Morgunblaðið - 03.11.1999, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 03.11.1999, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. NÓVEMBER 1999 29 LISTIR Til Lundúna á fertugsafmæli Ronnie Scott’s A þessu ári eru fjörutíu ár liðin frá því að Ronnie Scott og Pete King stofnuðu hinn sögufræga djassklúbb er . ■ 7 ber nafn þess fyrrnefnda. Þúsundir Islendinga hafa heimsótt klúbbinn og í allt haust hefur verið haldið uppá afmælið og verður svo gert út nóvembermánuð. Vernharður Linnet heimsótti klúbbinn í október og sótti auk þess tónleika á vegum Ronnies í Barbican Center, þar sem ein skærasta stjarna djasssögunnar, tenórsaxófónleikarinn Sonny Rollins, lék með sextetti sínum. RONNIE Scott er frægastur breskra djassleikara, þó ekki vegna spila- mennskunnar fyrst og fremst, heldur klúbbsins sem hann rak ás- amt Pete King frá 1959 til dauðadags um jólaleytið 1996. Fyrst var klúbbur- inn í Gerrar- dsti’æti númer 39, en 1965 flutti hann í Frith Street nr. 47 í Soho. í auglýs- ingu frá klúbbnum er hann opnaði í nýja hús- næðinu stóð: Tvær mínútur frá Gerrar- dstræti - eina mínútu ef þú hleypur - dæmigerður Ronnie Scott húmor. Tveir frægir Bandaríkjamenn skiptu með sér opn- unarkvöldinu; saxófónleikarinn Yuseef Lat- eef og söngkonan Ernestine Anderson. Ari seinna kom Yuseef Lateef til Islands og lék hjá Jazzklúbbi Reykjavíkur í Tjarnarbúð. Gunnar Reynir Sveinsson var heimagangur hjá Ronnie og góður vinur minn, Gylfí prent úr Eyjum, fór til London og heyrði Zoot Sims og A1 Cohn á Ronnie og Bretann Tubby Hayes. Hann átti ekki orð yfir snilli hins unga Breta og ég dauðöfundaði hann af upp- lifuninni. Tubby heyrði ég aðeins af plötum, hann dó langt fyrir aldur fram, og á gamla Ronnie Scott klúbbinn kom ég aldrei. Ég hef afturá móti oft komið á Ronnie Scott klúbbinn í Frith Street og magnaðasta tónlistin er ég upplifði þar var sextett bassajöfui’sins Charles Mingus 1971. Einu sinni fór ég þangað að hlusta á trommarann Tony Crombie, en hann hafði komið til Islands með fyrstu rokkhljómsveitina og haldið tónleika í Aust- urbæjarbíói. Eftir tónleika settumst við nið- ur með bjór og spjölluðum um Islandferð Tonys. Brátt bættist Ronnie í hópinn og spjallið varð fjörugt og sér í lagi varð Ronnie tíðrætt um einhverja Rósu og svo Gunnar Ormslev. Ronnie kom hingað í boði Jazzk- lúbbs Reykjavíkur 1952 og háði þá frægt ein- vígi við Gunnar Ormslev og þótti íslending- um sinn maður ekkert gefa frægasta tenórista Evrópu eftir. Það var Svavar Gests sem skipulagði tón- leika Ronnies hér og er ég hitti Pete King á Ronnie um daginn spurði hann um Svavar. Hann var greinilega vel kynntur í helsta djassklúbbi Evrópu. Clark Terry átti að leika þetta kvöld, en Sonny Rollins Ronnie Scott heimsókn hans til Bretlands var aflýst sök- um veikinda. I staðinn lék kvintett breska trompetleikarans Guy Barkers, sem margir kannast við hérlendis. Hann kom hingað og lék með íslenskum hljóðfæraleikurum og auk þess lék Sigurður Flosason um tíma í hljóm- sveit hans m.a. í sjónvarpsupptöku með Van Morrison. Dagskráin var helguð tónlist Terrys, en þeir Barker eru mjög ólíkir tónlistarmenn. Barker er óhemju kraftmikill trompetleikari og þó lögin væru kennd við Terry báru þau öll merki Barkers. Eitt skemmtilegasta lagið er Barker sextettinn lék þetta kvöld var til- einkað kornettleikara Duke Ellingtons, Rex Steward: Oh Mr. Rex!. Það má fínna á diski Guy: Into the blue (Veiwe), og er altóleikari þar Sigurður Flosason. Á Ronnie var Peter King á altóinn (ruglist ekki saman við Pete King), en hann blés einmitt í altinn þegar Ronnie Scott klúbburinn var opnaður fyi-ir fjörutíu árum í Gerrardstræti. Hörkubíbopp- blásari Peter King. Roger Kelleway var á píanóið, Mark Hodgeson á bassa og tromma- rinn sá sami og á Out of blue: Ralph Salmins. Kelleway lék um tíma með Clark Terry/Bob Brookmayer kvintettnum. Auk Barkers kvintettsins lék kvartett tenórsaxófónleikar- ans Allan Skidmores þetta kvöld. Allan hefur lengi verið í fremstu röð breskra djassleik- ara og lék verk af efnisskrá Coltranes þetta kvöld, enda aldrei verið dregin dul á hversu mikil áhrif Coltrane hefur haft á blástur hans. Heimsókn í Ronnie’s er alltaf upplifun; allt frá því glæsiklæddir svartir dyraverðir taka á móti þér þartil þú er kominn í sjöunda him- in tónlistarinnar. Hápunktur djassupplifunarinnar í London voru tónleikar meistara Sonny Rollins í Bar- bican Center. Tónleikarnir voru á vegum Ronnie Scott klúbbsins, en Sonny leikur ekki marga tónleika á ári og hann er dýr, svo hann leikur sjaldan á klúbbum. Síðast heyrði ég hann á Jazzhuse Montmartre í Nörregade í Kaupmannahöfn, en hann gerði líka allt fyr- ir Jazz-Kai vin sinn. Rollins er í ætt við óbeisluð náttúruöflin. Um leið og hann gekk á sviðið hafði hann þær þúsundir er í salnum sátu í hendi sér. Fyrstu lögin voru hálfklén, en svo fór gamli maðurinn í gang með titilverkinu af nýjasta diski sínum Global warming. Karabíustef í anda Don’t stop the carnival. Síðan fylgdi hver snilldartúlkunin annarri. Klassískur ballöðuleikur hefur aldrei verið aðall Rollins. Hann hefur venjulega tætt þær í sundur og ummyndað af fágætu hugarflugi. Þannig blés hann A nightingale sang in Berkeley Square. Margir muna túlkun Niels-Henn- ings á því lagi í Þjóðleikhúsinu í vor. Algjör andstæða - en Niels-Henning segir að ein helsta tónlistarupplifun sín hafí verið að leika með Sonny Rollins á Evróputónleikaferð. Að sjálfsögðu endaði meistarinn á Don’t stop the carnival og arkaði um sviðið með derhúfuna, sem hefur leyst hattkúfinn lin- barða af hólmi. En það var sama hvað klappað var - ekkert aukalag. Þegar Sonny hefur blásið Don’t stop the carnival, er tónleikunum lokið. Gamla brýnið Bob Chranshaw var með Rollins á rafbassa sem löngum fýrr, en af þeim yngri var píanistinn Stephen Scott áhugaverðastur. Það er þó einu sinni svo að þegar Sonny Rollins er búinn að blása sóló sinn er harla lítið eftir fyrir hina að vinna úr. Þvílíkir eru yfírburðir þessa snillings. Veislan á Ronnie Scott heldur áfram í nóv- ember og meðal þein'a er leika á klúbbnum þá eru Chick Corea, Bob Berg, Roy Ayers, Frank Foster og Heath-bræðurnir svo það er þess virði að heimsækja klúbbinn eigi menn leið um London - en öruggara er að panta borð fyrirfram. Um endalok tímans TOIVLIST Geislaplötur OLIVIER MESSIAEN Olivier Messiaen: Quatuor pour la fín de temps - Kvartett um endalok tímans. Flytjendur: Kammersveit Reykjavíkur (Gunnar Egilson - kla- rínett, Nina Flyer - selló, Rut Ing- ólfsdóttir - fiðla og Þorkell Sigur- bjömsson - pianó.) Tónleikaupptaka Ríkisútvarpsins frá febrúar 1977. Útgáfa: Arsis Classics AC 8-99036-2. Lengd: 46’32. Verð: kr. 1.999. FÁ verk tónlistarsögunnar hafa eins sterka skírskotun til stríðs- hörmunga og víðfrægt kammer- verk Messiaens, Kvartett um enda- lok tímans . Kringumstæður þær sem verkið er samið í hafa að sjálf- sögðu áhrif á upplifun manns á því en tónmálið og efnislegt innihald þess með tilvitnunum úr Opinber- unarbók Jóhannesar gera það að einu merkasta trúarlega tónverki aldarinnar. Flest tónverka Messia- ens voru trúarlegs eðlis og því er kvartettinn engin undantekning. En það má telja afrek út af fyrir sig að semja svo stórbrotna tónsmíð við ömurlegar aðstæður í fanga- búðum nasista í Görlitz í Slesíu. Hljóðfæraskipanin er í hæsta máta óvenjuleg og helgast af þeim hljóð- færum sem tiltæk voru: klarínett, fiðla, selló sem einn strenginn vant- aði á, og gamall píanógarmur sem Messiaen sjálfur spilaði á við frum- flutninginn. Hinir hljóðfæraleikar- arnir voru franskir samfangar hans. Þegar verkið var frumflutt í fangabúðunum ískaldan janúardag árið 1941 skiptu áheyrendur þús- undum. Þar var fólk úr öllum stétt- um þjóðfélagsins: þar á meðal bændur, prestar, verkamenn, læknai' og rithöfundar. Flestir komu frá Póllandi, Frakklandi og Belgíu en auk þeiri’a voru þýskir fangaverðir og hermenn viðstaddir. Þótt erfitt sé að gera sér í hugar- lund andrúmsloft fangabúðanna hlýtur frumflutningurinn að hafa verið ótrúlega áhrifaríkur við þess- ar aðstæður. En það þarf ekki stríðshörmungar, ofsóknir og aðra grimmd til þess að verða fyrir áhrifum af tónlist Messiaens. Hún er alltaf áleitin á einhvern veg, hvort sem menn skynja hana út frá trúarlegu sjónarmiði, náttúrulýs- ingum, heimspeki eða hreinlega hversdagslegri fagurfræði. Messia- en hljómar alltaf svo vel. Og það á ekki hvað síst við um Kvartett um endalok tímans. Hver einasti takt- ur býr yfir einhverri óútskýran- legri fegurð sem er einfaldlega svo gott að hlusta á. Tónmál verksins er í alla staði auðskiljanlegt og að- gengilegt þeim sem vilja leggja við hlustir. Og nú gefst íslenskum hlustend- um kostur á að heyra kvartettinn spilaðan af félögum úr Kammer- sveit Reykjavíkur í tónleikaupp- töku frá 1977. Og er þar engum í kot vísað. Flytjendurnir, Rut Ing- ólfsdóttir, Gunnar Egilson, Þorkell Sigurbjörnsson og Nina Flyer, hafa greinilega átt sinn góða dag því flutningur þeiiTa er í heild afar sannfærandi. Samleikurinn er í alla staði með ágætum, bæði í innhverf- um, hljóðlátum köflum svo og í fjör- ugri dansköflum þar sem tónlistin tekst sannarlega á loft hjá þeim fé- lögum og margt er frábærlega vel gert. Þetta á m.a. við um örstuttan fjórða kaflann sem sveiflast mjög notalega og um sjötta kafla sem er dramatískur hápunktur verksins. Þriðji kaflinn er rúmlega sjö mín- útna langur einleiksþáttur fyrir klarínettu og er leikur Gunnars Egilsonar afar vandaður og ber vott um algert vald hans á hljóðfæri sínu. Flókið tónaflúrið leikur í höndum hans og styrkleikabreyt- ingin frá 2’00 til 2’15 (nr.3) er sér- lega glæsilega gerð. Samleikur Ninu Flyer og Þorkels Sigur- björnssonar í fimmta kafla er áhrif- aríkur þó jafnvægi framan af sé ekki eins og best verður á kosið því píanóið er of framarlega í hljóð- myndinni. Kaflanum lýkur þó í full- komnu jafnvægi milli þeirra t\7eggja og er niðurlagið sérlega magnað (nr.5, frá 5’00 til loka kafl- ans). Friðsæll lokakaflinn fyrir fiðlu og píanó á ýmislegt sameigin- legj. með fimmta kafla sem er eins og áður segir fyi’ir selló og píanó. Þótt enn sé hér á köflum sama jafn- vægisvandamál á ferðinni og í fimmta kafla og inntónun sé stund- um alveg á mörkunum er kaflinn í heild fallega leikinn af þeim Þor- katli Sigurbjörnssyni og Rut Ing- ólfsdóttur. En auðvitað verður að taka með í reikninginn að hér er um tónleikaupptöku að ræða og því út í hött að krefjast fullkomnunar. Tæknilega séð er upptakan svo- lítið klemmd og hvöss en þó ávallt skýr. Segulbandssuð er nokkuð en er samt ekki til ama. Áheyrendur eru ákaflega hljóðlátir en sama verður ekki sagt um umhverfi tón- leikahússins (sem reyndar er ekki getið um hvert er). Bílaumferð er svo greinileg að m.a.s. gírskipting- ar heyrast og hámarkinu er náð þegar DC3-flugvél silast yfir tón- leikastað! Þessi hávaði skemmir íyrir einleik Gunnars Egilsonar í þriðja kafla og er það mikil synd. Er virkilega ekki hægt að laga svona lagað með nútíma tækni- brögðum? Spyr sá sem ekki veit. Á geislaplötunni sjálfri er upptakan merkt DDD (al-stafræn) en utan á umslaginu er sagt að hún sé ADD (upptaka gerð með gamaldags (analog) segulbandstæki en öll eft- irvinnsla unnin með stafrænum tækjum). Mér vitanlega þekktust stafrænar upptökur ekki árið 1977. Þótt tónmál Messiaen sé ekki ýkja flókið á yfirborðinu og vel megi njóta tónlistarinnar án nokk- urra skýringa eru kaflaheiti hans oft sérkennileg og jafnvel „dular- full“ og væri þá fengur í að vita hvað þau þýða. Höfundur texta í bæklingi (ónafngreindur) gerir enga tilraun til að þýða kaflaheitin yfir á íslensku. Fyrsti kafli verksins heitir t.d. á frummálinu Liturgie de cristal . Höfundur bæklings lýsir efni hans á eftirfarandi hátt: Fugl- arnir vakna snemma morguns og syngja. Það þarf ekki að kunna mikið í frönsku til að sjá að hér er eitthvað allt annað á ferðinni en þýðing á kaflaheitinu. Frönskukunnátta landans er ekki svo almenn að það geti talist ósann- gjarnt að fara fram á þýðingu á þeim. Útgáfufyrirtækið Ai-sis mun vera hollenskt en er undirrituðum að öðru leyti ókunnugt enda engar upplýsingar um fyrirtækið í bækl- ingi. Vilji smáfyrirtæki skapa sér sess á hörðum markaði verður það að vera samkeppnisfært. Það er það ekki með rúmum 46 minútum af tónlist á geislaplötu sem seld er á fullu verði. Ætlun Arsis-útgáfunn- ar er að gefa út fleiri upptökur með Kammersveit Reykjavíkur í tilefni 25 ára afmælis sveitarinnai’ og því hefði verið auðvelt að bæta öðru verki við. Geislaplötur eru oftast 65 til 75 mínútur að lengd og geta rúmað allt að 80 mínútur. En óska má fjórmenningunum til hamingju með útgáfuna sem ber vitni um vönduð vinnubrögð og metnaðarfullt verkefnaval þessara ágætu listamanna. Valdemar Pálsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.