Morgunblaðið - 03.11.1999, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 03.11.1999, Blaðsíða 20
20 MIÐVIKUDAGUR 3. NÓVEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Fjármálaeftirlitsins Nafnbirting inn- herja nauðsyn Margeir Pétursson hélt erindi á aðalfundi Samtaka fjárfesta Fjárfestingartæki- færin í líftækniiðnaði FJÁRMÁLAEFTIRLITIÐ telur nauðsynlegt að taka upp hér á landi nafnbirtingu innherja, eins og tíðkast í flestum ríkjum í kringum okkur. I því felst að innherji komi fram opinberlega undir nafni þegar hann á viðskipti. „En því verður að fylgja endurskoðun á reglum um það hverjir teljist innherjar þannig að menn geti ekki komið sér undan því með því að skilgreina ekki inn- herja sem eiga að vera innherjar. Við teljum og vitum að þetta eru hugsanir sem búa í brjósti þeirra sem stjóma Verðbréfaþingi Islands og munum fylgjast vel með þeirri vinnu sem þar fer fram.“ Þetta kom fram í máli Páls Gunnars Pálssonar, forstjóra Fjármálaeftirlitsins, á kynningarfundi með forsvarsmönnum fjár- málafyrirtækja og full- trúum úr stjómsýsl- unni í gær. Að sögn Páls Gunnars falla slík- ar breytingar vel saman við raf- ræna eignaskráningu verðbréfa sem nú er í gangi. Skil á milli hags- muna endurskoðuð „Annað mál sem vert er að huga að er endurskoðun reglna um veggi í starfsemi fyrirtækja sem stunda verðbréfaþjónustu, þ.e. hvemig skilið er á milli mismunandi hags- muna sem menn eru að fást við í rekstri verðbréfafyrirtækja, við- skiptabanka og sparisjóða. Það er ekki vakið máls á þessu hér út af einhverju einstöku fyrirtæki heldur er þetta atriði sem vert er að skoða varðandi öll fjármálafyrirtæki á Is- landi.“ Mikill vöxtur í umsvifum og út- lánum lánastofnana er flestum vel kunnur. Að sögn Páls Gunnars era mörg hættumerki á lofti í þessu efni. „Rétt er þó að halda því til haga þegar dreginn er lærdómur af reynslu fyrri tíðar að stjórnun flestra stærri lánastofnana, þ.á m. áhættustýring, hefur tekið stórstíg- um framföram undanfarin ár.“ Þróun eiginfjárhlutfalls áhyggjuefni Eitt áhyggjuefni Fjármálaeftir- litsins er þróun eiginfjárhlutfalls lánastofana síðustu ár, en eigið fé lánastofnana skal á hverjum tíma nema að lágmarki tilteknu hlutfalli (8%) á móti skilgreindum áhættu- granni. Þetta hlutfall hefur almennt farið lækkandi undanfarin ár. Sömuleiðis hafa lánastofnanir í rík- ari mæli tekið víkjandi lán til að uppfylla þessar kröfur, en reynsla erlendis sýnir að víkjandi lán hafa ekki alltaf verið gott haldreipi í erf- iðleikum. -/elina Fegurðin kemur innan frá Laugavegi 4, sími 551 4473 „Fjármálaeftirlitið telur mikih vægt að fá umræðu um þessi mál. I þessu efni mun stofnunin leggja mikla áherslu á að lánastofnanir setji sér markmið við hæfi, en ein- blíni ekki á þau lágmörk sem sett eru í lögum með stórar erlendar fjármálastofnanir sem fyrirmynd. Fjármálaeftirlitið telur jafnframt mikilvægt að tekið verði til umfjöll- unar hvort rétt sé að gera strangari kröfur hér en alþjóð- legar lágmarkskröfur gera ráð fyrir. I því efni kemur tO greina að styrkja í lögum og reglum kröfur um eig- infjárhlutfall, endur- skoða vægi víkjandi lána eða styrkja heim- Odir Fjármálaeftirlits- ins t0 að ákveða hærri mörk gagnvart ein- stökum lánastofnun- um. Umræða um þetta á sér stað á alþjóðleg- um vettvangi í tengsl- um við mótun nýrra al- þjóðlegra eiginfjár- reglna. Slíka umræðu þarf einnig að taka upp á vettvangi nýskipaðrar nefndar viðskiptaráðherra um endurskoðun á löggjöf um lánastofnanir," að því er fram kom í máli Páls Gunnars. Ársreikningar trygginga- félaga til skoðunar Páll Gunnar vék að nýafstaðinni iðgjaldaathugun Fjármálaeftirlits- ins þar sem skýrt kom fram að huga þyrfti að gagnsæi í rekstri vátrygg- ingafélaga sem bjóða þjónustu hér. „A þetta bæði við um hérlend og er- lend fyrirtæki. I þessu efni hefur Fjármálaeftirlitið ákveðið að taka tO skoðunar hvort breyta þurfi reglugerð um ársreikninga vátrygg- ingafélaga og hvort setja skuli regl- ur um tjónaskuld vátryggingafé- laga. Þessi vinna er nú að hefjast. Eitt af því sem ná þarf niðurstöðu um er það hvernig vátryggingafélög gera grein fyrir endanlegri niður- stöðu tjónaárs. Nayðsynlegt er, að mati Fjármálaeftirlitsins, að vá- tryggingafélögunum beri að gera grein fyrir þessu þegar nokkur vissa er fengin um endanlega niðurstöðu þannig að skýr mynd fáist á það hver rekstramiðurstaða viðkomandi árs var. Jafnframt er mikilvægt að Fjármálaeftirlitið herði eftirlit með viðskiptaháttum á vátryggingasviði hér á landi, m.a. því hvemig upplýs- ingum er komið á framfæri við neyt- endur,“ segir Páll Gunnar. Lítil hagræðing hjá lífeyrissjóðum Fjármálaeftirlitið hefur undan- farið lagt mikla vinnu í umsagnir um starfsleyfi lífeyrissjóða. Að sögn Páls Gunnars vekur athygli hversu lítO hagræðing hefur átt sér stað í greininni við þessa aðlögun að nýj- um lögum. Þannig megi nefna að líf- eyrissjóðir vora 66 í árslok 1997 en verða að öllum líkindum 60 í árslok 1999. Að lokum vék forstjóri Fjármála- eftirlitsins að því hvort styrkja þurfi heimOdir Fjármálaeftirlitsins. „Fjármálaeftirlitið er þeirrar skoð- unar að tilefni sé tO þess nú að gera breytingar á lögum sem um starf- semi þess gilda í því skyni að gera stofnuninni kleift að sinna hlutverki sínu með skOvirkari hætti. I því efni bendir Fjármálaeftirlitið einkum á nauðsyn þess að styrkja aðgang Fjáimálaeftirlitsins að upplýsing- um, m.a. hjá eigendum, dótturfyrir- tækjum og h 1 utdei 1 darfyrirta;kj um fjármálafyrirtækja. Jafnframt því að styrkja úrræði þess tO þess að knýja á um skO upplýsinga og úr- bætur,“ segir Páll Gunnar Pálsson. Páll Gunnar Pálsson MARGEIR Pétursson, fram- kvæmdastjóri MP verðbréfa, segir fjárfestingartækifæri á næstu öld m.a. liggja í ýmiss konar lyfja- og líftæknnðnaði, auk fjarskipta og upplýsingatækni. Þetta kom fram í erindi Margeirs eftir hefðbundin fundarstörf á aðalfundi Samtaka fjárfesta almennra hlutabréfa og sparifjáreigenda sem haldinn var í gær. Margeir horfði til nýrrar aldar í erindi sínu og sagði ýmsar stað- reyndir liggja fyrir, m.a. að meðal- aldur heimsbúa færi hækkandi. „Þetta veldur miklum þrýstingi á velferðarkerfi," sagði Margeir og nefndi velferðarkerfi í Frakklandi og á Ítalíu þar sem ekki er lífeyris- kerfi heldur vinna launþegar einnig fyrir eldri kynslóðir. „Þama gæti skapast kreppa af þessum sökum og áhrifa hennar gæti gætt hér.“ Meðal annars vegna hækkandi meðalaldurs sagði Margeir fjárfest- ingartækifæri á nýrri öld felast í heOsuvernd, aðhlynningu og hjúkr- un og fyrirtækjum á sviði erfða- og líftækni. Auk þess væru þekkt tæki- færi í fjarskiptum og upplýsinga: tækni þar sem þróunin er hröð. I fyrirtækjum á tveimur síðastnefndu sviðunum hefði markaðurinn þegar tekið möguleika þeirra inn í verðið þar sem það væri hátt. Fjárfestar þurfa að varast gylliboð I erindi sínu ræddi Margeir m.a. um 2000-vandann á fjármálamörk- uðum og þær hættur sem fyrir hendi eru í íslensku efnahagslífi. Hann segir starfsemi Samtaka fjár- festa nauðsynlega til að veita aðhald á fjármálamarkaði. Hið opinbera þyrfti aðhald og bankar og verð- bréfafyrirtæki einnig. Margeir ræddi um fjárfestingar á komandi öld og sagði hinn skyn- sama fjárfesti eiga að gera það sama um aldamót og alla aðra daga. „Það er mikilvægast að vinna heimavinnuna vel og afla upplýs- inga um fyrirtæki eða sjóði og stefnu þeirra. Alls ekki að ana út í óvissu því það verða ávallt tæki- færi,“ segir Margeii- og leggur áherslu á að fjárfestar þurfi að var- ast gylliboð. „Það sem hljómar of gott til að vera satt er yfirleitt ekki satt!“ 2000-vandinn hefur áhrif á alla markaði Hvað 2000-vandann í bankakerf- inu varðar segir Margeir sparifé fólks betur komið í banka en heima. Mikilvægt sé, sem endranær, að fólk geymi viðskiptayfirlit um inn- eignir sínar. „2000-vandinn mun hafa áhrif á ólíklegustu stöðum en það er ómögulegt að sjá fyrir hvar áhrifin munu verða. Einhvers stað- ar í framleiðslukeðjunni getur eitt- hvað gerst sem leiðir til áhrifa á fjármálamarkaði. Oft veltir lítil þúfa þungu hlassi,“ segir Margeir. Vegna tímamismunar í heiminum geta íslendingar frétt af því hvernig áramótin ganga fyrir sig í öðrum heimshlutum með því að fylgjast með fréttum á gamlársdag og segir Margeir það vel til fundið. „Við komum til með að vita um hádegis- bOið hvemig hefui- gengið í Ástralíu og svo framvegis." Margeir segii- mikOvægt að átta sig á því að markaðurinn sé nú þeg- ar búinn að „afgreiða" 2000-vand- ann. „Að næstu áramót yrðu hugs- anlega vandi kom fyrst upp á árabii- inu 1994-1995. Og nú er skekkja fyrst og fremst á lánsfjármarkaði því það er dýrara að taka lán ef það nær fram yfir áramótin. Síðustu þrjá mánuði ársins verður eftir- spum eftir rafhlöðum og niðursuðu- dósum meiri en endranær og það er Margeir Pétursson, framkvæmdastjdri MP verðbréfa: „Verðbólgan eykur allan viðskiptakostnað og getur dregið úr arðsemi hlutabréfa." komið inn í verð á slíkum fyrirtækj- um,“ segir Margeir. ,Áhrifanna gætir þó víðar og 2000-vandinn mun hafa einhver áhrif á alla markaði." Halli sveitarfélaganna áhyggjuefni Margeir ræddi um hagvöxt og verðbólgu og telur harða lendingu mögulega. „Flestir vonast eftir því að hagvöxtur dragist hægt saman og lendingin verði mjúk. Verðbólgu- hættan er fyrir hendi. Verðbólgan eykur allan viðskiptakostnað og getur dregið úr arðsemi hlutabréfa. Bankamir verða að draga saman útlánin," segir Margeir. Að hans sögn eykur verðbólga hættu á tapi hjá bönkunum og hugsanlegri bankaki-eppu. „Bankarnir era nú að endurfjármagna sig tO lengri tíma og virðast njóta mikOs trausts er- lendis eins og staðan er núna.“ Að mati Margeirs er hallarekstur sveitarfélaganna í því góðæri sem nú er, áhyggjuefni. „Nú snúast hjól atvinnulífsins hratt og hið opinbera tekur þátt af fullum krafti. Þetta er þvert á það sem þekktir hagfræð- ingar eins og Keynes segja: Þegar harðnar á dalnum á ríkið að grípa inn í og auka framkvæmdii-.“ Hluthafar í ríkisbönk- unum e.t.v. aðilar að SF I skýrslu stjórnar, sem Guð- mundur Einarsson flutti, kom fram að æskOegt væri að ríkisvaldið styddi við bakið á Samtökum fjár- festa tO að stuðla að almannaheOl. Hugmynd stjórnar Samtaka fjár- festa er að hluthafar í Búnaðar- banka og Landsbanka gerðust aðil- ar að samtökunum. „Það eru sam- eiginlegir hagsmunir okkar og ríkis- valdsins," sagði Guðmundur og nefndi jafnframt að hluthafar í þessum tveimur bönkum væra nú á fjórða tug þúsunda. „Margir þeirra hafa aldrei átt hlutabréf áður og hugmyndin er sú að samtökin taki að sér að halda þessum hlutafjár- eigendum upplýstum um verkefni og skyldur hlutafélaganna gagnvart þeim sem eigendum." Guðmundur sagði samkomulag við rfldsvaldið ekki fyrir hendi en sagðist vonast tfl að svo yrði sem fyrst. Lögð var fram tillaga um nýja stjóm Samtaka fjárfesta og var hún samþykkt. I nýrri stjórn eru: Jón Arnalds, Halldór Halldórsscn, Valdimar Tómasson, Bolli Héðins- son og Sigurður Jónsson. (_ ufsa mest seldu fólksbíla- “ -r jtegundirnarí Breyt frá —I ■—jan.- okt. 1999 fyrraári Fjöldi % % 1. Toyota 2.420 17,7 +22,0 2. Volkswaqen 1.334 9,8 +12,4 3. Nissan 1.260 9,2 +21,3 4. Mitsubishi 840 6,1 +11,1 5. Subaru 812 5,9 -19,8 6. Opel 705 5,2 +0,1 7. Renault 605 4,4 +30,1 8. Suzuki 557 4,1 -16,6 9. Daewoo 534 3,9 +94,9 10. Honda 512 3,7 -1,9 11. Ford 492 3,6 +50,9 12. Hvundai 470 3,4 . -18,5 13. Peuqeot 450 3,3 +10,8 14. Isuzu 438 3,2 +682,1 15. Skoda 360 2,6 +96,7 Aðrar teg. 1.872 13,7 +8,0 Samtals 13.661 100,0 +14,9 IMU Bifreiða- innflutn. í janúar til október 1998 og 1999 VÖRU-, SENDI- og HÓPFERÐA- BÍLAR, nýir 1.079 1.436 1998 1999 1998 1999 Bifreiðasala 14,9% meiri en í fyrra Bifreiðasala jókst um 14,9% fyrstu tíu mánuði ársins miðað við sama tímabil í fyrra. Alls voru skráðar 13.661 ný fólksbifreið á fyrstu tíu mánuðum ársins en á sama tímabili í fyrra voru skráðar 11.891 bifreið. Toyotaskiparsemfyrrfyrstasætiðyfirmestseldu bifreiðarnar með 2.420 bifreiðar seldar. Hlutfallslega var mest aukning í sölu á Isuzu bifreiðum en alls hafa nú selst 438 Isuzu bifreiðar það sem af er ári sem er 682% aukning frá því á sama tímabili í fyrra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.