Morgunblaðið - 03.11.1999, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 03.11.1999, Blaðsíða 1
250. TBL. 87. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 3. NÓVEMBER 1999 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS > ________ Tveggja daga minningardagskrá 1 Osló um Yitzhak Rabin lokið Vonir um að friðarferlið hafi verið endurvakið ■ Strauss-Kahn var ímynd/23 Ósló. Reuters. AP. BILL Clinton, forseti Bandaríkj- anna, lýsti í gær ánægju með fund sinn með Yasser Arafat, leiðtoga Palestínumanna, og Ehud Barak, foi'sætisráðherra Israels. Fundur- inn batt enda á tveggja daga minn- ingardagskrá um fyrrverandi for- sætisráðherra ísraels, Yitzhak Rab- in, sem haldin hefur verið í Ósló. Rabin var myrtur af andstæðingum friðarsamkomulags Israela og Pal- estínumanna árið 1995. „Við höfum lokið mjög góðum fundi, ég tel að með honum hafi frið- arferlið verið endurvakið," sagði Clinton við fréttamenn eftii' fund- inn. Leiðtogarnir ræddu um friðar- viðræður Israela og Palestínu- manna sem senn munu hefjast að nýju og er ætlað að ljúka með sam- komulagi í september á næsta ári. Clinton upplýsti þó ekki nánar hvað leiðtogunum hefði farið á milli og ekki var heldur gefin út opinber til- kynning eftir fundinn. Að sögn embættismanna var markmið hans fyrst og fremst að örva friðarvið- leitni þjóðanna. Ræðst við I Ramallah Samningamenn ísraela og Palest- ínumanna hefja viðræður á mánu- dag í borginni Ramallah á Vestur- bakka Jórdanar og stefnt er að því að uppkast að friðarsamkomulagi milli þjóðanna verði tilbúið um miðj- an febrúar næstkomandi. Bæði Barak og Arafat hafa á einkafund- um með Clinton í Ósló lýst yfir rík- um vilja til að það markmið náist en talið er að erfiðar samningaviðræð- ur séu framundan. Meðal við- Reuters Leiðtogar Bandaríkjamanna, ísraela og Palestínumanna sátu saman á fremsta bekk við minningarathöfnina um Rabin í Ósló í gær. Ekkja Rabins, Leah Rabin, sat við hlið Clintons Bandaríkjaforseta. kvæmra málefna, sem búast má við að fjallað verði um í samningavið- ræðunum, er staða Jerúsalem, land- nám Israela á svæðum sem Palest- ínumenn gera tilkall til og málefni palestínskra flóttamanna. Við minningarathöfn um Rabin, sem haldin var fyrr um daginn, fluttu leiðtogarnir þrír ávarp. Ekkja Rabins, Leah Rabin, og Kjell Magne Bondevik, forsætisráðherra Noregs, töluðu einnig við athöfnina sem fram fór í salarkynnum ráð- hússins í Ósló. Margir ræðumanna beindu orðum sínum beint til hins látna, lofuðu hugrekki hans og þökkuðu honum fyrir að hafa stuðl- að að friði. A mánudagskvöld kom til átaka milli norskrar lögreglu og mótmæl- enda í miðborg Óslóar. Mótmælt var dauðarefsingum í Bandaríkjun- um og voru um 80 handteknir en fljótlega látnir lausir aftur. Strauss- Christian Kalin Sautter Strauss- Kahn segir af sér París. Reuters. FJÁRMÁLARÁÐHERRA Frakk- lands, Dominique Strauss-Kahn, sagði af sér í gær í kjölfar ásakana um að hann hefði gerst sekur um fjársvik. Kvaðst hann vera saklaus, en telja rétt að láta af embætti til að forða því að ríkisstjórn Lionels Jospins biði skaða af málinu. Skrifstofa ríkissaksóknara í París heimilaði á föstudag að rannsókn yrði hafin á ásökunum um að Strauss-Kahn hefði fengið jafnvirði 6,7 milljóna króna greiddar úr sjóð- um opinberra tryggingasamtaka námsmanna, MNEF, fyrir vinnu sem hann hefði aldrei innt af hendi. Á það að hafa gerst árið 1997, áður en hann tók við embætti fjármála- ráðherra. Strauss-Kahn er eignaður heiður- inn af miklum efnahagsbata í Frakklandi og hann þykir hafa ver- ið einn af homsteinum frönsku stjórnarinnar. Lýsti hann því yfir í gær að hann myndi taka við emb- ætti fjármálaráðherra aftur, undir eins og nafn sitt hefði verið hreins- að. Christian Sautter, sem áður starfaði í fjármálai'áðuneytinu og fór með stjóm fjárlagagerðar, var skipaður í embætti fjármálaráð- herra í stað Strauss-Kahns í gær. Hrap EgyptAir-breiðþotunnar við Nantucket Oveður hamlar leit Newport í Rhode Isiand, Kaíró. AP, Reuters. SLÆMT veður hamlaði í gær leit að braki og líkum úr Boeing-breiðþotu flugfélagsins EgyptAir sem fórst undan ströndum Massachusetts á sunnu- dag. Tugum ættingja, sem komið höfðu frá Egyptalandi til Bandaríkjanna eftir helgina, var tjáð að þeir gætu yfirleitt ekki búist við að geta borið kennsl á líkin sem era talin hs Portillo í framboð MICHAEL Portillo, fyrrver- andi varnarmálaráðherra Bret- lands, var í gær útnefndui' frambjóðandi Ihaldsflokksins í hverfunum Kensington og Chelsea í London í aukakosn- ingum 25. nóvember, að sögn Sky-sjónvarpsstöðvai'innar. Portillo féll af þingi í síðustu kosningum en hann hafði þá lengi verið talinn líklegur for- ystumaður flokksins. Ósigurinn virtist binda enda á þá drauma en síðan hafa margir litið vonar- augum til hans vegna óvinsælda núverandi formanns, Williams Hagues. skaddast mjög er flugvélin hrapaði í sjóinn. Harmur ættingjanna varð enn meiri við þessi tíðindi, þeir grétu margir sárt. Fundurinn þar sem fulltráar yfirvalda ræddu við þá vai' lokaður fjölmiðlum. Allir sem vora um borð, 217 manns, fórast með vélinni. Egýpsk stjómvöld skýrðu frá því í gær að 33 liðsforingjar úr landher og flugher, þar af tveir undirhershöfðingjai', hefðu verið meðal farþeganna en af öryggisástæðum hefði stöðu þeirra ekki verið getið í farþegaskrám. Ferð björgunarskipsins USS Grapple á slysstað seinkaði vegna veðursins en í skipinu er háþróaður leitarbúnaður. Þegar hefur fundist nokkuð af braki og munum farþega en aðeins eitt lík. Reynt verður að finna sem mest af brakinu og raða brotunum saman til að ganga úr skugga um hvað hafi valdið slysinu, mannleg mistök, bil- un eða sprengjutilræði. Gert er ráð fyrir að rannsóknin á slysinu muni taka nokkra mánuði en yfirvöld segja að ekki hafi neitt enn komið fram sem bendi til þess að um hryðjuverk hafi verið að ræða. Alls taka 500-1.000 manns þátt í leitar- starfinu á svæði um 100 kílómetra sunnan við Nantucket-eyju, af þeim eru 600 liðsmenn alríkislögreglunn- ar bandarísku, FBI. Enn nema tæki merki frá svörtu kössunum í flakinu en í þeim era upplýsingar um flugið og segul- bandsupptökur. Búnaðurinn á að geta virkað í 30 daga. Sendir hann frá sér eitt merki á sekúndu, á að þola þrýstinginn á allt að sex kíló- metra dýpi og tærist ekki í saltvatni. Kafarar verða notaðir við rann- sóknina, eins og gert var þegar þota TWA-flugfélagsins fórst undan strönd Long Island 1996 og í fyrra þegar þota Swissair hrapaði skammt frá Nova Scotia. Talsmenn yfirvalda segja að verkefni þeirra verði mun erfiðara nú vegna þess að dýpið, sem er um 80 metrar, sé mun meira. ■ Bilun eða skemmdarverk?/22 AP Skaut sjö manns STARFSMAÐUR í tæknideild útibús Xerox-fyrirtækisins í Honolulu á Havaii skaut í gær sjö vinnufélaga sína til bana með skammbyssu og flúði síðan á brott. Fórnarlömbin voru öll karlar. Morðin voru framin um áttaleytið að morgni að þarlend- um tíma og hóf lögreglan þegar umfangsmikia Ieit að manninum. Annað húsnæði í eigu Xerox í borginni var rýmt meðan mannsins var leitað, óttast var að hann héldi næst þangað. Er síðast fréttist hafði lögregla umkringt manninn þar sem hann sat í bíl sínum. Hann heitir Byran Uesugi, er sagður um fertugt og sögðu aðspurðir starfsmenn að hann væri „viðkunnanlegur og stilltur náungi“. í Reuters-frétt- um sagði að hann væri skráður eigandi 17 skotvopna. Hann mun hafa starfað hjá fyrirtækinu í uin áratug. Á myndinni, sem tekin var af sjónvarpsslqá, sjást sjúkra- og lögreglubílar við Xerox-bygginguna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.