Morgunblaðið - 03.11.1999, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 03.11.1999, Blaðsíða 64
Drögum næst 10. nóv. HAPPDRÆTTI HÁSKÓLA ÍSLANDS vænlcgast til vinnings Heimavörn Sími: 580 7000 MORGUNBLAÐW, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI6691100, SÍMBRÉF569IISI, PÓSTHÓLF3M0, ÁSKRIFT-AFGREWSLA 5691122, NETFANG: RITSTJISMBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 MIÐVIKUDAGUR 3. NÓVEMBER 1999 VERÐ í LAUSASÖLU 150 KR. MEÐ VSK Söluskrifstofa SAS á íslandi lögð niður Tillaga Sturlu Böðvarssonar samgönguráðherra í rikisstjorn Næturklúbbum verði sett starfsskilyrði RÍKISSTJÓRNIN samþykkti á fundi sínum í gær tillögu sam- gönguráðherra, Sturlu Böðvarsson- ar, sem miðast að því gera sveitar- félögum kleift að setja skilyrði fyrir þeirri starfsemi sem fram fer á næturklúbbum. A þann hátt á með öðrum orðum að vera hægt að koma böndum á starfsemi nektar- dansstaða að því er fram kemur í máli samgönguráðherra. Sam- kvæmt núgildandi lögum þurfa nektardansstaðir hins vegar ekki sérstakt starfsleyfi. I lögum um veitinga- og gisti- staði, sem heyra undir samgöngu- ráðherra, er m.a. kveðið á um að lögreglustjóri veiti leyfi til að stunda rekstur veitingastaða að fenginni umsögn sveitarstjórnar. í lögunum eru veitingastaðir til dæmis flokkaðir eftir því hvort um veitingahús eða skemmtistaði er að ræða en hvergi er minnst á nætur- klúbba hvað þá nektardansstaði. Af þeim sökum hafa nektardansstaðir ekki þurft sérstakt starfsleyfi. Næturklúbba verði getið í lögum Tillaga ráðherra gengur hins veg- ar út á að lagt verði íram frumvarp til laga um breytingar á lögum um veitinga- og gististaði sem gerir ráð fyrir því að næturklúbba verði sér- staklega getið í lögunum sem og að undir þeim heyri nektardansstaðir. „Þar með á ekki að fara á milli mála að sveitarfélög, eða sá aðili sem veitir leyfin, geti lögum sam- kvæmt sett ákveðin skilyrði fyrir starfsemi næturklúbba. Nú er hins vegar ekki hægt að setja slíkri starfsemi skilyrði,“ segir ráðherra og bætir við: „Mín skoðun er því sú að það verði á ábyrgð viðkomandi sveitarstjórnar að ákveða hvaða starfsemi fari fram innan sveitarfé- lagsins." Ráðherra telur ennfremur ástæðu til þess að skoða þann möguleika að útgáfa umræddra starfsleyfa verði alfarið í höndum sveitarstjórna, þ.e. án milligöngu lögreglustjóra. SÖLUSKRIFSTOFA SAS á íslandi verður lögð niður um áramótin og munu Flugleiðir taka við þeirri þjópustu sem þar var innt af hendi. A skrifstofu SAS eru nú níu starfsmenn og sagði Steinunn Bjarnadóttir, forstöðumaður henn- ar, í samtali við Morgunblaðið að þeim hefði verið tilkynnt um þessa ákvörðun í gær og að hún gerði ráð fyrir því að starfsfólkið fengi sam- bærileg störf innan ferðaþjónust- unnar þar sem það byggi að mikilli þekkingu og reynslu í ferðamálum. Einar Sigurðsson, framkvæmda- stjóri stefnumótunar og þróunar- sviðs Flugleiða, segir í samtali við Morgunblaðið að Flugleiðir muni taka við þjónustu og sölu fyrir SAS en það feli þó ekki í sér að tekið verði við starfsemi skrifstofunnar í núver- andi mynd því hún verði lögð niður og munu Flugleiðir sinna því sem þar fór fram á eigin skrifstoftim. Starfsfólk söluskrifstofu SAS fer því ekki sjálfkrafa til starfa á skrif- stofum Flugleiða en Einar segir að þar sem það sé allt hæft starfsfólk með mikla reynslu í ferðamálum sé vonast til að hægt verði að nota krafta þeirra, en eðlileg endumýjun á starfsfólki sé að sjálfsögðú nokkur á stórum vinnustað sem Flugleiðum. Söluskrifstofa SAS var stofnsett árið 1969 og var lengi vel til húsa á Laugavegi 3 en flutti árið 1992 á Laugaveg 172 þar sem hún hefur verið síðan. Þorskafli minnkar um 150 þúsund tonn TALIÐ er að afli helstu botn- fisktegunda úr Norður-Atl- antshafi verði um 150.000 tonnum minni árið 2000 en á líðandi ári og er mesti sam- drátturinn áætlaður í þorskafla. Þorskaflinn á þessu haf- svæði 1997 var 11.362.000 tonn en spáin fyrir næsta ár hljóðar upp á 945.000 tonn og er munurinn nærri 420.000 tonn. Aætlaður þorskafli á þessu ári er 1.084.000 tonn. Þorskafli hér hefur aukizt um 40.000 tonn frá 1997, en ann- ars staðar hefur hann dregizt saman. Árið 1997 öfluðu Norðmenn 402.000 þúsund tonna af þorski, en á næsta ári er afli þeirra áætlaður 205.000 tonn. Rússar öfluðu 1997 um 316.000 tonna af þorski en spá um afla þeirra á næsta ári nemur 136.000 tonnum. Loks er gert ráð fyrir því að afli Evrópusambandsins verði 220.000 tonn, en hann var 287.000 tonn árið 1997. Sam- drátturinn er fyrst og fremst vegna minni afla úr Barents- hafi. Samdráttur hjá öllum helstu veiðiþjóðum Gert er ráð fyrir því að ýsu- afli á næsta ári verði 209.000 tonn, en hann var 330.000 tonn árið 1997. Um er að ræða sam- drátt hjá öllum helztu veiði- þjóðunum, en mestan hjá Rússum og Norðmönnum. Gert er ráð fyrir því að afli Norðmanna falli úr 106.000 tonnum í 40.000 og Rússar fari úr 41.000 tonnum í 20.000. Ýsuafli íslendinga var 43.000 tonn árið 1997, en er áætlaður 35.000 tonn á því næsta. ■ Þorskafli/Bl Morgunblaðið/RAX Utanríkisráðherra um ESB Hlutlaus úttekt HUGSANLEG aðild íslands að Evr- ópusambandinu var rædd á Alþingi í gær í umræðu um skýrslu Halldórs Asgrímssonar utanríkisráðherra. í máli ráðherra kom fram að hann teldi fyi'irhugaða stækkun ESB bera hæst og að öll starfsemi sambands- ins tæki mið af henni. Ráðherra sagði m.a. að stækkun- arferlið myndi einnig hafa áhrif á EFTA-ríkin, ísland, Noreg, Sviss og Liecthenstein. „Þó að Island hafi aldrei sótt um aðild og engin slík um- sókn sé í undirbúningi þá hefur aðild aldrei verið hafnað," sagði Halldór Asgrímsson. „Ég hef því ákveðið að láta gera hlutlausa úttekt þar sem farið verður yfir starf Evrópusam- bandsins lið fyi-ir lið.“ ■ Evrópumálin/10 ------------- Haustsól MEÐ lækkandi sól sker birtan í augun og rétt að taka fram klútinn og strjúka af rúðunum en úti má enn setjast niður í skjóli og njóta blíðunnar. Forstjóri Fjármálaeftirlitsins vill taka upp nafnbirtingu innherja Heimilað verður að beita allt að tíu milljóna króna dagsektum FJÁRMÁLAEFTIRLITINU verð- ur heimilt að leggja allt að fimm milljóna króna dagsektir á aðila, sem senda ekki umbeðnar upplýs- ingar eða sinna ekki úrbótum sem stofnunin hefur óskað eftir, og í vissum tilvikum allt að tíu milljóna króna sektum á dag, samkvæmt nýju stjómarfrumvarpi sem sam- þykkt var á ríkisstjómarfundi í gær. Þá hefur forstjóri Fjármála- eftirlitsins lýst þeirri skoðun sinni að innherjar komi fram undir nafni þegar þeir eiga viðskipti eins og tíðkaat í flestum nágrannalöndum. Samkvæmt frumvarpinu er rétt- ur Fjármálaeftirlitsins jafnframt aukinn til að krefjast upplýsinga af fyrirtækjum og eigendum þeirra. „Það er gert ráð fyrir að Fjármála- eftirlit hafi skýrari heimildir en áð- ur til eftirlits með starfsemi fjár- málafyrirtækja," segir Finnur Ing- ólfsson viðskiptaráðherra. „Dag- sektir vom áður mjög lágar, en verða nú á bilinu fimmtíu þúsund til fimm milljónir króna, og stjórn- valdssektir geta verið á bilinu fimmtíu þúsund til tíu milljónir króna. Þetta er fyrst og fremst gert til að styrkja stöðu Fjármála- eftirlitsins svo það geti betur sinnt .hlutverki sínu,“ sagði Finnur. Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Fjármálaeftirlitsins, sagði á kynn- ingarfundi með forsvarsmönnum fjármálafyrirtækja og fulltrúum úr stjórnsýslunni í gær að nauðsyn- legt væri að taka upp nafnbirtingu innherja hér á landi eins og tíðkað- ist í flestum nálægum ríkjum. Til að svo megi verða segir hann einnig nauðsynlegt að skilgreina hverjir séu innherjar þannig að menn geti ekki skotið sér undan. Forstjóri Fjármálaeftirlitsins vill einnig huga að endurskoðun reglna um veggi í starfsemi fyrir- tækja sem stunda verðbréfaþjón- ustu, hvernig skilið sé milli mis- munandi hagsmuna í rekstri verð- bréfafyrirtækja, viðskiptabanka og sparisjóða. „Það er ekki vakið máls á þessu hér út af einhverju sér- stöku fyrirtæki heldur er þetta at- riði sem vert er að skoða varðandi öll fjármálafyrirtæki á Islandi," sagði Páll Gunnar. B Nafnbirting/20
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.