Morgunblaðið - 03.11.1999, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 03.11.1999, Blaðsíða 44
44 MIÐVIKUDAGUR 3. NÓVEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ > MINNINGAR GUÐBJORNE. INGVARSSON + Guðbjörn E. Ingvarsson mál- arameistari fæddist í Reykjavík 23. ág’úst 1908. Hann andaðist á hjarta- deiid Landspítalans 3. október síðastlið- inn 91 árs að aldri. Foreldrar hans voru Ingvar Þor- steinsson, f. í Króki í Ölfushreppi 23. júlí 1865, d. 27. október 1936, og Þorbjörg Sigurðardóttir, f. á Valbjarnarvöllum í Borgarhreppi 28. febrúar 1873, d. 12. ágúst 1962. Systkini Guð- bjarnar voru Þorkell Lúðvík, f. 23. ágúst 1905, d. 16. júlí 1987, framkvæmdastjóri og stórkaup- maður í Reykjavík, kona Sigríður Svava Arnadóttir, f. 7. febrúar 1906, d. lS. nóvember 1963, bam þeirra er Ámi, f. 27. desember 1942, radíóvirki, fulltrúi hjá Toll- stjóraum í Reykjavík. Systir Guðbjamar er Hanna, f. 6. nóv- ember 1914, húsmóðir í Reykja- vík, maður Ásmund- ur Ólason, f. 25. október 1911, bygg- ingameistari og tæknifræðingur í Reykjavík, látinn. Börn þeirra era Ingv- ar f. 10. júlí 1934 Reykjavík, skóla- stjóri Iðnskólans í Reykjavík, b. Hörður, f. 2. maí 1936, d. 20. júní 1938, c. Óli Jó- hann, f. 18. mars 1940, arkitekt, d. Þorbjörg, f. 20. mars 1943, hjúkranarfræð- ingur, e. Kjartan Hörður, f. 8. ajn'fl 1946, kjötiðnaðarmaður, f. Asmundur, f. 2. október 1948, verkfræðingur, g. Leifur, f. 22. september 1951, d. 8. ágúst 1961. Fyrri kona Guðbjarnar var El- ín Torfadóttir, f. á Isafirði 1. mars 1918, d. 11. nóvember 1971, foreldrar Torfi Guðmundsson sjómaður á Isafírði, f. 6. septem- ber 1877, d. 20. nóvember 1927, og Helga Zakaríasdóttir, f. 28. júní 1885, d. 22. maí 1967. Böm Guðbjörn hefur búið við góða heilsu mestan hluta af langri ævi, þar til tvö sl. ár er hann þurfti á sjúkravist að halda. Hann var að eðlisfari lífsglaður, ósýnt um að kvarta þótt eitthvað bjátaði á í líf- inu, sá eiginleiki hefur verið talinn stuðla að því að lengja lífið og gera það skemmtilegra. Leiðir okkar lágu saman vetur- inn 1946, þá voru breytingartímar á íslandi í byggingariðngreinum. Heimsstyrjöld að nafni til lokið og þá var brýnt að koma böndum á + Eiginmaður minn, faðir og afi okkar, EINAR HELGASON bóndi, Læk, Leirársveit, er látinn. Útför hans verður gerð frá Akraneskirkju föstu- daginn 5. nóvember kl. 13.00. Jarðsett verður að Borg á Mýrum sama dag. Vilborg Kristófersdóttir, Ásdís Einarsdóttir, Einar Örn og Vilhjálmur. + Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, ÓLAFÍA (LÓA) R. SIGURÐSSON, Sólheimum 15, Reykjavík, andaðist á heimili sínu mánudaginn 1. nóvember sl. Niels P. Sigurðsson, Rafn A. Sigurðsson, Anna Júlíana Sveinsdóttir, Karitas S. Mitrogogos, Alexander Mitrogogos, Sigurður B. Sigurðsson, Rhonda W. Sigurðsson og barnabörn. + Elskuleg móðir okkar, SIGRÍÐUR JÓNSDÓTTIR (Dídí) frá Ytri Höfða, Stykkishólmi, áður til heimilis á Meistaravötlum 19, Reykjavík, lést á Sjúkrahúsi Akraness mánudaginn 1. nóvember. Jarðarförin auglýst síðar. Börnin. Ástkær faðir okkar, + JÓHANNESJÓNSSON, Hóli, Höfðahverfi, lést á dvalarheimilinu Grenilundi mánudaginn 1. nóvember. Fyrir hönd systkina, Sveinn Jóhannesson. Guðbjaraar og Elínar eru: 1) Þor- steinn, f. 5. júlí 1941, málari, d. 5. júlí 1982. Kona hans er Þórunn Jónsdóttir, f. 15. janúar 1939, börn þeirra: a) Guðmundur, f. 18. desember 1966, b) Elín Valdís, f. 5. janúar 1968, c) Gróa Guðbjörg, f. 18. mars 1969, d) Steinþór Darri, f. 18. júlí 1970.2) Hilmar, f. 13. maí 1943, vinnuvélastjóri, lát- inn, kona Hjördís Guðmundsdótt- ir, f. 14. október 1944, böm þeirra eru: a) Helga, f. 14. desem- ber 1963, b) Elín María, f. 22. jan- úar 1965, c) Kristín Guðmunda, f. 30. október 1936, d) Þorbjörg, f. 1. janúar 1968, d. 6. september 1971, e) Berglind Hrönn, f. 8. júní 1972, f) Ingvar, f. 28. janúar 1975. 3) Lilja, f. 17. desember 1944, húsmóðir, maður Óskar Pálmar Óskarsson, f. 14. febrúar 1944, verslunarmaður, börn þeirra: a) Guðbjöm, f. 23. janúar 1966, b) Lilja Rós, f. 26. aprfl 1968, c) Hilmar, f. 5. mars 1974. 4) Vil- hjálmur, f. 13. nóvember 1947, bifreiðarstjóri, sambýliskona Þorgerður Baldursdóttir, f. 13. nóvember 1948, skrifstofumaður. Síðari kona Guðbjarnar Gróa Eggertsdóttir, f. á Isafirði 23. ágúst 1910, húsmóðir og starfaði í lyfjabúð. Utför Guðbjarnar fór fram í kyrrþey. stríðsgróðann og festa hann í ein- hverju varanlegu efni og var þá steinsteypan talin besti kosturinn. Þá eins og nú lá leiðin af lands- byggðinni á suðvesturhornið mest til Reykjavíkur, flest ungt fólk til að fara í iðnnám. Nýjar og hraðvirkari vinnuaðferðir höfðu rutt sér til rúms. Ný hverfi risu út frá mið- borginni, Melar í vestur og Hlíðar og Sund í austur og svo koll af kolli. Það voru fjórir málarameistarar í vinnuhópnum með sinn nemanda hver auk sveina og hjálparmanna allt eftir verkefnunum hverju sinni. Þetta var samstilltur hópur, ekki eingöngu á vinnustaðnum heldur einnig sem félagar utan vinnu. Mér kemur í huga einn sólríkur sumarmorgunn þegar Guðbjörn stingur upp á að leggja frá sér verkfasrin og bregða sér austur yfir fjall með þeim rökum að ekki sé hægt að vinna inni við að slípa krít í svona veðri. Þessi tillaga hlaut góð- ar undirtektir viðstaddra. Gerður var út sendiboði á alla vinnustaði til að kanna undirtektir með þeim ár- angi'i að allir voru ferðbúnir eftir hádegi. Notaðir voru þeir bílar sem tiltækir voru og ekki spillti að einn hafði til umráða ráðheirabfl og fór sá fremstur. Leiðin lá um nær- liggjandi staði austan Hellisheiðar og á heimleið var komið við á Kol- viðarhóli. Þar var slegið upp úti- skemmtun í brekkunni fyrir ofan skálann. Einn í hópnum var með gítar sem hann lék á með miklum tilþrifum, aðrír sungu með. Þá kom Guðbjörn okkur skemmtilega á óvart með því að flytja frumsamið skemmtiatriði. Leikgervið var rauður vasaklútur sem hann brá um höfuð sér. Þegar orðað var við Guðbjörn að endurflytja þetta atriði við önnur tækifæri var því hafnað með þeim rökum að þetta væri einnota atriði. Þessi dagur kemur oft fram í hugann þegar tal- ið berst að Guðbimi. Guðbjöm var að eðlisfari félags- sinni og glaðvær. Hafði gaman af óvæntum uppákomum, hnyttinn í tilsvörum, tamt að draga fram skoplegu hliðarnar á því sem til umræðu var hverju sinni. Guðbjörn stóð á fertugu þegar hann settist á skólabekk í iðnskóla, skráður nem- andi hjá Asgeiri Jakobssyni mál- arameistara, hafði áður stundað hreingerningai-, sem tengdist mál- arafaginu í mörgum tilvikum. Hann setti ekki aldurinn fyrir sig og lauk prófí úr iðnskóla og sveinsprófi á tilsettum tíma, árið 1952. I félags- málum áttum við Guðbjöm fyrst samleið í samtökum iðnnema sem fulltrúar málaranema á ársþingi og síðan í stjórn Málarafélagsins, þar sem hann var gjaldkeri í þrjú ár. Fyrri kona Guðbjörns hét Elín Torfadóttir og áttu þau saman fjög- ur börn. Þau slitu samvistir um líkt leyti og við Guðbjörn kynntumst, sem orsakaði að ég hef ekki kynnst hans fjölskyldu nema Þorsteini, sem var málari og lærði hjá föður sínum. Hann lést af slysfórum á æf- ingu Flugbjörgunarsveitarinnar á Sandskeiði. Síðari kona Guðbjörns var Gróa Eggertsdóttir, þau gengu í hjóna- band 1962. Henni hef ég kynnst í gegnum samskipti við Guðbjörn. Samband þeirra hefur verið far- sælt, þau hafa stutt hvort annað í blíðu og stríðu í gegnum lífið, sem mest reynir á þegar aldurinn færist yfir. Samband okkar hefur verið slitrótt. Við hjónin höfum nokkrum sinnum komið í heimsókn hvert til annars eftir að þau hættu að vinna og sambandið hefur verið staðfest með jólakorti árlega. Eitt af áhugamálum Guðbjöms var að safna frímerkjum. Það safn er nú orðið stórt þótt lítið hafi bæst við á síðari árum því uppsetning á frímerkjum er nákvæmnisvinna sem ekld hentar skjálfandi og stirð- um höndum. Kristján Guðlaugsson var for- maður í Málarafélaginu þegar Guð- bjöm var þar gjaldkeri. Við Kristján höfum á seinni árum farið í heimsókn í Stigahlíðina að hitta Guðbjörn og Gróu, þær heimsóknir hafa þó ekki verið tíðar eða reglu- legar og slæmt að stórafmælið gleymdist þegar Guðbjörn varð ní- ræður. Það fór einnig fram hjá mér erfið spítalavist að undanförnu. Það sem sagt er hér að framan eru minningabrot um látinn félaga. Flestir einstaklingar eru sérstakir á einhverju sviði og var Guðbjörn þar engin undantekning þó erfitt sé að finna viðeigandi orð til að lýsa því enda naumast þörf í þessu til- viki. Víst er að honum var ekki um skrúðmælgi og lof og þó síst um sjálfan sig. Að endingu sendi ég öllum ná- komnum samúðarkveðjur. Við hjónin gerum okkur gi’ein fyrir hvað hún Gróa hefur misst en þetta er gangur lífsins, sem ekki verður umflúinn, þá er mest um vert að vera sáttur við lífið eins og það er. Við vonum að hún Gróa megi eiga notalegt ævikvöld. Hjálmar Jónsson. + Helgi Guðmun- dsson fæddist í Sigluvík í Rangár- vallasýslu 28. októ- ber 1913. Hann lést á Dvalarheimilinu Höfða 13. október síðastliðinn og fór útför hans fram 20. október. Engin strandbjörg hafa hrunið í sjó fram né Bjamaskógur færst úr stað þó eik hafi burt- hrifin verið og skógur- inn henni fátækari orð- ið. Helgi Guðmundsson ólst upp hjá foreldrum sínum í Sigluvík í stórum systkinahópi í sárri fátækt; lífskjör hörð. Helgi kom víða við á starfsævi sinni, stundaði sjó á yngri árum, um tíma eigin útgerð en hvarf til lands um miðjan aldur og fékkst við tilfall- andi verk, lengst af hjá Akraneska- upstað. Síðustu ár sín dvaldi hann á Dvalai'heimflinu Höfða á Akranesi. Helgi sagði mér eitt sinn sögu af foður sínum er villst hafði í þreifandi byl en borgið lífi sínu með því að ganga alla nóttina í aftaka frosti enda kól hann á höndum og fótum og losnuðu fáeinar kjúkur frá beini nokkrum vikum síðar. Sjálfum var Helga ekki fisjað saman enda þurfti hann á því að halda í lífsstríði alda. Veraldarganga Helga gaf ekki tilefni tfl bókarstagls og þá ekki einskis nýts fáts sem listsköpunar heldur hlaut hann að sjá sér far- borða svo fljótt sem auðið varð. Alla tíð fannst mér Helgi hefði sloppið frá uppvaxtarárum sínum með kalið hjarta. Helgi var hreinn og beinn í sam- skiptum sínum við menn, óvæginn og óhætt um það að menn fengu af því að vita ef honum mislíkaði. Hann gekk langt gegn mótstöðumönnum, til- búinn að vaða eld og brennistein íyrir málstað sem minna mátti sín. Helgi var ekki allra og ekki allra að lynda við hann. Þetta vissi hann best sjálfur enda hafði hann það oftar en einu sinni við orð að hann losaði sig við alla vini og kunn- ingja; stæði að lokum einn uppi. Kímnigáfu Helga var viðbrugðið og svo hárfín var hún oft að menn höfðu ekki hugmynd að þar færu gamanmál. Oft skemmti hann sér við að hleypa mönnum upp og stæla við þá um mál sem hann hafði sjálf- ur annars engan minnsta áhuga á og hló gjama sínum myrka hlátri er vel hafði tekist til. Helsta áhugamál Helga var knattspyman og kom fyrir að hann ætti svefnlausar nætur er gengi IA var ekld sem skyldi. Stjörnur er- lendra liða voru sniðnar að gulu peysunum. Þannig var sá ágæti leik- maður Diego Armando Maradona snarlega orðinn fullgildur leikmaður í Skagaliðinu og aldrei nefndur ann- að en Maggi Donna. Oftlega leitaði hann véfréttar um úrslit leikja og móta og ósjaldan var af þessu hin besta skemmtun. Helgi minntist gjama sambýlis- konu sinnar Jónínu og var aldrei í minnsta vafa um að hún hefði bjarg- að honum, „dauðasekum mannin- um“, frá glötun. Hennar verk hefði það verið að hann komst á réttan kjöl, að þau gátu í íyllingu tímans eignast eigið húsnæði, staðið kvitt og klár við Guð og menn. Síðar gift- ist hann Þóranni Sveinbjamardótt- ur, f. 30.4.1914, d. 9. 9.1993, ættaðri vestan úr Bolungarvík. Hún átti við veikindi að stríða og nokkra eftir að þau fluttust á Dvalarheimilið Höfða á Akranesi lést hún og varð hún honum mikfll harmdauði. Margar sögur hefði mátt segja af Helga og hugdettum hans sem ósjaldan báru undirtón hins harm- ræna gleðileiks sem lífið er, framinn að kveldi lýðum tfl skemmtunar en gleymdur að morgni, öllum ókunn- ur. Hver rithöfundur hefði verið fullsæmdur af slíkum fjársjóði og það hálfa hefði verið nóg. Eflaust var Helgi saddur lífdaga, veröldin ósjaldan verið óblíð og köld, þó gaf hann það ekki öðrum að sök, en það veit ég fyrir víst að þá er hann stendur íýrir hinu Gullna hliði, dökkur á brún og brá, hárið strítt og skapið úfið, þá mun honum ekki vefjast tungan um höfuðið né feiln- óta slegin verða í dragspili þessa gleðfleiks og hann mun kalla rómi háum og snjöllum: Opnið þið, helvít- in ykkar, það er ég! í fjarska heyrist myrkur hláturinn hljóma en ómar að innan munu skjótt sefa það stef. Ættmennum, venslafólki og vin- um sendi ég samúðarkveðjur. Guðni Björgölfsson. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að diskl- ingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfasíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðal- línubil og hæfilega línulengd - eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnar- nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. HELGI GUÐMUNDSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.