Morgunblaðið - 03.11.1999, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 03.11.1999, Blaðsíða 33
32 MIÐVIKUDAGUR 3. NÓVEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. NÓVEMBER 1999 33 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. DREIFÐ EIGNARAÐILD Á EFTIRMARKAÐI NÚ ÞEGAR tekizt hefur að tryggja dreifða eignaraðild við sölu á hlutabréfum ríkisins í FBA er nauðsynlegt að huga að því að tryggja að sama markmið nái fram að ganga við einkavæðingu annarra ríkisbanka svo og á eftirmarkaði með hlutabréf í bönkunum öllum. Það er ekki nóg að tryggja þá dreifðu eignaraðild við frumsölu heldur verður að sjá til þess, að hún gildi einnig á eftirmarkaði. Einhverjir kunna að spyrja hvers vegna það sé nauðsynlegt, og svarið er, að þetta fámenna samfélag okkar íslendinga mun ekki þola það, að meirihluti allra eigna færist á fárra hendur. Það mun hins vegar gerast ef framhald verður á þeirri þróun, sem einkennt hefur þennan áratug að þessu leyti og á rætur sínar í kvótakerfinu eins og það er nú uppbyggt. Að þessu vék Davíð Oddsson, forsætisráðherra, í samtali við Morgunblaðið í gær og sagði m.a. um eftirmarkaðinn: „... svona um almennt framhald þá held ég að menn eigi aðeins að huga að því og skoða það meðal annars í þinginu hvort rétt sé að setja reglur, sem ná megi sátt um, sem tryggi að eignarhald verði jafnan dreift. Eg er fylgjandi því.“ Þessi yfirlýsing forsætisráðherra er afar mikilvæg og gera verður ráð fyrir að hún sé jafnframt til marks um að Sjálfstæð- isflokkurinn muni styðja þá stefnu. Ætla verður að Framsókn- arflokkurinn sé í sjálfu sér einnig samþykkur því marki, en sennilega hafa forystumenn Framsóknarflokksins meiri efa- semdir um að það sé framkvæmanlegt. í samtali við Morgun- blaðið í gær lýsti Finnur Ingólfsson, viðskiptaráðherra, sig ekki andvígan því að slíkar reglur yrðu settar um eftirmarkað- inn, en taldi þær óþarfar vegna þess, að fjárfestar í FBA mundu sjá um það sjálfir að enginn einn aðili yrði ráðandi í bankanum. Það má vel vera, að það sé rétt hjá viðskiptaráð- herra, þegar til skemmri tíma er litið, en þegar horft er fram á veg er ekki hægt að ganga út frá því sem vísu og það á ekki bara við um fjárfesta í FBA heldur væntanlega einnig um verð- andi fjárfesta í öðrum ríkisbönkum, sem á eftir að einkavæða. Þegar á allt er litið er því æskilegt að Alþingi skoði vel með hvaða hætti hægt er að tryggja dreifða eignaraðild að fjármála- stofnunum á eftirmarkaði. LANDVINN SLAN RÉTTIR ÚR KÚTNUM STAÐA landvinnslu í fiskiðnaði er býsna góð um þessar mundir og má þakka það hagræðingu og endurskipulagn- ingu í greininni. Hráefnisöflun skiptir þar höfuðmáli varðandi afkomu fiskvinnslufyrirtækja, enda er talsverður verðmunur á hráefni, sem keypt er í beinum viðskiptum og því sem keypt er á fiskmörkuðum. Þrátt fyrir að afurðaverðsvísitala sjávaraf- urða hafi lækkað lítillega á fyrstu 8 mánuðum ársins, hafa orðið miklar verðhækkanir á ýmsum afurðum og þá sérstaklega sjó- frystum afurðum. Hér á árum áður og einkum eftir að frystitogararnir komu til sögunnar, var mikil svartsýni meðal landvinnslufólks og var um það rætt að verið væri að ræna landverkafólk vinnunni. Þróun- in hefur að vísu verið sú að á undanförnum 10 árum hefur starfsfólki í fískvinnslu fækkað um 40%. Að hluta til má skýra það með því að vinnslan hafi færzt út á sjó, en einnig hefur tækninni við vinnslu fleygt mjög fram og afköst því aukizt til muna. Þetta hefur m.a. haft það í för með sér að laun hafa hækkað meira en kjarasamningar hafa gert ráð fyrir. I grein í Morgunblaðinu í gær, þar sem fjallað er um þessi mál, segir Arnar Sigurmundsson formaður Samtaka fisk- vinnslustöðva m.a., að hann verði þess var að bjartsýni ríki í greininni: „Samdráttur í þorskveiðum í Barentshafi ætti að koma okkur til góða. Hins vegar verður að líta á að afurðaverð hefur verið tiltölulega hátt og því erfitt að spá í framhaldið. Mér heyrast menn í greininni vera þokkalega bjartsýnir eftir erfiðleika mörg undangengin ár og fyrirtækin virðast vera að laga sig að s.töðunni eins og hún er í dag. Mörgum hefur tekist að halda þessu gangandi þannig, víða með góðum árangri." Þá er og athyglivert hve Oskar Þ. Karlsson, formaður Sam- taka fískvinnslustöðva, er bjartsýnn fyrir hönd landvinnslunn- ar. Hann segir: „Innleiddar hafa verið fjölmargar tækninýj- ungar sem hafa aukið afköst og framlegð og við getum hæglega gert ýmsa hluti í landi sem aldrei myndi borga sig að gera úti á sjó. Það sér ekki fyrir endann á þeim möguleikum sem nýjung- ar og tækniframfarir bjóða upp á, en landvinnslan getur fyrst og fremst nýtt sér þær.“ Fjárstuðningur austur-evrópskra kommúnista við íslenska sósíalista KOMMÚNISTAR í Austur- Evrópu komu sér upp um- fangsmiklum og flóknum flokkunarkerfum í þeim gríðarstóru skjalasöfnum sem aígjör miðstýring þjóðfélagsins gat af sér. Þetta á ekki síst við um þau skjöl sem lutu að beinum fjárveitingum og ann- ars konar stuðningi við erlenda bræðraflokka. Þau skjöl voru m.a. flokkuð eftir því hvaða ferli ákvarðana bjó að baki auk þess sem tilteknum leyndarstigum var fylgt. Jafnframt réðu ákveðnir menn yfir tilteknum listum þar sem t.d. voru tíundaðar ákvarðanir kommúnistaflokka í Aust- ur-Evrópu um stuðning við vinstri- flokka og -hreyfmgar erlendis. Hvað Island varðar virðist einkum um að ræða skjalasöfn Kommúnistaflokks Sovétríkjanna og flokksins í Austur- Þýskalandi. Þar ber að gera greinar- mun á þeim „rásum“ sem fjármagnið streymdi eftir auk þess sem skoða þarf sérstaklega á hvaða grundvelli og stigi ákveðið var að veita fjárhagsað- stoð, ekki síst með tilliti til flokkunar- kerfísins. Skjöl sem norski fræðimaðurinn Sven G. Holtsmark fann við rannsókn- ir sínar á samskiptum norskra og sov- éskra kommúnista og fréttastofa Stöðvar 2 greindi fyrst íslenski’a fjöl- miðla frá hafa á ný beint kastljósinu að fjárhagslegum stuðningi Kommún- istaflokks Sovétríkjanna við íslenska sósíalista. Þar er um að ræða skjöl sem sýna að Sameiningarflokkur al- þýðu - Sósíalistaflokkurinn fékk sam- tals tæpar 30 milljónir króna að nú- virði að austan á árunum 1956 til 1966. Um var að ræða beinar fjárveitingar til almenns flokksstarfs og forsendur þeirra því ekki tilgreindar sérstak- lega. Sagt var í skjöiunum að því bæri að halda fram að þessar gi’eiðslur hefðu verið ákveðnar í nafni „Sjóðs til styrktar vinstrisinnuðum verkalýðs- hreyfíngum“, en svo nefndist fyrir- brigði sem sovéskir kommúnistar komu á fót til að fela greiðslurnar og hafði heimili og varnarþing í Búkarest. Þessi beini fjárstuðningur var á hinn bóginn ákveðinn í Moskvu og fulltrúum sovésku öryggislögregl- unnar/leyniþjónustunnar, KGB, falið að koma peningunum til skila. Skjöl sem norski sagnfræðingurinn fann í sovésku skjalasafni er nefnist „Fond 89“ og lúta að greiðslum til ís- lenskra sósíalista á ái’unum 1956-1966 varða stuðning sem fór fram eftir þessari leið. Sven G. Holtsmark sagði í samtali við Morgunblaðið sl. sunnudag að KGB-menn í sendiráðum í viðtökuríkj- unum hefðu afhent leiðtogum erlendra sósíalista peningana og hefði mikil leynd ríkt yfir þeim gjörningi. Um þetta væru til skjöl. Nokkrir viðmæl- endur Morgunblaðsins hafa á síðustu dögum fullyrt að fleiri leiðh- hafi verið notaðar til að koma beinum peninga- greiðslum til skila. Peningar hafí verið afhentir með mikilli leynd í Moskvu, auk þess sem líklegt megi telja að er- lendir bankareikningar hafí verið not- aðir. Þau skjöl sem Morgunblaðið hef- ur fjallað um í þessari lotu þessa máls geta þess hins vegar einungis að full- trúum KGB hafl verið falið að afhenda peningana. Ekki getið um almennan stuðning við ísland 1968-1990 Vitað er að á Norðurlöndum var þessum beina og reglubundna fjár- stuðningi til að halda uppi flokksstarf- inu haldið áfram allt undir það er veldi kommúnismans hrundi og Sovétríkin liðu undir lok. Slík skjöl hefur Sven G. Holtsmark birt. Á hinn bóginn er ekki að finna í þeim upplýsingar um hvort þessum stuðningi, þessari tegund stuðnings þ.e.a.s. með beinum fjár- framlögum í nafni Búkarest-sjóðsins til flokksstarfsins og með milligöngu KGB, var framhaldið við félagana á Islandi. Þau skjöl eru á hinn bóginn til í Moskvu og ræðir þar bæði um lista þar sem stuðningurinn er tíundaður, þ.e.a.s. hvaða upphæðir hafa verið ákveðnar og kvittanir erlendra leið- toga sósíalista sem tóku við peningun- um. Listarnir ná yfír tímabilið frá 1968 til 1990. Hvers vegna þeir ná að- eins yfir þessi ár liggur ekki fyrir. Morgunblaðið náði sambandi við ónefndan mann í Moskvu sem hefur þessi gögn undir höndum og fræði- menn telja ábyrga heimild. Að beiðni blaðsins fór þessi heimildarmaður í Margar leiðir og sumar ill- rannsakanlegar Gera ber skýran greinarmun á þeim „rásum“ sem fjárhagslegur stuðningur kommúnista í Sovétríkjunum og Austur-Þýskalandi við erlenda bræðraflokka flæddi um. Ásgeir Sverrisson segir frá þeim leiðum sem nú eru þekktar og rifjar upp eldri gögn sem sýna m.a. að íslenskir sósíalistar fengu fjárhagsaðstoð að aust- ----------------7--------------------------------------------------- an eftir 1968. Olíkar forsendur lágu að baki þessum stuðningi og þeim beinu greiðslum til ótilgreindra verkefna sem íslenski sósíalistaflokkurinn var styrktur með á árunum 1956-1966. Morgunblaðið/Golli Mál og menning fékk, að því er fram kemur í sov- éskum skjölum, verulega útgáfustyrki 1968 og 1970. gegnum gögnin og sagði síðan í sam- tali við höfund þessarar gi’einar að hvergi væri í þeim að fmna nöfn ís- lenskra sósíalista og raunar væri Is- lands hvergi getið þ.e.a.s. að í listun- um yfír reglulegan beinan stuðning við erlenda bræðraflokka, sem ákveð- inn var á hverju ári til almenns rekstr- ar og flokksstarfs, væri ekki að finna tilvísanir til íslands frá 1968-1990. Annað form á stuðn- ingi eftir 1968 Þessar upplýsingar þýða engan veg- inn að ekki hafl verið um neinn stuðn- ing við íslenska sósíalista frá Sovét- ríkjunum að ræða á þessu tímabili þ.e. frá 1968 til 1990. Öðru nær, enda liggja fyrir upplýsingai’, sem sýna að slíkur stuðningur var veittur eftir 1968 (nánar hér að neðan). Gera ber greinarmun á þeim leiðum sem famar voru í þessu skyni, „ákvarðanaferlinu“ og forsendum þeirra ákvarðana sem teknar voru í Moskvu í þessu viðfangi. Þetta er mikilvægt þar sem sá grein- armunur á einnig við um hvernig skjölin voru meðhöndluð og flokkuð. Þær „rásir“ sem þessi stuðningur fór um voru margar, flóknar og sumar hverjar illrannsakanlegar. í samtali Morgunblaðsins við Sven G. Holts- mark kemur ennfremur fram að þessi samskipti voru oftlega byggð á per- sónulegum kynnum auk þess sem sov- éskir kommúnistar styrktu iðulega ákveðnar fylkingar innan bræðra- flokkanna sem áttu í átökum. Flokk- unarkerflð var flókið og skjöl víða að fínna. Almennar greiðslur og sértækar I þessu samhengi segir Sven G. Holtsmark að gera beri skýran grein- armun á greiðslunum sem ákveðnar voru á ári hverju til erlendra bræðra- flokka og annars konar stuðningi sem samþykkt var að veita utan þess ferlis. Stuðningur við erlenda bræðraflokka var ákveðinn í Moskvu á hverju árí (í tilfelli Sameiningarflokks alþýðu -Sósíalistaflokkins virðist sem fjár- veitingar hafi verið ákveðnar á þriggja ára fresti og skýrist það trúlega af stærð flokksins). Jafnframt eru til heimildir um að sovéski kommúnista- flokkurinn hafi þess í milli brugðist við sérstökum beiðnum um fjárstuðning, aðstoð við útgáfu og fleira. Almennt gilti að flokksleiðtoginn í viðtökuland- inu ákvað hvernig árlegu greiðslunum skyldi varið. Þær voru í eðli sínu „al- mennar“, veittar til að halda uppi flokksstarfl en ekki til sérstakra verk- efna eða til að standa undir tilteknum útgjaldaliðum flokkanna. Hins vegar segir Sven G. Holtsmark að m.a. í til- felli norska kommúnistaflokksins séu til skjöl er sýni að sérstakar fjárveit- ingar hafí verið ákveðnar til tiltekinna verkefna m.a. til að halda úti blaðaút- gáfu. Þar var um að ræða viðbrögð háttsettra manna í Moskvu við beiðn- um um styrki. I slíkum tilfellum gat það gerst að fram kæmi beiðni í nafni flokksins eða að tiltekinn erlendur sósíalisti leitaði til þeirra manna í Moskvu er hann hafði samband við. Þannig gátu ákveðnir flokkar og einstaklingar farið fram á fjárhags- styrki og aðstoð og era til dæmi um að slíkur stuðningur hafí verið veittur á sama tíma og ekki var um fjárstreymi að ræða úr Búkarest-sjóðnum. Frá slíkum stuðningi er hins vegar ekki greint í skjölum þeim sem taka til ár- legu fjárveitinganna og varða m.a. að- stoð við íslenska sósíalistaflokkinn 1956, 1959, 1963, 1966 í nafni Búkarest-sjóðsins. Þau skjöl sem heimildarmaður Morgunblaðsins í Moskvu hefur aðgang að lúta að þess- um árlegu ákvörðunum um peninga- styrki til ótilgreindra verkefna. Af þeim má því draga þá ályktun að að- stoð við íslenska sósíalista, á þeim for- sendum, hafi ekki átt sér stað á milli 1968 og 1990. Hann fór hins vegar án nokkurs vafa fram um aðrar „rásir". Eftirlaun frá Moskvu Nokkrir íslenskir fræðimenn hafa rannsakað tengsl íslenskra og er- lendra kommúnistaflokka og skulu hér nefndir Arnór Hannibalsson, Árni Snævarr, Jón Ólafsson, Valur Ingi- mundarson og Þór Whitehead. Þeir Arnór Hannibalsson og Jón Ólafsson munu báðir greina frá rannsóknum sínum í bókum sem gefnar verða út fyrirjól. Þeir Jón Ólafsson og Arnór Hanni- balsson hafa báðir komist yfir skjöl í Moskvu sem sýna að íslenskir sósí- alistar fengu stuðning frá Moskvu eftir 1968 en því hefur löngum verið haldið fram að þessum sam- skiptum hafi formlega verið slitið í kjölfar þess að Alþýðubanda- lagið var stofnað sem stjórnmálaflokkur ár- ið 1968. Arnór Hannibals- son, prófessor í heim- speki, fékk í ágúst- mánuði 1992 aðgang að skjalasafni Komm- únistaflokks Sovét; ríkjanna í Moskvu. í samtali við Morgun- blaðið, sem birtist 15. ágúst það ár, kvaðst hann hafa fundið sly'öl er sýndu að yfírvöld í Moskvu hefðu litið á Alþýðubandalagið sem beint framhald af Sameiningarflokki al- þýðu - Sósíalista- flokknum. Að auki fann Arnór Hannibalsson skjöl sem sýndu að Krist- inn E. Andrésson, þá- verandi forstjóri Máls og menningar og leið- togi MÍR, félags sem ætlað var að stuðla að menningarsamskipt- um íslands og Ráð- stjórnarríkjanna, fór árið 1972 fram á að honum yrðu greidd eftirlaun vegna starfa sinna í þágu hinnar alþjóðlegu hreyfingar kommúnista. Var, að sögn Arnórs Hannibalssonar, ákveðið að verða við þessari ósk og var Kristni E. Andréssyni greidd ótiltekin upphæð í formi einnar greiðslu. Styrkur til Máls og menningar Jón Ólafsson heimspekingur var ár- ið 1992 fréttaritari RÚV í Moskvu. Hann greindi frá því 27. júlí 1992 að sovéski kommúnistaflokkurinn hefði veitt Máli og menningu umtalsverða fjárstyrki á áranum 1968 og 1970. Kristinn E. Andrésson, þáverandi framkvæmdastjóri fyrirtækisins, hefði árið 1970 sótt um 20.000 dollara fjár- styrk og væri í umsókninni vísað til þess að sambærilegur styrkur hefði verið veittur tveimur árum áður. Kristinn hefði sagt í viðræðum við sovéska sendiráðsmenn á Islandi að fyrirtækið yrði næstum örugglega gjaldþrota veitti Kommúnistaflokkur Sovétríkjanna því ekki styrk. í fréttum Jóns Ólafssonar frá 1992 kom fram að 'Kristinn hefði fyrst farið fram á styrkinn 27. desember 1969. Hefði hann þá óskað eftir sambærileg- um styrk og fyrirtækið hefði fengið 1968, en hvergi kæmi fram hve hár sá styrkur hefði verið. Hinn 26. mars árið 1970 ítrekaði Kristinn E. Andrésson beiðnina, og aftur hinn 31. Kristinn var svo kallaður í sendiráðið hinn 9. maí, og honum tjáð að flokkurinn féllist á að veita 20 þúsund dala styi’k. Féð kom 21. maí og var afhent daginn eftir. I samtali Morgunblaðsins við fram- + kvæmdastjóra Máls og menningar ár- ið 1992 kom fram að ef Kristinn E. Andrésson hefði sótt um styrk þennan hefði hann gert það algjörlega upp á sitt eindæmi. Engar upplýsingar um þetta væri hins vegar að fínna í gögn- um fyrirtækisins. I skjölum þeim sem Jón Ölafsson fann í Moskvu kom fram að styrkurinn hefði verið 20.000 doll- arar, sem jafngilti 1.760 þúsund krón- um á þáverandi gengi 1970. Fimm sovéskar bækur Samkvæmt upplýsingum sem Morgunblaðið birti 31. júlí 1992 frá Máli og menningu kostaði útgáfa fyr- irtækisins á fimm sovéskum bókum árið 1970 rúmlega eina milljón og tvö hundruð þúsund krónur. Var þar um að ræða þrjár bækur eftir Vladímír Lenín og síðustu bindin af ævisögu Konstantíns Pástovskíjs. Væri kostn- aður við útgáfu fyrri binda ævisögu Pástovskíjs reiknaður með, næmi samanlagður kostnaður við útgáfu þessara sovésku bóka alls 1.632.655 ki’ónum. Velta fyrh’tækisins árið 1970 var 9.777.787 krónur og nam styrkur- inn frá Sovétríkjunum því 16% af þeirri upphæð. Þessi skjöl sem Jón Ólafsson fann er ekki að finna í þeim skrám sem heimildarmaður Morgunblaðsins í Moskvu hefur undir höndum. Aðstoð- in við Mál og menningu var því, sam- kvæmt þessu, ekki veitt á forsendum árlega styrksins til erlendu bræðra- flokkanna, enda var um beiðni til ákveðins verkefnis að ræða. Því er freistandi að bera þessa beiðni sem Kristinn E. Andrésson bar fram við þær sem til eru um aðstoð við norska kommúnista á sviði útgáfumála á tímabilinu 1968-1990. Aðstoð frá Austur-Þýskalandi Sagnfræðingarnii’ Árni Snævarr og Valur Ingimundarson sendu árið 1992 frá sér bók er nefnist „Liðsmenn Moskvu - samskipti íslenskra sósí- alista við kommúnistaríkin". Sú bók er byggð á rannsóknum þeirra á innlend- um skjölum auk þess sem þeir fengu aðgang að skjölum í Moskvu og Aust- ur-Þýskalandi. I febrúarmánuði 1995 var síðan sýndur í Ríkissjónvarpinu þáttur sem þeir Árni Snævarr og Val- ur Ingimundarson unnu um samskipti íslenskra og austur-þýskra sósíalista. í viðtali Morgunblaðsins við Sven G. Holtsmark sl. sunnudag sagði hann að kommúnistar í Austur-Þýskalandi hefðu jafnan lagt ríka áherslu á sam- skipti við norræna kommúnista og hefðu þau alltaf verið með miklum ágætum þótt ráðamenn eystra hefðu ekki talið sig fá mikið fyrir veitta að- stoð. Holtsmark sagði fyrirliggjandi gögn sýna að Austur-Þjóðverjar hefðu ekki veitt kommúnistum á Norður- löndum beina fjárhagslega styrki til að halda uppi flokksstarfinu með sama hætti og Kommúnistaflokkur Sovét- ríkjanna hefði gert í nafni Búkarest- sjóðsins. Hins vegar hefði umfangs- mikill stuðningur verið veittur, ekki síst á sviði útgáfumála. Beiðni um árlegan styrk hafnað 1959 Holtsmark hefur undir höndum skjöl sem varða slíkan stuðning við Is- land og hann hefur heimilað Morgun- blaðinu að greina frá. Þar kemur fram að í maímánuði árið 1959 synjaði Kommúnistaflokkur Austur-Þýska- lands beiðni sem borist hafði frá Sam- einingarflokknum á Islandi um 20.000 dollara styrk á ári hverju til að standa undir útgáfu m.a. á „klassískum ritum mai’xismans-lenínismans og fram- sæknum þýskum bókmenntum". Vísað er til þessarar beiðnar undir liðnum „Stuðningur við bræðraflokka" („Unterstuzung der Bruderparteien“ á þýskri tungu). Þessari beiðni var hafn- að. Hins vegar var beiðni „íslenska for- lagsins" þess efnis að austur-þýski kommúnistaflokkurinn myndi prenta bók um Island á íslensku og erlendum tungumálum samþykkt. Jafnframt vai’ ákveðið að flokkurinn myndi kosta prentun á barna- og listaverkabókum á íslensku og að heildarupphæðin yrði allt að 10.000 mörk. Rannsóknir íslenski’a fræðimanna og Svens G. Holtsmark hafa nú skilað allskýrri heildarmynd af því hvernig stuðningi sovéskra og austur-þýskra kommúnista við íslenska sósíalista var háttað. Meginlínurnar liggja fyrir þótt víða bíði sérfræðinga í samtímasögu að fylla upp í eyðurnar. Hjálparstarf til framtíðar Heimamenn í Mósambík vinna hér við gerð brunns og helst þekkingin þannig áfram í þorpinu. í tæp 30 ár hefur Hjálp- arstarf kirkjunnar að- stoðað fólk víðs vegar um heiminn við að koma undir sig fótunum. Anna Sigríður Einarsdóttir kynnti sér starfsemina og komst að því að þró- unaraðstoð er í vaxandi mæli veitt konum. JÁLPARSTARF kirkj- unnar hefur verið starf- rækt síðan 1970, en starfið hófst í kjölfar Bíafra-söfn- unarinnar. Skipulagsskrá Hjálpar- starfsins, eða Hjálparstofnunar eins og það hét þá, var gefin út stuttu síð- ar og eru nú þrír starfsmenn í fullu starfi og einn í hálfu starfi á vegum samtakanna hér á landi. Starfsfólkið sér síðan jafnt um vinnu vegna innlendrar sem erlendr- ar aðstoðar og hafa óskir um inn- lenda aðstoð, að sögn Jónasar Þóris- sonar, framkvæmdastjóra Hjálpar- starfs kirkjunnar, aukist á undan- förnum áram. Rúmlega 65% þeirra sem neyðaraðstoð þiggja era öryrkj- ar og segii’ Jónas þá augljóslega ekki verða vara við góðærið í sama mæli og aðrir. 900 matarpökkum dreift Neyðaraðstoðin er þó veitt öðram og má þar nefna þá sem era atvinnu- lausii’ eða sjúkir og eins láglaunafólk. Matvælum fyrir í-úmlega 7 milljónir króna var til að mynda útdeilt í neyð- ai’aðstoð á vegum Hjálparstarfsins á síðasta starfsári. „Hjálparstarf kirkj- unnar hefur alltaf unnið mikið innan- lands, en ekki svona mikið í hinum svokallaða félagslega geira,“ segir Jónas og kveður ástæðuna m.a. þá að fólk frétti af þeirri aðstoð sem Hjálp- arstarfið veitir. „Við erum eiginlega að vinna verk sem Félagsmálastofn- un ætti að sinna,“ bætir hann við. Fyrir utan neyðaraðstoð veitir Hjálparstarfið einnig aðstoð til lengri tíma, þ.e. frá tveimur til sex mánuð- um. En sú aðstoð er ætluð þeim sem lent hafa í óvæntum erfiðleikum sem varað hafa um einhvern tíma. Þeir erfiðleikar geta verið bæði félags- og fjárhagslegir og má nefna sem dæmi veikindi, dauðsfall, skilnað og bú- ferlaflutninga. Um helmingur þessa hóps leitaði þó aðstoðar vegna veik- inda sinna eða barna sinna. Fleira lágtekjuíolk leitar síðan eftir aðstoð Hjálparstai’fsins um jólin en á öðrum tímum árs. En rúmlega tvö þúsund manns þáðu jólaaðstoð í fyrra og var um 900 matarpökkum dreift. Þróunarstarf og neyðaraðstoð Þó óskað sé eftir innanlandsaðstoð í auknum mæli fer stærsti hluti fjár- framlaga engu að síður til erlendra verkefna. I fyrra var 36,9 milljónum króna varið til verkefna á vegum Hjálparstarfs kirkjunnar og var 7 milljónum króna af þeirri upphæð veitt til innanlandsaðstoðar. Sú erlenda aðstoð sem Hjálpar- starfið veitir skiptist í þróunarstarf og neyðaraðstoð. Neyðaraðstoðin er veitt eftir stórslys eða náttúruham- farir eins og jarðskjálftana í Tyrk- landi og eins hljóta hana stríðshrjáð svæði líkt og Kosovo. Um 34,3 millj- ónir króna söfnuðust í fyrra frá ein- staklingum og fyrirtækjum. Hjálpar- starfið erlendis felst að stærstum hluta í peningagjöfum þótt vel sé fylgst með afrakstrinum. Hjálparstarf kirkjunnar er aðili að Lútherska heimssambandinu og Al- kirkjuráðinu, auk þess að eiga í góðu samstarfi við systurstofnanir á Norð- urlöndunum. „Þannig myndast mjög öflugt net úti um allan heim,“ segir Anna Ólafsdóttir, fræðslufulltrúi Hjálparstarfsins. Á hverjum stað er starfað með innlendum aðilum sem eru öllum hnútum kunnugir og því fróðii’ um hvaða hjálpar- og neyðar- aðstoðar sé mest þörf á. Hinir stéttlausu Á Indlandi fer margvíslegt hjálpar- starf fram, en aðstoð við Indland er 8,4 milljónir króna sem er mun hærri upphæð en öðram löndum er veitt. Er það m.a. rekstur heilsugæslu og sjúkrahúss, aðstoð við aldraða, skóla- starf og starf meðal bama í skuldaá- nauð. Eitt þúsund fósturbörn hljóta nú stuðning á vegum Hjálparstarfs kii’kjunnar á Indlandi og er kostnað- ur við framfærslu og skólagöngu hvers barns um 1.390 krónur á mán- uði. Flest barnanna eru svonefndir dalítar og tilheyra þar með hópi hinna lægst settu í indversku þjóðfé- lagi. Þessi börn eru líka sá hópur sem reynt er að leysa úr skuldaánauð en þau eru mörg hver föst í vinnu vegna skuldar sem er ekki hærri en eitt þúsund krónur. Hjálparstarf kirkjunnar á Indlandi starfar að mestu í tengslum við sam- tökin Social Action Movement (SAM) og Sameinuðu indversku kirkjuna. Að sögn Jónasar er eitt af markmið- um SAM að vekja dalíta til vitundar um réttindi sín og efla þá til baráttu fyrir þeim réttindum. Fjölbreyttra leiða hefur verið leitað að þessu marki og hefur Hjálparstarf kirkj- unnar m.a. styrkt skólagöngu barna á grann- og framhaldsskólaaldri sem og kennslu í iðngreinum, auk starfs meðal barna í skuldaánauð. Hjálparstarf kirkjunnar kostai’ nú yfir 50 böm til forskólanáms og 723 nemendur til grunn- og framhalds- skólanáms. Flest „íslensku" barn- anna era í Emmanuel-skólanum í bænum Kethanakonda og er rúmlega helmingur þeirra 600 barna sem skól- ann sækja á vegum íslenskra fóstur- foreldra. Þessi skólaganga bamanna skilar sér tvímælalaust að mati Jónasar þótt oft séu þau látin hætta námi snemma vegna vinnu eða giftingar. „Námið sem börnin eru búin að fá, hvort sem það eru tvö eða fjögur ár, er ekki til einskis. Þetta er oft fyrsta kynslóðin sem gengur í skóla og þau eru sjálf líklegri til að senda sín börn í skóla.“ Hætta á hungursneyð Onnur þau lönd sem Hjálparstarf kirkjunnar hefur einnig verið að styðja era Mósambík, Eþíópía og Ar- gentína. I Mósambík hefur Hjálpar- starfið tekið þátt í stai’fi Lútherska heimssambandsins og veitt fé í smá- lánasjóð, umbætur í landbúnaði, vatnssöfnun og áveitur, gróðursetn- ingu skjólgarða og endurvinnslu á líf- rænum úrgangi. Þá hefur brunna- og vatnsöflun Hjálparstarfsins tekist vel. Brunn- ai’nh’ eru gerðh’ með aðstoð íbúa hvers svæðis fyrir sig og þeim þannig kennt viðhald þeh-ra og mikilvægi hreins drykkjarvatns. I fyrra fjár- mögnuðu einstaklingar og fyrirtæki hér heima gerð 18 brunna í Mósam- bík og vai’ þar með búið að kosta alla branna sem Lútherska heimssam- bandið hafði á áætlun sinn á þessu svæði fram á árið 2000. Að sögn Jónasar hefði Hjálparstarfið þó geta fjármagnað gerð mun fleiri branna því reglulega berast fyi’irspurnir um þennan þátt þróunarstarfsins. Hjálparstarf kirkjunnar hefur starfað í áratugi í Eþíópíu. í Ómó- héraði er t.d. rekin heilsugæsla fyrir framlög Islendinga, en engin opinber heilsugæsla er þar og í sjúkraskýli Hjálpai’starfsins er brýnustu þörfum sinnt. Þá er rekinn bamaskóli í Voító fyrir börn í 1. til 4. bekk og var það starfsmannafélag Stöðvar 2 sem reisti og studdi reksturinn fyrstu ár- in. Nú er hins vegar útlit fyrir að Eþíópía sé á ný á barmi hung- ursneyðar. Regnið hefur brugðist annað árið í röð, jörðin er skraufþurr og skortur er á korni. Fyir í haust var áætlað að um fimm milljónir Eþíópíubúa væra í neyð og segir Jónas ljóst að bregðast þurfi skjótt við eigi ástandið ekki að verða jafn slæmt og á árunum 1984-1985 þegar 1 ein milljón manna lést úr hungri. Berkla- og sníkjudýraverkefni Hjálparstarfs kirkjunnar í Argentínu hefur einnig skilað góðum árangri. Tekist hefur að losa búfé á nær öllu verkefnasvæðinu við sníkjudýr og þar með rjúfa smithringrás þeirra að nokkru. Þá hafa íbúar verið með- höndlaðir við berklum og indíánarnh’ þjálfaðar tfl heilsugæslustarfa í því skyni að draga úr tortryggni íbúa. I þessu hefur hins vegar falist mikil vinna þar sem þeh’ era ólæsir og óskrifandi, en sýnt hefur verið fram á að þeir eru góðir tengiliðir við fólkið. Ánna segir leiðtogaverkefni meðal kvenna í Mósambík þá ekki síður hafa gefið góðan árangur, því konur ‘ séu reiðubúnari að leggja sitt af mörkum þegar þær geri sér grein fyrir mikflvægi síns hlutverks í sam- félaginu. „Það hefur sýnt sig alls staðar að þróunaraðstoð við konur skilar sér betur en við karla. Því meiri hluti tekna sem konur ráða yfir, því meira fer í mat handa fjölskyld- unni. Eins ef konurnar hafa hlotið menntun era meiri líkur á að börnin fari í skóla heldur en ef pabbinn hef- ur hlotið menntun," segir Anna og segir hjálparstofnanir því beina fjár- munum í auknum mæli til kvenna. Að mati þeirra Önnu og Jónasar hefur þróunarstarf Hjálparstarfs kirkjunnar þó e.t.v. einna best skilað sér í aukinni þekkingu fólks og skiln- ingi á rétti sínum. En vinnan sem felst í gerð eins brunns helst áfram í þorpinu ef íbúarnir taka þátt í gerð hans og þannig segir Jónas helst mega bæta lífskjör og aðstæður * fólks.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.