Morgunblaðið - 03.11.1999, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 03.11.1999, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 3. NÓVEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Leikskólaplássum fjölgar um 130 í Garðabæ á rúmu ári Nýr leikskóli í Asahverfí Garðabær FRAMKVÆMDIR við nýjan leikskóla í Ásahverfí í Garðabæ hefjast eftir ái'amót, en ráðgert er að skólinn verði tekinn í notkun um áramótin 2000 til 2001. Þetta kom fram í samtali Morgunblaðsins við Jóhönnu Björk Jónsdóttur, leikskólafull- trúa Garðabæjai-, en hún sagði að auk þessa væri verið að stækka tvo eldri leikskóla bæj- arins. Jóhanna Björk sagði að nýi leikskólinn myndi standa við Bergás 1 og verða fjögurra deilda og rúma um 80 til 84 böm samtímis. Hún sagði að Albína Thordarsen arkitekt hefði hannað skólann og að hann yrði afar glæsilegur. Erfítt að ráða nýtt starfsfólk Að sögn Jóhönnu Bjarkar er mikil þörf á nýjum leikskóla i Garðabæ, sérstaklega þar sem einsetningin fer að skella á. Hún sagði að nýi leikskólinn myndi bæta ástandið mikið, en Garðabær rekur nú þegar 5 leikskóla og þá er einnig einn einkarekinn leikskóli í bænum. Að sögn Jóhönnu Bjarkar er ekki aðeins verið að ráðast í framkvæmdir við nýjan leik- skóla, heldur er einnig verið að byggja við eldri skóla, en með því er verið að fjölga leikskóla- plássum um 50. Verið er að breyta Lundarbóli úr tveggja deilda leikskóla í þriggja deilda og Bæjarbóli úr þriggja deilda í fjögurra deilda leikskóla. Gert er ráð fyrir því að breytingun- um verði lokið fyrir áramót og því er Ijóst að á rúmu ári mun leikskólaplássum í Garðabæ fjölga um a.m.k. 130. Jóhanna Björk sagði að erfítt hefði reynst að ráða nýtt starfs- fólk inn í leikskólana og að at- vinnuauglýsingar bæjarins hefðu skilað litlu sem engu. Hún sagðist vonast ýil þess að þetta stæði til bóta. í framhaldi af þessu gat hún þess að bæjar- stjórn væri búin að bjóða leik- skólakennurum í fullu starfi allt að 20 tíma í eftirvinnu á mán- uði. Það sem felst í þeiiri vinnu er útfærsla aðalnámskrár leik- skólanna, þai- með talið gerð skólanámskráa, sjálfsmat skóla og þróunarverkefni Ný lögn fyrir heita vatnið Kópavogur HEITT vatn var tekið af Salahverfi og hluta af Lindahverfí í gærmorgun á meðan starfsmenn Orkuveitu Reykjavíkur tengdu þar nýja lögn. Bæta þurfi leiðslur og víkka þær efst í þessum hverfum til að auka þrýst- inginn. Unnið var við nýja tengilögn frá svokallaðri suðuræð hitaveitunnar í Hádegishólum ofan við Leirdal. Vatn var tekið af húsum klukkan níu og var síðan hleypt aftur á um hálftólf. Það voru ein- gönguíbúðahús sem misstu vatnið í þennan tíma, væntanlega á meðan flestir íbúanna voru fjar- verandi í skóla eða vinnu. A myndinni sjást starfs- menn Orkuveitunnar ljúka við að sjóða nýju lögnina við vatnsæðina. Ibúar óska aðgerða gegn hraðakstri Kópavogur ERINDI frá íbúum við Urð- arbraut, Borgarholtsbraut og Alfhólsveg voru tekin fyrir á fundi umferðar- nefndar Kópavogsbæjar á dögunum. Ibúar við þessar götur óskuðu eftir aðgerð- um til að stemma stigu við hraðakstri í þessum götum. A fundinum voru lagðar fram hraðakannanir sem lögreglan framkvæmdi. Nefndin lagði til að sett yrði hraðahindrun við hús nr. 70 á Borgarholtsbraut. Þá var einnig lagt til að há- markshraði yrði 30 km frá Skálaheiði að Álfabrekku vegna Álfhólsvegar, auk þess að settar verði buld- urspalir, þ.e. upphækkaðar línur, á þessum kaíla. Miðað við niðurstöðu hraðakönnun- ar lögreglunnar á Urðar- braut þótti nefndinni ekki ástæða til að fara í hraða- hindrandi aðgerðir í þeirri götu. ! ;J \ \ I ' b*” Morgunblaðið/Árni Sæberg Seljabraut gerð að 30 km götu Kópavogur FRAMKVÆMDIR standa nú yfír við að gera Seljabraut í Selja- hverfi að 30 km götu. Að sögn Haraldar Al- freðssonar hjá embætti gatnamálastjóra er þessi vinna liður í verkefni sem nefnist úrbætur í umferðarmálum. Felst þessi hluti verks- ins í því að lækka há- markshraðann á Selja- brautinni í 30 km. Breyt- ingin felst í þvi að sett er upp hlið við Engjasel og umferðareyja hjá stoppustöð SVR. Loks verður annað hlið sett upp við Jaðarsel. Einnig verða vegkant- ar lagaðir og gerði Har- aldur ráð fyrir að verk- inu yrði lokið um miðjan nóvember. Morgunblaðið/RAX Frískar klappstýrur Kópavogur GRUNNSKÓLAR í Kópavogi gengust fyrir íþróttahátíð í íþróttahúsinu í Smáranum sl. fiinmtudag. Um 1.500 börn og unglingar kepptu í hinum ýmsu íþróttagreinum. Þinghólsskóli sendi ekki aðeins vaska kepp- endur á hátíðina heldur eiimig frískar klapp- stýi-ur til að styðja við bakið á þeim og ekki bar á öðru en þær Iifðu sig inn í hlutverkið. Staðardagskrá 21 er áætlun um sjálfbæra þroun næstu aldar Virða þarf rétt komandi kynslóða Breiðholt Morgunblaðið/Eii-íkur P. Hulda Steingrímsdóttir er verkefnisstjóri Staðardagskrár 21 hjá Hafnarfjarðarbæ. STAÐARDAGSKRÁ 21 er heiti á verkefni sem lýtur að áætlun sveitarfélaga um sjálfbæra þróun á næstu öld. Þessa áætlun á að vinna í samráði við íbúa og fyrir- tæki og stuðla að hugarfars- breytingu einstaklinga og sjórnenda fyrirtækja. Hulda Steingn'msdóttir er verkefn- isstjóri Staðardagskrár í Hafnarfírði og segir að verkefnið sé í raun aðferð til mótunar framtíðarsýnar, hvernig íbúar Hafnarfjarðai- vilja sjá sitt bæjarfélag í framtíðarsamfélagi 21. ald- arinnar. Hún segir verkefn- ið ekki afmarkað, heldur eigi það að verða sívirkt ferli í að móta vistfræðilega, efnahagslega og félagslega’ þætti samfélagsins. Á Ríóráðstefnunni 1992 undirritaði 181 ríki ítarlega framkvæmdaáætlun í um- hverfis- og þróunarmálum. Þar var lögð áhersla á sjálf- bæra þróun, þá framþróun sem uppfyllir þarfir okkar í dag án þess að ganga á þær auðlindir og höfuðstól sem núlifandi kynslóðir eiga að skila afkomendum sínum. I mars 1998 gerðu um- hverfisráðuneytið og Sam- band íslenskra sveitarfé- laga síðan samstarfssamn- ing um að koma verkefninu af stað. Þegar það hófst í október sama ár hafði 31 sveitarfélag sótt um þátt- töku og er Hafnarfjörður eitt þeirra. I maí á þessu ári var Hulda Steingrímsdóttir ráðin sem verkefnisstjóri og er hún einnig starfsmað- ur 5 manna stýrihóps. I honum sitja fulltrúar úr skólanefnd, umhverfis- nefnd, skipulags- og um- ferðarnefnd, leikskólanefnd og formaður íþróttabanda- lags Hafnarfjarðar. Fráveitumál í ólestri Hulda segir það ljóst að í dag sé verið að fara illa með jörðina. Markmið Staðar- dagskrár 21 sé hins vegar að vísa leiðina að vænlegri framtíð, þar sem nauðsyn- legt sé að víkja úr því fari neyslusamfélagsins sem við búum við í dag. „Það er í rauninni málið, við getum ekki lengur snúið baki við þeirri staðreynd." Nú liggur fyrir stöðumat í þeim málaflokkum sem ákveðið var að verkefnið næði yfir til að bytja með, en Staðardagskrá nær yfir alia þætti samfélagsins. Hulda segir að ýmsar brotalamir séu í umhverfismáium sem að taka þurfi á og sérstakiega eigi það við um fyrirtæki, sem eru stórir notendur orku og vatns og skili frá sér miklu í fráveitur og sorpi. í stöðu- matinu kemur fram að mörg fyrirtæki líta fram hjá mikil- vægi mengunarvaraa. Nú stendur fyrir dyrum uppbygging í holræsa- og fráveitumálum og hefur Hafnai-fjörður tekið þá stefnu að hi-einsa á upphafs- stað með mengunaivömum. Að sögn Huldu er þetta í ólestri í dag og dælustöðin full af fiskslori sem ekki eigi að berast þangað. Þá segir Hulda að nokkur iðnaðar- svæði séu til skammar varð- andi umhverfismál. Einnig að úrgangur sé almennt of mikill, bæði frá heimilum og fyrirtækjum, og fari vaxandi. Hulda segir að aukin fræðsla sé lykilatriðið varð- andi þessi mái, bæði varð- andi fyrirtæki og einstak- linga. Hún segii- að stöðu- matið sýni hvernig staðan sé í dag og að næsta skref sé að ákveða framtíðarsýn til næstu aldar og útbúa fram- kvæmdaáætlun með mælan- leg markmið, þar sem verk- efni eru sett í tímaáætlun. Aukin vakning í umhverfísmálum Hulda segist greinilega hafa orðið vör við vakningu í umhverfismálum og að fólk- ið sé á undan kerfinu. I dag eru móttökustöðvar of fáar og lítið gert til að gera fólki auðveldara fyrir að temja sér vistvænni lifnaðarhætti. „Þetta dregst aftur úr í kerfinu. Mér finnst fólk vera mjög móttækilegt og fæ iðu- lega að heyra að loksins sé verið að gera eitthvað." Að sögn Huldu er nú ver- ið að undirbúa að hefja markvissari fræðslu um þessi mál, þar sem leitast verður við að virkja fyrir- tæki og heimili til þátttöku í að móta Hafnarfjörð fram- tíðarinnar. Sú fræðsla snýst fyrst og fremst um hugar- farsbreytingu, að fólk læri að nýta hlutina og fara bet- ur með þá. Hætti að líta þannig á að allir hlutir séu einnota og temji sér að virða umhverfi sitt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.