ekki áhuga á að reyna að skyggnast inn á næsta tilverustig. Hann kvaðst vilja mæta örlögum sínum eins og þau lægju fyrir og kvaðst engu kvíða. Ég kvíði ekki næstu samfundum okkar sem ég veit að verða á öðru tilverusviði. Við hjónin sendum Sigríði og fjölskyldunni samúðarkveðjur. Blessuð sé minning hans. Ragnar Ólafsson. Elsku afi minn. Nú ertu farinn, og mig langar til að kveðja þig í hinsta sinn. Ég man alltaf þegar þú varst húsvörður hjá Alþingi og ég fékk að heimsækja þig í vinnuna og við fórum út í blómagarðinn hjá Alþingi, ég veit ekki hvort garðurinn var kallaður það eða ekki, ég gerði það að minnsta kosti. Þá tíndi ég alltaf upjgj blöðin sem höfðu dottið af blómun- um og safnaði þeim, mér fannst þau alltaf líkjast fiðrildum. Svo fórum við þá líka oft niður að Tjöm, til að hitta svanina og það var alltaf einn sem synti til þín þegar þú komst, og þú sagðir alltaf að þetta væri vinur þinn. Og ekki gat ég verið þessi ekta fína stelpa, vegna þess að allt- af þurfti ég að tína upp alla nagla, skrúfur og bolta sem ég fann á göt- unum og troða þeim í alla vasa, á úlpunni og buxunum. Þetta var allt gert fyrir hann afa minn, svo að hann gæti nú notað þetta í bílc- skúmum, við að smíða og gera við. Og alltaf fékk ég að vera með, smíða, pússa og mála, ég var svona hálfgerður strákur með þér í bíl- skúrnum, og mikið rosalega fannst mér þetta gaman. Og þegar ég gisti hjá þér og ömmu var það alltaf sama rútínan, ég svaf á milli ykkar, amma las Palli var einn í heiminum, og svo hélt ég alltaf í höndina á þér þangað til ég sofnaði. Þannig gat ég farið að sofa. Og langavitleysan, ekki má nú gleyma henni, við gát- um spilað hana tímunum saman, og alltaf reyndir þú að svindla og ná ásunum og öllum bestu spilunum þegar þú varst að tapa, það var svo fyndið, þú hélst alltaf að ég tæk*4-1 ekki eftir því. Ég held að þetta hafi nú bara verið hrein stríðni, þú hafir bara verið að athuga hvenær ég tæki eftir svindlinu. En þessum minningum á ég aldrei eftir að gleyma, ég mun alltaf minnast þín, elsku afi minn, og sakna þín mikið. En ég er svo fegin að þú gast að minnsta kosti kynnst Gunnhildi Líf og haft tækifæri á að hitta nýjasta barnabamabamið þitt, Elísabetu Birtu. Því miður varð það með tím- anum eins og það verður stundum, að það minnki sambandið á milli hjá4*" fjölskyldum, maður á ekki að láta svona hluti gerast, en gerir það nú samt. En ég þakka fyrir það að hafa fengið minn tíma með þér, þótt hann hefði mátt vera meiri. Elsku afi minn, hvíl þú í friði. Megi Guð vaka yfir þér og varð- veita þig. Elsku amma, pabbi, Steinunn, Sveinbjörg og fjölskyldur. Megi Guð styrkja ykkur á þessari erfiðu stundu. Nú dimmir í sál minni vinurinn minn, ég tapað hef akkeri mínu. Þú laukst aftur augum í síðasta sinn, og slökkt var á kertinu þínu. M-- Já, Drottinn hann tekur og gefur í senn,'' þinn tími á jörðu er liðinn. Þú fórst héðan sáttur, við Guð þinnogmenn, og fengið nú hefur þú friðinn. Alltaf ég virði og þakka ég það, ást þína alla og hlýju. Bið svo Guðs engla að vakta þinn stað, uns sjáumst við aftur að nýju. (Bryndís Jónsdóttir.) Stella Maria og fjölskylda. Skilafrestur minningar- greina EIGI minningargrein að birt- ast á útfarardegi (eða í sunnu- dagsblaði ef útfor er á mánu- degi), er skilafrestur sem hér segir: í sunnudags- og þriðju- dagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á föstudag. I mið- vikudags-, fimmtudags-, fóstudags- og laugardagsblað þarf greinin að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyirir birtingardag. Berist * grein eftir að skilafrestur er útranninn eða eftir að útfor hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingar- degi. Þar sem pláss er tak- markað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna skilafrests. 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.