Morgunblaðið - 03.11.1999, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 03.11.1999, Blaðsíða 36
►o6 MIÐVIKUDAGUR 3. NÓVEMBER 1999 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ Aftengjum j ólavélina „Það ersemsagt kominn sá árstími að við kvörtum undan yfirvofandi jóla- stressi, minnum okkur á að þessi jólin ætlum við að taka því rólega. “ Aftengjum jólavélina" var yfirskrift vegg- spjalds sem bar fyrir i augu mín um daginn. Ég skal viðurkenna að ég gaf mér tæpast tíma til að lesa lengra, var á hlaupum, en sá þó að um var að ræða námskeið á vegum kirkjunnar til að hjálpa fólki að njóta hinna einu sönnu jóla. Rifja upp tilgang jólahalds- ins, leita upprunans. Og nú er ég kannski farinn að skálda svolítið þar sem ég las ekki smáa letiið en yfírskiiftin varð mér hugstæð og ég hef talsvert velt því fyrir mér hver jólavél þessi sé. Aðspurður um hver sé hin raunverulega jólavél gæti manni vafíst tunga um tönn. Er það hugarfar manns sjálfs sem orðið er gegnsýrt af matar-gjafa- innkaupa-skreyti-allsherjar- eyðslu-áráttunni? Er það hið gríðarlega VIÐHORF Eftir Hávar Sig- urjónsson markaðsapp- arat sem fer í gang fyrir hver jól með tilheyrandi auglýsingum og allra handa sölumennsku og keyrir mann áfram þar til ekki verður við neitt ráðið og maður hrópar í örvæntingu út í tómið seint á Þorláksmessu: „Já, ég skal kaupa og eyða! Bara ef þessu linnir!" Hleypur svo af stað og lætur strauja öll kort í veskinu eins víða og oft og hægt er fyrir miðnætti. Viti menn. Strax daginn eftir er brostið á með logni. Steikin ilmar um allt hús, börnin hvísla í þögulli andakt og horfa gagntek- in á kertaljósið sem amma þeirra gaf þeim til að gleðjast yfir á jól- unum. Spilin eru innan seilingar. Sjónvarpið muldrar blíðlega í stofuhorninu hugljúfar teikni- myndir um jákvæða snjókalla og umhverfissinnaða íkorna með mannsvit. Þekktir leikarar ljá þeim hátíðlegar raddir sínar. Mamma pakkar inn síðustu jóla- gjöfunum með fallega uppsett hárið og elskulegt bros á vör. Pabbi ber inn eldiviðinn og sæk- ir hangikjötslærið í útibúrið. Öðru hverju staldrar hann við, leggur hönd á mitti eigin- konunnar og saman taka þau nokkur dansspor og syngja brot úr jólalagi. Börnin taka undir. „Jólatréð í stofu stendur, stjöm- una glampar á...“ Fjarska næs, eins og Vestur-íslendingurinn sagði. Onnur mynd og öllu raunveru- legri lýsir því hvernig örþreyttir foreldrar og æst börnin reyna að ná áttum fyrir klukkan 18 þenn- an tiltekna dag, stilla sig rétt á meðan eytt er - aldrei þessu vant - hálftíma saman yfír steik- inni og reka svo upp nokkur vel valin furðubofs,..en gaman, ...mikið er þetta fallegt, ...glæt- an, spætan, ...þú hefðir nú ekki átt að kaupa þetta....“ meðan hið klassíska korter hleypur hjá, en það er meðaltíminn sem það tek- ur að rífa utan af öllum pökkun- um og átta sig á að fleiri verða þeir ekki þessi jólin. „Eru ekki fleiri pakkar?“ er spurt á heimil- um landsins klukkan 18.45 og þá eru nú jólin aldeilis gengin í _ garð. Djíísús kræst, eins og ís- lendingurinn sagði. „Já, börnin góð. Jólin eru há- tíð Djíísúsar kræsts og þá minn- umst við þess að hann fæddist og hérna... hann fæddist... og svo komu jólasveinarnir... og svo ...og það held ég nú...“ Ein stórverslun á höfuðborg- arsvæðinu hefur tekið meðvitað forskot á auglýsingaherferðina fyrir jólin og náð meiri athygli fyrir vikið en hún á skilið. Gildir einu hversu smekklaus sjón- varpsauglýsingin er sem birst hefur að undanförnu, gildir líka einu þótt ljóst sé að allur þorri fólks er því mótfallinn að gangs- etja jólavélina fyrir fyrsta vetr- ardag; athygli er athygli og verslunin er að eigin sögn að koma til móts vjð þá við- skiptavini sem kjósa að versla inn til jólanna í rólegheitum hina síðustu haustdaga og vantar þá bara að auglýst verði á janúarút- sölunum að gott sé að gera hag- stæð innkaup fyrir næstu jól. Samanber að alltaf skyldi fara vel saddur að kaupa í matinn. Annars hljómar þessi tillaga um aftengingu jólavélarinnar hálfpartinn eins og beiðni um líknarmorð. Að taka öndunarvél úr sambandi. Eða kannski alveg hið gagnstæða. Þetta er ósk um að fá að halda lífí. Verða ekki fyrir jólavélinni. Verða ekki nær dauða en lífi loks þegar að- fangadagur rennur upp. Jólavél- ina má kannski sjá fyrir sér eins og jarðýtu sem ýtir upp sífellt stærri haug á undan sér; allir sem fyrir verða blandast í hraukinn sem samanstendur af öllu því helsta sem okkur íslend- inga dreymir um að eignast og norpum í biðröðum næturlangt til að græða þegar 200 prósent álagningin er slegin niður í 85 prósent; sjónvörpum, myndbandstækjum, farsímum, brauðristum, kaffivélum, hræri- vélum, ávaxtapressum, eggja- sjóðurum, brauðskerum og brauðvélum, rakvélum og tann- burstum, hárþurrkum og krullu- járnum, „...bara eitthvað sem hægt er að stinga í samband, þakka þér fyrir“. Þeir sem bjargast undan rafmagnstækja- hrúgunni verða þó að gæta ýtr- ustu varúðar svo þeir lendi ekki í jólabókaflóðinu og fljóti burt á útblásinni ævikjaftasögu. Það er semsagt kominn sá ár- stími að við kvörtum undan yfir- vofandi jólastressi, minnum okk- ur á að þessi jólin ætlum við að taka þessu rólega, eyða minna, borða minna og nota desember með fjölskyldunni í stað þess að vera í endalausu kapphlaupi við tímann um að ná öllu heim og saman fyrir klukkan 18 á að- fangadag. Ekki verður bakað nema rétt til að hafa gaman af því, ekki verður föndrað nema til að hafa gaman af því, ekki verð- ur skorið laufabrauð nema til að hafa gaman af því. Ekki verða haldin jól nema til að hafa gam- an af þeim. Er það annars nokk- ur spurning? Er ástæða til að halda jól af annarri ástæðu en til að njóta þeirra? Er nautnin kannski fólgin í því að verða fyr- ir jólavélinni? Komast í lífshættu en bjargast samt? Standa uppi sigri hrósandi á jóladag enn á lífi þrátt fyrir allt? Sökkva tönnun- um í spikfeitt hangiketið og reka upp siguröskur? Jóla-Tarsan? Minkur í hænsnabúi ALLT frá því FÍB fór að berjast fyrir lægri iðgjöldum af bílatryggingum hefur Sigmar Armannsson, framkvæmdastj óri Sambands íslenskra tryggingafélaga (SÍT), leikið undarlegt hlut- verk í þeirri umræðu. Nýjasta útspil hans er grein í Morgunblaðinu 28. október sl. Þar reynir hann enn einu sinni að gera baráttu FÍB tortryggilega, þrátt fyrir þann góða árangur sem hún hef- ur borið fyrir íslenska neytendur. Eigendur SIT, vinnuveitanda Sigmars, eru tryggingafélögin sem hafa neyðst til að lækka iðgjöld bíla- trygginga vegna aðgerða FIB. Fyr- ir þeirra hönd hefur Sigmar Ar- mannsson margsinnis komið fram í fjölmiðlum, ýmist til að réttlæta svimandi há iðgjöld eða til að gera lítið úr FIB. Húsbóndahollustan á sér engin takmörk. I Morgunblaðsgrein sinni reynir Sigmar eftir fremsta megni að gera tortryggilegt hvere vegna breska Ibex váþryggingasamsteypan hætti með FIB tiyggingu, en í staðinn kom önnur samsteypa innan Lloyds tryggingamarkaðarins._ En hvað kemur það Sigmari Ai'mannssyni við hvar viðskiptavinir FIB trygg- ingar eru tryggðir? Hvað kemur honum við þótt ein samsteypan hjá Lloyds hætti og önnur taki við FIB trygg- ingu? Sigmar á að sjálf- sögðu engan hlut þar að máli, heldur þvert á móti. Hann er starfs- maður tryggingafélag- anna sem eru í sam- keppni við FIB tryggingu. Sem fram- kvæmdastjóri SÍT vinnur hann gegn FIB tryggingu og í því ljósi þarf að skoða öll um; mæli hans og gjörðir. í því hlutverki er hann ekkert annað en mink- ur í hænsnabúi. Skúffufyrirtæki kemur til sögunnar Svo vill til að Sigmar Armanns- son gegnir einnig öðru starfi með- fram hagsmunagæslunni fyrir SIT. Hann er framkvæmdastjóri Alþjóð- legra bílatrygginga á íslandi (ABÍ). Öll bílati-yggingafélög verða að eiga aðild að ABÍ. Það er hálfopinber stofnun sem sýslar með tjón af völd- um óþekktra bifreiða, erlendra bif- reiða og íslenskra bifreiða eríendis. I stjórnABÍ sitja Axel Gíslason for- stjóri VÍS, Ólafur B. Thors forstjóri Sjóvár Aimennra og Gunnar Fel- ixson forstjóri Tryggingamiðstöðv- arinnar. AJlt eru þetta harðir kepp- inautar FIB tryggingar, samanlagt með 95% af markaðnum. Starfsemi ABI skiptir hins vegar litlu máli í Tryggingar Þrátt fyrir þessar hækkanir, segir Runólfur Olafsson, --------------7--- eru iðgjöld FIB tryggingar líkt og áður þau lægstu á markaðnum. bílatryggingum, því umsýsla þess nær til innan við 1% af tjónum. Hinn breski vátryggjandi FIB tryggingai- er skylduaðili að ABI þó ekki hafi hann fengið kosningu til stjórnar þess. ABI hefur aðsetur á skrifstofu Sambands íslenskra tryggingafélaga, er eins konar skúffufyrirtæki á vegum þessv I gegnum tíðina hefur Sigmar Ar- mannsson sent frá sérymis bréf til Ibex, vátryggjanda FIB trygging- ar, sem framkvæmdastjóri ABI. Hann segir þær bréfaskriftir ætlað- ar til að upplýsa um stöðu ti-ygg- ingamarkaðarins á íslandi. Skemmst er frá því að segja að í þessum bréfum hefur Sigmar lagt sig fram við að mála skrattann á vegginn. Ymist hefur hann skýrt frá gríðariegu tapi á íslenskum bíla- tiyggingum eða spáð geigvænleg- um hækkunum á skaðabótum. Óll eru skilaboðin á einn veg, að það sé Runólfur Ólafsson Býr trillukarl í Einari Benediktssyni? NÝLEGA var tekin ákvörðun á íslandi sem er svo hlægileg að sérhver Islendingur með barnslega greind mun hér eftir nota hana sem sýnidæmi um það hvernig mik- ilsvirt fólk nútímans getur búið við tak- markalausa veruleika- firringu framtíðarinn- ar. Lengi hafa forkólfar á Islandi haldið á lofti nafni manns sem kenndur er við heppni. Leifur á víst að hafa fundið Bandaríki Norður-Ameríku löngu á undan Kólumbusi. Og af því að fæstir í heiminum vita það þá skal þeim kennt að Leifsi gamli hafi verið aðalséffinn - og það löngu á undan öðrum fýrum sem eignuðu Landkynning Gott er það hjá ríkis- stjórninni að kynna landið okkar fyrir 500 milljónir, segir Barði Bogason. En hún ætti frekar að nota þetta fé með öðrum hætti. sér frægðina. Kennslan skal fara fram með góðu eða illu, allt eftir hlýðni nemenda. Ríkisstjórn ís- lands ákvað nýlega að eyða meira en hálfum milljarði í að kynna þennan Leif fyrir bandarísku þjóð- inni. Þessum peningum er úthlutað til Landafundanefndar þar sem Einar Benediktsson, fyi'rverandi sendiherra okkar í Bandaríkjunum, ríkir á formannsstóli. Að horfa upp á þetta er hreinasta niðurlæging gagnvart íslenskri greind og skynsemi því að þúsundir merkra manna hafa áður staðið í sömu sporum og ávallt mis- tekist. Þó voru þar oft á ferð mikilmenni heimsins sem urðu fræg fyrir en annað en að gera sömu mistök og íslenska ríkis- stjórnin er í þann veg- inn að játast undir. Og gáfumenni landsins klappa á meðan með lófunum. Sultar- dropóttir háskólapró- fessorar heimsækja Bessastaði og stjórn- arráðið af tilefni þessu, leggja sinn byr í segl fals- vinda og þiggja að launum sex sentilítra kokkteil með myntú- bragði. Ríkisstjórnin heldur sem sagt að það sem skipti mestu máli sé hver hafi fleytt duggu sinni fyrst á aust- urströndina. I því liggur forneskj- an; mestu máli skiptir að til sé sam- eiginlegt tákn um landafundinn í vestri og það tákn er gert að ímynd Kólumbusar. Það táknar ekki að hann hafi verið langfyrstur heldur að fólk hafi áhuga á að miða landa- fundinn við ferð hans. Enda hefur það löngu verið veröldinni ljóst hve margir aðrir hafi komið þar löngu á undan; Leifsi gamli og margir aðrir sæfarar Evrópu, svo ekki sé nú tal- að um Indjánana og Kínverjana sem komu þar árhundruðum á und- an einhverjum Leifsa. Hér skiptir mestu hvað fólk þyrstir í að vita en ótrúlega litlu hvað er kórréttast í sagnfræðileg- um skilningi. Leifur heppni verður aldrei táknmynd landafundanna því að enginn hefur áhuga á að hann verði það. Hve mikla athygli myndum við veita manni frá Moldóvíu sem stæði niðri á Lækjartorgi og hrópaði að Jörundur Hundadagakonungur hefði í beinan karllegg átt sínar ættir að rekja til Moldóvíu? Og að þar með hefði Island eitt sinn verið hernumið af hálfum Sovétmanni en Barði Bogason ekki Skandinava eins og úrillar sögubækurnar þylja upp? Enginn myndi hafa áhuga á þessari rullu þrátt fyrir gild fæðingarvottorð og tilheyrandi plögg. Sama verður uppi á teningnum í Bandaríkjunum þegar hálfi milljarðurinn fer í kynn- ingu á máli sem enginn hefur áhuga á. AJlir vita að Coca-Cola er stærst og mest og sérstaklega vinsælla en Pepsi. Ein aðalröksemd kókmanna er sú að kókið fræga hljóti að vera best því að það er elst. „Elsti kóla- drykkur í heimi!“ er gjarnan sagt. Segjum að sagnfræðingur fyndi það út að bruggari Pepsi-drykkjar- ins hefði fyrst tappað drykknum sínum á flöskur á undan kókinu, og að þar með væri hægt að segja að Pepsi væri elsti kóla-drykkurinn í heimi. Myndi slíkt breyta einhverju um markaðsstöðu Coca-Cola? Nei, auðvitað engu. Hér er aftur komin bláköld staðreynd sem ætti að breyta miklu en gerir það ekki því að enginn hefur áhuga á henni. Samt ætlar íslenska ríkisstjórnin, með Einar Benediktsson í farar- broddi, að velta kóla-risanum úr sessi út á fomar sögulegar stað- reyndir sem síðar verður hlegið að. Gott er það hjá ríkisstjórninni að kynna landið okkar fyrir 500 millj- ónir. En hún ætti frekar að nota þetta fé með öðrum hætti. Að kynna landið eins og það er í dag og að kynna það sem einhverjir hafa áhuga á að kynnast. Hvað ætlar Is- land að bjóða upp á í framtíðinni? Hvernig verður Island framtíðar- innar? Þá verður hlustað með sönn- um áhuga en ekki með kurteisisleg- um kokkteil-áhuga einhverra Bandaríkjamanna sem boðaðir munu verða í sendiráð okkar í Washington til að hlýða á sömu tugguna enn á ný: „Víst fann hann Leifur landið ykkar!" eða á manna- máli: „Víst getum við Islendingar líka stundum gert eitthvað pínulítið eins og alvöruþjóðir gera reglu- lega.“ Arlega tilkynnir Hafrannsókna- stofnun tillögur sínar að veiðum úr
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.